Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 14
Framsóknarmenn eru skrýtnar skrúfur enda fáir og álíka sjaldséðir og hvítir hrafnar. Enn furðulegri eru svo aftur
ungir framsóknarmenn þar sem þeir
eru í eðli sínu þversögn sem gengur
ekki upp vegna þess að olía og vatn
eiga betri möguleika á að blandast
saman en hugtökin „framsóknarmað-
ur“ og „ungur“. Framsóknarmenn
eru þó hvergi nærri af baki dottnir og
láta ekki útrýmingarhættuna draga
sig niður enda kunna þeir vel við sig
í fámenni blessaðir eins og sannaðist
best þegar einn fyrrverandi formanna
flokksins fann það út að ekki þyrftu
nema bara tveir framsóknarmenn að
koma saman fyrir framan spegil og þá
væri það fundur.
En snúum okkur aftur að hinum áhugaverðu ungu framsóknarmönnum sem láta sér ekki nægja að ganga
þvert á öll lögmál eðlisfræðinnar og
rökhyggju með tilvist sinni heldur
hefur þeim nú í málefnafátækt sinni
og tilgangslausu brölti um óbærilega
léttleikandi tilveruna tekist að bregða
fæti fyrir formann sinn. Mann sem
er í raun blautur á bak við eyrun og
ætti því með réttu að teljast til ungra
framsóknarmanna ef hann fengist til
að kasta af sér sauðargæru gamal-
mennisins.
En formaðurinn hefur sem sagt reynt að fjölga framsókn-armönnum með því að garga sig hásan í lýðskrumi og
virðist meira að segja hafa náð eyrum
einhverra sem telja samkvæmt skoð-
anakönnun- um atkvæði
sínu best varið hjá
Fram- sóknar-
flokkn- um.
Ungu fram-
sóknar- mönn-
unum, sem
með réttu
ættu ekki að
vera til,
virðist hins vegar ekki finnast það
neitt sniðugt að fjölga framsóknar-
mönnum. Þeirra helsta kappsmál mitt
í öllum pólitíska glundroðanum er
nefnilega að koma í veg fyrir að fólk
fjölgi sér með kynlífi en lífið er svo
einkennilegt að öll fjölgum við okkur
með samförum. Líka framsóknar-
menn.
Ungu framsóknarmennirnir hafa af því þungar áhyggj-ur að getnaðarvarnir hafi hækkað verulega í verði á
árinu um leið og salan hefur dregist
saman. „Ungt framsóknarfólk benti
í liðinni kosningabaráttu á að hækk-
andi verð á getnaðarvörnum gæti leitt
til þess að ungt fólk leitaði í ódýrari
varnir eða hætti notkun þeirra. Mikil
þörf er á að bæta aðgengi að getnað-
arvörnum fyrir ungt fólk og efla opna
umræðu um getnaðarvarnir og ábyrgt
kynlíf. Þá ítrekar stjórnin þá skoðun
sína að rétt sé að lækka virðisauka-
skatt á öllum getnaðarvörnum úr
24,5% í 7%. Lægra skattþrep lækkar
verð á getnaðarvörnum, leiðir til auk-
innar notkunar þeirra sem spornar
þannig gegn ótímabærum þungunum
og dregur úr líkum á kynsjúkdómum.
Það mun því skila sér í sparnaði fyrir
hið opinbera til lengri tíma litið.“
Þetta er fagnaðarerindi unga framsóknarfólks-ins á meðan pólitík-usar með heilbrigða
dómgreind ættu frekar að
hafa áhyggjur af hækkandi
matvælaverði og því hvernig
í ósköpunum fólk eigi að fara
að því að brauðfæða þau börn
sem nú þegar eru í heiminn
kominn.
Frá sjónarhóli formanns Fram-sóknarflokksins hlýtur þessi boðskapur svo auðvitað að teljast álíka gáfulegur og ef
síðustu geirfuglarnir hefðu barist
fyrir því að veiðar á þeim yrðu gefnar
frjálsar og að verð á haglaskotum væri
lækkað sérstaklega um 50 prósent í
þeim tilgangi. Það væru sko heimskir
geirfuglar sem hefðu stuðlað beint að
útrýmingu tegundar sinnar.
En þannig geirfuglar eru ungir framsóknarmenn. Auðvit-að blasir við að þeir eru nú fáir framsóknarmennirn-
ir sem fæðast í þennan heim nú til
dags en fari svo að ódýrir smokkar fari
að grípa ófædda Íslendinga áður en
hægt er að leggja drög að þeim með
samruna frumu og eggs mun fram-
sóknarfæðingum fækka enn frekar en
orðið er.
