Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 41
fréttir 30. september 2009 miðvikudagur 41
Vigtin tekur völdin
Átröskunarsjúkdómar skiptast í fjóra meginsjúkdóma – lyst-
arstol (anorexia nervosa), lotugræðgi (bulimia nervosa), ofát
(binge eating) og vöðvaröskun (bigorexia).
Sá sem þjáist af lystarstoli neitar að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd,
reynir að takmarka þá fæðu sem hann borðar og stundar líkamsrækt
í óhófi til að brenna þeim hitaeiningum sem hann hefur innbyrt.
Stundum ælir hann því sem hann borðar. Sjúklingurinn setur óhollar
fæðutegundir á lista yfir mat sem ekki má borða. Að lokum er lítið
sem kemst á listann yfir mat sem má borða og hugsanir sjúklingsins
fara að snúast að mestu um mat. Svengdartilfinningin er bæld
niður og í stað hennar finnur sjúklingurinn fyrir sigurtilfinningu. Að
lokum fer sjúklingur undir kjörþyngd og verður lífshættulega léttur.
Líkamsímyndin er samt sem áður brengluð og sjúklingurinn telur
sig of þungan og vill stöðugt léttast. Vigtin tekur völdin og ræður
skapinu.
Sá sem þjáist af lotugræðgi tekur regluleg átköst þar sem hann
innbyrðir mikið magn matar á stuttum tíma og losar sig við matinn
með uppköstum eða hægðalosandi lyfjum. Oftar en ekki er þetta
hitaeiningarík og fiturík fæða. Þess á milli fer sjúklingurinn í stranga
megrun. Þeir sem þjást af lotugræðgi geta verið af öllum stærðum
og gerðum og erfiðara er að sjá utan á þeim en lystarstolssjúklingum
að þeir séu með sjúkdóminn. Sjúklingurinn fyrirlítur oft sjálfan sig
og finnst hann ófullkominn. Sumir upplifa spennulosun á meðan á
átköstunum stendur og á eftir fylgir alltaf gríðarlegt samviskubit.
Þeir sem þjást af ofáti taka átköst þar sem þeir innbyrða mikla fæðu
á stuttum tíma en framkalla ekki uppköst eða nota hægðalosandi
lyf. Þeir þjást oft af offitu og borða vegna vanlíðanar og þrátt fyrir
að vera saddir. Stundum fara þeir í stranga megrun sem endar með
átkasti.
Vöðvaröskun er andstæða lystarstols. Þeir sem þjást af vöðvaröskun
hafa áhyggjur af því að vera of litlir og veikburða. Þrátt fyrir að vera
mjög vöðvamiklir trúa þeir því að þeir hafi ekki næga vöðva. Til þess
að auka vöðvamassa stunda sjúklingarnir lyftingar og þolæfingar
í miklu óhófi. Sumir taka stera eða önnur vöðvastækkandi lyf. Þeir
æfa óhóflega mikið og margir taka þátt í vaxtarræktarkeppnum.
Sjúklingarnir hafa stöðugt áhyggjur af áliti annarra á því hversu
vöðvalitlir þeir séu þó að þeir séu vöðvamiklir.
Heimild: atroskun.is.
Deila óhugnan-
legum myndum
Svokölluð pro-ana-samtök hafa verið þyrnir í götu baráttunnar
gegn átröskunum. Þeir sem aðhyllast pro-ana halda því fram að
anorexia nervosa sé lífsstíll en ekki átröskun. Þar er lystarstol kallað
ana og oftar en ekki persónugert í stúlku sem heitir Ana. Hugtakið
sem sjaldnar er notað er pro-mia og vísar til lotugræðgi.
Pro-ana-vefsíður eru farnar að skipta hundruðum um heim allan
og hafa samtökin líka hreiðrað um sig á samskiptasíðum eins og
Facebook og Myspace. Síðurnar eru vægast sagt óhugnanlegar. Á
þeim keppa sjúklingar í þyngdartapi, gefa ráð um hvernig best sé
að framkalla uppköst og hvernig hægt sé að leyna sjúkdómnum
fyrir fjölskyldu og læknum. Einnig deila sjúklingarnir upplýsingum
um hvernig á að minnka hliðarverkanir lystarstols og hvað á að gera
við hungurverkjum.
Það hræðilegasta á þessum síðum er án efa myndir sem kallaðar
eru thinspiration eða thinspo. Það eru myndir, eða myndbands-
upptökur, af grönnum konum, oft frægum, sem eru náttúrulega
grannar eða í þyngd undir öllum skynsemis- og heilbrigðismörkum.
Myndir þessar eiga að vera innblástur fyrir stúlkurnar sem aðhyllast
pro-ana. Myndir af feitum mat og of feitu fólki eru líka birtar til að
virka sem víti til varnaðar og stuðla að frekara þyngdartapi.
Tólf spora kerfið
Samtökin OA, Overeaters Anonymous, hjálpa fólki til að losna
undan áþján matarfíknar með því að deila reynslu sinni og veita
hvert öðru stuðning. Batakerfi samtakanna er byggt á samskonar
kerfi AA-samtakanna þar sem tólf spora kerfið er notað. Eina
breytingin er að í stað orðanna áfengi og alkóhólisti eru sett orðin
matur og matarfíkill.
Hér fylgja sporin Tólf eins og þau birTasT
Á Heimasíðu samTakanna, oa.is:
1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart mat og að við
gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi.
2. Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur
andlega heilbrigð að nýju.
3. Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja umsjá Guðs,
samkvæmt skilningi okkar á honum.
