Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Síða 50
GPS staðsetningar- og leiðsögutækni
nýtur sífellt meiri vinsælda um heim
allan. Hálfgerð bylting er að eiga sér
stað í þessum geira því farsímar eru
að taka við sem leiðsögutæki, sem
kannski er ekki að undra, enginn
hefur áhuga á að dröslast með mörg
tæki og tól ef allt kemst fyrir í sím-
anum þínum. Garmin, Navigon og
TomTom, stóru fyrirtækin sem eru
leiðandi í framleiðslu á vél- og hug-
búnaði fyrir GPS-tæki, hafa brugðist
við með mismunandi hætti, þannig
setti TomTom á markað hug- og
vélbúnað sérstaklega fyrir iPhone-
símann frá Apple og Garmin kom
með Nuvifone, sambyggðan síma
og GPS-tæki sem hlaut vægast sagt
slæmar viðtökur almennings.
Snjallsímar
Snjallsímar (Smartphones) eru
framtíðin í leiðsögutækni. Fyrir utan
hið hefðbundna hlutverk að sinna
símtölum og skilaboðum eru snjall-
símar í raun litlar tölvur sem hægt
er að keyra á margvíslegan hugbún-
að og hægt er að innsetja ný forrit
eða jafnvel nýtt stýrikerfi. Algenga
snjallsíma þekkjum við undir nöfn-
um eins og iPhone, Blackberry og
HTC en öll símafyrirtækin framleiða
snjallsíma í ýmsum útgáfum.
Enn og aftur Google
Google-fyrirtækið sækir nú inn á þenn-
an markað með sama takmarki og fyrr,
að bjóða upp á fría og góða þjónustu
og ná þannig með tíð og tíma verulegri
markaðshlutdeild sem skilar síðan
ótrúlegum hagnaði þegar auglýsing-
ar eru tengdar fríþjónustunni. Google
hefur náð töluverðum árangri með
Android, fríu stýrikerfi fyrir snjallsíma
sem farsímaframleiðendur hafa nýtt
sér í auknum mæli. Nýjasta útspil fyr-
irtækisins er samvinna við Motorola-
fyrirtækið en eftir viku verður settur
á markað nýr snjallsími frá Motorola,
Droid. Droid keyrir á útgáfu 2.0 fyrir
Android og býr yfir áhugaverðri nýj-
ung Google-fyrirtækisins sem er frí
staðsetningar- og leiðsögutækni, um-
ferðarfréttir í beinni og raddskipan-
ir frá bílstjóra. Þannig getur bílstjór-
inn einfaldlega sagt upphátt eitthvert
heimilisfang og hugbúnaðurinn sér
um að reikna út hagstæðustu leið að
takmarkinu.
Fyrst um sinn verður tæknin að-
eins í boði í Bandaríkjum en Google
hefur fullan hug á að bjóða öllum að-
gang að tækninni, jafnvel þótt síminn
sé ekki keyrður á Android-stýrikerfinu
líkt og iPhone frá Apple. palli@dv.is
Hvernig virkar
leiðsögutæknin?
GPS eða Global Positioning System var
upphaflega hugsað vegna þeirra mögu-
leika sem það skapaði í stríðsrekstri og
varnarmálum. Bandaríska varnarmála-
ráðuneytið kom á sínum tíma 24 gervi-
tunglum á braut um jörðu vegna verk-
efnisins og viðheldur þeim enn þann
dag í dag. Kerfið byggist á því að þrjú
tunglanna að lágmarki séu ætíð inn-
an sjóndeildarhrings og geti þannig
mælt vegalengd frá þremur mismun-
andi punktum til notandans. Upplýs-
ingarnar eru síðan sendar í GPS-tæki
notandans. Þetta er svokölluð þríhyrn-
ingsprófun (triangulation) sem gef-
ur niðurstöðu um staðsetningu sem er
ótrúlega nákvæm. Hugbúnaður GPS-
tækisins tekur nú við upplýsingunum
og notar þau kort sem innbyggð eru í gagnagrunn þess til að sýna not-
andanum hvar hann er staddur. Í öllum hugbúnaði er síðan að finna fasta
punkta, hvort sem það er innan þéttbýlis eða óbyggða, sem gera kleift að
leiðbeina notandanum að áfangastað sínum.
