Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 44
Sápugerðarkonan Leonarda Cianciulli fæddist í Montella di
Avellino á Ítalíu árið 1893. Hún varð þekkt sem „Sápugerðarkonan frá Corregio“
því hún breytti fórnarlömbum sínum í sápu.
Bernska Leonördu var erfið og hamingjusnauð. Hún var afleiðing nauðgunar
og naut þar af leiðandi lítillar ástúðar af hálfu móður sinnar.
Sagan segir að sígaunakona hafi spáð fyrir Leonördu og séð fyrir hryllileg örlög
henni til handa. Að vissu leyti gekk sá spádómur eftir.
Lesið um Sápugerðarkonuna í næsta helgarblaði DV.
Veiddi Vændiskonur eins og dýr
Robert Hansen var mikill áhugamaður um veiðar og hafði getið sér gott orð vegna þeirrar iðju. En Hansen
gekk ekki heill til skógar andlega og brátt fór ánægja af hefðbundnum veiðum að dvína. Hansen brá þá á
það ráð að leita sér fanga á meðal vændiskvenna í vafasömu hverfi í Anchorage. Vændiskonurnar urðu
bráðin og hann veiðimaðurinn.
Á árunum 1971 til 1983 leitaði Ro-
bert Hansen bráða sinna á vafasöm-
um stöðum í Anchorage í Alaska. Á
þeim tíma var í bænum að finna afar
gróft glæpahverfi sem var stjórnað
að mestu leyti af glæpaforingjanum
Frank Colacurcio frá Seattle. Hverfið
var opið og þar viðgekkst nánast allt
sem nöfnum tjáir að nefna.
Ungar konur voru lokkaðar und-
ir formerkjum mikilla tekna til að
dansa í klúbbum sem báru nöfn á
borð við Wild Cherry, Arctic Fox,
Booby Trap og Great Alaskan Bush
Company. Á milli klúbbanna var að
finna gægjustaði og sölubása sem
höfðu á boðstólum barnaklám af
verstu gerð og ofbeldi og rán voru
vel þekkt fyrirbæri.
Eltar eins og skepnur
Vitað er með vissu að Robert Hansen
myrti sautján ungar konur, en lík að-
eins tólf þeirra hafa fundist. Ekki var
talið útilokað að Hansen hefði allt að
37 mannslíf á samviskunni og ekki
fráleitt að ætla að hann hafi verið
með verstu morðingjum landsins.
Auk morðanna viðurkenndi
Hansen að hafa nauðgað um þrjátíu
konum en það sem gerði málið ein-
stakt var aðferð Roberts Hansen því
hann flaug með fjölda fórnarlamba
sinna út í óbyggðir, sleppti þeim og
hundelti síðan eins og skepnur.
Áður en lengra er haldið er vert
að skoða aðeins uppruna Roberts
Hansen, sem flestir lýstu sem „góð-
um gæja“.
Robert Christian Hansen fæddist
1939 í Iowa, sonur danskra innflytj-
enda. Hansen bjó við strangt upp-
eldi og langan vinnudag í bakaríi
föður síns. Robert fyrirvarð sig vegna
þess að andlit hans var alsett gelgju-
bólum og varð einfari. Þrátt fyrir að
vera örvhentur var hann neyddur
til að nota hægri hönd sem leiddi
til mikillar streitu og jók á stam sem
hann glímdi við.
Fangelsi og flutningur
Árið 1960 komu í ljós fyrstu einkenn-
in sem bentu til þess að Hansen ætti
við siðblindu að stríða. Í hefndar-
skyni vegna meintrar illgirni íbúa
Pocahontas í Iowa ákvað hann að
brenna til grunna bílskúr þar sem
geymd var skólarútan. Hansen
neyddi 16 ára starfsmann bakarísins
til að aðstoða sig. Starfsmanninum
leið illa eftir á og gaf sig fram við lög-
reglu og í kjölfarið var Robert Han-
sen handtekinn. Hansen var dæmd-
ur til þriggja ára fangelsisvistar og
eiginkona hans til sex mánaða skildi
við hann.
Hansen afplánaði tuttugu mán-
uði, kvæntist aftur og árið 1967
komst hann að þeirri niðurstöðu
að tími væri kominn til að yfirgefa
æskuslóðirnar og flutti til Anchorage
í Alaska þar sem hann hugðist hefja
nýtt líf.
