Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 12
12 föstudagur 30. október 2009 fréttir
Þeir sem telja Davíð Oddsson þess megnugan að stýra Morgunblaðinu um þessar mundir treysta honum
einnig til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn á nýjan leik. Þetta er mat stjórnmálafræðiprófessors við Háskóla
Íslands. Staðan í flokknum er um margt óljós, en flest bendir til þess að til uppgjörs hljóti að koma milli
Davíðsarmsins og frjálslynda armsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Rannsóknarnefnd Alþingis
skilar niðurstöðu sinni eftir 12 vikur og það knýr einnig á um hreingerningu og uppgjör innan flokksins.
„Þeir sem treysta Davíð Oddssyni til
þess að taka við Morgunblaðinu og
ritstýra því út úr ógöngum treysta
honum einnig til þess að verða for-
maður Sjálfstæðisflokksins á nýjan
leik.“
Þetta er mat Svans Kristjánsson-
ar, stjórnmálafræðiprófessors við
Háskóla Íslands.
Viðskiptablaðið birti fyrir helg-
ina niðurstöður könnunar MMR
þar sem spurt var um traust til val-
inna einstaklinga til að leiða þjóð-
ina út úr efnahagskreppnunni.
Tæpur fjórðungur treysti Dav-
íð Oddssyni best, litlu færri nefndu
Steingrím J. Sigfússon, liðlega
fimmtungur nefndi Jóhönnu Sig-
urðardóttur, tæp 15 prósent treystu
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
best en aðeins 11,5 prósent treystu
Bjarna Benediktssyni. Enn færri
treystu Gylfa Arnbjörnssyni og Vil-
hjálmi Egilssyni eða 2 til 4 prósent
aðspurðra.
„Það er augljóst að innan Sjálf-
stæðisflokksins eru menn sem
treysta Davíð betur til þess að standa
vörð um hagsmuni sína en Bjarna
Benediktssyni, formanni flokksins.
Hvað sem um könnun þessa má
segja er athyglisvert að fylgi Bjarna
er miklu minna en fylgi
flokks-
ins.“
Svanur bendir á að um sé að
tefla hagsmuni eins og andstöð-
una við Icesave-skuldbindingarn-
ar, andstöðuna við aðild að Evr-
ópusambandinu og varðstöðuna
um óbreytt kvótakerfi. „Það er ekk-
ert ósennilegt að þær raddir gerist
háværari sem vilji að Davíð taki að
sér formennskuna aftur. Hann er
á góðum aldri og við góða heilsu
og því væri sú krafa heldur ekk-
ert óeðlileg. Maður sem getur ver-
ið ritstjóri Morgunblaðsins getur
einnig verið formaður Sjálfstæðis-
flokksins.“
Ekki pappírsins virði
Frá því ríkisstjórn Geirs H. Haarde
féll í upphafi ársins og Bjarni
Benediktsson var kjörinn formað-
ur Sjálfstæðisflokksins í hans stað
á landsfundi flokksins í lok mars
á þessu ári hefur gætt upplausn-
ar innan flokksins að mati margra.
Þetta er að sínu leyti rakið til þess
að flokkurinn virðist eiga erfitt með
að gera upp fortíð sína eins og fyr-
irheit voru gefin um í skýrslu um
endurreisn atvinnulífsins og upp-
gjör innan flokksins. Fyrir því starfi
fór Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, en um 80 sjálfstæðismenn
sömdu skýrsluna. „Það er von mín
að starf endurreisnarnefndarinn-
ar skili Sjáflstæðisflokknum áfram
veginn á erfiðum tíma í sögu hans.
Flokkurinn er mikilvægasta þjóð-
félagsaflið í íslensku samfélagi og
starf nefndarinnar hefur sannar-
lega sýnt að þetta afl er lifandi, virk-
ur og áræðinn stjórnmálaflokkur
sem tekst af kjarki og trúmennsku
á við það stóra hlutverk sitt
að leiða íslensku þjóðina,“
sagði Vilhjálmur í inn-
gangi skýrslunnar.
Skemmst er frá því að
segja að Davíð Odds-
son gekk inn á sviðið
á landsfundinum þar
sem efni skýrslunn-
ar var rætt og sagði
hana ekki pappírsins
virði; hann sæi eftir
trjánum sem farið
hefðu í pappírinn.
