Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Side 26
um helgina
Úr gullkistu sellósins Tónleikar í tón-
leikaröðinni Klassík í hádeginu fara fram í Gerðubergi í dag, föstudag.
Yfirskriftin að þessu sinni er Úr gullkistu sellósins en Margrét Árnadótt-
ir sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og listrænn
stjórnandi tónleikaraðarinnar, flytja þar verk eftir Mendelssohn og
Beethoven. Ókeypis aðgangur er á tónleikana sem hefjast klukkan
12.15. Þeir verða endurteknir á sunnudaginn klukkan 13.15.
Danssöngvar og
Drykkjuvísur
„Þetta er sving, djæf og djús af þestu
gerð,“ segir Helgi Björnsson söngv-
ari um kvöldin sem hann stendur
fyrir ásamt hljómsveitinni Kokteil-
pinnunum í Þjóðleikhúskjallaran-
um um þessar mundir. Undanfar-
in tvö laugardagskvöld hafa Helgi
og Kokteilpinnarnir horfið aftur til
miðrar síðustu aldar og endurvakið
gamla stemningu. „Þetta er alvöru
dansiball af gamla skólanum og bara
gaman. Fólk klæðir sig aðeins upp
á og hefur gaman af.“ Helgi og Kokt-
eilpinnarnir verða öll laugardags-
kvöld fram að jólum en hægt er að fá
frekari upplýsingar með því að hafa
samband við Þjóðleikhúskjallarann.
aukatónleikar
í óperunni
Haldnir verða sérstakir aukatón-
leikar á sunnudaginn í Íslensku
óperunni af Frá suðri til norðurs
með sópran í eftirdragi! Tónleik-
arnir hefjast klukkan 20.00 en
á þeim syngja Diddú, Jóhann
Friðgeir Valdimarsson og Ósk-
ar Pétursson og Jónas Þórir sér
um undirleik á píanó. Þriðju
og síðustu tónleikarnir verða
svo haldnir í Akureyrakirkju
8.desember klukkan 17.00. Miða-
sala á þá fer fram í Bókaverslun
Eymundsson á Akureyri en miða-
sala fyrir tónleika á sunnudag
fer fram í Íslensku óperunni og á
www.opera.is
verðlaunaleik-
rit frumsýnt
Ættfaðirinn hverfur sporlaust og
fjölskyldan safnast saman á óðal-
inu. Smám saman tekur hvarfið á
sig skýrari mynd en um leið leita
gömul leyndarmál og heitar ástríður
upp á yfirborðið. Þetta er umfjöll-
unarefni leikritsins Fjölskyldan eftir
Tracy Letts sem frumsýnt verður á
Stóra sviði Borgarleikhússins næsta
föstudag. Leikritið hlaut þrjár eftir-
sóttustu leiklistarviðurkenningar í
Bandaríkjunum - Drama Desk, Pu-
litzer og loks Tony-verðlaunin sem
besta leikrit ársins 2008. Leikstjóri er
Hilmir Snær Guðnason og á meðal
leikara eru Sigrún Edda Björnsdóttir,
Þröstur Leó Gunnarsson, Nína Dögg
Filippusdóttir, Pétur Einarsson og
Jóhanna Vigdís Arnardóttir.
Ástríður Spanjóla
26 föstuDagur 30. október 2009 fókus
Sýnir sínar bestu hliðar: „Nauðsyn-
legt að sjá Penelope Cruz reglulega í
Almodovar-mynd til að sjá hvers hún er
megnug sem leikkona.“
Við kynnumst blindum rithöfundi
Harry Caine sem stundar iðju sína
af kappi með góðum árangri. Fleiri
persónur koma til sögunnar sem
bera með sér fortíð sem hann hafði
snúið baki við. Hann er ósjálfrátt
neyddur til að gera upp við 14 ára
gamlar spælingar, svik, missi og
kvikmynd sem á skilið önnur örlög
en hún hlaut. Hans raunverulega
nafn er Mateo Blanco og spurningin
er nú hvort hann geti aftur orðið að
þeim manni sem hann var áður en
áföllin skullu á honum af miskunn-
arlausri hörku. Það er hoppað fram
og aftur í tíma í frekar hægu tempói
sem margir eru samt algerlega sátt-
ir með. Almodovar er dramatískari
hér eins og reyndar almennt upp
á síðkastið. Myndin sem breytti lífi
Mateos gefur samt innsýn í fyrri stíl-
brögð Almodovars, hinum lúmskt
fyndnu hástéttarförsum sem fleygði
fram í penthouse-íbúðum Madrid
máluðum í suðrænt heitum en föl-
um litum.
Undarlega útlítandi leikkonan
sem poppar oft upp í myndum hans
leikur þar hlutverk. Einnig eiturlyf,
sorg, samkynhneigð, svik, valda-
græðgi og annað sem fylgir Alm-
odovar í öllum hans verkum þótt
þau séu í dag í dramatískara ljósi en
áður. Sagan virðist standa Almodov-
ar nærri, kvikmynda- og handrita-
gerð af hans toga er það sem sögu-
persónurnar fást við. Við sjáum sögu
af vampírum sem vinna í blóðbanka
verða að handriti og leikstjórnar-
taktar fá einnig drjúgt pláss.
Þetta er mikil ástarsaga og hún er
sérstök tilfinningin sem Almodov-
ar ber með sér. Undarleg stemmn-
ing fylgir tónlistinni og því hvernig
kossum er lýst í ófáum kjötmiklum
setningum. Penelope leikur konu
í hrammi valdamanns sem nýtur
ástar hennar í krafti umkomuleysis
hennar. Hún er klassískt nokk hald-
in forboðinni ást á listamanninum
Mateo sem leikstýrir henni óreyndri.
Nauðsynlegt að sjá Penelope Cruz
reglulega í Almodovar-mynd til að
sjá hvers hún er megnug sem leik-
kona. Getur varla verið auðvelt að
leika leikara sem leikur ekki vel.
Henni ferst það að sjálfsögðu vel úr
hendi hér. Almodovar er ekki allra.
En hann er nógu margra sem verða
ekki sviknir af enn öðrum skammti
af áfallasögum og ástríðum hins of-
urnæma Spanjóla.
Erpur Eyvindarson
broken
embraces
Leikstjóri: Pedro Almodovar
Aðalhlutverk: Penélope Cruz, Lluís
Homar, Blanca Portillo
kvikmyndir
rær á gjöful
mið illskunnar
Skuggahliðar Stefán
Máni sækir hugmyndir
og innblástur úr
myrkrinu. „Þaðan
kemur allt það besta
sem ég fæ,“ segir
rithöfundurinn sem er
býsna dulrænn í sinni
nýjustu skáldsögu.