Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Qupperneq 23
Hver er maðurinn? „Björn Þorláksson, brottrekinn fréttamaður, skáld og nemi.“ Hvað drífur þig áfram? „Ástríðurnar drífa mig áfram.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppalinn í Mývatnssveit.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Þau eru flest það sem rúmast innan mannlegs samfélags. En svo maður þrengi það aðeins, tónlist, bækur og bridge.“ Um hvað fjallar Heimkoman? „Heimkoman er játning karlrembu sem komst að því eftir erfitt ferðalag að hann hafði verið á villigötum allt sitt líf. Og gerir tilraun til þess að leiðbeina öðrum körlum um hvað beri að varast.“ Hvenær datt þér í hug að skrifa bók um reynslu þína? „Ég sannfærðist um að það væri rétt að skrifa þessa bók þegar ég áttaði mig á því að ég gæti ekki í fimm mínútna spjalli útskýrt fyrir vinum mínum að það væri frábært að vera heimavinnandi faðir. Þetta væri fólkið mál.“ Getur þú lýst því í grófum dráttum hvernig viðhorf þín hafa breyst eftir að hafa misst vinnuna og gengið í gegnum þetta ferli? „Þau hafa breyst þannig að hrokinn fór, auðmýktin og þakklætið knúðu dyra, gildismatið breyttist og heimurinn er hlýrri eftir að ég var rekinn.“ Ertu enn atvinnulaus? „Ekki í þeim skilningi að ég er kominn í fullt nám. Ég er í þjóðfélagsfræði í Háskólanum á Akureyri.“ Hvert er draumastarfið þitt í dag? „Draumastarfið er að vera frjáls og óháður rithöfundur og þurfa ekki að beygja sig undir vald eins né neins.“ Ertu með einhver skilaboð til karlmanna í þinni stöðu? „Já. Tala saman og ekki bara um veiðar á hreindýrum heldur bleyjur og blautklúta. Rétta týpan á blautklútum skiptir litlu börnin okkar mun meira máli en hundrað þúsund eða milljón á mánuði.“ ertu kominn á vetrardekkin? „Ég er ekki einu sinni með bílpróf.“ Eva RUt HjöRlEifsdóttiR 18 ÁRA nEMi „Ég á ekki bíl.“ RúnaR öRn MaRínósson 20 ÁRA nEMi „Ég er ekki kominn á vetrardekkin. Ég á eftir að setja þau undir.“ óli BjöRn vilHjálMsson 19 ÁRA nEMi „Maður er kominn á vetrardekkin.“ viktoR inGi kRistjánsson 19 ÁRA nEMi Dómstóll götunnar BjöRn ÞoRláksson skrifar opinskátt í bókinni Heimkom- an um það hvernig hann breyttist úr karlpung eins og hann orðar það í ábyrgan heimilisföður eftir að hafa misst vinnuna. Hann segist hafa verið á villigötum áður. Játningar karlrembu „Ég er ekki á bíl.“ finnUR MáR EiRíksson 21 ÁRs nEMi maður Dagsins Þau veðsettu börnin sín Árið 1914 fóru Þjóðverjar í stríð við allan heiminn. Áður en að yfir lauk töldu óvinaþjóðir þeirra Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Rússland, Belgíu, Portúgal, Grikkland, Rúmen- íu, Kína, Japan, Ítalíu, Serbíu, Kan- ada, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Alban- íu, Brasilíu, Taíland, Nepal, Armeníu og jafnvel San Marínó. Sér til halds og traust höfðu Þjóðverjar aðeins Austurríki-Ungverjaland, Búlgaríu og Tyrkland. Eins og gefur að skilja komu Þjóðverjar illa út úr stríðinu. Sagnfræðingar deila enn um or- sakir stríðsins, en það er ljóst að yf- irlýsingar Þýskalandskeisara í fjöl- miðlum, á borð við „Þið Bretar eruð brjálaðir eins og marshérar“, hjálp- uðu ekki. Eftir hrunið og nóvem- berbyltinguna 1918 var keisarinn neyddur til að segja af sér. Sósíal- demókratar voru eini flokkurinn sem gat tekið við stjórn landsins. Hin nýja stjórn varð fyrir stöðugum árásum, bæði frá róttækum vinstrimönnum, sem vildu kommúnistabyltingu, og frá hægrimönnum, sem vildu fá keis- arann sinn aftur. Ríkisstjórnin þurfti að taka það óvinsæla verkefni á sig að gefast upp fyrir Bandamönnum, meðan bæði keisarinn og herfor- ingjaráðið sem hafði steypt þjóðinni í styrjöld afsöluðu sér allri ábyrgð. verðbólga og atvinnuleysi Friðarsamningarnir sem gerðir voru í Versölum voru