Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 22
Friðþæging séra gunnars Hvað gerir maður við roskinn prest sem beitir óumbeð-inni „sálusorgun“ gagnvart unglingsstúlkum, sem felst í kjassi, faðmlögum og yfirlýsingum um hvað hann sé nú skotinn í þeim? Ef maður er biskup Íslands þá býður maður prestinum 20 milljónir fyrir að taka pokann sinn. Herra Karl Sigurbjörnsson á ekki sjö dagana sæla á biskupsstóli. Fólk streym-ir úr þjóðkirkjunni, Helgi Hóseasson er hinn nýi dýrðlingur alþýðunnar, og dómstólar dæma Karl fyrir brot á jafnréttislögum. Og nú þetta: 20 milljónir, takk fyrir, til að losna við að taka af röggsemi á málum Gunnars Björnssonar. Lætur einhver sér detta í hug að herra Sigurbjörn Einarsson hefði verðlaunað Gunnar með tugmilljóna starfslokasamningi? Fjölskylda biskups ræður lögum og lofum í þjóðkirkj-unni, sem einna helst minnir á eignarhaldsfélag. Fram- kvæmdastjórinn hefur hins vegar lítil tök á rekstrinum og ekki heldur þann myndugleika sem þarf á þessum síð- ustu og verstu tímum. Eins og þessi nýjasta fjárfesting hans í friði fyrir Gunnari Björnssyni ber svo vel með sér. Karl hefur vissulega titrandi og valdsmannslega rödd, eins og Sigur- björn heitinn - en hann hefur ekkert að segja. Flóttinn úr þjóðkirkjunni, sem nú stendur varla undir því nafni lengur, hófst í tíð forvera Karls, hins mjög svo litríka og ögn umdeilda Ólafs Skúlasonar, en biskup hefur ekkert getað gert til að stöðva þá þróun af einfaldri ástæðu: Enginn hlustar á þann sem hefur ekk- ert að segja. Þjóðkirkjan þiggur þúsund-ir milljóna úr ríkissjóði. Nú mun hluti af þeim pening-um tryggja að séra Gunnar Björnsson geti frílistað sig næstu árin á kostnað almennings, annar hluti fer í að borga afglöp biskups vegna frændsemisráðninga. En mest, langmest, fer auðvit-að í að viðhalda þeirri tíma-skekkju sem kallast þjóðkirkja en er það ekki. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég er kominn með boltapokann aftur.“ n Ólafur Stefánsson um að komið sé fram við hann eins og nýliða eftir að hann sneri aftur í landsliðið í handbolta. - DV „Ég myndi hætta strax ef hún færi fram á það.“ n Sultan Kosen, hæsti maður heims, við blaðamann Séð og heyrt um að hann myndi hætta að reykja á augabragði ef hann myndi finna sér kærustu. - Séð og heyrt „Hann heldur sig til hlés í útlöndum.“ n Sölvi Tryggvason um Lárus Welding en hann hefur margoft reynt að fá hann í viðtal í þáttinn sinn Spjallið á Skjá einum. - pressan.is „Þeir gátu nú ekki flogið greyin.“ n Þór Saari segir að þetta hafi fólk sagt um Geirfuglana þegar þeir dóu út. Hann líkir því saman við þá smölun sem hefur átt sér stað á villtu fé við Tálknafjörð. - thorsaari.blog.is „Það þarf ekkert að segja fólki að við séum með vöðva.“ n Ívar Guðmundsson um sig og Arnar Grant. Þeir félagar leika hesta í nýrri auglýsingu fyrir próteindrykkinn Hámark. - visir.is Þau veðsettu börnin sín Leiðari Svo langt náði græðgi ákveðins fólks í ís-lensku samfélagi að það veðsetti börn- in sín í von um ofsagróða. Dæmi um þetta kom upp undir lok vikunnar, þegar í ljós kom að foreldrar 12 ára barns báðu um og fengu sex milljóna króna lán út á barnið til að kaupa stofn- bréf í Byr árið 2007. Fram að þessu hefur hópur þeirra í samfélaginu sem hafa farið þessa leið verið