Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Page 8
8 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir Kanadíska rannsóknarblaðamanninum Julian Sher finnst það ógnvænleg þróun ef MC Iceland fær fulla aðild að Hells Angels innan árs. Hann segir það þýða meiri fíkniefni, ofbeldi og morð á götum Íslands. Hann líkir samtökunum við talíbana og Ku Klux Klan og brýnir fyrir foreldrum að fræða börnin sín um hætturnar sem fylgja Vítisenglum. Hann mælir með því að lögreglan komi útsendara sínum inn í Hells Angels. „BLÓÐ FYLGIR ALLTAF HELLS ANGELS“ „Það sem fólk á Íslandi verður að gera sér grein fyrir er að Hells Ang- els er alþjóðlegt veldi skipulagðra glæpa,“ segir kanadíski rannsókn- arblaðamaðurinn Julian Sher í samtali við DV. Hann hefur skrif- að tvær bækur og fjöldann allan af blaðagreinum um Hells Angels. Honum finnst mjög athyglisvert að MC Iceland, bifhjólaklúbburinn sem áður var þekktur sem Fáfnir, sé með stöðu prospect, eða vænt- anlegra félaga, í Hells Angels-sam- tökunum. Honum þykir það ógn- vænleg þróun að innan árs verði Hells Angels-útibú á Íslandi. „Þeir teygja anga sína í 25 lönd, eru allt- af að stækka og sífellt í leit að nýj- um svæðum. Fólk verður að hætta að lifa í blekkingu. Þetta eru bara glæpamenn á mótorhjólum,“ út- skýrir hann. Blóðslóð Hells Angels „Núna er þeim ógnað. Þeir eru að berjast um heimsyfirráð við stór gengi eins og Bandidos í gengja- stríðum í Evrópu. Þeim er ógnað og því er það skiljanlegt að þeir reyni að opna nýja vígstöð á Íslandi. Þeir sjá Íslandi sem frjósamt, nýtt svæði,“ segir Julian. Hann segir erf- itt að spá hvort aðrar stórar klíkur, eins og Bandidos og Outlaws, verði stofnaðar á Íslandi í kjölfar komu Hells Angels. Hann segir komu englanna þýða að aukið ofbeldi á götum Reykjavíkur sé óumflýjan- leg staðreynd. „Þegar Hells Angels var ógnað af Bandidos í Kanada var stríð sem kostaði meira en 150 manns lífið. Í Evrópu seint á tíunda áratugnum átti sér stað það sem kallað er stóra norræna stríðið. Þá var mikið of- beldi í Amsterdam og Kaupmanna- höfn og í kjölfarið fylgdu skotárásir og sprengjur á flugvöllum. En það er möguleiki að Bandidos og aðr- ir andstæðingar Hells Angels leyfi þeim að eiga Ísland í bili. Það að Hells Angels séu komnir til Íslands þýðir ekki að andstæðingar þeirra komi líka strax. Það þýðir samt að fyrr en síðar verður mikið ofbeldi á götum Íslands. Blóð fylgir alltaf Hells Angels.“ Lögreglan sofnaði á verðinum Julian segir meðlimi Hells Ang- els oft myrða sína eigin meðlimi, fíkniefnasala eða smærri gengi sem þeir heyja stríð við. Hann seg- ir Íslendinga þurfa að vera á varð- bergi og láta ekki blekkjast af róm- antísku ímyndinni sem Vítisenglar hafa náð að skapa sér. „Hells Angels er eina gengið sem hefur mjög góða fjölmiðla- fulltrúa og hefur náð að skapa sér ímynd þar sem allir meðlimirnir eru elskulegir áhugamenn um mót- orhjól. Í Evrópu nota þeir ímynd- ina um bandaríska kúrekann. Fólk í Evrópu hefur mjög goðsagna- kennda ímynd um Hollywood og Bandaríkin. Hvað þýða Bandarík- in fyrir Evrópubúa? Jú, þau þýða Bruce Springsteen, Obama og Hells Angels. Allt mjög amerískt,“ segir Julian. Hann segir lögregluna hafa sofnað á verðinum þegar Hells Angels byrjuðu að breiða anga sína út um heiminn. „Lögreglan, sérstaklega í Evr- ópu, hefur hunsað þá ógn sem staf- ar af Hells Angels og bara séð þá sem aumingja og smákrimma. Það gaf þeim greiða leið til að byggja upp glæpaveldi sitt. Þetta gerðist líka í Norður-Ameríku en það hef- ur breyst.