Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 10
Skattsvik í formi svartrar atvinnu-
starfsemi eru talin nema 40 til 50
þúsund milljónum árlega. Það jafn-
gildir því að hver einasti Íslendingur
svíki allt að 160 þúsund krónur und-
an skatti. Fyrir vikið verður ríkissjóð-
ur af milljörðum króna árlega, sem
verður meðal annars til þess að færri
vegir eru byggðir og minna fé er af-
lögu til heilbrigðis- og menntamála.
Spornað við
heyrnarSkaða
Evrópusambandið hefur gripið
til aðgerða til að lágmarka hættu
á heyrnarskaða við notkun MP3-
spilara að því er Neytendasam-
tökin greina frá. „Í framtíðinni
verða MP3-spilarar þannig úr
garði gerðir að hljóðstyrkur fer
ekki yfir ákveðin hávaðamörk.
Sá hljóðstyrkur sem er sjálfkrafa
stilltur í tækin er ekki það hár að
hann skaði heyrn. Vilji notendur
hins vegar hækka hljóðið er það
hægt en það er þá gert handvirkt
og jafnframt mun koma fram við-
vörun um að hljóðstyrkurinn geti
skaðað heyrn,“ segir á ns.is.
Skaðlegir
Mp3-Spilarar
Á heimasíðu Neytendasamtak-
anna segir einnig að hljóðstyrk-
ur í MP3-spilara geti náð 110
desibilum. Til samanburðar má
nefna að hljóðstyrkur hárþurrku
og ryksugu sé um 80 desibil.
Barnsgrátur getur náð 100 desi-
bilum en sársaukamörk eru talin
liggja í kringum 120 desibil. „Eft-
ir því sem fólk er lengur útsett
fyrir háan hljóðstyrk (hærri en
85 desibil) því meiri líkur eru á
heyrnarskaða. Ef hávaðinn er um
eða yfir 110 desibil er ekki horft
til tímans. Slíkur hljóðstyrkur
getur valdið skaða þótt hann vari
einungis í mjög skamman tíma.
n Lastið fær Select við
Smáralind. Viðskiptavin-
ur keypti bensín og
gosdrykk á stöðinni en
stóðst ekki freistinguna
og keypti fílakaramellur,
sem voru seldar í lausasölu við
kassann. Þegar heim var komið
reyndist þráabragð af karamell-
unum, enda bar ljóst útlit þeirra
með sér að þær hefðu staðið lengi
við
afgreiðslu-
borðið.
n Lofið fær Aðalskoðun í Kópavogi fyrir
liðlegheit. Blaðamaður fór á síðasta
snúningi með bíl sinn í skoðun í
gærmorgun. Fullbókað var tvo
daga fram í tímann en vinaleg
afgreiðslustúlka kom honum
þó að með engum fyrirvara.
Skoðunarrýmið reyndist síðan
ámóta snyrtilegt og
nýbónað stofugólf
blaðamannsins.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 178,9 kr. verð á lítra 176,2 kr.
Skeifunni verð á lítra 181,9 kr. verð á lítra 177,6 kr.
algengt verð verð á lítra 181,9 kr. verð á lítra 177,6 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 177,3 kr. verð á lítra 175,1 kr.
Fjarðarkaupum verð á lítra 178,4 kr. verð á lítra 176,2 kr.
algengt verð verð á lítra 181,9 kr. verð á lítra 178,6 kr.
UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
10 MiðvikuDagur 30. september 2009 neytenDur
Tugir milljarða
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, og Jón Bjarni Gunn-
arsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, segja að svört
atvinnustarfsemi sé nokkuð mikið
vandamál á Íslandi. „Það er ekki til
nein örugg mæling en neðanjarð-
arhagkerfið er talið vera allavega 40
milljarðar króna; áberandi mest í
vissum geirum,“ segir Jón Bjarni.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri sagði í fjölmiðlum í gær
að vísbendingar væru uppi um að
svört atvinnustarfsemi hefði aukist
í kreppunni. Hann áætlar að um 50
milljarðar króna fari árlega framhjá
kerfinu en segir stefnt að því auka
framlög til skattrannsókna.
Áberandi í veitingageiranum
Jón Bjarni segir talað um að svört
atvinnustarfsemi sé áberandi í veit-
ingabransanum og öllu því sem til-
heyrir honum. „Þetta viðgengst líka í
handverksiðnaði. Eftir því sem fyrir-
tækin eru minni, þeim mun grimm-
ar virðast menn stunda það að gefa
vinnuna ekki upp til skatts,“ seg-
ir hann en Samtök iðnaðarins hafa
undanfarnar vikur staðið fyrir öflugri
auglýsingaherferð í sjónvarpi um
skaðsemi svartrar vinnu.
„Við höfum rekið áróður um þetta
til að vekja menn til umhugsunar um
afleiðingarnar. Sumir hafa sagt að
við séum að gagnrýna okkar eigin fé-
lagsmenn, þar sem við séum á sama
tíma í hagsmunabaráttu fyrir iðnað-
inn. Á móti bendum við á að þetta
Talið er að fjörutíu til fimmtíu milljarðar séu sviknir undan skatti á ári hverju á Íslandi.
Þetta kemur niður á heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess sem hinir heiðarlegu þurfa
að bera þyngri byrðar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir svarta
vinnu landlægan ósið. Ríkisskattstjóri segir skattsvik hafa aukist í kreppunni.
Fólkið sem
stel r Frá þér
„Það er samfélagsleg
skylda allra að koma í
veg fyrir misnotkun.“
Skattsvik þýða auknar byrðar á hina heiðarlegu Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir það samfélagslega skyldu allra að koma upp um skattsvik.