4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi
okkar.
5. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir Guði, sjálfum okkur og
annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst.
6. Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla
skapgerðarbrestina.
7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.
8. Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum
fús til að bæta fyrir þær.
9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem
það særði engan.
10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar
viðurkenndum við yfirsjónir okkar umsvifalaust.
11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja
vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á
honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt
til að framkvæma hann.
12. Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor
og reyndum því að flytja öðrum hömlulausum ofætum þennan
boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.
mig betur en þeir sem ekki hafa þenn-
an sjúkdóm en ég verð samt sem áður
meðvitaðri um heilsu mína og hvað
skiptir máli í lífinu. Að hafa upplifað erf-
iðleika og mótbyr gerir mann sterkari ef
maður tekur á vandamálunum og leyfir
þeim að þroska sig. Á bak við sjúkdóm-
inn liggja margar tilfinningar sem fólk
gerir sér ekki grein fyrir. Það er eitt að
breyta mataræðinu og drífa sig í ræktina
en það er engin lausn. Breytingin þarf
að koma innan frá,“ segir Supriya. Hún
finnur ekki síður mun á sér líkamlega
eftir að meðferðin hófst.
„Orkan hefur aukist til muna, svim-
inn og máttleysið er algerlega farið. Ég
er farin að sjá möguleika í tilverunni og
að ég geti virkilega gert það sem ég vil.
Ég er farin að trúa á sjálfa mig sem ein-
stakling og ég sé von. Ég veit að ég get
þroskast og tekið framförum og það þarf
ekki allt að gerast í dag. Þetta tekur auð-
vitað tíma og ég er engan veginn búin að
ná fullum bata en það sem hefur breyst
hefur verið til batnaðar og ég hlakka til
að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“
getur komið fyrir alla
Supriya segir það hættulegasta við
átröskunarsjúkdóma vera hve faldir þeir
eru.
„Það er erfitt að átta sig á vandamál-
inu, enda liggur yfirleitt alltaf eitthvað
meira að baki sem hrindir þessu öllu
af stað. Það er slæmt við sjúkdóminn
hvað maður skorast undan því að leita
sér hjálpar. Þetta er svo rosalegt tabú og
það vilja fáir láta skilgreina sig sem veik-
an af einhverju sem þeir gerðu sér sjálf-
ir. Maður vill ekki vera stimplaður sem
sjúklingur eða einhver sem er geðveikur.
Maður skammast sín fyrir þetta og held-
ur því leyndu.
Það er engin ein leið til að fá átrösk-
un. Það getur í rauninni hver sem er þró-
að sjúkdóminn með sér, allt frá óeðli-
legu sambandi við mat og út í brjálaðan
megrunarkúr. Það eru allir í áhættuhóp.
Sjúkdómurinn er skuggalega algengur
hjá öllum aldurshópum í þjóðfélaginu.
Hann birtist í mörgum formum, eins og
ofáti og óheilbrigðu sambandi við mat,
líkamsræktaráráttu, uppköstum til að
stjórna ofátinu og þyngdinni og svelti.
Allt er þetta átröskun. Átröskun er ekki
bara grindhoraða stelpan sem er í vand-
ræðum með sjálfsmyndina sína. Þetta
getur komið fyrir alla.“
Vill hjálpa öðrum
Supriya byrjaði nýlega að blogga á vef-
síðunni uppleid.wordpress.com um
baráttu sína við átröskun þar sem henni
fannst mikilvægt að auka umræðuna um
sjúkdóminn. Hún útilokar ekki að hjálpa
öðrum í sömu stöðu í framtíðinni.
„Það hræðir mig að lifa í samfé-
lagi þar sem fólk þorir ekki að vera það
sjálft. Mig langar til að taka þátt í því
að auka umræðuna um átraskanir og
hjálpa þeim sem eru í sömu sporum
og ég hef verið síðastliðna mánuði og
ár. Ég vil nota það sem mér hefur verið
kennt til að hjálpa öðrum að ná bata og
finna hamingjuna í lífinu aftur. Ég mun
alveg pottþétt halda áfram með blogg-
ið enda gefa skrifin mér sjálfri ótrúlega
mikið. Ég er þegar komin í gang með að
stækka heimasíðuna mína og þróa hana
út í eitthvað sem gæti hjálpað enn frek-
ar. Hún hefur fengið frábærar viðtökur
og ég sé að það er mikil þörf fyrir aukna
umræðu í sambandi við þetta. Ég tel mig
vera með ágætis reynslu í bakpokanum
og það er mjög góð tilfinning að líða eins
og maður geti gefið af sér.
Það er mikið af fólki sem gerir sér
ekki grein fyrir því að það hafi átröskun.
Það er engin skömm að því að vera með
átröskun. Það eru allir ábyrgir fyrir því
að standa sterkir og ákveða fyrir sjálfan
sig hvernig lífi þeir vilja lifa því að þetta
er líf sem enginn getur raunverulega
óskað sér.“
„Ég var orðin virkilega
hrædd um líf mitt, fannst ég
á tímabili geta dottið niður
og dáið hvenær sem var.“
prófaði hvaða skyndilausn
sem er Supriya sér núna að
gamla lífið snérist um að halda
sér í formi þó að hún hafi vitað
að leiðir hennar til þess hafi
ekki verið heilsusamlegar.
erfitt fyrir kærastann Supriya segir sjúkdóm sinn hafa tekið mjög á kærastann hennar,
Einar Thor. Hann stendur með henni gegnum súrt og sætt og styður vel við bakið á henni í
baráttunni við sjúkdóminn.