Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 31
suðurland Miðvikudagur 30. september 2009 31 Ásastígur 2, Flúðum Um er að ræða 115,6 m2 einbýlishús ásamt 51,0 m2 bílskúr. Verð 23,9 Austurvegur 33-35, Selfossi Um er að ræða glæsilegt nýtt skrifstofu/ verslunarrými á annari hæð í nýju húsi við aðalverslunargötuna. Bílastæði eru framan við hús og í bílakjallara undir húsinu.. Rýmið er 446,5 m2að heildarstærð. Verð upplýsingar á skrifstofu Gagnheiði 76 01-05, Selfossi Um er að ræða 163,2 m2 endabil í iðnaðarhúsi. Góð lofthæð. Mal- bikað plan. Verð 21,8 m Ástjörn 5 íb. 103, Selfossi Tveggja herbergja 59,2 m2. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Verð 12,9 m Kóngsvegur 8, Úthlíð Gott 51,5 m2 sumarhús á eftirsóttum stað í Úthlíð í Bláskógarbyggð með fallegu útsýni. Verð 14,8 m Eyrargata 8b, Eyrarbakka Um er að ræða einbýlishús með sögu sem byggt var árið 1905 en verið er að endurnýja að fullu. Verð 16,0 m Dvergahraun 15, Grímsnes- og Grafningshreppi Um er að ræða 9.300 fm eignarlóð, glæsilega sumarhúsalóð úr landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi. Verð 4,8 m Seylar, Ölfusi Um er að ræða 269,8 m2 einbýlishús ásamt 34,7 m2 bílskúr í Árbænum vestan við Selfoss. Verð 44,0 m Lögmenn Suðurlandi Austurvegi 3, Selfossi Sími: 480 2900 | Fax: 482 2801 www.log.is Selfyssingar unnu 1. deildina í knatt- spyrnu með yfirburðum í sumar. Voru með langbesta liðið og fengu flest stig, skoruðu flest mörk og fengu á sig fæst. Árangur Selfoss heillaði stjórnarmenn hjá Val svo mikið að liðið stal af þeim þjálfaranum áður en mótinu lauk en upp úr því varð mikill farsi þar sem ýmis orð fengu að fjúka. Selfyssingar svöruðu hart á móti hörðu og sömdu við Gunnlaug um að yfirgefa liðið fyr- ir lokaleikinn sem átti að vera kveðju- leikur hans á ferlinum, gegn uppeldis- félagi hans, ÍA. Því standa Selfyssingar uppi þjálf- aralausir fyrir átökin næsta sumar og er leit löngu hafin að eftirmanni Gunnlaugs. Heimildir DV herma að Selfoss hafi ætlað að næla sér í Will- um Þór Þórsson sem samdi við Kefla- vík í vikunni og eru menn því komnir aftur að teikniborðinu. Þeir þjálfarar sem hafa hvað helst verið nefndir eru Kristján Guðmundsson sem rek- inn var frá Keflavík í vikunni og Guð- mundur Benediktsson, leikmaður KR og sparkspekingur Stöðvar 2 Sports. Tómas Ingi Tómasson var, þar til í gær, einnig orðaður við þjálfarastöðuna en komið hefur í ljós að hann tekur við fyrstudeildarliði HK. Kristján þykir afar líklegur kostur eftir því sem DV kemst næst en Sel- fyssingar eru taldir vilja þjálfara með reynslu af þjálfun efstu deild. Þeim tókst vel til að gefa ungum þjálfara sitt fyrsta tækifæri með Gunnlaugi og því þykir ekki ólíklegt að Guðmundur Benediktsson fái símtal. Hann hefur þó verið eitthvað í sambandi við Sel- fyssinga. Verði Guðmundur fyrir val- inu fær liðið auðvitað góðan leikmann líka, einn þann besta í deildinni, kjósi hann að halda áfram að spila. tomas@dv.is Eftir brotthvarf Gunnlaugs Jónssonar frá Selfossi til Hlíðarenda standa nýliðar næsta árs í Pepsi-deildinni eftir þjálfaralausir í bili. Nokkrir hafa þó verið orðaðir við stöðuna. SelfySSingar í þjálfaraleit Gunnlaugur Jónsson Gunnlaugur yfirgaf Selfoss. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR Vantar þjálfara Stuðningsmenn Selfoss vonast eftir góðum þjálfara fyrir átökin í Pepsi-deildinni. MYND FÓTBOLTI.NET

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.