Þá hlýtur að liggja í augum uppi að nýir genetískir fram-sóknarmenn verða helst til við óábyrgt kynlíf þar sem
framsóknarmennska er skilgreind
sem arfgengur sjúkdómur og því hlýt-
ur fólki sem ber meinið í blóði sínu
nánast að bera skylda til þess að fara
sérlega varlega á rúmstokknum og
helst ekki að fjölga sér nema að vand-
lega athuguðu máli.
Fyrir utan framsóknarþver-sögnina í þessum málflutn-ingi unga fóksins sem er í raun ekki til er auðvitað gott
og blessað að ungir framsóknarmenn
reyni að finna sér hluti til þess að hafa
skoðanir á en ósköp er það dæmigert
fyrir afdalamennsku ungu gamal-
mennanna að setja í forgang tilraunir
til að hemja kynlíf unglinga. Sennilega
er auðveldara að leysa Icesave-deil-
una ef út í það er farið.
Heimskir geirfuglar
Spurningin
„Aldrei aftur
yfirdrátt. Ég lofa. Í
alvöru,“ segir
Gunnar Lárus
Hjálmarsson,
betur þekktur sem
Dr. Gunni. Hann
sagði frá því í DV í
gær að hann hefði
tekið tækifæri
Iceland Express um að leika í
auglýsingaherferð þeirra fagnandi.
Með laununum tókst honum loks að
greiða niður yfirdráttinn
aldrei aftur
yfirdrátt?
„Honum er
velkomið að
hringja í mig.“
n Sæmi rokk um hvort hann
muni rétta Roman Polanski hjálparhönd líkt og
hann gerði þegar Bobby Fischer var handtekinn í
Japan. - DV
„Ætli það sé
ekki svona
einn á móti
1600 af því sem
Bjarni Ármanns-
son ætlar ekki að borga.“
n Dr. Gunni um hvað hann hafi fengið greitt fyrir
að leika í auglýsingum Iceland Express. Hann sá
áður um neytendaumfjöllun í Fréttablaðinu. - DV
„Þjóðinni til
skammar.“
n Ásmundur Jóhannsson
sjómaður sem veiddi
kvótalaus eftir að
Mannréttindadómstóll Evrópu sendi frá sér
skýrslu sem var áfellisdómur yfir íslenska
kvótakerfinu. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði
því að Ásmundur mætti notast við gögnin í
málsvörn sinni. - DV
„Ég er ennþá í
30.000 feta
hæð.“
n Raggi Bjarna eft- ir
vel heppnaða afmælistónleika þar sem hann
fagnaði 75 ára afmæli sínu, en hann bauð öllum
sem vildu í veislu í Laugardalshöllinni. -
Morgunblaðið
„Núna langar
mig að koma
einhverjum
öðrum á kortið.“
n Hugleikur Dagsson sem hefur stofnað
bókaútgáfuna Ókei bæ-kur. Sjálfur hefur hann
skrifað fjölda ögrandi teiknimyndabóka um
eineygða köttinn Kisa. - Fréttablaðið
Grímulaus áróður
Leiðari
Mikill atgangur er nú hjá helstu höfundum hruns-ins að skrá söguna sér í hag. Daglega dynja á
fólki áróðurssögur um það hverjum
sé um að kenna og ekki síst hverjir
séu saklausir. Útrásarvíkingar, með
örfáum undantekningum, halda því
fram að þeir séu í meginatriðum sak-
lausir. Ráðamenn Fjármálaeftirlitsins
og Seðlabankans, sem áttu að standa
vaktina í fjármálakerfinu, keppast ber-
syndugir við að bera af sér sakir. Sama
er uppi á teningnum varðandi stjórn-
málamennina sem leiddu þjóðina í
aðdraganda hrunsins. Þeir telja sig
algjörlega saklausa. Hagfræðingar og aft-
urbata viðhengi útrásarmanna keppast við
að lýsa yfir sakleysi sínu. Grímulaus áróður
sökudólga hrunsins rennur fram eins og mó-
rauð elfur. Það er allri þjóðinni nauðsynlegt
að hrinda af sér taumlausum áróðri spuna-
meistaranna. Ef samfélagið á að læknast af
spillingu og óráðsíu verður að greina vanda-
málið og skera burtu meinsemdirnar.