“ Hægt að stoppa þá Julian hefur fylgst mikið með og skrifað um þróun Hells Angels í Kanada og Bandaríkjunum. Lög- reglan í þeim löndum hefur síð- ustu ár náð góðum árangri í að berjast gegn útbreiðslu englanna. Þó að langt sé í land er samt sem áður von til að hægt verði að stöðva samtökin fyrr en síðar. „Í Bandaríkjunum og Kanada eru starfrækt sérstök lögreglulið sem rannsaka aðeins mótorhjóla- gengi. Þeir hafa þróað með sér skiln- ing og þekkingu á þessum gengjum og náð að planta njósnurum með- al þeirra. Venjulegir lögreglumenn hafa ekki skilninginn og þekking- una sem þarf til að berjast við jafn- fáguð og háþróuð samtök og Hells Angels eru. Lögreglan byrjaði smátt og smátt að gera sér grein fyrir að það er bara ein leið til að berjast við englana. Það eru njósnir og ná að dulbúa lögreglumenn og gera þá að meðlimum samtakanna. Englarnir eru mjög leynilegir og vinna sam- kvæmt ströngum aga. Þetta er eina leiðin til að stoppa þá.“ Aðspurður hvort íslenska lög- reglan geti gert eitthvað á einu ári svo MC Iceland fái ekki fulla aðild að Hells Angels segir Julian það vel hægt. „Sérstaklega ef það er bara eitt útibú. Flestar rannsóknir taka mán- uði eða ár en ef einn eða tveir lög- reglumenn eru fengnir til að rann- saka aðeins Hells Angels og ekkert annað geta þeir komist í samband við kollega sína í útlöndum og skil- að góðum árangri. Hells Angels eru alþjóðleg samtök og þau deila upp- lýsingum um lögregluna og fíkni- efnaleiðir. Því ætti lögreglan ekki að deila upplýsingum um samtökin? Ef hún gerir það ekki verða meiri fíkniefni og meira ofbeldi á götum Íslands innan skamms.“ Bara glæpamenn DV sagði frá því á miðvikudaginn að MC Iceland væri nú þegar byrj- ið að leita að íslenskum ungmenn- um til að mynda stuðningsgrúppu við gengið eins og tíðkast í öðrum löndum. Þessi ungmenni eru síðan notuð til að vinna skítverkin, jafn- vel til að myrða andstæðinga sam- takanna. Julian segir þetta mikið áhættuefni og brýnir fyrir foreldr- um að upplýsa börnin sín um hvað Hells Angels-samtökin séu í raun. „Ef unglingurinn þinn laðast að Hells Angels áttu við stærri vanda- mál að stríða en bara Hells Angels. Foreldrar verða að fræða börnin sín. Ef unglingurinn þinn vill nota fíkniefni, slást og vera í gengi þá geturðu ekki mikið gert. Ef þig lang- ar til að vera glæpamaður gakktu þá í Hells Angels en þá verður þú að taka afleiðingunum. Hættan er að unglingar haldi að Hells Angels séu rómantísk samtök sem snúast bara um að keyra á mótorhjólum. Ef þig langar að skrá þig í herinn og fara til Afganistan þá er það í lagi ef þú gerir þér grein fyrir hættunum. Sama gildir um Hells Angels. Þetta eru bara glæpamenn.