Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 6
fréttir Viðskiptaráðherr- ann Björgvin taldi rétt að taka fast á gagnrýni á íslensku útrásarfyrirtækin. 6 miðvikudagur 30. september 2009 Fíkniefnasali í Grafarholti Fíkniefni fundust við húsleitir á tveimur stöðum í Grafarholti um helgina. Á öðrum staðnum var um að ræða hátt í 200 grömm af fíkniefnum, aðallega marijú- ana en einnig kókaín. Jafnframt var lagt hald á stera. Piltur um tvítugt hefur viðurkennt að eiga fíkniefnin en hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu í málum sem tengjast sölu og dreifingu fíkniefna. Á hinum staðnum fundust um 60 grömm af amfetamíni og einnig marijú- ana en í minna mæli. Eigandi fíkniefnanna er karl á þrítugs- aldri en hann hefur sömuleið- is komið við sögu hjá lögreglu áður. Stálu kastara Óprútnir aðilar stálu ljóskast- ara af þaki Hamarsskóla í Vest- mannaeyjum í síðustu viku. Lögreglan lýsir eftir vitnum að atburðinum sem gætu leitt til að gerandinn finnist. Í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum yfir síðustu viku kemur fram að tíundi aðilinn á árinu hafi verið staðinn að akstri undir áhrifum áfengis. Fram kemur að á sama tíma í fyrra hafi 21 ökumaður verið stöðvaður af sömu sökum. 555 fyrirtæki gjaldþrota Fyrstu átta mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota fyrir- tækja kominn í 555 en fyrstu átta mánuði ársins 2008 voru 470 fyrirtæki tekin til gjald- þrotaskipta. Þetta jafngildir 17 prósenta aukningu milli ára. Í ágúst 2009 voru tólf fyrirtæki tekin til gjaldþrota- skipta samanborið við 20 fyrirtæki í ágúst í fyrra. Eftir atvinnugreinum fyrstu átta mánuði ársins voru flest gjaldþrot, eða 150, í bygging- arstarfsemi og mannvirkja- gerð og 103 í heild- eða smá- söluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Býður sig fram til formanns Sigurvin Guðmundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér sem formaður Ungra jafnaðarmanna en landsþing þeirra fer fram um næstu helgi í Reykjavík. Sigur- vin er 24 ára gamall launþegi og jafnaðarmaður. Hann dáðist af jafnaðarstefnunni ungur að aldri og er umhugað um þá sem minna mega sín. Hann segir gildi formanns eigi að snúast um málefni, ekki menntun og fyrri störf og aldrei megi missa sjónar á því fyrir hvað jafnaðarstefnan gengur út á. Í gær opnaði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, nýja vefsíðu á vegum Landsbókasafns sem ber nafn- ið vefsafn.is. Þar er meðal annars hægt að fá aðgang að vefsíðum sem hafa verið lokaðar. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrr- verandi viðskiptaráðherra, hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa lokað vefsíðu sinni bjorgvin.is skömmu fyrir banka- hrunið haustið 2008. Nú er hins vegar hægt að lesa gamla pistla eftir Björgvin þar sem hann fer fögrum orðum um útrásina og segir frá traustri stöðu ís- lensku bankanna á árinu 2008. Vísar gagnrýni á bug „Kostulegt er hvað hægt er að spinna sömu ósannindarulluna aftur og aft- ur til þess að gera fólk tortryggilegt. Því hefur ítrekað verið haldið fram af pólitískum andstæðingum mín- um að ég hafi lokað vef mínum eftir bankahrunið til að „fela“ greinar um bankana og útrásina,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar og fyrrverandi viðskipta- ráðherra, sjálfum sér til varnar í pistli á vefsíðu Pressunnar í gær. Björg- vin bætir því við að vefsíðunni hafi verið lokað síðsumars 2008 af þeirri ástæðu að hún hafi verið lítt uppfærð mánuðum saman og hafi auk þess verið úrelt. Það séu hrein ósannindi að halda því fram að honum hafi ver- ið lokað eftir hrunið. „Það var gert mörgum vikum áður,“ segir Björgvin. Kostuleg ummæli Í starfi sínu sem viðskiptaráðherra tók Björgvin mjög eindregna afstöðu með útrásinni og gagnrýndi þá sterk- lega sem vöruðu við henni. Í október 2007 fór Björgvin til Kaupmanna- hafnar þar sem hann flutti lofsam- lega ræðu um íslensku útrásarfyr- irtækin og gaf það í skyn að Danir þyrftu ekki að hafa miklar áhyggjur af störfum þeirra. Lauk ferðinni í Tívolí- inu í Kaupmannahöfn þar sem Stoð- ir, eignarhaldsfélag, kynnti samruna félagsins við nokkur önnur undir nýjum formerkjum. Frægustu skrif Björgvins eru þó líklega greinin „Útrásin og árangur bankanna“ sem birtist í Viðskipta- blaðinu í lok árs 2007. Þar talar hann um að útrásin hafi heppnast „ævin- týralega“ vel. Auk þess talar hann um danska og finnska „grátkórinn“ sem tali um slæma