Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 34
Miðvikudagur 30. september 200934 suðurland 1. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Að fá mér kaffi.“ 2. Hver er sérgrein þín í eldhúsinu? „Steiktur fiskur.“ 3. Hvaða kvikmyndahetju lítur þú upp til? „Ég á enga kvikmyndahetju sem ég lít upp til en mér þykir Meryl Streep afskaplega skemmtileg.“ 4. Hvar ólst þú upp? „Jaðri á Stokkseyri.“ 5. Ef ekki forstöðumaður Litla-Hrauns, hvað þá? „Ætli ég myndi þá ekki vilja vera ráðgjafi í fangelsi.“ 6. Hvað drífur þig áfram? „Lífsgleði og svo er bara svo ofboðslega skemmtilegt að vakna á morgnana og fara í vinnu á Litla-Hrauni.“ 7. Hvaða lag kemur þér alltaf í gott skap? „Flest lög með Baggalút.“ 8. Hver er uppáhaldsborgin þín? „New York. Hef komið þangað nokkrum sinnum.“ 9. Hvað hefur Suðurland fram yfir aðra landshluta? „Suðurland hefur eiginlega flest fram yfir aðra landshluta. Margar náttúruperlur og fjölbreyttan gróður. Sunnlendingar eru yndislegt fólk upp til hópa. Það þekki ég eftir að hafa starfað með þeim í 20 ár sem þingmaður. Svo er náttúrlega Litla-Hraun á Suðurlandi.“ 10. Hver er þín helsta fyrirmynd? „Ég á enga sérstaka fyrirmynd. Ég á mér frekar mottó. Að vera samkvæm sjálfri mér. Anna og Frímann sem ólu mig upp kenndu mér það.“ 11. Hverju sérðu mest eftir? „Eftirsjá er tímasóun.“ 12. Ef þú mættir gefa íslensku þjóðinni gjöf, hvað myndirðu gefa henni? „Ég myndi vilja færa tímann aftur fyrir einkavæðingu bankanna og hugsa það ferli algjörlega upp á nýtt. En eins og staðan er í dag er bjartsýni það nauðsynlegasta sem fólk fengi.“ 13. Hvar líður þér best? „Heima hjá mér.“ 14. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Það eru nokkrar veiðiár sem mér finnst gríðarlega fallegar. Til dæmis Laxá í Leiru og svo fjaran á Stokkseyri. Það er fallegasta svæðið.“ 15. Hver er fremsti stjórnmálamaður heims fyrr og síðar? „Ég vil ekki nefna neinn sérstakan.“ 16. Hvenær felldir þú síðast tár? „Það er nú bara ekkert langt síðan. Ætli það hafi ekki bara verið yfir einhverri frekar væminni bíómynd. Ég er mjög tilfinningarík.“ 17. Hvernig er heimilisverkunum skipt? „Þeim er skipt nokkuð jafnt á mínu heimili. Ég á eiginmann, Jón Gunnar Óttósson, sem gengur í öll verk jafnt og ég.“ 18. Stundar þú líkamsrækt? „Ég er frekar löt við það en ég geng samt svolítið.“ 19. Hvert er takmark þitt í lífinu? „Að njóta hvers dags sem ég fæ.“ 20. Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur? „Birtíng eftir Voltaire.“ 21. Hver voru áhugamál þín sem unglingur? „Það var nú nánast allt. Ekkert var mér óviðkomandi.“ 22. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? „Kennari.“ 23. Hvernig er fullkomið laugardagskvöld? „Það er þegar við fáum öll börnin, barnabörnin og tengdabörnin í mat. Síðan er spjallað eða spilað Trivial. Svo sitjum við hjónin í rólegheitum með kertaljós á eftir.“ 24. Hver er þinn helsti kostur? „Það er erfitt að meta það. Ætli það sé ekki bjartsýni.“ 25. Hvern hefur þig alltaf dreymt um að hitta? „Ég er búin að hitta alla sem mig hefur dreymt um að hitta. Þá einstaklinga er að finna í manninum mínum, börnum, barna- börnum og fjölskyldu.“ 26. Áttu gæludýr? „Nei.“ 27. Finnst þér gaman í vinnunni? „Jahá. Vinnan mín er mjög gefandi.“ 28. Hvaða skref væri mest til heilla íslenskri þjóð? „Að menn gerðu róttækar ráðstafanir fyrir heimilin og stefndu svo ótrauðir áfram.“ 29. Hvernig veður hentar best til göngutúra? „Það er yndislegt í roki og rigningu til dæmis.“ 30. Síðasta orðið? „Haldið í bjartsýnina þrátt fyrir allt og allt.“ Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla- Hrauns, á síðasta orðið að þessu sinni. Baggalútur kemur Margréti í gott skap og hún segir eftirsjá vera tímasóun. Margrét vildi helst geta farið aftur í tíma og endurskipulagt einkavæðingu bankanna. skemmtilegt á LitLa-Hrauni SÍÐaSta OrÐiÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.