Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Síða 33
helgarblað 30. október 2009 föstudagur 33
„Ef maður hefði vitað að óskin
myndi rætast á endanum hefði ferl-
ið ekki verið svona erfitt. Óvissan
er svo hrikaleg,“ segir Katrín Björk
Baldvinsdóttir en hún og Eyþór
Már Bjarnason, eiginmaður henn-
ar, fengu loksins gullmolana sína í
fangið eftir langa og erfiða baráttu
við ófrjósemi. Eftir að hafa reynt að
eignast barn í meira en ár fóru þau
árið 2003 í hefðbundnar skoðan-
ir þar sem í ljós kom að engar sáð-
frumur voru í sæðinu. „Þetta var
mikið áfall, þar sem allt benti til
þess að við þyrftum að notast við
gjafasæði. Við þurftum að kveðja
möguleikann á að eignast barn sem
væri líffræðilega Eyþórs en reynd-
um að horfa á jákvæðu hliðarnar
því gjafasæði þýddi að við gátum
farið í tæknisæðingu sem er miklu
minna mál en glasafrjóvgun,“ segir
Katrín en Eyþór var sendur í aðgerð
til frekari skoðunar þar sem sæðis-
frumur fundust sem gaf þeim aftur
von um að gjafasæði yrði óþarft. „Þá
vorum við orðin sátt við að þurfa
gjafasæði en urðum að venda okk-
ar kvæði í kross og setja stefnuna á
smásjárfrjóvgun. ART Medica var
að hefja rekstur á þessum tíma og
vegna flutninga frestaðist allt ferl-
ið um nokkra mánuði en svo hefj-
um við okkar fyrstu meðferð í jan-
úar 2005.“
Fósturmissir mikið áfall
Smásjárfrjóvgunin gekk vel en
í miðri meðferð fengu þau þær
slæmu fréttir að krabbamein móður
Eyþórs hefði tekið sig upp að nýju.
„Mamma hans hafði verið laus við
krabbann í fimm ár og átti að fara að
útskrifast, þetta var því mikið sjokk
fyrir alla fjölskylduna, en tengda-
pabbi hafði orðið bráðkvaddur á
jólunum nokkrum árum fyrr . Við
héldum samt ótrauð áfram og þeg-
ar við fengum jákvætt þungunarpróf
áttum við bágt með að trúa heppni
okkar og vorum í sjöunda himni
þegar við sáum hjartslátt tveim vik-
um síðar. Í skoðun á níundu viku
fannst mér fóstrið lítið miðað við
það sem ég hafði lesið mér til, en
vegna misskilnings var mér sagt að
stærðin væri í lagi. Í næstu skoðun,
fannst enginn hjartsláttur og ég fór
í útsköfun. Það hefur líklega dáið
þarna um níundu viku,“ segir Katr-
ín og bætir við að fósturmissirinn
hafi reynst henni afar erfiður. „Þetta
var mikið áfall því þetta hafði verið
heilmikið kraftaverk og ég var lengi
að jafna mig enda hafði ég reist
miklar skýjaborgir í huganum sem
hrundu og ég var farin að efast um
að geta aftur litið glaðan dag.“
Með átaki tókst Katrínu og Eyþóri
að byggja sig upp og byrja að nýju en
sú meðferð tókst ekki. Við þá með-
ferð kláruðust sáðfrumurnar sem
höfðu verið teknar í aðgerðinni og
því voru næstu skref að nálgast fleiri.
Á sama tíma var baráttan að tapast
hjá móður Eyþórs svo þau ákváðu
að bíða ekki boðanna heldur ganga
í það heilaga á gamlársdag 2005 en
dagurinn var einnig brúðkaups-
dagur foreldra hans. „Við ákváðum
að enda þetta erfiða ár með stæl
og höfðum mánuð til að undirbúa
athöfnina og veisluna,” segir hún
brosandi. Nýgift og hamingjusöm
stefndu þau á þriðju meðferðina en
stuttu eftir að þau byrjuðu dó móð-
ir Eyþórs. „Engar sáðfrumur náðust
í ástungu svo hann þurfti aftur und-
ir hnífinn þar sem aðeins þrjár sáð-
frumur fundust og því urðum við
að snúa okkur að gjafasæði í miðri
meðferð. Þrátt fyrir allt gekk með-
ferðin ekki og ég brotnaði algjör-
lega niður. Þarna voru væntingarnar
orðnar meiri enda fannst mér for-
sendurnar breyttar með gjafasæð-
inu,“ segir Katrín og bætir við að það
hafi verið stórt skref að samþykkja
gjafasæði að nýju. Það sé skrítin til-
hugsun að eignast einstakling sem
hafi erfðaefni frá einhverjum sem
foreldrarnir hafi aldrei séð og þeim
fannst mikilvægt að velta fyrir sér og
svara nokkrum spurningum strax.
