Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 30
Miðvikudagur 30. september 200930 suðurland
Hannyrðaverslunin Skrínan
Höfum gott úrval af ýmiskonar vörum.
Garn - Perlur - Prjónar - Java - Lopi - Blöð
Þarftu hjálp með handavinnuna?
Komdu og við gerum það
sem í okkar valdi stendur til að aðstoða.
Ókeypis þjónusta.
Prjóna einnig eftir pöntunum.
Eyravegi 3
800 Selfoss
Sími 482-3238
www.skrinan.is
Opið
Mán- Fös
11.00 – 17.00
Lau
11.00 – 16.00
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur kom
úr slipp frá Akureyri í síðustu viku
eftir margvíslegar endurbætur. „Hér
er kominn nýr radar auk þess sem
við fengum nýjan dýptarmæli,“ seg-
ir Steinar Magnússon, skipstjóri á
Herjólfi. Nýi dýptarmælirinn er þó
ekki sérstaklega til siglinga heldur
er hann ætlaður til þess að fylgjast
með dýpinu á milli Vestmannaeyja
og Landeyjahafnar. Gögn úr þessum
mælingum eru svo send til Siglinga-
stofnunar jafnharðan, þar sem fylgst
verður með breytingum á dýpi á
þessari væntanlegu siglingaleið ferj-
unnar.
„Mælirinn er samhæfður við fasta
punkta bæði í landi og Eyjum þannig
að sjávarhæð mun ekki trufla þessar
mælingar. Með þessu móti getur Sigl-
ingastofnun sparað sér mælingabát
sem þyrfti annars að vera reglulega á
ferðinni,“ heldur Steinar áfram.
„Þar fyrir utan hefur hér verið
dyttað að öllu mögulegu. Í brúnni
hafa skjáir verið endurnýjaðir. Svo
hefur þessi frægi veltiuggi verið lag-
aður en við urðum fyrir því að fá hval
á uggann sem gerði hann óstarf-
hæfan.“ Veltiuggarnir eru á báðum
síðum skipsins og leiðrétta halla.
„Það munar talsvert miklu að hafa
þetta í lagi.“
Farið var yfir báðar vélar skips-
ins og önnur vélin var nánast tekin
í sundur í smæstu einingar. Nýju að-
vörunarkerfi fyrir vélarnar var einnig
komið fyrir. „Ég held að aðvörunar-
kerfið eitt og sér hafi kostað tuttugu
milljónir,“ segir Steinar.
Hann segir skipið líta sérstak-
lega vel út þrátt fyrir að vera komið
á átjánda árið. „Það hefur líka verið
aukning í viðskiptum. Við áætlum að
farþegafjöldinn á árinu verði um 140
þúsund sem er þó nokkur aukning
frá því í fyrra.“
En hvernig skyldi mönnum lítast á
hina nýju Landeyjahöfn? „Hún virð-
ist vera á hárréttum stað. Þarna er
nokkuð stórt sandrif og höfnin verð-
ur þar sem dýpst er undan rifinu.
Sjálft rifið hreyfist lítið. Það verður
svo að koma í ljós hvernig þetta kem-
ur út. Það á að byrja að sigla þarna
inn í júlí á næsta ári.“
sigtryggur@dv.is
140 þúsund
farþegar
á árinu
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er komin úr slipp
eftir miklar endurbætur.
Til hafnar Herjólfur kemur til
hafnar í Þorlákshöfn.
Skipstjórar Steinar Magnússon og Vigfús
Guðlaugsson, skipstjórar á Herjólfi.