að vonum erfiðir og þungar byrðar voru lagðar á þýsku þjóðina. Æsingamenn eins og Hitler kölluðu þá sem höfðu samið um frið „nóvembersvikarana“. Þjóðin neitaði um tíma að borga stríðsskaðabæt- ur til Frakka með þeim afleiðingum að Frakkar hernámu Ruhr-héraðið, eitt helsta iðnaðarhérað landsins. Þjóðverjar fóru í fjöldaverkfall og at- vinnuleysi og óðaverðbólga fóru illa með efnahaginn. Í ágúst 1923 varð maður að nafni Gustav Stresemann kanslari Þýska- lands. Stresemann var úr Þýska þjóð- arflokknum, en stofnaði ríkisstjórn með miðju- og vinstriflokkunum. Hann hafði óbeit á kröfum Versala- samninga, en sá þó að það var þjóð- inni fyrir bestu að fara eftir þeim. Árangurinn lét ekki á sér standa. Nýr gjaldmiðill tók við af þeim gamla sem taldist orðinn ónýtur. Franskar hersveitir yfirgáfu landið, Þýskaland var tekið inn í Þjóðarbandalagið, hætti að vera útlagaríki og varð aftur „venjulegt ríki“. Fyrir þessi afrek fékk Stresemann friðarverðlaun Nób- els. Ekki síst tókst honum að fá þær skaðabætur sem Þjóðverjar áttu að greiða Bandamönnum lækkaðar til muna. Með Dawes-áætluninni árið 1924 fengu Þjóðverjar lán frá Banda- ríkjamönnum og greiðslurnar voru settar í fastar skorður. Þjóðverjar stóðu við sitt, en þar til alþjóðasam- félagið féllst á að til of mikils væri ætlast af þeim fengu þeir skuldirnar lækkaðar til muna með Young-áætl- uninni árið 1929. nóbelsverðlaunahafar og lýðskrumarar Efnahagur Þýskalands batnaði til muna í tíð Stresemanns, sem var tal- inn bæði raunsær og aðhaldssamur stjórnmálamaður. Ekki voru þó allir ánægðir með störf hans. Lýðskrum- arar á borð við Adolf Hitler héldu því enn fram að best hefði verið að borga ekki og lýsa umheiminum þess í stað stríð á hendur. Stresemann lést af völdum hjarta- áfalls í byrjun október árið 1929. Í lok mánaðarins hrundu verðbréfamark- aðir í Bandaríkjunum og heims- kreppa skall á. Við tók stöðug stjórn- arkreppa í Þýskalandi, síendurteknar kosningar og að lokum tók Hitler við völdum. Hann stóð við loforð sín, rifti öllum samningum og fór í stríð við allan heiminn. Afleiðingar þess voru skelfilegar, ekki síst fyrir þýsku þjóðina. Ástæður þess að þetta er hér rifjað upp eru augljósar. Í útrásinni ætluðu Íslendingar sér að sigra heiminn. Málfar þess tíma, allt tal um útrás- arvíkinga og best í heimi, er til vitn- is um það. Ísland tapaði útrásinni. Þó ekki hafi öll þjóðin tekið þátt þarf hún þó öll að axla ábyrgð. Það besta, það eina sem hún getur gert núna, er að semja um skuldirnar og verða ekki lýðskrumurum að bráð. Þetta sjá allir raunsæir stjórnmálamenn. Það þýðir ekki að þeim þurfi að líka staðan, en eigi að síður gera þeir það sem þjón- ar best hagsmunum þjóðarinnar. Þegar vinstri-grænir voru í stjórn- arandstöðu lýsti Steingrímur því yfir að helst vildi hann skila IMF-láninu. Þegar hann komst í stjórn sá hann að slíkt var ómögulegt. Þegar sjálfs- stæðismenn voru í stjórn sömdu þeir um IMF-lánið og Icesave, enda var það eini raunhæfi kosturinn sem var í boði. Eigi að síður hafna þeir slíkum samningum nú, þvert á betri vitund. Er ekki kominn tími til að taka þjóð- arhagsmuni fram yfir lýðskrum? Það er best að borga mynDin inni í hlýjunni starfsmenn bókaútgáfunnar Crymogea við Barónsstíg létu fara vel um sig inni í hlýjunni þegar Kristinn Magnússon ljósmyndari átti leið hjá. Arngrímur Jónsson lærði er verndari útgáfunnar en hann valdi þetta gríska heiti á höfuðrit sitt sem fyrst kom út í Hamborg árið 1609. Íslensk merking orðsins er „Ísland“. Mynd kRistinn kjallari umræða 30. október 2009 föstudagur 23 valUR GUnnaRsson rithöfundur skrifar „Lýðskrumarar á borð við Adolf Hitler héldu því enn fram að best hefði verið að borga ekki.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.