Sú söguskýring prófessors leikur nú ljós-
um logum að það sé ráðamönnum síðustu
fimm ára að kenna hvernig fór. Landinu hafi
sem sagt verið stjórnað af afglöpum frá ár-
inu 2004 og fram til þessa dags. Sem sagt:
Allt var í lagi á Íslandi til ársins þegar Hall-
dór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu
og síðar Geir H. Haarde. Önnur kenning af
sama toga er að eignarhald á fjöl-
miðlum hafi valdið því að þjóðin
hrapaði fyrir björg. Forseti Íslands
er borinn sömu sökum fyrir að
hafa stöðvað fjölmiðlalögin. Það á
sem sagt að skrifa hrunið á flesta
aðra en þá sem lögðu grunninn
að því fjármálakerfi sem lagðist á
hliðina fyrir ári. Klappstýrur út-
rásarinnar hafa breyst í kór hinna
heilögu boðbera réttlætis og sak-
leysis. Farvegur hinna spilltu er
fjölmiðlar sem beitt er til þess að
koma að sjónarmiðum sögufals-
aranna. Þeir kræfustu leggja undir
sig miðla og sverta aðra með upp-
lognum sökum eða í besta falli dylgjum. Það
er gríðarlegt atriði að frjálsar fréttastofur á Ís-
landi haldi vöku sinni og gæti sín á áróðurs-
meisturunum. Sögu hrunsins og sökudólg-
anna verður að skrifa af heilindum og bestu
mögulegri þekkingu. Annars er öll þjáning
fátækrar þjóðar til einskis og allt mun verða
eins og það áður var.
reynir traustason ritstjóri skrifar: Farvegur hinna spilltu er fjölmiðlar.
bókStafLega
14 miðvikudaGur 30. september 2009 umræða
Sandkorn
n Menn lesa greinar Morgun-
blaðs Davíðs Oddssonar um
hrunið af gaumgæfni. Blaðið hóf
í fyrradag greinaröð sína. Þar er
sagan rakin og því lýst að árið
2008 hafi
verið ljóst að
illa gæti farið
ef íslensku
bankarnir
fengju ekki
aðgang að
lánsfé. „For-
svarsmenn
Seðlabanka
Íslands lýstu efir áhyggjum sín-
um af gangi mála strax í febrúar
og sagði Davíð Oddsson, for-
maður stjórnar Seðlabankans, að
bankarnir gætu allir lent í vanda
í október ef ekkert yrði að gert,“
segir Mogginn sem þar með hef-
ur komið að þeirri „sagnfræði“
að Davíð ritstjóri sé saklaus af
sofandahætti og kæruleysi.
n Kappræður þeirra Agnesar
Bragadóttur, pistlahöfundar
Morgunblaðsins, og Bjargar
Evu Erlendsdóttur, ritstjóra
Smugunnar, í Bítinu á Bylgjunni
hafa vakið mikla athygli. Björg
Eva hefur þar staðið uppi í hári
Agnesar og jafnvel snuprað
hana eftir atvikum. Illilega kast-
aðist í kekki milli stallsystranna
í þætti fyrir rúmri viku. Björg
Eva mætti síðan ekki í þáttinn
í gær. Ástæðan mun vera sú að
hún hafi fengið nóg af orðbragði
og nærveru við Agnesi og því
ákveðið að hætta að mæta.
n Björgvin G. Sigurðsson, fyrr-
verandi bankamálaráðherra,
var svo óheppinn að með stofn-
un vefseturs opnaðist annars
harðlæst heimasíða hans. Þar
kennir ýmissa grasa og má þar
finna frásögn af því þegar Björg-
vin í júlí 2008, þremur mánuð-
um fyrir hrun, hundskammaði
útlendinga fyrir hrakspár: „Að-
stoðarforstjóri Nordea í Finn-
landi, Markku Pohojla, gefur
til dæmis opinberlega í skyn
að íslensku bankarnir munu
fljótlega lenda í miklum vand-
ræðum. Hann gengur jafnvel
svo langt að gera því skóna að
íslensku bankarnir verði ekki
til staðar eftir nokkra mánuði.
Þessi stóru orð finnska banka-
mannsins byggja ekki á neinni
greiningu á íslenskum bönk-
um,“ bloggaði Björgvin og vísaði
til heilbrigðisvottorðs Seðla-
bankans og Fjármálaeftirlitsins.
n Svo er að sjá sem Hanna
Birna Kristjánsdóttir borg-
arstjóri stjórni sínu liði far-
sællega af festu og mildilegri
hörku. Enginn vafi er á því að
hún mun leiða lista flokksins
að vori. Spurningin er einung-
is sú hver verði næstráðandi
hennar. Reiknað er með því að
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
forseti borgarstjórnar, hætti.
Gísli Marteinn Baldursson
borgarfulltrúi, sem barðist við
Hönnu Birnu um leiðtogasæt-
ið, á ekki upp á pallborðið hjá
stuðningsmönnum hennar og
liggur lágt í umræðunni. Það
er því eins víst að hann fái ekki
stuðning þeirra og leitað sé að
nýjum varamanni borgarstjór-
ans.
LynGHáLs 5, 110 REykjaVík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
Elísabet austmann, elisabet@birtingur.is
dv á netinu: DV.Is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.