Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 30. október 2009 lífsstíll
Cindy Crawford gæti ekki verið módel í dag
Cindy Crawford segist vera hætt að ganga eftir tískusýningarpall-
inum. Hún segir jafnframt að hún yrði þunglynd ef hún miðaði
sjálfa sig við tvítugar fyrirsætur dagsins í dag. Stór brjóst, venjuleg
læri og tónaðir upphandleggir myndu aldrei gera hana að ofur-
fyrirsætu í dag. Hún segist vera með of heilbrigt útlit til þess. Hún
er sérlega sátt við sjálfa sig á fertugsaldri og þekkir styrkleika sína,
fyrir utan útlitið.
UmSjón: Helga kriStjánSdóttir
Spaugileg
undirföt í H&M
Frumlegi fatahönnuðurinn
Sonia Rykiel hannaði nýlega
undirfatalínu fyrir H&M.
Nærfatnaðurinn er gegnsær
með útstæðum blómum á rassi
og brjóstum. Meikar kannski
sens þar sem undirfatnaður er
sýnilega í tískunni í dag, en ætli
nærbuxnalínur séu einnig að
verða kúl?
KiM KardaSHian
dæMir Hjá
tyru BanKS
Kim Kardashian er nýjasta D-
lista stjarnan til þess að setjast í
dómarasæti í nýju America´s
Next Top Model petit-seríunni.
Þar sem Kim hefur álíka mikla
fyrirsætureynslu og keppend-
urnir er ólíklegt að hægt sé að
taka mikið mark á ungfrú Tyru
Banks og co.
Stella
Mccartney
Hannar fyrir
BaBy gap
Stella McCartney hefur hannað
barnafatnað fyrir Gap-verslana-
keðjuna. Mjög svo tískulegan og
smart barnafatnað, meira að
segja, og án efa bíða margar
mömmur spenntar eftir að
komast í verslanir og sjoppa á
krílin.
Andlit þeirra höfum við flest séð í auglýsingum og á forsíðum stærstu tímaritanna í
gegnum árin. Skoðum hvaða fyrirsætur náðu á toppinn og með einstakri fegurð heill-
uðu heimsbyggðina.
fyrirSætur
aldarinnar
Dorian Leigh
Landaði fyrirsætusamningi hjá
Ford-fyrirsætuskrifstofunni þar sem
Eileen Ford stjórnaði með harðri
hendi. Komst á forsíðu Bazaar 27 ára
gömul en laug þó að ritstjóranum að
hún væri einungis 19 ára. Þekkt fyrir
einstaka kvenlega fegurð og gifti sig
fimm sinnum.
Lisa Fonssagrives
Var andlit fimmta og sjötta áratugar-
ins og gift einum stærsta ljósmynd-
ara samtímans, Irving Penn. Hún
kallaði sjálfa sig „ágætis herðatré“.
Suzy Parker
Var fyrsta fyrirsætan til þess að fá
greitt meira en 100 dali á klukkutím-
ann. Suzy var andlit glamúrímyndar
Bandaríkjanna eftir stríð og talið er
að hún hafi verið innblástur persónu
Audrey Hepburn í myndinni Funny
Face frá árinu 1957.
Jean Shrimpton
Var jafnan kölluð The Shrimp, eða
rækjan, og var í miklu uppáhaldi hjá
stjörnuljósmyndaranum Richard Av-
edon.
Twiggy
Er ein frægasta fyrirsæta allra tíma.
Stutt hárið, stór augu og grannir út-
limir gerðu Twiggy að stjörnu sjö-
unda áratugarins.
Veruschka
Þýska fyrirsætan Veruschka var yfir
einn og áttatíu á hæð og naut kropp-
urinn sín vel á myndum þar sem hún
sat gjarna nakin fyrir á exótískum
stöðum.
Marisa Berenson
Er barnabarn Elsu Schiaparelli og
Yves Saint Laurent kallaði hana
stelpu áttunda áratugarins.
Lauren Hutton
Var fyrsta fyrirsætan til að skrifa und-
ir einkasamning við snyrtivörufyrir-
tæki en hún var andlit snyrtivöruris-
ans Revlon árið 1973.
Jerry Hall
Kemur frá Texas og var uppgötvuð
á ströndinni í Saint-Tropez. Hún er
móðir fjögurra barna Micks Jagger.
Patti Hansen
Patti var vinsæl fyrirsæta á áttunda
og níunda áratugnum og með Keith
Richards á hún þær Alexöndru og
Theodoru Richards.
Iman
Er ein af fyrstu þeldökku ofurfyrir-
sætunum og braut niður marga kyn-
þáttamúra í bransanum. Gift Dav-
id Bowie til margra ára og stofnaði
Iman Cosmetics snyrtivörufyrirtæk-
ið.
Paulina Porizkova
Kemur upprunalega frá Tékklandi
og hefur oft verið lýst sem hinu full-
komna andliti.
Cindy Crawford, Tatjana Patitz,
og Stephanie Seymour
Voru fullkomnar í hlutverki stelp-
unnar í næsta húsi og undirstrikuðu
minimalisma tíunda áratugarins vel.
Linda Evangelista
Lét hafa það eftir sér að hún færi
ekki fram úr rúminu fyrir minna en
10.000 dali á dag og er ein fyrirsætn-
anna í svokölluðu þríeyki tíunda ára-
tugarins, ásamt Naomi Campbell og
Christy Turlington.
Kate Moss
Er eins konar anti-súpermódel og
breytti ímynd fyrirsætunnar til fram-
tíðar.
Gisele Bündchen
Hefur verið ein vinsælasta og launa-
hæsta fyrirsætan frá aldamótum til
dagsins í dag og nafn hennar þekkja
allir. Útlit Gisele var ólíkt því sem var
í tísku þegar hún kom fyrst fram á
sjónarsviðið en nef hennar þótti of
stórt og línur hennar of áberandi.
Natalia Vodianova
Rússnesk fyrirsæta sem kom úr fá-
tækt og vann sig upp á toppinn. Nat-
alia er þriggja barna móðir.
Daria Werbowy
Þessi kanadíska fegurðardís hefur
unnið fyrir flestöll stærstu nöfnin í
bransanum og hana þekkja margir af
kattarlegu augnaráði hennar.
Dorian Leigh laug til um aldur og
komst á forsíðu Bazaar.
Jean Schrimpton andlit fimmta
áratugarins.
Twiggy er þekkt fyrir stór bambaaugu
og grannan vöxt.
Lauren Hutton er þekkt fyrir skarðið á
milli tannanna og var andlit revlon.
Paulina Porizkova Hefur löngum þótt
eitt fallegasta andlit fyrirsætubransans.
Daria Werbowy Hefur verið fyrirsæta
fyrir Chanel, Prada og gucci svo fátt eitt
sé nefnt.
Iman Braut
niður marga
kynþátta-
múra.