„Þetta voru spurningar eins og hvort
við ætluðum að segja þeim börnum
sem við mögulega gætum eignast,
frá því að þau væru getin með gjafa-
sæði. Og ef við myndum segja þeim
það, hvenær væri best að gera það,“
útskýrir Katrín. Niðurstaðan varð sú
að þau ætluðu ekki að gera þetta að
leyndarmáli, þar sem leyndarmál
ættu oftar en ekki til að koma fram
og þá kannski á viðkvæmum tíma
í lífi barnanna. „Við ákváðum að
segja þeim að við hefðum þurft að
fara þessa leið til að fá einmitt þau
en þetta spjall verður líklegast þeg-
ar þau verða farin að velta fyrir sér
spurningunni um það hvaðan börn-
in koma.“
Vonaðist eftir
neikvæðri útkomu
Þegar þarna var komið ákváðu Katr-
ín og Eyþór að taka sér góða pásu og
skelltu sér í síðbúna brúðkaupsferð
til að jafna sig á vonbrigðunum og
átta sig á móðurmissinum. „Við ein-
beittum okkur að því að njóta lífsins
barnlaus og fórum í uppsetningu
á frystum fósturvísum strax og við
komum heim. Ég hafði alltaf verið
lítið gefin fyrir sprautur en þarna var
ég orðin svo vön og fannst jafnauð-
velt að sprauta mig með hormónun-
um og bursta tennurnar á morgn-
anna,“ segir hún brosandi en bætir
við að hún hafi gert sér grein fyrir
að hún væri ófrísk áður en hún tók
þungunarpróf. „Í biðtímanum eft-
ir uppsetningu verður maður rosa-
lega meðvitaður um líkamann og
les í hvert einasta atriði, en þar sem
ég hafði orðið ólétt áður var ég orð-
in nokkuð viss, einkennin voru mun
skýrari en þau sem ég hafði haldið
mig finna í þeim meðferðum sem
voru neikvæðar. Við höfum alltaf
verið mjög opin með okkar ferli en
ákváðum að eiga einn dag fyrir okk-
ur þar sem við tvö vissum þetta bara.
Daginn eftir jákvæðu heimaprufuna
fórum við svo í blóðprufu og feng-
um það staðfest. Ég var ófrísk. Ég
var mjög stressuð eftir að hafa feng-
ið já-ið og það furðulega var að ég
hafði næstum vonast eftir neikvæðri
útkomu því þá gæti ég strax byrjað
að syrgja í stað þess að halda áfram
í þessum tilfinningalega rússibana.
Þungunarhormónin voru hins veg-
ar fín og allt leit vel út.“
Katrín segir það aldrei hafa
hvarflað að henni að þau myndu
eignast tvíbura. Kannski þar sem
það séu tvíburar í fjölskyldum þeirra
beggja og hún vissi því hversu mik-
il vinna fylgdi því að eiga tvö börn á
sama aldri. Það hafi því verið afar
utan við sig verðandi foreldrar sem
gengu út frá lækninum eftir fyrsta
sónarinn. „Í þetta skiptið höfðu
tveir fósturvísar verið settir upp
en samkvæmt læknum var annar
heldur bágborinn en fékk samt að
fljóta með. Báðir höfðu hins vegar
fest sig. Við vorum enn þá að melta
þær upplýsingar þegar við fengum
að heyra að annar væri búinn að
skipta sér, en þar sást þó einungis
einn hjartsláttur. Við biðum spennt
í tvær vikur eftir næstu talningu og
þá var ekki um að villast. Ég, sem
hafði óskað þess að eignast ekki tví-
bura, fékk þá ósk uppfyllta en á ann-
an hátt en ég hafði búist við. Við átt-
um von á þríburum.“
Missti á 24. viku
Meðgangan gekk ágætlega til að
byrja með þótt einhver brúnleit
útferð hafi valdið Katrínu áhyggj-
um á fyrstu vikunum. Þegar leið að
tólf vikna sónar voru áhyggjurn-
ar virkilega farnar að segja til sín
enda hafði hún þá fengið slæm-
ar fréttir síðast. „Ég lagðist titr-
andi upp á bekkinn en þessi sónar
var mun skemmtilegri en sá síðasti
því öll fóstrin voru á mikilli hreyf-
ingu og allt leit vel út. Hins vegar,
á Þorláksmessu, kom í ljós stækk-
uð þvagblaðra hjá öðrum eineggja
þríburanum sem gat þýtt TTTS (tví-
bura-tvíbura blóðrennslissjúkdóm-
ur), en óeðlilegar æðatengingar í
fylgjunni valda því að annað barnið
fær nánast allt blóðflæðið sem veld-
ur miklu álagi á hjartað en hitt fær
litla sem enga næringu. Þetta er eitt
af því sem læknar hafa áhyggjur af
þegar gengið er með eineggja fjöl-
bura. Eftir að kúlan hafði harðnað
mikið um jólin fór ég í skoðun og þá
var ekkert um að villast,“ segir hún
og bætir við að TTTS sé alvarlegt
svona snemma á meðgöngu. Katrín
var send til Belgíu þar sem leiserað-
gerð var framkvæmd á þeim æðum
í fylgjunni sem tengdu blóðrásir
barnanna. „Ég vissi að ef aðgerðin
gengi ekki vel yrði þrautalending-
in sú að brenna fyrir naflastrenginn
hjá öðru barninu í von um að bjarga
hinu. Allt virtist þó hafa gengið vel,“
segir Katrín sem var vakandi á með-
an á aðgerðinni stóð.