“ Julian hefur ekki aðeins skrif- að mikið um Hells Angels heldur einnig talíbana og Ku Klux Klan. Hann segir Vítisenglana ekki ósvip- aða þessum hópum. „Ég tek viðtal við meðlimi Hells Angels á faglegum grundvelli. Sumir vilja tala við mig en flestir ekki. Þeir hata blaðamenn og þeir hata mig en það er allt í lagi. Ég er stór strákur. Að taka viðtal við með- lim Hells Angels er eins og að taka viðtal við talíbana. Ég er ekki að reyna að styðja starfsemi talíbana heldur vinn ég mína vinnu faglega, spyr erfiðra spurninga og vona að ég sleppi lifandi,“ segir Julian. Hann hefur rökrætt við meðlimi samtakanna um starfsemi þeirra í útvarpsþáttum. Honum hefur sjálfum aldrei verið persónulega hótað en var næstum því búinn að missa góðan vin sinn eftir árás Vít- isengla. „Náinn vinur minn, þekktur glæpablaðamaður í Kanada, varð fyrir árás Hells Angels og var skotinn sex sinnum. Þeir reyndu að drepa hann en hann lifði af. Aðrir blaða- menn sem ég þekki hafa verið lamd- ir. Auðvitað reyna englarnir að ógna því þeir lifa á ógnun. Þess vegna þarf að standa uppi í hárinu á þeim. En ef þeir eru hræddir við lágvaxinn blaðamann með penna eins og mig eru þeir ekki ógnvænlegu ruddarnir sem þeir segjast vera.“ LiLJA KAtrín gunnArSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Við komuna Meðlimir í Fáfni MC taka á móti félögum sínum úr samtökum Vítisengla í Leifsstöð. Skotinn sex sinnum Hells Angels reyndu að myrða vin Julians en hann lifði af. „Náinn vinur minn, þekktur glæpa- blaðamaður í Kanada, varð fyrir árás Hells Angels og var skotinn sex sinnum. Þeir reyndu að drepa hann en hann lifði af.“ Skólastjórinn daniel Egmose missti næstum son sinn í gengjastríði Hells Angels og innflytjenda: Spiluðu rúllettu með líf sonarins „Ég valdi að stíga fram sem að- standandi eins af þeirra fjölmörgu fórnarlömbum þessa brjálaða gengjastríðs á götum Danmerkur. Ég vil hvetja aðra í sömu aðstöðu að stíga fram og mótmæla gengjaof- beldi í staðinn fyrir að fela sig vegna ótta við afleiðingarnar,“ segir skóla- stjórinn Daniel Egmose í samtali við Ekstrabladet. Sonur hans var skotinn fyrir utan kaffihúsið Våren í Amager-hverfinu í Kaupmanna- höfn 1. mars í ár. Sonur hans tengist hvorki Hells Angels né stuðnings- grúppu þeirra AK81 en var samt sem áður fórnarlamb í stríði gengj- anna gegn innflytjendum. Saklaust fórnarlamb „Sunnudaginn 1. mars var ráð- ist á son minn af tveimur glæpa- mönnum með grímur og hann skotinn tvisvar í lærið fyrir utan Våren. Glæpamennirnir spurðu hann hvort hann væri í AK81. Hann svaraði að hann væri bara aðdáandi Manchester United og væri að fagna sigri. Mennirnir töluðu um hvort þeir ættu að drepa hann en hann var heppinn miðað við hitt sak- lausa fórnarlambið þetta kvöld sem dó þegar annar maðurinn skaut villt og galið inn í kaffi- húsinu. Þetta kvöld endaði með því að sonur minn var á röngum stað á röngum tíma og varð enn eitt saklaust fórnarlamb í gengja- stríðinu,“ segir Daniel. Engin áfallahjálp Daniel er ekki ánægður með úr- vinnslu lögreglunnar á málinu. „Sonur minn var sendur á spít- ala og fór í aðgerð. Á mánudags- morgun var honum lofað áfalla- hjálp en fékk hana ekki fyrr en á laugardag. Það er ekki lögð áhersla á hvort þessi fórnarlömb fá hjálp- ina sem þau þurfa. Það vantar alla áfallahjálp,“ segir Daniel. „Það er ótrúlegt að saklaus maður var næstum því drepinn eða skadd- aður fyrir lífstíð vegna stríðs sem hann hefur ekkert að gera með. Ef ég get hindrað að aðrir liggi á mag- anum á meðan tveir geðsjúklingar spila rúllettu með líf þeirra hef ég náð miklum árangri.“ liljakatrin@dv.is Lætur í sér heyra Daniel lætur Hells Angels og AK81 ekki ógna sér heldur mótmælir gengja- stríðinu og ofbeldinu sem því fylgir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.