Línur taka að
skýrast
Frá landsfund-
inum í lok mars
hefur sundurlyndið
og flokkadrættir auk-
ist innan flokksins án þess
að línur hafi beinlínis skýrst.
Vilhjálmur, sem þola mátti
framangreindar glósur frá
fyrrverandi formanni flokks-
ins, hefur dregið sig út á
hliðarlínuna í flokksstarf-
inu. Sveitarstjórnarkosningar eru á
næsta leyti og staða einstakra for-
ystumanna er háð því hvaða armur
flokksins nær yfirhöndinni og þar
með valdataumunum. Frambjóð-
endur í Reykjavík eru til að mynda
talsvert háðir grasrótinni í prófkjöri
sem verður seint í janúar.
Þá er einnig á það að líta að
rannsóknarnefnd Alþingis hefur
ýmsa af helstu forystumönnum
Sjáflstæðisflokksins, þeirra á með-
al Davíð Oddsson, til rannsóknar
en nefndin skilar niðurstöðum sín-
um í byrjun febrúar á næsta ári.
Davíðsarmur
Kunnáttumenn um málefni Sjálf-
stæðisflokksins greina ekki aðeins
tvo heldur jafnvel þrjá arma sem
togast á innan flokksins.
Í fyrsta lagi er um að ræða fylg-
ismenn Davíðs Oddssonar sem slá
nú skjaldborg um tiltekna hags-
muni. Auk andstöðunnar við Ice-
save, AGS, ESB og varðstöðunnar
um óbreytt kvótakerfi gerir hópur-
inn sér far um að draga sem mest
úr tjóni Sjálfstæðisflokksins sem
talinn er eiga meiri sök á banka-
hruninu en aðrir flokkar. Þessi
hópur slær á strengi þjóðrækninn-
ar og sjálfstæðishugsjóna og sakar
nágrannaþjóðir um valdníðslu og
hraðræði í kjölfar bankahrunsins.
Síðasta könnun á fylgi stjórn-
málaflokkanna bendir til þess að
Sjálfstæðisflokkurinn geti aft-
ur náð sínu fyrra fylgi sem stærsti
stjórnmálaflokkur landsmanna
með um eða yfir 30 prósenta kjör-
fylgi. Samfara fylgisaukningunni
er hægt að benda á mikla and-
stöðu við Icesave-samningana
og vaxandi andstöðu við aðild að
ESB. Þetta er talið vera til marks
um að boðskapur heimastjórnar-
arms Davíðs nái betur til grasrót-
ar flokksins en boðskapur annarra
arma innan flokksins.
Formannsarmur
Í öðru lagi er um að ræða frjáls-
lyndari arm flokksins undir for-
ystu Bjarna Benediktssonar, for-
manns flokksins. Meðal annarra
sem tilheyra þessum armi eru Ill-
ugi Gunnarsson, Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir, Hanna Birna
Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn
Baldursson eða sexmenningarnir
sem létu af stuðningi við Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson í borgarstjórn
Reykjavíkur á sínum tíma. Viðbúið
er að Björn Bjarnason, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, stilli sér einn-
ig upp með Bjarna Benediktssyni
gegn heimastjórnararmi Davíðs
þegar á reynir.
Frjálslyndi armurinn er æði fjöl-
mennur innan Sjálfstæðisflokksins
og er talinn til alls líklegur í bar-
áttunni við heimastjórnararminn.
Bjarni formaður og þeir sem hon-
um fylgja eru ekki jafn bjargfastir
andstæðingar Evrópusambandsins
og samvinnunnar við AGS og Dav-
íðsarmurinn. Segja má að með-
an heimastjórnararmurinn sæki
fylgi sitt frekar til sjávaráutvegs og
útflutningsgreina sæki frjálslyndi
armurinn frekar fylgi sitt til kaup-
manna- og innflytjendastéttarinn-
ar.
Þriðji armur?
