Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 18
18 föstudagur 30. október 2009 fréttir „Við höfum lítið, við erum vön að fara með lítið og þurfum lítið,“ seg- ir Bára Sigurðardóttir, 84 ára íbúi á Hrafnistu í Reykjavík. Hún situr við að spila vist þegar blaðamann ber að garði. Gríðarlegur niðurskurður blasir við ellilífeyrisþegum sem og öðrum landsmönnum en Bára og spilafélagar hennar virðast sýna því mikinn skilning. „Það er nauðsynlegt að skera niður,“ segir Kristinn Jósepsson, 87 ára, sem hefur hlaupið í skarðið hjá spilaklúbbnum þennan daginn. „Hver sem væri við stjórnvölinn yrði að gera það. Þetta eru engir venju- legir tímar,“ segir hann. Kristinn er með húmorinn í lagi og bregður á leik þegar hann vitnar í Geir Haarde eða hvern þann sem á undanförnum mánuðum hefur tekið sér í munn orðin: „Guð blessi Ísland.“ Guðrún Stefánsdóttir, 88 ára, er full af því æðruleysi sem einkennir hópinn. „Við erum fullorðið fólk og höfum þurft að spara í gegnum all- an okkar búskap. Við erum öllu vön,“ segir hún. Breytt til hins betra Guðrún virðir vel fyrir sér þau spil sem hún er með á hendi og bend- ir síðan blaðamanni á tóman spila- kassann á borðinu. „Þetta er heilinn. Við erum hér í heilaleikfimi. Heilinn er alltaf settur hjá þeim sem síðast gaf. Þannig vitum við alltaf hver á að gefa næst,“ segir hún. Heilaleikfimin hefur gefist vel því þau eru öll með helstu hræringar í þjóðfélaginu á hreinu. Frumvarp til fjárlaga sem nýverið var lagt fram fór ekki fram hjá neinum við spilaborð- ið. Bára hefur meira að segja kynnt sér einstaka liði þess. „Framlög til stjórnmálaflokkanna eru óbreytt. Það er ekki búið að skera niður þar þótt það sé skorið niður hjá okkur og öllum öðrum,“ segir hún. Framlög ríkisins til þingflokka haldast sömu- leiðis óbreytt milli ára samkvæmt frumvarpinu. Matthía Jónsdóttir, 80 ára, heldur þó í jákvæðnina. „Fjárlögin standa aldrei eins og þau eru sett fram í upphafi. Þessu verður breytt. Það er ég viss um. Ég er sannfærð um að öllu sem hægt er að breyta til betri vegar verður breytt,“ segir hún. Hetjurnar urðu eftir Matthía er mikil baráttukona. Hún bendir á að þegar illa áraði hér áður „ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT AÐ VÆLA“ Íbúarnir á Hrafnistu reyna að líta á björtu hliðarnar á meðan veskið verður þynnra. Guðrún Stefánsdóttir segir þau vera fullorðið fólk sem hefur sparað allan sinn búskap. Þau eru því öllu vön og kvarta lítið. Bára Sigurðardóttir telur unga fólkið glíma við mun meiri erfiðleika enda stendur það uppi með himinhá íbúða- lán í miðri kreppu. Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Það var flótti frá land- inu. Hetjurnar urðu eftir en vesalingarnir flúðu. Við urðum eftir.“ Heilaleikfimin Huganum er haldið í æfingu þegar spiluð er vist á hverjum einasta dagi. Yfir spilunum er rætt um allt milli himins og jarðar, meira að segja fjárlögin og framlög ríkisins til stjórnmálaflokka. Mynd HEiða HElGadóttir Skuldar ekkert Bára Sigurðardóttir segist ekki skulda neinum neitt, ólíkt unga fólkinu sem glímir við há íbúða- og bílalán. Mynd HEiða HElGadóttir Börnin ganga fyrir Fjölskylda Guðrún- ar Stefánsdóttur ákvað að aðeins yrðu gefnar jólagjafir til þeirra sem eru undir fermingaraldri. Mynd HEiða HElGadóttir Gefur fátækum Kristinn Jósepsson hefur sett fátæka sem eru hjálpar þurfi á jólagjafalistann sinn. Mynd HEiða HElGadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.