stöðu íslensku bank- anna. Á árinu 2008 skrifaði Björgvin síðan nokkra pistla á vefsíðu sína þar sem hann ítrekaði að staða íslensku bankanna væri sterk. Einnig minnist hann í mars 2008 á að innlánsherferð bankanna erlendis dreifi fjármögn- unaráhættu þeirra. Er þá meðal ann- ars verið að tala um Icesave-reikn- inga Landsbankans. „Því eru þeir betur í stakk búnir til að standa af sér áföll og þrengingar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Björgvin, en þá var þegar byrjað að kreppa verulega að krón- unni og bönkunum. annas sigmundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is Björgvin um útrásina bjorgvin.is 25. júlí 2007 n „Kaup Novators á Actavis renna enn frekari stoðum undir útrásina. Stærstu viðskipti Íslandssögunnar og verða vonandi til þess að auka enn á styrk útrásarmanna til frekari landvinninga erlendis.“ bjorgvin.is 25. júlí 2007 n „Við þurfum að ná sama eða ennþá meiri slagkrafti í útrás orkufyrirtækja erlendis en þar eru óendanleg tækifæri fyrir okkur. Einn útrásarmanna lét hafa eftir sér að næðum við að leysa úr læðingi kraftinn í orkufyrirtækjunum yrði sú útrás margföld á við útrás fjármálafyrirtækjanna. Ekki laklegt það.“ Viðskiptablaðið desember 2007 n „Kraftur, kjarkur og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu.“ n „Athygli vekur þó að háværasta gagnrýnin kemur frá samkeppnisaðilum bankanna á erlendum vettvangi. Löngum hafa sérfræðingar Danske bank haft horn í síðu íslensku bankanna en fyrir skemmstu bættust Finnskir bankamenn í „grátkórinn“. Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði... Þessi markaðssókn kemur sér vitanlega illa fyrir Nordea sem til þessa hefur ekki treyst sér til að bjóða jafn góð kjör og íslensku bankarnir bjóða.“ n „Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankan- um. Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt. Í ofanálag eru innlán Finna í íslenskum bönkum tryggð með innistæðutryggingum. Að því leyti sem finnskar reglur þaraðlútandi veita betri réttindi en íslenskar myndu finnskir bankar bæta tjón sparifjáreigenda ef svo ólíklega vildi til að einhverjir bankar kæmust í lausafjárskort.“ bjorgvin.is 9. janúar 2008. n „...Almennt er talið að Fjármálaeftirlitið sé með þeim öflugustu...Við blasir að bankar og sparisjóðir standa traustum fótum og að íslenska fjármálakerfið standi að sama skapi á traustum grunni, enda ekkert bent til annars en þess.“ bjorgvin.is 17. janúar 2008. n „Staða þeirra [bankanna] er hinsvegar traust. Þeir standa vel og er lausafjár- staða þeirra prýðileg og fjármögnun þeirra allra lokið til lengri tíma. Ég hef ásamt mínu fólki í viðskiptaráðuneytinu fundað með fjölda manns á liðnum dögum um stöðu og horfur á fjármálamarkaði og stöðu fjármálafyrirtækjanna okkar.... Niðurstaða þeirrar yfirferðar er sú að íslensku bankarnir standa vel. Þá bendir margt til þess að umróti loknu náist ágætt jafnvægi í íslensku efna- hagslífi þar sem verðbólga er nálægt viðmiðunarmörkum Seðlabanka, gengi krónunnar gangi hægt og jafnt niður og að vaxtalækkunarferli hefjist innan skamms.“ Viðskiptablaðið mars 2008 n „Allir hafa þeir [innsk. bankarnir] einnig ráðist í stórátak við öflun innlána á erlendum vettvangi sem dreifir fjármögnunaráhættu þeirra verulega. Því eru þeir betur í stakk búnir til að standa af sér áföll og þrengingar en nokkru sinni fyrr... Við blasir að átak þarf til að rétta þá mynd sem gjarnan er dregin upp af íslensku fjármálakerfi í erlendum miðlum. Íslensk stjórnvöld þurfa að koma hinni raunverulegu stöðu fjármálakerfisins á framfæri sem víðast.“ Tókst vel til Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, á ársfundi Fjármálaeftirlitsins (FME) í lok nóvember 2007. Með honum á myndinni er Lárus Finnborgason, þáverandi stjórnarformaður FME, og Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME. Þar sagði Björgvin að FME hefði tekist vel til frá árinu 2006 að fylgja eftir og halda í við framrás íslenskra fjármálafyrirtækja. LoFSamaði útráSina Ummæli Björgvins g. sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, á vefsíðu sinni bjorgvin.is eru nú að- gengilegar á heimasíðunni vefsafn.is. Björgvin lokaði vefsíðunni stuttu fyrir banka- hrunið. Þar er að finna mikið af greinum eftir Björgvin þar sem hann fer fögrum orðum um íslensku útrásarfyrir- tækin og ítrekar sterka stöðu íslensku bankanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.