Loks má nefna vísi að þriðja arm-
inum innan flokksins sem er í nán-
ari tengslum við grasrót flokksins,
til dæmis flokksfélögin innan höf-
uðborgarinnar sem starfa und-
ir merkjum Varðar. Vaxandi áhrif
grasrótarinnar má rekja til veik-
ari forystu en verið hefur um langt
skeið í flokknum. Ekki aðeins Dav-
íð Oddsson er horfinn úr Valhöll
heldur einnig Geir H. Haarde og
Kjartan Gunnarsson sem sagt var
að hefði miðstýrt flokknum með
mildu og úthugsuðu agavaldi í
þágu Davíðs, foringja síns.
Einn heimildarmanna DV inn-
an flokksins telur að með brott-
hvarfi þessara manna hafi tími
eindrægninnar að baki flokks-
eigendafélaginu og formannin-
um einnig liðið undir lok, í bili að
minnsta kosti.
Í prófkjörinu fyrir Alþingiskosn-
ingarnar í lok apríl bitust Guðlaug-
ur Þór Þórðarson og Illugi Gunn-
arsson um efsta sæti listans. Illugi
hafði betur. Guðlaugur er sagður í
nánari tengslum við grasrót flokks-
ins en margur annnar í forystu-
sveit flokksins í höfuðborginni.
Hann átti hins vegar á brattann að
sækja þegar upplýst var að hann
hefði haft milligöngu um tugmillj-
arða framlög FL Group og Lands-
bankans í flokksjóðina sem Bjarni,
formaður flokksins, ákvað síðar að
endurgreiða.
Eftir því sem næst verður kom-
ist hallar grasrótin sér frekar að
„róttækari arminum“, Davíðsarm-
inum sem stendur og fær sú túlkun
nokkurn stuðning í skoðanakönn-
unum.
Uppgjör óumflýjanlegt
Ljóst er að frjálslyndi armur flokks-
ins lætur heimastjórnararm-
inn ekki taka völdin í Sjálfstæðis-
flokknum átakalaust, hvort sem
Bjarni Benediktsson mun leiða þá
baráttu eður ei.
Sú harðsnúna þjóðræknis-
ásýnd sem færist nú á flokkinn fyr-
ir tilverknað heimastjórnararms-
ins bendir til þess að að skammt
sé að bíða uppgjörs sem telja verð-
ur óumflýjanlegt. Í þeim átökum
ræðst stefna flokksins í mikilvæg-
um málum. Í uppgjörinu ræðst
einnig hvort flokkurinn reynist
þess megnugur að gera upp fortíð
sína á heiðarlegan hátt og í anda
endurreisnarskýrslunnar.
Jóhann haUkssOn
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Úr Endurreisnarskýrslu
sjálfstæðisflokksins
n „Hik Sjálfstæðisflokksins fram að falli bankanna við að ræða Evrópumál,
peningastefnu, myntina, ríkisfjármál og störf Alþingis hefur haft skaðleg áhrif.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að koma á sterkari umræðuhefð í grasrótinni.
Flokkurinn verður að hlusta á baklandið, og má ekki veigra sér við að ræða
eldfim mál áður en í óefni er komið.“
n „Engin þeirra mistaka sem hér hafa verið nefnd má rekja til stefnu flokksins.
Grunngildi Sjálfstæðisflokksins brugðust ekki, heldur fólk.“
Uppgjör óUmflýjanlegt
í SjálfStæðiSflokknUm
„Maður sem getur
verið ritstjóri Morgun-
blaðsins getur einnig
verið formaður Sjálf-
stæðisflokksins.“
Ritstjóri í vígahug Davíð Oddsson
stal senunni á síðasta landsfundi,
valtaði þar yfir formanninn og
hugmyndir um uppgjör og settist í
ritstjórastól Moggans.
Tekur hann aftur við flokknum?
Svanur Kristjánsson prófessor bendir
á að sá sem stýrt geti Morgun-
blaðinu í ógusjó geti einnig stýrt
Sjálfstæðisflokknum.
Endurreisn og uppgjör Davíð
sagði skýrslu Vilhjálms Egilssonar ekki
pappírsins virði. Vilhjálmur og 80 aðrir
sjálfstæðismenn höfðu lagt hönd á
plóginn við að semja skýrsluna.
Formaður í vanda Bjarni
Benediktsson hefur átt á
brattan að sækja innan
Sjálfstæðisflokksins á sama
tíma og uppgjör blasir við
innan flokksins.