Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Side 10
ERLEND LÁN HAFA
EKKI HÆKKAÐ
10 föstudagur 30. október 2009 fréttir
Guðmundur Andri Skúlason, for-
maður Hagsmunasamtaka lánþega
Frjálsa fjárfestingarbankans, HLF,
keypti íbúð í Kópavogi ásamt konu
sinni haustið 2007. Þau tóku um tut-
tugu milljóna króna lán í jenum og
frönkum hjá Frjálsa fjárfestingabank-
anum en skulda nú samkvæmt kröfu
frá bankanum um fimmtíu milljónir.
Guðmundur hefur farið banka á milli
og skoðað veðskuldabréf fyrir lán í
erlendri mynt. Hann telur að hægt
sé að túlka þau þannig að lántakend-
ur skuldi höfuðstólinn í íslenskum
krónum en ekki margfalt meira í er-
lendri mynt eins og raunin er í dag.
Höfuðstóllinn ætti því ekki að breyt-
ast eftir gengissveiflum.
Skuldar 20 - ekki 50
„Á veðskuldabréfinu viðurkenni ég
að ég skulda Frjálsa fjárfestingar-
bankanum jafnvirði tuttugu milljóna
króna í íslenskum krónum í eftirtöld-
um myntum og hlutföllum. Þannig
að ég skulda þeim samkvæmt þessu
bara mismunandi mikið af jenum og
frönkum sem eru alltaf jafnvirði tut-
tugu milljóna. Ég er búinn að lesa
smáa letrið og láta lögfræðinga kíkja
á þetta sem taka undir þessa túlkun
mína. Það er nákvæmlega eins hjá
Kaupþingi, Landsbankanum, Byr og
í einhverjum tilfellum hjá Spron og
Íslandsbanka. Stærsti hluti þessara
lána er svona,“ segir Guðmundur.
Skuldarar í góðum málum
Fjölmörg heimili, fyrirtæki og sveit-
arfélög í landinu tóku lán í erlendri
mynt. Með þessari túlkun á veð-
skuldabréfum þarf ekki að afskrifa
lánin að sögn Guðmundar. Þau veita
fjölmörgum Íslendingum líka von á
þessum erfiðu tímum.
„Þeir sem tóku erlend lán með
þessum skilmálum eru í góðum mál-
um. Ef þetta fer í gegn get ég lofað
þér því að bankarnir fara á hausinn.
Mér er alveg sama því bankarnir eru
búnir að níðast á okkur, brjóta okkur
niður og rukka okkur langt umfram
það sem þeir hafa heimild til. Þetta
eru kennitöluflakkarar aldarinnar
um heim allan og síðan er sagt að við
séum þeir sem eiga ekki að bruðla
og kaupa flatskjá. Við verðum bara
að borga. En skuldarar erlendra lána
skulda ekki meira en þeir tóku að
láni. Það er klippt og klárt nákvæm-
lega þannig.“
Íslenska upphæðin
stendur í stað
„Það er tilgreint á veðskuldabréfinu
að höfuðstóllinn taki breytingum
eftir gengi. Þeir reyna alltaf að segja
að upphaflega lánið sé erlent og því
hljóti höfuðstóllinn að vera erlendur.
Þannig að erlenda upphæðin hlýtur
að taka breytingum miðað við gengi
sem segir enn fremur að íslenska
upphæðin stendur í stað,“ segir Guð-
mundur. Hann segir úrræði frá rík-
isstjórninni fyrir lántakendur ekki
hjálpa til.
„Það sem mér finnst sorglegt í
þessu er að núna er sagt við neyt-
endur að þeir þurfi að skrifa undir
greiðsluúrræði. Lánin þeirra lengjast
um þrjú ár í mesta lagi og afborganir
erlendra lána miðast við maí 2008, en
gert er ráð fyrir að höfuðstóll standi
óbreyttur. Ég stend ekkert undir því.
Þá get ég ekki selt, ég get ekki skilið,
ekki dáið, ég get ekkert. Ég er bara í
vistarböndum.“
Kerfið þarf að hrynja
Guðmundur hefur sent bréf á alla
ráðherra og þingmenn með þess-
ari túlkun sinni. Einnig hefur hann
pantað fund með öllum bankastjór-
um. Hann fékk svar frá þremur þing-
mönnum, Ragnheiði Ríkharðsdótt-
ur, Margréti Tryggvadóttur og Eygló
Harðardóttur. Enginn bankastjóri
hefur svarað.
