Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Síða 41
helgarblað 30. október 2009 föstudagur 41
Hann hafði hratt á hæli og kvaddi
snöggt í lok síðustu viku. Nú finnst mér
sú tilhugsun skrýtnust að eiga ekki eftir
að heyra hann hlæja oftar. Flosi hló sem
sé á mjög sérstakan og sérkennilegan
hátt sem er ekki auðvelt að koma orð-
um að; það var hlátur sem braust fram
leifturhratt, eftir að brandarinn hafði
verið sagður með viðeigandi alvöru-
svip, en þó var eins og héldi áfram að
krauma niðri í honum, eins og öll und-
irdjúp búksins tækju undir og hristu
hann, þegar hverinn hafði gosið, hlát-
urshverinn. Það var eitthvað strákslegt
við þennan hlátur, jafnvel ívið búralegt
– og auðvitað ómótstæðilega heillandi.
Sá maður hlaut að vera ákaflega langt
niðri, sem stökk að minnsta kosti ekki
bros við að fá slíkt yfir sig.
Ég er of ungur til að muna fyrstu til-
þrif Flosa Ólafssonar sem þjóðin tók
eftir. Það var í framhaldsleikritinu Víxl-
ar með afföllum eftir Agnar Þórðar-
son sem Ríkisútvarpið flutti árið 1958,
að mig minnir. Þá var hann nýútskrif-
aður leikari úr Þjóðleikhússkólanum.
Útvarpið var á þessum árum óhemju
virðuleg stofnun; helstu stjörnur þess,
allt frá þulum upp í útvarpsstjóra, fyr-
irlesarar og fræðarar, nutu almennr-
ar aðdáunar fyrir snjalla meðferð ís-
lenskrar tungu, en það var ekki laust
við að þeir settu sig í nokkrar stelling-
ar þegar þeir settust fyrir framan hljóð-
nemann. Fyrir nokkrum vikum heyrði
ég gamla upptöku með sjálfum mér, og
ég gat ekki varist brosi þegar ég heyrði
þennan gamalkunna tón í eigin rödd.
Flosi gerði stundum grín að þessum
hátíðleika, eftir að hann tók að sletta
úr klaufum í áramótaskaupunum. Nú
talar enginn maður svona lengur í út-
varpið, sem betur fer, kannski Flosi hafi
átt þátt í því.
Setti svip á bæinn
Það var líka mikil ábyrgð og upphefð
að fá að leika í útvarpið. Vandað mál
var sjálfsagður hlutur, einnig í leikrit-
unum, sem voru alltaf með því vin-
sælasta í dagskránni. Það þótti því
allnokkur nýlunda, þegar flutt var út-
varpsleikrit, þar sem málfar reykvískra
unglinga fékk að hljóma, ómengað og
hrátt, eins og það var talað á götum
bæjarins. Ungi maðurinn í Víxlunum,
Danni, sem Flosi lék, hafði tungutak
slíkt að annað eins hafði ekki borist
eyrum landsmanna úr viðtækjunum
– sjálfsagt hneykslaðist einhver, en trú-
lega höfðu flestir bara gaman af. Sjálf-
ur sagði Flosi mér löngu síðar að hann
hefði ekki átt minni þátt í þessari per-
sónusköpun en höfundur leikritsins –
og mér dettur ekki í hug að rengja það;
samspil gáfaðra og næmra leikara við
höfunda er oft miklu nánara og marg-
brotnara en þeir sem standa fyrir utan
gera sér grein fyrir.