Þegar heim var komið mátti hún
sem minnst gera í von um að geta
gengið með sem lengst. „Ég vissi
að meðalmeðganga þríbura væri 33
vikur en var staðráðin í að ná mun
lengra. Vaxtarskerðing kom í ljós
hjá báðum eineggja fljótlega eftir að
heim var komið og nokkrum vikum
seinna kom í ljós vökvi í kringum
hjarta þess sem hafði fengið of litla
næringu. Hjartalæknir sagði að það
gæti farið til beggja átta og við biðum
og vonuðum það besta. Viku seinna
var allt við það sama en næstu viku
á eftir, á viku 24, var enginn hjart-
sláttur,“ segir Katrín sem hefði ver-
ið látin fæða látna barnið hefði hún
ekki verið ófrísk að tveimur öðrum.
„Tæpum fjórum vikum seinna, þeg-
ar ég var gengin rúmlega 27 vikur,
var leghálsinn farinn að opnast. Ég
var lögð inn og missti vatnið morg-
uninn eftir. Ég fékk sterasprautu og
dripp í tvo sólarhringa til að halda
samdráttunum í skefjum en svo
kom í ljós naflastrengsframfall sem
er stórhættulegt hjá lifandi barni og
læknarnir þorðu ekki að taka áhætt-
una og ég var skorin upp í flýti.“
Tveir þríburar
Þríburi A, sá látni, var aðeins 212
grömm, þríburi B 800 gr og 34 cm en
þríburi C 1100 gr og 38 cm. Katrín og
Eyþór vildu fá að sjá látna barnið en
ákváðu að taka ekki mynd af honum
þar sem hann hafði verið látinn í
nokkrar vikur og leit því ekki út eins
og nýfætt barn. „Hann var ponsu lít-
ið kríli með sínar hendur og tær og
við gáfum honum nafnið Bjarni í
höfuðið á afa sínum. Hann var svo
jarðsettur á milli afa síns og ömmu,“
segir Katrín og bætir við að aðstæð-
urnar hafi verið skrítnar. Á sömu
stundu hafi þau eignast tvö börn en
um leið misst barn. „Þegar hann dó
einbeitti ég mér að því að halda mér
rólegri fyrir hin tvö sem voru enn á
lífi og þegar þau komu í heiminn fór
öll mín orka í þau enda miklir fyrir-
burar,“ segir hún en öll börnin fengu
nöfn frá öfum og ömmum, Bjarni,
Baldvin Ásgeir og Elísabet Heiða.
„Baldvini Ásgeiri og Elísabetu Heiðu
gekk ótrúlega vel þótt það hafi geng-
ið ýmislegt á en Baldvin Ásgeir reif
úr sér barkaþræðinguna og sýndi að
hann þyrfti ekki að fara í öndunar-
vél og fór því beint í minni öndunar-
aðstoð, en hann losnaði hins vegar
mjög seint við þá aðstoð. Elísabetu
Heiðu gekk strax vel og við fengum
hana í fangið eftir tvo daga og hún
kom fyrr heim en hann. Í eftirliti
kom svo í ljós leki á milli hjartaloka
og fór hún því á hjartalyf. Það gekk
hins vegar allt til baka og hún löngu
laus við lyfin. Baldvini Ásgeiri gekk
illa að drekka vegna mæði en fékk
að lokum að koma heim með sondu.
Hann er hress í dag en notar púst
þegar hann kvefast.“
Katrín segist oft lenda í þeim
aðstæðum að vera spurð úti á götu
hvort börnin hennar séu tvíburar.
„Þau eru í rauninni þríburar þótt
þau séu bara tvö. Ef ég er spurð
á förnum vegi kinka ég bara kolli
enda hefur maður hvorki tíma né
löngun í að fara yfir alla söguna.