Hæfileikaríkur veiðimaður
Í fjalllendinu í grennd við Anchorage
ræktaði Hansen með sér hæfileik-
ann til veiða og þess var ekki langt
að bíða að hann gæti sér orðs sem
góður skotveiðimaður. En 1971 upp-
götvaði Hansen að annars konar
veiðar veittu honum meiri fullnægju
og nærtækast var að leita bráðar í
glæpahverfi Anchorage.
Í þeirri veröld gat Hansen fund-
ið öll þau fórnarlömb sem hann
kærði sig um; fyrir 300 dali sam-
þykktu konur að fara með honum
hvert sem verða vildi. Leiða má lík-
ur að því að konum hafi ekki staðið
ógn af honum og sagði ein kona sem
hann nauðgaði að hann hefði litið
út eins og „fullkominn auli“. En um
leið og fórnarlömbin voru kominn í
trukkinn hans kom siðblinda Hans-
en í ljós.
Eftir því sem árin liðu fjölgaði
fórnarlömbum hans og hvað nauð-
ganirnar varðaði þá voru orð hans
tekin trúanlegri en einhverrar vænd-
iskonu, jafnvel þó að borin væru ör-
ugg kennsl á hann.
Eins árs hlé frá morðum
Árið 1977 misnotuðu yfirvöld tæki-
færi sem hefði fjarlægt Hansen úr
samfélaginu. Hansen hafði stolið
keðjusög og þrátt fyrir að yfirvöld
hefðu aðgang að skýrslum þar sem
geðröskun hans var tíunduð af-
plánaði Hansen einungis eitt ár af
þeim fimm sem hann var dæmdur
til. Honum var gert að taka lithium
til að hamla geðsveiflunum, en því
var aldrei framfylgt. Aðeins örfáum
vikum eftir að Hansen var sleppt úr
fangelsi framdi hann morð.
Á sama tíma og fórnarlömbun-
um fjölgaði naut Hansen æ meiri
virðingar. Í janúar árið 1981 opnaði
hann bakarí og notaði hann 13.000
dali til að koma því á fót, peningum
sem hann hafði haft út úr trygginga-
félagi með því að sviðsetja innbrot á
heimili sínu.
Flogið með fórnarlömbin
Ári síðar keypti Hansen Piper Super
Cub-flugvél sem brátt varð, þrátt fyr-
ir að hann hefði ekki flugréttindi, eitt
helsta verkfæri hans við veiðarnar
og morðin.
Hansen komst upp á lag með
að ógna fórnarlömbum sínum með
byssu, fjötra þau, henda um borð
í flugvélina og fljúga eitthvað út í
buskann. Hvað gerðist á áfangastað
er erfitt að fjölyrða um, en hann kom
ætíð án farþega til baka.
Líkt og algengt er hjá raðmorð-
ingjum gætti mikillar nákvæmni
hjá Hansen og hann merkti inn
á flugkort marga þeirra staða þar
sem hann hafði losað sig við fórnar-
lömb sín. Uppáhaldsstaðurinn var í
grennd við Knik-á þar sem hann gat
lent á sandbakka án verulegra vand-
ræða.
Ein bráð sleppur
Vissulega fór ekki fram hjá lögregl-
unni að konur virtust hverfa unn-
vörpum, en lögreglan var ekki tilbú-
in til að viðurkenna þann möguleika
að raðmorðingi væri þar að verki
og að auki var í öllum tilfellum um
vændiskonur og súludansara að
ræða. En 1980 fór að birtast mynstur
eftir að lík fjögurra horfinna kvenna
fundust, en lítið var um haldbær-
ar vísbendingar til að byggja rann-
sóknina á.
Þrátt fyrir að lögreglan hefði um
skeið haft augastað á Robert Hans-
en rakst hún á vegg þegar hún lagði
fram beiðni til saksóknara um hús-
leit á heimili Hansen.
En í september 1983 hljóp á snær-
ið hjá lögreglunni í Anchorage þegar
kona ein sem Hansen hafði nauðgað
samþykkti að bera vitni gegn hon-
um. Um var að ræða vændiskonuna
Cindy Paulson sem hafði sloppið við
illan leik frá grimmilegum örlögum.