„Mér finnst þetta dæmigert og
lýsandi fyrir stjórnsýsluna á Íslandi.
Það áhuga- og metnaðarleysi sem
þessir ráðamenn hafa gagnvart al-
menningi í landinu. Þau þurfa ekki
að hugsa um okkur nema á fjögurra
ára fresti. Þess á milli þurfa þau að
standa sig stanslaust í vinnunni fyr-
ir peningum sem fjármagna aug-
lýsingarnar á fjögurra ára fresti. Til
að endurnýja Ísland þarf kerfið að
hrynja. Þetta er fyrsta skrefið. Niður
með þessa banka. Viðurkennið að
við höfum ekki efni á að borga þessar
erlendu skuldir.“
Guðmundur hvetur enn fremur
viðskiptavini Lýsingar, Avant og SP-
fjármögnunar til að kynna sér skil-
mála lána. Hann hafði samband við
fulltrúa á lögfræðisviði Lýsingar sem
gaf honum þau svör að fyrirtækið
hefði ekki áhyggjur því almenningur
hefði ekki samtakamátt til að standa
á móti þeirra túlkun.
„En skuldarar erlendra lána
skulda ekki meira en þeir
tóku að láni. Það er klippt og
klárt nákvæmlega þannig.“
lilja KatrÍn gunnarSdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
lánunum fylgir sálarangist
Í hvert skipti sem guðmundur tjáir sig í fjölmiðlum hringir í hann fjöldi fólks
sem er í sömu stöðu.
n „Fólk hefur hringt í mig og viðurkennt fyrir mér að það skuldi líka, svona eins og
það sé eitt í heiminum um að skulda. Þetta er tabúið. Það þorir enginn að stíga fram
og segja: „Ég skulda sextíu milljónir. Ég er gjaldþrota. Ég get ekkert gert en bankinn
er að svína á mér.“ Og ríkisstjórnin stendur á bak við þessa aðila og er að hjálpa þeim
að kroppa af mér allar mínar framtíðartekjur,“ segir Guðmundur. Hann er sjálfur
hamingjusamlega kvæntur en þekkir mörg dæmi þess að erlendu lánin neyði fólk,
sem búið er að skilja, til að búa saman.
n „Ég veit um nokkur dæmi þar sem hjón, sem eru skilin, neyðast til að búa í litlu
þriggja herbergja íbúðinni sinni. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin. Ef þetta fólk
sæi fram á það að það skuldaði ekki fjörutíu milljónir í tuttugu milljóna króna íbúðinni
sinni heldur bara fimmtán þá opnast allt í einu raunhæfur möguleiki fyrir það að selja
hana. Eða fyrir annan aðilann að yfirtaka lánið og hinn að flytja út. Þar af leiðandi er
búið að bjarga einni fjölskyldu og börnunum frá tilheyrandi sálarangist.“
Skuldaþjóðin
n 70% útlána til fyrirtækja og eignarhaldsfélaga eru gengisbundin lán.
n 44% fyrirtækja eru með gengisbundin lán
n 11,5% heildarútlána til fyrirtækja voru tekin af sjávarútvegsfyrirtækjum og eru
95% þeirra lána gengisbundin
n 40.414 manns eru með bílalán í erlendri mynt að öllu leyti eða að hluta
n Bílalán í erlendri mynt nema samtals 115 milljörðum
n Gengisbundin skuldabréf til heimila voru 315 milljarðar í lok september.
107 milljarðar af því voru skilgreindir sem erlend húsnæðislán.
n 20% húsnæðislána hjá viðskiptabönkunum þremur voru í vanskilum eða
ekkert greitt af þeim í lok ágúst.
Skuldar bara tuttugu milljónir Samkvæmt túlkun Guðmundar skulda þau
hjónin bara tuttugu milljónir, ekki fimmtíu. Höfuðstóllinn er íslenskur og ekki háður
gengissveiflum.
Skuld lántakenda er-
lendra lána hefur ekki
margfaldast síðustu
mánuði heldur skulda
þeir bankanum ís-
lenskar krónur - sömu
upphæð og árið 2007.
Þetta segir guðmund-
ur andri Skúlason,
formaður HLF. Sam-
kvæmt túlkun hans
er höfuðstóll erlendra
lána íslenskur og ætti
því ekki að breytast
eftir gengissveiflum.
Von fyrir lántakendur
Samkvæmt túlkun Guðmundar
er hægt að bjarga fjölmörgum
einstaklingum, fyrirtækjum og
sveitarfélögum í landinu.
Mynd: Heiða Helgadóttir