geimskip knúið kjarnorku Rússar tilkynntu í vikunni hugmyndir
að áætlun um kjarnorkuknúið geimskip. Gert er ráð fyrir að grunnhönnun fyrir
geimskipið geti verið tilbúin árið 2012 og það taki síðan um níu ár að byggja
það. Kostnaðurinn er hinsvegar gífurlegur og ekki er enn búið að eyrnamerkja
það fé sem þarf til úr ríkiskassanum. Talið er að um 17 milljarða rúbla þurfi til
smíðinnar og er þá annar kostnaður við áætlunina undanskilinn. Líklegt þykir
að geimskipið verði sett saman á sporbaug um jörðu og komi aldrei til með að
lenda á jörðinni vegna geislunarhættu.
ubuntu 9.10
á markað í gær
Windows 7 er ekki eina stýrikerfið
sem kemur á markað þessa dagana.
Ubuntu 9.10, frítt stýrikerfi sem
byggt er á Linux, kom á markað í
gær. Stýrikerfið þykir sérstaklega
aðlaðandi kostur fyrir fistölvur, eldri
fartölvur og netþjóna. Markaðshlut-
deild Ubuntu-stýrikerfisins er
nokkuð á huldu því komið hafa fram
tölur allt frá einu prósenti upp í tólf.
Vert er að geta þess að í Ubuntu er
hægt að velja íslensku sem
grunnmál í viðmóti kerfisins. Kerfið
má sækja innanlands á vefsíðunni
http://ftp.rhnet.is/ubuntu/releases/
skástrikin óþörf
segir berners-lee
Sir Tim Berners-Lee, sem oft er
nefndur skapari internetsins,
upplýsti í viðtali á dögunum að
skástrikin tvö í http://www. sem
finna má í öllum vefslóðum séu
öldungis óþörf og ef hann gæti
snúið aftur í tíma myndi hann sleppa
því að hafa þau við ritun vefslóðar.
Þess má geta að í flestum vöfrum er
nóg að slá inn seinni hluta vefslóðar-
innar sem byrjar á www. Vafrinn sér
síðan sjálfkrafa um að fylla inn
upphafið eða http://
UMSjón: páLL SVanSSon, palli@dv.is
50 föstudagur 30. október 2009 Helgarblað
Ör þróun á sér stað í heimi staðsetningar- og leiðsögutækninnar þessa dagana. Tilkoma
snjallsíma með innbyggðu GPS opnar markaðinn fyrir ný hugbúnaðarfyrirtæki og
Google er þar fremst í flokki.
leiðsögutæknin
flyst í farsímana
iPhone TomTom framleiðir sérstakan
leiðsöguhugbúnað fyrir iphone og
vöggu sem hægt er að smella símanum
í þegar sest er undir stýri.
Droid frá Motorola nýi síminn frá
Motorola keyrir á android og skartar
splunkunýju leiðsögukerfi frá Google.
Talaðu við Droid Hægt er að gefa
símanum raddskipanir um áfangastað.
ný fjarstýring
og mús frá apple
apple hefur uppfært gömlu
fjarstýringuna sem fyrst fór að koma
með appletölvum árið 2005. nýja
fjarstýringin er úr áli í stað plasts, er
lengri og straumlínulagaðri og
einnig hefur hnöppum verið raðað á
nýja vegu. Hin nýja mús frá apple,
Magic Mouse, hefur enga sjáanlega
hnappa heldur er músin sjálf einn
hnappur og er stýrt með mismun-
andi handarhreyfingum. Músin er
þráðlaus og tengist með Blátannar-
tækni. Músin er samhæfð við
Leopard og Snow Leopard, tvö
nýjustu stýrikerfin frá apple.