Mér finnst samt alltaf eins og ég sé
að gleyma bróður þeirra ef ég tala
um þau sem tvíbura. Sjálf tala ég
um fjölbura eða systkin nema þeg-
ar ég ræði um þau öll þrjú eða með-
gönguna sjálfa,“ segir hún en bætir
við að þau hafi mætt miklum skiln-
ingi og samúð. „Fólk áttaði sig á því
að missirinn var mikill þótt við vær-
um ofsalega rík líka. Við syrgðum
Bjarna daginn sem við fengum að
sjá hann og daginn sem við jörðuð-
um hann, en svo fór öll orkan í hin
börnin og sorgin kom ekki almenni-
lega fyrr en það fór að hægjast um.
Fósturlátið var mér samt mun erfið-
ara en þessi reynsla því þá hafði ég
engu til að loka, ekkert kyn og miss-
irinn óraunverulegri. Það skipt-
ir náttúrlega líka máli að þrátt fyrir
andvana fætt barn, stóðum við ekki
uppi með tómt fang eins og eftir
fósturlátið. Þessu tvennu er að sjálf-
sögðu ekki saman að líkja og þegar
þú færð barnið í hendurnar og jarð-
ar það verður þetta allt miklu raun-
verulegra fyrir okkur sem og aðra í
kringum okkur. Ég stend mig oft að
því að hugsa hvernig þau væru þrjú
saman, það hjálpar til að við vitum
nokkurn veginn hvernig Bjarni hefði
litið út þar sem hann og Baldvin Ás-
geir voru eineggja og því ímyndar
maður sér hvernig það væri að hafa
tvö eins eintök hjá sér. Einnig veltir
maður fyrir sér hvernig persónu-
leiki hann hefði verið, því systkini
hans eru mjög ólíkir persónuleikar.
Ég sé þau þjú saman í huganum en
það besta hefði verið að hafa hann
hér hjá okkur.“
Aftur komin af stað
Katrín og Eyþór fengu nýlega nei-
kvætt úr uppsetningu á frystum fóst-
urvísi. Þau áttu tvo í frysti en annar
reyndist ekki lífvænlegur. „Í þetta
skiptið var uppsetningin í náttúru-
legum tíðarhring svo ég þurfti bara
að sprauta mig með egglossprautu.
Ég hafði látið mig dreyma um að nú
myndi ferlið verða mun auðveld-
ara þar sem við eigum nú börn en
tilfinningarússibaninn er alveg sá
sami og vonbrigðin jafnsár.“ Að-
spurð segir hún erfiðleikana vissu-
lega hafa þroskað þau og að þau
hafi oft upplifað reiði. „Ég er mjög
þakklát fyrir börnin mín en skil ekki
af hverju við gátum ekki bara feng-
ið þau öll þrjú, fyrst ég varð ólétt
að þríburum. Eins fannst mér erf-
itt að horfa upp á manninn minn
þegar við jörðuðum Bjarna. Þarna
stóð hann við leiði foreldra sinna og
barnsins síns. Við höfum alltaf verið
opin með ófrjósemiserfiðleika okk-
ar og ekkert verið í felum með neitt
þótt við höfum ekki verið að útvarpa
þeim, fyrr en núna. Auðvitað hefur
þetta verið erfitt en okkur tókst að
halda í jákvæðnina og ég var alltaf
harðákveðin í að verða mamma. Ég
vissi bara ekki hvaða leið ég þyrfti að
fara til að láta drauminn rætast. Það
skipti líka miklu máli að Eyþór hefur
ekki viljað fela þetta, en það er karl-
mönnum yfirleitt mikið áfall þegar í
ljós kemur að þeir eigi við ófrjósemi
að stríða og mörgum finnst vegið að
karlmennsku sinni. Hann hafði svo-
litlar áhyggjur af því á meðan ég var
ólétt, hvaða tilfinningar hann myndi
bera til barnanna, en þær áhyggjur
hurfu eins og dögg fyrir sólu um leið
og þau fæddust. Enda er það að vera
pabbi svo miklu, miklu meira en að
leggja til sáðfrumu.“
indiana@dv.is
„Hann hafði svolitlar
áhyggjur af því á með-
an ég var ólétt, hvaða
tilfinningar hann myndi
bera til barnanna, en
þær áhyggjur hurfu
eins og dögg fyrir sólu
um leið og þau fædd-
ust.“
Einn þríburinn lést
„Þegar hann dó einbeitti ég mér að því að halda
mér rólegri fyrir hin tvö sem voru enn á lífi og þeg-
ar þau komu í heiminn fór öll mín orka í þau enda
miklir fyrirburar.“
Fjölskylda Katrín og Eyþór ásamt Baldvini Ásgeiri og Elísabetu Heiðu. DV MYND RAkel Ósk siguRðARDÓTTiR
Fyrirburar Myndirnar eru teknar fyrsta daginn en Baldvin Ásgeir er þarna með
CPAP-húfuna og Elísabet Heiða í öndunarvél.