Það fór víst talsvert fyrir Flosa á
þessum árum, hann var ein af þeim
ungu listaspírum sem settu svip á bæ-
inn og ætluðu sér stóra hluti; það gera
ungar listaspírur alltaf. Hann setti upp
leiksýningar í skemmtihúsum bæj-
arins, meðal annars stýrði hann lítilli
revíu eftir Jökul Jakobsson, sem skáld-
ið vildi ekki kannast við undir eigin
nafni; einhvern tímann þegar ég var
að grúska í Jökli hringdi ég í Flosa, og
mikið rétt, hann reyndist luma á hand-
riti að þessum gleymda ópusi, og stóð
ekki á því að láta mér það í té. Ég ef-
ast ekki um að hann var tilþrifamikill í
hlutverki bóhemsins, Flosi sýndi tilþrif
í öllu sem hann tók sér fyrir hendur,
sjálfur kynntist ég honum ekki í þeim
ham, en hef heyrt aðra segja frá því. Um
alllangt skeið blótaði hann Bakkus full
ótæpilega; ég skal ekki segja hvort það
átti sinn þátt í því að ekki rættist betur
úr honum sem leikara á sviði Þjóðleik-
hússins sem annars var vinnustaður
hans í fjörutíu ár. Það væri sannarlega
of djúpt í árinni tekið, jafnvel í minn-
ingargrein, að segja að hann hafi orðið
nokkur stjarna á sviði þess. Má vera að
hann hafi verið fremur einhæfur leik-
ari að upplagi, ég skal ekkert segja um
það heldur; forystumönnum íslenskra
leikhúsa hefur löngum verið missýnt
um að nýta krafta leikenda sinna; sum-
ir hafa verið ofnýttir, aðrir vannýttir,
enn aðrir illa nýttir. Flosi sagði stund-
um söguna af því, þegar hann gekk á
fund Guðlaugs Rósinkranz, þjóðleik-
hússtjóra, og fór fram á kauphækk-
un – og nú ætla ég að fara í tölvupóst-
inn og láta söguna fljóta hér með eins
og Flosi sagði mér hana í einu þeirra
skeyta sem stundum gengu á milli okk-
ar: „Guðlaugur sagði að ég þyrfti öngva
kauphækkun því bæði ynni Lilja úti og
svo væri ég alveg ómögulegur leikari.
„Af hverju rekurðu mig þá ekki, ef ég er
ómögulegur leikari?“ Þá svaraði Guð-
laugur: „Ég má ekki missa þig, því þú
ert svo góð týpa.“ En rétt er að bæta því
við þessa frásögn, þeim til glöggvun-
ar sem hafa ekki skýra mynd af fyrsta
þjóðleikhússtjóra Íslendinga, að hann
var meðal annars þekktur fyrir tilsvör
og athugasemdir sem þóttu sumar all-
sérkennilegar, að ekki sé sagt barna-
legar, og yfirleitt nutu sín – og njóta sín
– best í munni þeirra sem gátu svolít-
ið hermt eftir honum. Reyndar minn-
ir sagan einnig á hversu fast Guðlaugur
hélt utan um fjármál leikhússins sem
veitti sjálfsagt ekki af.
Greindur, áhugasamur, næmur ...
Best gæti ég trúað því, að Ríkisútvarp-
ið hafi verið sá vinnustaður sem Flosa
varð kærastur á lífsleiðinni. Hann lék
þar oft og stýrði á fyrri árum mörg-
um leikritum, tíðast framhaldsleik-
ritum. Í útvarpið mættu allir fremstu
leikarar þjóðarinnar og þar réð ríkj-
um sá meistari, sem Flosi, líkt og fleiri,
taldi afbragð annarra í sinni stétt, Þor-
steinn Ö. Stephensen. Þorsteinn var
fyrsti leiklistarstjóri Útvarps og gegndi
því starfi í röskan aldarfjórðung; há-
menntaður maður, skarpgreindur og
mikill húmanisti, líkt og vinur hans
Lárus Pálsson sem Flosi mat að sjálf-
sögðu einnig mikils. Það hlýtur að hafa
verið hreinn háskóli fyrir unga og gáf-
aða leikhúsmenn að fá að samneyta
slíkum yfirburðamönnum sem þeim
tveimur; ég fann vel á Flosa hversu
þakklátur hann var fyrir það, þó hann
segði það ef til vill ekki berum orðum.