þröngur. Aðeins verstu spilafíklar leggja börnin sín undir í fjárhættuspili í þeim tilgangi að græða enn meira. Þetta hefur verið eitt það auvirðileg- asta í fari mannkyns og aðeins átt við um þá sem verst eru farnir af stjórnlausri fíkn. En nú sjáum við hversu illa haldnir margir voru orðnir í leit sinni að auðveld- um gróða árið 2007. Spilafíkill getur vel grætt, jafnvel himinháar upphæð- ir. Sumir spilafíklar hafa orð- ið svo lánsamir að þeir hefðu aldrei þurft að vinna hand- tak eftir síðasta vinning. En í lífi spilafíkla er ekkert til sem heitir síðasti vinningurinn. Þeir þurfa alltaf meira. Auðvitað bera foreldr- ar ekki einir ábyrgð á því að þeir veðsetji börnin sín. Þetta þýðir líka að bankarnir hegðuðu sér eins og spilavíti í undirheimunum. Ekki einu sinni í Las Vegas má maður leggja börnin sín undir. Þar hafa stjórnendur spilavítanna lágmarkssiðferðiskennd. Barnalán Glitnis eru staðfesting á því sem almennt hefur gerst á Íslandi. Börnin sem nú alast upp munu fá reikninginn frá gráðugu kynslóðinni sem leidd var áfram af óseðjandi, áhættusæknum og krosstengdum viðskipta- jöfrum. Það sást vel á lífsstíl nýríku útrásar- víkinganna að þeir hæfðu Las Vegas betur en Íslandi. Hins vegar varð það ekki ljóst fyrr en síðasta árið að aðferðir þeirra voru svipaðar og veikasta fólksins í Las Vegas. Þau lögðu meira og meira undir og máttu aldrei tapa, án þess að allt myndi hrynja í kringum þau. Þegar þau töpuðu síðasta spilinu hafði allt verið lagt undir sem bankarnir höfðu sið- ferðiskennd til að taka við; heimili lands- manna, bílarnir, fiskveiðiauðlindin, framtíð barnanna og atvinnuvegirnir. Þegar allt kom til alls hafa þau eflaust skýringuna á hreinu: Þau voru óheppin. Og að sjálfsögðu verður fólkið, sem tók lán út á börnin, skorið úr snörunni eins og hinir íslensku spilafíklarnir. jón trausti reynisson ritstjóri skriFar. Ekki einu sinni í Las Vegas má maður leggja börnin sín undir. bókstafLega Guð er réttlátur og ríkur Enn og aftur fara þær sögur á kreik að Gunnar I. Birgisson, Gunnar í Krossinum, Guðmundur í Byrginu og Gunnar á krossinum séu einn og sami maðurinn. En, kæru lands- menn, það skal undirstrikað hér að þessir menn eiga fátt sameiginlegt nema þá kannski óheppni og vannýtt réttlæti. Og svo fengu þeir allir tæki- færi til að sýna ágæti sitt en einhvern veginn í ósköpunum tókst þeim að klúðra öllu í Guðs nafni. Við, þetta fólk sem skrifar í blöðin, látum oft einsog við séum fullkom- in, að við getum stillt fólki upp við vegg og skotið á það föstum skotum. Við vitum náttúrlega að alltaf verður einhver næstur í röðinni – einhver aulinn bíður á kantinum og tyllir svo höfðinu í gapastokk græðginnar einn góðan veðurdag, algjörlega óforvar- andis. En samt munu ýmsir geta sagt: - Ég sá þetta fyrir. Á ritvellinum getur árásin kom- ið úr innsta vinakjarna. Enginn á að vera óhultur. Ég á að geta ráðist að flokksbræðrum mínum og -systr- um og krafist þess að þetta fólk vinni vinnuna sína. Forsetinn er ekki frið- helgur nema þegar það er sérstak- lega tekið fram. Og þegar fíllinn er illa fyrirkallaður þá sparkar jafnvel froskurinn í hann. Menn hafa sann- reynt það, að óréttlátasta fólk getur komist í ritstjórastól og þá er aldrei að vita hvert ritspjótum er stefnt. Ríkir af hroka biðja menn Guð um