Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 30. september 200916 suðurland Kartöflubændur í Þykkvabæ glíma við stórfelldan uppskerubrest vegna næturfrosta sem urðu á Suð- urlandi í júlí. Þess eru dæmi að ein- stakir bændur fái nánast enga upp- skeru. Aðrir ná helmings uppskeru í samanburði við árið áður. Talið er að þeir sem skást sleppa geti feng- ið allt að sjötíu prósent af eðlilegri uppskeru. Kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ kann því að þurfa að kaupa kartöflur frá útlöndum næsta árið til þess að anna eftirspurn. „Það er ekki hægt að skilgreina þetta öðruvísi en hamfarir. Það má líkja þessu við það ef sauðfjárbóndi fengi ekki allt sitt fé af fjalli vegna náttúruhamfara. Ég man ekki til þess að neitt svipað hafi gerst á síð- ustu árum,“ segir Einar Hafsteins- son, bóndi á Hábæ 1. Hann og sonur hans, Hafsteinn Einarsson í Sigtúni, voru í óða önn að taka upp þegar blaðamann bar að garði. Biðu með að taka upp Sín á milli hafa bændur rætt hvort sækja megi bætur vegna uppskeru- brests. „Hér í eina tíð var til sjóður sem hét Bjargráðasjóður og var ætl- aður til þess að verja menn í svona tilfellum,“ segir Hafsteinn. „Þetta þarf að komast í umræðuna og við þurfum að athuga hvort það er ein- hver leið að sækja bætur. Við þurf- um auðvitað að standa í skilum með ört hækkandi lán og tvöfalt áburðar- og lyfjaverð,“ bætir hann við. Þeir feðgar segjast ekki hafa fulla yfirsýn yfir skaðann sem þeir verða fyrir. Þó sé nánast borin von að upp- skeran nái helmingi af uppskeru síðasta árs. „Það eru garðar hjá okk- ur sem við þurfum ekkert að líta á. Þar er ekkert að hafa,“ segir Einar. Margir bændanna hafa beð- ið með að taka upp úr görðunum í þeirri von að kartöflurnar nái að þroskast betur. Nú sé hins vegar allra veðra von og ekki seinna vænna að klára að taka upp. uppskeran dugi í útsæði Frostið kom aðfaranætur 24. og 25. júlí í sumar. Fyrst töldu menn að drjúgur hluti uppskerunnar myndi bjargast, einkum ef vel myndi rigna dagana á eftir. Þetta varð þó ekki raunin. „Það var búið að vera mjög þurrt þegar frostið kom og það var þegar farið að hægja á sprettunni. Kálið mátti einfaldlega ekki við þessu,“ segir Einar. Hafsteinn bætir við að þótt tíðarfarið hafi verið með besta móti í sumar hafi það einfald- lega ekki dugað til. Frostið lagðist í nokkurs kon- ar polla, sem útskýrir hversu mis- jafn skaðinn er á milli býla. Skað- inn varð þó hjá fimmtán bændum alls, sem samanlagt rækta um sjö- tíu prósent af öllum kartöflum á Ís- landi. Kartöflurnar sem þó nást úr görðunum verða bændurnir að nota í útsæði. Smæstu kartöflurn- ar geta þó farið í vinnslu í kartöflu- verksmiðjunni í Þykkvabæ. Talsvert af uppskerunni er einnig skemmt, þar sem kartöflurnar hafa klofnað þegar þær fóru aftur að vaxa. Hætt við gjaldþrotum Tekjutap bænda í Þykkvabænum verður því augljóslega mikið. Feðg- arnir telja að hátt áburðar- og lyfja- verð, ásamt því að útlagður kostn- aður frá því í vor fer forgörðum, verði til þess að sumir bændanna hreinlega nái ekki að standa áfall- ið af sér. „Eftir að hlýna tók í veðri hér á Íslandi urðu menn varir við áður óþekkt vandamál á borð við myglu, sem berst hingað í andrúmsloftinu frá Evrópu. Menn þurfa að beita lyfjum til þess að komast framhjá þessum vanda og ég þekki til þess að menn hafi þurft að kaupa lyf fyr- ir vel á aðra milljón króna síðastlið- ið vor,“ segir Hafsteinn. Magnús Ágústsson, garðyrkju- ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, taldi í ágúst að tjón bænd- anna í Þykkvabæ kynni að nema 250 milljónum króna. Ekki hefur þó verið lagt endanlegt mat á skaðann. Fulltrúar kartöflubænda áttu fund með Jóni Bjarnasyni landbúnaðar- ráðherra í ágústlok. Ekki er þó útséð með hvort þeir geti sótt bætur. sigtryggur@dv.is Dæmi eru um algjöran uppskerubrest hjá kartöflubændum í Þykkvabæ vegna næturfrosta sem felldu kartöflugrös í lok júlí. Kartöflubændur líta á skaðann sem hreinar og klárar náttúruhamfarir og vilja bætur. Óvíst er hvort allir bændurnir nái að standa af sér skaðann sem nemur minnst 250 milljónum í heildina. Bændurnir vilja bætur. innfluttar kartöflur í Þykkvabænum „Við þurfum auðvit- að að standa í skilum með ört hækkandi lán og tvöfalt áburðar- og lyfjaverð.“ Tekið upp Kartöflubændur hafa freistað þess að taka seint upp í þeirri von að kartöflurnar nái að þroskast. myndir SiGTryGGUr Takmörkuð uppskera Dæmi eru um bændur sem aðeins ná fimmtán prósenta uppskeru. náttúruhamfarir Uppskera haustsins gæti dugað í útsæði. Bændur vilja bætur vegna náttúruhamfara. Feðgarnir Hafsteinn Einarsson og Einar Hafsteinsson segja sína uppskeru verða innan við helming af því sem reikna mátti með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.