Þorsteinn var róttækur vel og svo hafði
hann þennan makalaust vitsmuna-
lega og fágaða húmor, sem gat orðið
flugbeittur, ef hann vildi það við hafa;
hvorugt hygg ég hafi spillt fyrir í skipt-
um þeirra Flosa. Þorsteinn var ekki
alltaf auðveldur viðskiptis samstarfs-
mönnum sínum; stundum þurfti að
beita hann lagni og Flosi lærði það;
fáir verða langlífir og farsælir á braut-
um leiklistarinnar ef þeir temja sér ekki
nokkra leikni í mannlegum samskipt-
um. Sjálfur kynntist ég Þorsteini það
vel á efri árum, að ég tel mig skilja hvað
hann fyrir sitt leyti kunni að meta hjá
unga manninum, þá sjálfur kominn
á miðjan aldur: greind hans, áhuga,
hugmyndaflug og næmleik, skopskyn-
ið og ólgandi lífsfjörið. Um 1960 fór
Flosi til Bretlands og lærði vinnubrögð
við útvarps- og sjónvarpsleik hjá BBC;
það sýnir hug hans til miðilsins og
löngun til starfa á þeim vettvangi. Má
vera að það hafi orðið honum nokk-
ur vonbrigði þegar hann var ekki ráð-
inn leiklistarstjóri stofnunarinnar árið
1982 og miklu yngri maður tekinn fram
yfir hann; eitt er þó víst, hann lét þann
yngri aldrei finna fyrir neinu slíku þeg-
ar leiðir þeirra lágu saman.
Síðustu daga höfum við heyrt ýmsa
af stórkómíkerum okkar stíga á stokk
og vitna um ágæti Flosa, hvílíkur gleði-
gjafi hann hafi verið okkur, ekki síst á
þeim árum er hann hélt uppi áramóta-
skaupum Sjónvarpsins og gerði þau
raunar að stofnun í þjóðlífinu. Ómar
Ragnarsson gerði ágæta grein fyrir
þeim þætti í ferli Flosa á bloggi sínu á
dögunum; ég hvet menn til að fara inn
á slóðina og lesa. Sjálfur var ég kom-
inn það til vits og ára, þegar Sjónvarpið
hóf göngu sína, að ég man vel hversu
hressilega hann sló þá í gegn; ég er
víst ekki einn um að finnast áramóta-
skaupin sjaldan hafa náð upp í þær
hæðir sem þá, þó hugsanlega villi ljómi
minninganna manni sýn. Sjónvarpið
sýndi nú á dögunum dálitla syrpu með
brotum úr þessum þáttum, ég geri mér
varla grein fyrir því hversu vel kómík-
in hefur elst í þeim, sjálfum fannst mér
Flosi alveg jafn fyndinn og fyrr, ekki
síst þegar hann hafði hana Sigríði Þor-
valdsdóttur á móti sér, þessa undur-
samlegu gamanleikkonu, eina þá allra
bestu sem við höfum nokkurn tímann
átt. Af hverju tóku þau ekki fleiri spretti
saman, hugsar maður, þegar maður
horfir á þau sprella í Örlagahárinu, óp-
eruparódíunni frægu; svona sviðspör
spretta sannarlega ekki upp á hverjum
degi, hún svo elegant og fáguð, hann
þetta svaðamenni, bæði jafn safarík og
óborganlega grallaraleg.
Meistari orðsins
Á síðari árum bar heldur minna á Flosa
en löngum fyrr, í sjónvarpinu tóku aðr-
ir við kyndlinum, hann var ekki lengur
reglubundinn gestur með pistlum sín-
um, sem við lásum okkur til sálubótar
í Þjóðviljanum heitnum árum saman.
Ég man að eitt sinn sendi hann mér
þar skeyti fyrir eitthvað sem honum
þótti víst asnalegt í krítík hjá mér, það
var um lélega frammistöðu íslenskra
leikara í sjónvarpi – ég er nokkuð viss
um að ég hafði á réttu að standa, þó að
orðalagið kunni að hafa verið eitthvað
klaufalegt. Flosi var hollur sinni stétt,
sumir af helstu framámönnum henn-
ar voru góðvinir hans, það má vera
að þetta kjaftfora ungmenni hafi pirr-
að hann eins og fleiri. Hann var full-
trúi kynslóðar sem mér fannst þá orð-
in löt og lúin, værukær og ástríðulaus
– án þess ég hafi endilega álitið Flosa
sérstaklega slæmt dæmi um það. En
ég man líka að hann var nógu örlátur
til að láta krítíkerinn vita, þegar honum
fannst vit í því sem hann var að segja;
krítíkerinn á litla minningu um það
af barnum í Þjóðleikhúskjallaranum,
minningu sem enn yljar honum um
hjartarætur. Krítíkerum getur nefni-
lega líka þótt gott að fá uppörvun, það
er að segja frá fólki sem þeir líta upp til
og virða sem fagmenn og listamenn;
það geymist, en hitt síður sem kemur
úr öðrum áttum.