að hjálpa landi á hjara veraldar. Já, fyrir rétt rúmu ári, þegar Geir Haarde áttaði sig á því að líklega væri hann búinn að skíta örlítið upp á bak, þá var hann reyndar búinn að skíta upp á þak. Flokkur Geirs var búinn að eyðileggja samfélagið með ótrúlega slóttugum vinnubrögðum. Og hvar er svo réttlætið sem yfir okkur öll skal ganga? Núna væla sjálfstæðismenn einsog stungnir grísir með svína- pest. Þeir væna alla sína andstæðinga um óheilindi, benda á svarta bletti á tungum óvina á meðan trantar þeirra sjálfra eru einsog svarthol. Öll eru skrif okkar og allt er okkar látbragð háð réttlæti – háð því að rétt- lætanlegt megi teljast það sem við lát- um frá okkur fara. Guði sé lof. Einn var sá maður hér á okkar yndislega landi sem átti það til að skrifa góða pistla í blöð. Hann fór af skáldlegri hógværð um ritvöllinn og á samkomum mátti hann vart opna munninn, því svo orðheppinn og hnyttinn var hann að gleðitárum rigndi hvar sem hann kom. Þessum ágæta manni var gefið svo ríkulega af réttlæti að þeim ósköpum verður aldrei hægt að eyða. Ríki Guðs nú gistir í sá góði skemmtikraftur en flestir munu fagna því ef Flosi gengur aftur. kristján hreinsson skáld skrifar „Núna væla sjálf- stæðismenn einsog stungnir grísir með svínapest.“ skáLdið skrifar 22 föstudagur 30. október 2009 umræða sandkorn n Sjálfstæðismenn í Ísafjarð- arbæ eru kvíðnir eftir að sagt var frá því í DV að lagt væri að Guðjóni A. Kristjánssyni, for- manni Frjálslynda flokksins, að hella sér í bæjarstjórnarkosn- ingar vestra. Sjálfstæðisflokk- urinn er með nokkuð öruggt vígi þar í bæ en það kynni að breytast ef Guðjón bland- aði sér í málin. Hann er fyrrverandi sjálf- stæðismaður og hefur mikið persónu- fylgi sem gæti skilað sér með þeim afleiðingum að núverandi valdajafnvægi yrði ógnað. n Forsíðuuppsláttur Moggans um að bankar yrðu að afskrifa 14 milljarða króna vegna eign- arhaldsfélagsins Jötuns hrundi til grunna þegar á daginn kom að félag- ið skuldaði ekki krónu í bönkum. Jötunn var í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannesson- ar, Pálma Haralds- sonar og fleiri og hafði meðal annars fjárfest í Glitni. Þegar félagið vildi verða kjölfestu- fjárfestir í bankanum stöðvaði Fjármálaeftirlitið þau áform. Þá seldi það í Glitni og greiddi upp allar sínar skuldir. Þetta yf- irsást Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, sem gekk fram af brúninni. n Meðal þeirra sem hella sér af krafti út í jólabókaflóðið að þessu sinni er Óskar Guðmunds- son rithöf- undur. Hann hefur skráð sögu Snorra Sturlusonar í Reykholti. Þeir sem hafa lesið handritið segja að þarna sé saga Snorra sögð á mannamáli. Snorri er væntanlega frægasti Íslendingur allra tíma og einn mesti sagnaritari þjóðarinnar. Búast má við að Óskar verði í toppslagnum fyrir þessi jól. n Orðrómur er uppi um aðra bók sem gæti orðið spennandi. Þar er um að ræða sögu Jónínu Benedikts- dóttur sem yrði byggð á handriti Who Stole My Ice- land? sem raunar kom aldrei út í Bretlandi. Hermt er að þáttastjórnand- inn vinsæli Sölvi Tryggvason hyggist skrifa bókina. Óljóst er þó samkvæmt sömu heimild- um hvort sú útgáfa komi út um næstu jól eða síðar. Víst er þó að margir eru forvitnir um fjöl- breytt lífshlaup Jónínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.