Að kvöldi 13. júní 1983 ók vörubíl-
stjóri fram á unga konu sem greini-
lega var skelfingu lostin, í rifnum föt-
um og veifaði höndunum sem biluð
væri. Um annan úlnlið konunnar
dingluðu handjárn.
Frásögn Cindy Paulson
Konan, Cindy Paulson, bað bílstjór-
ann að aka henni til Big Timber-
mótelsins, sem hann gerði. Þangað
komin fékk hún að hringja í dólg-
inn sinn og fór síðan út fyrir og beið
komu hans. Bílstjórinn fór hins veg-
ar beint á lögreglustöð og sagði sínar
farir ekki sléttar.
Lögreglan beið ekki boðanna og
fór á Big Timber-mótelið þar sem
Cindy beið enn eftir dólgnum.
Eftir að hafa losað af henni hand-
járnin sagði hún honum ótrúlega
sögu: Rauðhærður maður hafði gef-
ið sig að henni á götu úti og boðið
henni 200 dali fyrir munnmök. Hún
hafði samþykkt tilboðið en í miðju
kafi smellti maðurinn handjárnum
á hana og beindi að henni byssu.
Cindy var sagt að hún yrði ekki drep-
in léti hún að vilja mannsins. Síð-
an var ekið á heimili hans þar sem
maðurinn nauðgaði Cindy á hrotta-
legan hátt og beitti hana kynferðis-
legu ofbeldi öðru.
Lagt í flugferð
Eftir stutta hvíld sagði maðurinn að
hann ætlaði að fljúga með hana í
fjallakofa hans uppi í fjöllunum og
að hann myndi sleppa henni ef hún
yrði samvinnuþýð. Þegar þau komu
á flugvöllinn losaði maðurinn hand-
járnin af öðrum úlnlið Cindy og
hrinti henni inn í flugvélina og fór
svo að taka til einhverjar nauðsynj-
ar.
Cindy velktist ekki í vafa um að lífi
hennar lyki um leið og í fjallakofann
væri komið en samstundis og mað-
urinn snéri við henni baki, rauk hún
út úr vélinni og hljóp eins og hún
ætti lífið að leysa, sem var raunin.
Að sögn Cindy elti maðurinn
hana en hætti eftirförinni þegar
henni tókst að veifa til vörubílstjór-
ans.
Á lögreglustöðinni bar Cindy
kennsl á Robert Hansen á mynd sem
lögreglan hafði í fórum sínum.
„Verðlaunagripir“ í kjallaranum
Robert Hansen neitaði öllum ásök-
unum og var, merkilegt nokk, ekki
álitinn líklegur sökudólgur í upp-
hafi.
Engu að síður var á endanum
fengin húsleitarheimild og þann
27. október, 1983, fundust í kjallara
heimilis Hansen „verðlaunargrip-
ir“ sem báru vitni þeim morðum og
ódæðum sem hann hafði framið. Á
meðal þess sem lögreglan fann voru
skartgripir sem höfðu verið í eigu
fórnarlamba hans, blaðaúrklippur
þar sem fjallað var um morðin og
horfnu konurnar og heilmikið úrval
skotvopna.
Robert Hansen var ákærður fyr-
ir árásir, mannrán, vopnalagabrot,
þjófnað og tryggingasvik. Þegar síð-
ar kom í ljós að kúlur sem fundust í á
vettvangi nokkurra morða pössuðu
við byssur í eigu Hansen fór hann
fram á samning við ákæruvaldið.
Hansen vísaði lögreglu á sautján
grafir þar af margar sem lögreglunni
var ókunnugt um og tókst að koma
líkamsleifum ellefu fórnarlamba í
hendur ættingja. Hansen var dæmd-
ur til 461 árs í fangelsi og dvelur enn
á bak við lás og slá.
UMSjón: koLBeinn þorSteinSSon, kolbeinn@dv.is
44 föStudagur 30. október 2009 Sakamál
En 1971 uppgötv-
aði Hansen að ann-
ars konar veiðar
veittu honum meiri
fullnægju og nær-
tækast var að leita
bráðar í glæpahverfi
Anchorage.
Hæfileikaríkur veiðimaður
robert Hansen fékk áhuga á
nýrri bráð.
Úr bandarísku gulu pressunni
Hugsanlega mynd af Hansen með
lögreglu á vettvangi eins morðsins.