Um það er óþarft að fjölyrða hví-
líkur meistari orðsins hann var, hvort
heldur sem var í lausu máli eða
bundnu; gömul þýðing hans á Söngva-
seiði, sem hljómar þessa dagana aftur
í sal Borgarleikhússins, er til vitnis um
það. Svona eftir á að hyggja finnst mér
skrýtið, og eiginlega, ef satt skal segja,
illskiljanlegt, að leikhúsin skyldu ekki
nýta sér betur hæfileika hans sem þýð-
anda. Kannski fannst þeim of mikil
fyrirhöfn að sækja hann upp í Borgar-
fjörð, eftir að hann var sestur þar að.
Einnig þaðan á ég ánægjulega leik-
húsminningu; það var þegar Flosi setti
upp sjálfan Galdra-Loft í Logalandi og
Borgfirðingar þyrptust í leikhúsið svo
uppselt var á allar sýningar. Eftir sýn-
inguna var kvöldkaffi hjá Flosa og Lilju
á þeirra hlýlega sveitaheimili – og best
að taka fram að ég skrifaði ekki um
leikinn.
Húmorinn leiðin að hjarta hans
Allt kostar sitt, það gerir húmorinn
einnig. Í huga þjóðarinnar, og ugg-
laust margra sem kynntust honum,
var Flosi fyrst og fremst hinn síkáti,
sífrjói grínisti, háðfuglinn sem ætíð
var tilbúinn að sjá hið spaugilega við
hlutina. En vitaskuld var það aðeins
ein hlið á margbrotnum manni. Hinir
mestu húmoristar eru oftast, kannski
alltaf, hneigðir til þunglyndis og dep-
urðar; sársauki, tregi og sorg eru sá
hljómbotn sem húmorinn þarf til að
verða djúpur og heillandi. Ég efa ekki
eitt andartak að þann hljómbotn átti
Flosi. Þær hliðar hans þekkti ég að
vísu ekki af eigin raun, en stundum –
raunar ekki sjaldan – brá því fyrir í bliki
augnanna sem sýndi mér að þær væru
þarna. Og ég er ekki viss um að hann
hafi að öllu leyti verið sáttur við feril
sinn, fundist hann hafa náð að ávaxta
til fullnustu það mikla pund sem hon-
um var gefið.
Ég hafði öllu meira samband við
Flosa hin síðari ár en á fyrri tíð. Oftast
tengdist það grúski mínu í leiklistar-
sögunni og starfi fyrir Leikminjasafn
Íslands; Flosi var í hópi þeirra leik-
húsmanna sem kunnu að meta það.
Ég hringdi alloft í hann, ef ég þurfti
að spyrjast fyrir um eitthvað, eða bara
rifja eitthvað upp, og kom þá sjaldnast
að tómum kofum. Síðast talaði ég við
hann nú síðla sumars, ég byrjaði á því
að spyrja um heilsu og almenna líðan,
og ekki stóð á svari: O, blessaður vertu,
þetta er engin líðan, ég er hjartveikur
og þunglyndur, get ekki lengur snúist
í kringum hestana ... og svo framvegis.
Mér leist um stund hreint ekki á þessa
stefnu í samtalinu, svo ég tók til bragðs
að svara svolítið í líkum anda og sagði:
Já, en hún Lilja er nú alltaf svo góð við
þig ... Já, hún Lilja, sagði Flosi og lyftist
allur, já það má nú segja ... og tók við
það gleði sína og var aftur orðinn sá
Flosi sem maður þekkti. Húmorinn
var leiðin að hjarta hans; hún var fær
til loka.
Hann var einn af meisturum ís-
lenskrar kómedíu, íslenskrar satíru,
rótfastur í íslenskri jörð. Nú er hann
orðinn partur af þeirri sögu sem okk-
ur ber að varðveita og halda í heiðri,
ef við ætlum að halda áfram að vera til
sem sérstök þjóð.
kvaddur
Flosi Ólafsson, leikari, leikstjóri, rithöfund-
ur og þýðandi, lést síðastliðinn laugardag.
Jón Viðar Jónsson, leiklistarfræðingur
og gagnrýnandi, minnist hér Flosa.
flosi
Flosi Ólafsson, 1929-2009
„Húmorinn var leiðin að hjarta
hans; hún var fær til loka.“
MYND SiGtrYGGur Ari