Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Side 13
Félag í eigu Þórðar Más Jóhannes- sonar, fjárfestis og fyrrverandi for- stjóra fjárfestingafélagsins Gnúps, greiddi 300 milljónir króna í arð til Þórðar fyrir rekstrarárið 2008 þrátt fyrir að félagið hefði skilað tæplega 62 milljóna króna tapi. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008. Eignarhaldsfélagið, sem heit- ir Brekka, er helsta eignarhaldsfélag Þórðar og hélt meðal annars utan um rúmlega 7 prósenta eignarhluta hans í fjárfestingafélaginu Gnúpi í gegnum dótturfélagið Brekka II. Eigendur Gnúps, Þórður, Kristinn Björnsson, Magnús Kristinsson og Birkir Kristinsson töpuðu miklum fjármunum á félaginu sem var fyrsta stóra eignarhaldsfélagið til að fara á hliðina fyrir íslenska efnahagshrun- ið í fyrra. Félagið átti meðal annars rúmlega 20 prósenta hlut í FL Group þegar mest var og rúmlega 5 prósenta hlut í Kaupþingi. Félagið var orðið óstarfhæft í janúar í fyrra þegar það samdi við lánardrottna sína vegna rekstrarörðugleika og seldi eignir sínar. Fall félagsins markar upphaf- ið að íslenska efnahagshruninu, að mati Jóns Fjörnis Thoroddsen hag- fræðings sem ræðir um fall félagsins í bók sinni íslenska efnahagsundrið. Úr 2 milljarða tapi í arðgreiðslur Vegna eignarhluta síns í Gnúpi, sem hríðfell í verði á árinu 2007, tapaði Þórður Már rúmum tveimur millj- örðum króna á Brekku á því ári. Árið áður, 2006, hafði félagið skilað rúm- lega tveggja milljarða króna hagnaði og Þórður Már greiddi sér 100 millj- ónir í arðgreiðslur. Hagnaður félags- ins árið 2006 hvarf því árið 2007 eft- ir því sem fór að síga á ógæfuhliðina hjá Gnúpi. Þórður Már er tengdur fleiri eignarhaldsfélögum, meðal annars fjárfestingafélaginu Kríu sem hann á með vini sínum Bjarna Ármanns- syni, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Félagið var stofnað sumarið 2007 en Bjarni var rekinn úr forstjórastóli Glitnis í lok apríl það ár eftir mikla valdabaráttu í Glitni. Valdabarátt- an endaði með því að hluthafar FL Group, með Jón Ásgeir Jóhannes- son og Þorstein M. Jónsson í broddi fylkingar, sem voru stærstu hluthaf- ar bankans ásamt eigendum Miles- tone, náðu algerum undirtökum í bankanum. Veðjuðu á FL Group? Í ársreikningi Kríu fyrir árið 2007 kemur fram að félagið hafi gert framvirka verðbréfasamninga á ár- inu og að sölutap þeirra hafi ver- ið rúmar 94 milljónir króna. Með slíkum framvirkum samningum er hægt að veðja á að hlutabréf í fé- lögum hækki á einhverju tilteknu tímabili og getur samningsaðilinn grætt ef hann hefur rétt fyrir sér en tapað ef hann hefur rangt fyrir sér. Þórður Már neitar að tjá sig um málefni Gnúps eða Kríu við DV. Hann segir að málefni félaganna komi fjölmiðlum ekki við. Að- spurður vill hann því heldur ekki tjá sig um hvort framvirku samn- ingarnir í ársreikningi Kríu hafi verið í FL Group og hvort félagið hafi verið að veðja á að hlutabréf í FL Group hækkuðu á árinu 2007. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að hann og Bjarni Ármanns- son eigi eignarhaldsfélag saman enda hafi þeir þekkst lengi – báð- ir eru þeir ættaðir frá Akranesi og eru vinir, samkvæmt því sem Jón Fjörnir segir í bók sinni. Aðspurður gat Bjarna Ármanns- son hvorki játað því né neitað að Kría hefði fjárfest í FL Group. Ingibjörg einnig með framvirka samninga Annar aðili tengdur FL Group var með framvirka samninga í FL Group í eignarhaldsfélagi sínu, ISP, árið 2007, líkt og DV.is hefur greint frá. Þetta er Ingibjörg Pálmadótt- ir, þáverandi hluthafi í FL Group og eiginkona helsta hluthafa og stjórnarformanns félagsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. ISP tap- aði rúmum 315 milljónum króna á árinu með því að veðja á hækk- un hlutabréfa í FL Group á árinu 2007. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2007 kemur fram að skuldir ISP í hlutabréfaafleiðum hafi verið nærri 1.230 milljónir króna í árslok 2007 en að eignir félagsins í afleið- unum hafi verið rúmar 911 millj- ónir króna. Ingbjörg hafði því mikilla hags- muna að gæta þegar kom að hluta- bréfaverði í FL Group: bæði sem hluthafi og eins sem aðili sem veðj- að hafði fjármunum á hækkandi hlutabréfaverð í félaginu. Ef gengi bréfanna í FL Group hefði hækkað hefði Ingibjörg bæði getað grætt á því sem hluthafi og eins í gegnum þessa framvirku samninga í eign- arhaldsfélaginu. fréttir 30. október 2009 föstudagur 13 Þórður Már Jóhannesson greiddi sér 300 milljónir í arð á síðasta ári og hafði tapað rúmum tveimur milljörðum í eignarhaldsfé- lagi sínu árið á undan. Bjarni Ármannsson og Þórður Már eiga saman eignarhaldsfélagið Kríu sem líklega gerði framvirka samninga um hækkandi hlutabréfaverð í FL Group árið 2007. 300 MILLJÓNIr í ArÐ Á TAPÁrI Hver er Þórður Már Jóhannesson? Þórður Már Jóhannesson er fjárfestir sem fyrst varð þekktur sem forstjóri fjárfestingasjóðsins Straums sem síðar sameinaðist fjárfestingaarmi Eimskipa- félagsins, Burðarási, í ágúst árið 2005. Björgólfur Thor Björgólfsson var á þeim tíma ráðandi í Burðarási. Til varð fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás og varð Þórður forstjóri hans en hann hafði verið kallaður „gulldrengurinn“ á meðan hann var forstjóri Straums því sjóðurinn gekk svo vel. Í júní 2006 var Þórður rekinn frá Straumi-Burðarási í kjölfar valdabaráttu við Björgólf Thor. Hann fékk um 1,4 milljarða króna þegar hann lét af störfum í bankanum og var með árslaun frá bankanum upp á 88 milljónir króna árið 2006. Þórður varð forstjóri nýja fjárfestingafélagsins Gnúps sem tók til starfa í nóvem- ber árið 2006. Félagið var í eigu Þórðar Más, Kristins Björnssonar, Magnúsar Krist- inssonar og síðar bróður hans Birkis. Félagið fjárfesti í hlutabréfum í FL Group og Kaupþingi og varð stærsti hluthafi FL sumarið 2007. Gnúpur varð fyrsta íslenska fjárfestingafélagið sem fór á hliðina fyrir efnahagshrunið árið 2008, í janúar 2008, og má segja að aðdragandinn að íslenska efnahagshruninu hafi þar með hafist. InGI F. VILHJÁLMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Fjárfesti í FL Group Þórður Már fjárfesti í hlutabréfum í gegnum FL Group sem hluthafi og forstjóri Gnúps, sem og líklega í gegnum eignarhaldsfé- lag sitt Kríu sem hann átti ásamt Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Þórður sést hér ásamt Magnúsi Kristinssyni, öðrum eigenda Gnúps. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Laugavegi 178, 105 Rvk sími 551-3366 www.misty.is opið mán-fös 10-18, lau 10-14 Teg. 42228 - mjög fallegur og léttfylltur í BC skálum á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl á kr. 1.950 Teg. 16944 - létt fylltur og saumlaus í BC skálum á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl á kr. 1.950 Teg. 11003 - flottur og haldgóður í CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 42228 Teg.16944 Teg. 11003 Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.