Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Blaðsíða 4
4 mánudagur 9. nóvember 2009 fréttir Gestir Heilsugæslunnar í Grafarvogi kvarta yfir málverki sem sýnir karlkynskynfæri á biðstofu sjúklinga. Verkið er gagnrýnt þar sem það gæti sært blygðunarkennd gesta eða vakið óæskilegar tilfinningar, einkum hjá yngstu gestum heilsugæslunnar. „Ég yrði ekki hrifin af því að sitja með mín börn þarna, þetta myndi koma við mig,“ segir Björk Einisdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla. Á biðstofu heilsugæslustöðv- ar Grafarvogs hangir stórt málverk sem sýnir nakta líkama tveggja karl- manna, einhvers konar púka, þar sem bakhlið annars þeirra og fram- hlið hins eru sýndar. DV veit til þess að heilsugæslugestum hefur brugð- ið vegna myndbirtingar á kynfærum púkans þar sem algengt sé að börn sitji á biðstofunni. Björk tekur undir gagnrýnina og telur að nekt af þessu tagi væri aðeins réttlætanleg und- ir formerkjum fræðslu. „Mér finnst þetta spurning og einkennilegt að sýna þetta. Ég sé ekki tilgang með því að hafa þetta verk til sýnis, ég skil það eiginlega ekki,“ segir hún. Ekki fyrir börn Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefna- stjóri hjá Barnaheill, undrast einnig verkið og telur mikilvægt að vernda börn gegn óviðurkvæmilegu efni. „Börn eiga rétt á vernd gagnvart öllu efni sem getur misboðið þeim eða skaðað þau á einhvern hátt. Tján- ingarfrelsi listarinnar er ansi vítt en stangast þarna á við vernd barna. Svona myndskreyting væri til dæmis ekki sett inn í barnabækur eða ann- að efni sem ætlað er börnum. Það væri aldrei leyft og því er heilsugæsl- an þarna á gráu svæði,“ segir Margét Júlía. „Ég tel eðlilegt að forsvarsmenn heilsugæslunnar yrðu beðnir um að fjarlægja þetta málverk. Það ætti að vera auðsótt. Þetta passar alls ekki á biðstofu þar sem fjöldi barna á leið um. Svona myndskreyting á ekki heima innan um börn, á svona al- menningssvæði. Kynferðisleg mynd- birting á ekki heima fyrir augum barna.“ Vilja ekki særa Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skilur gagnrýnina og telur sjálf mik- ilvægt að hugað sé að því hvað sé til sýnis fyrir framan börn. Hún bendir á að verkið hafi verið valið af mann- eskju frá Listskreytingasjóði ríkisins. „Eðlilega þarf að huga að því hvað er til sýnis þegar börn eiga í hlut og ég virði það. Sjálf er ég alveg sammála því að gæta þarf að því hvað er til sýnis í svona biðstofum þar sem fólk á öllum aldri fer í gegn. Við megum ekki særa blygðunarkennd eða vekja óæskilegar tilfinningar,“ segir Svan- hvít. „Í ljósi gagnrýninnar munum við auðvitað skoða þetta. Ef þetta særir einhverja gesti okkar skoðum við það vel og tökum þetta niður ef það særir einhverja. Það er alls ekki markmið- ið því þvert á móti eiga málverkin að skapa hlýju og gera biðstofuna meira aðlaðandi.“ TrausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Sjálf er ég alveg sam- mála því að gæta þarf að því hvað er til sýnis í svona biðstofum þar sem fólk á öllum aldri fer í gegn. Við megum ekki særa blygðunar- kennd eða vekja óæski- lega tilfinningar.“ NEKTARMÁLVERK VELduR dEiLuM Bannað börnum Ekki er víst að málverkið særi alla en bent á að börn eigi rétt á vernd gegn efni sem getur sært eða vakið óæskilegar tilfinningar. mynd sigTryggur ari Fasteignafélag olíufélagsins N1, Umtak, skuldar rúmlega 13,5 millj- arða króna samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2007. Skuldin er við Kaupþing líkt og kemur fram í lánayfirlitinu frá bankanum sem birt var á heimasíðunni Wikileaks á sínum tíma en heildarskuldir fé- lagsins við bankann nema rúmum 130 milljónum evra. Félagið á flest- ar þær fasteignir sem N1 notar í sínum daglega rekstri. Í yfirlitinu kemur einnig fram að veðið fyrir láninu hafi verið í fasteignum félagsins, sem metnar voru á tæpa 13,5 milljarða króna. Sé miðað við lækkandi gengi krón- unnar má áætla að skuld félagsins hafi hækkað til muna síðan þá og sé nú meira en 20 milljarðar króna. Veðið fyrir láninu, eignir félags- ins, myndu því ekki duga upp í skuldina ef gengið yrði að fé- laginu. Kaupþing er þó ekki stærsti lán- veitandi félagsins því Glitnir hef- ur á síðustu árum verið aðalvið- skiptabanki N1. Ástæðan er meðal annars sú að eigendur N1, meðal annars Einar Sveinsson, voru stór- ir hluthafar í Glitni á árunum fyrir hrunið. Ekki er almennilega vitað hver staða Umtaks og N1 er í dag þar sem ársreikningur félagsins hef- ur ekki verið birtur en þó má full- yrða að hún hlýtur að vera nokk- uð strembin þar sem nánast allar fasteignir félagsins duga ekki fyrir skuldum félagsins við banka sem er ekki einu sinni helsti lánveitandi þess. ingi@dv.is Fasteignafélag olíufélagsins N1 í erfiðum málum: Skuldaði 13,5 milljarða skuldugt fasteignafélag Fasteigna- félag olíufélagsins skuldar Kaupþingi meira en sem nemur veðinu fyrir láninu. Kastaði lyfjum í fangelsisgarð Á laugardagskvöld handtók lög- reglan á Akureyri stúlku á tvítugs- aldri þegar hún reyndi að kasta pakka inn í fangelsisgarðinn á Akureyri. Einnig var einn refsi- fangi í fangelsinu handtekinn, grunaður um að hafa ætlað að taka á móti pakkanum. Pakkinn reyndist innihalda lyfseðilsskyld lyf, sprautur og nálar. Þess má geta að sama stúlkan var einnig handtekin á Akureyri fyrir viku vegna gruns um fíkniefnamisferli. Dóp á Akureyri Í vikunni hafa komið upp fjögur önnur fíkniefnamál í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Á þriðjudag voru tveir drengir handteknir og reyndist annar þeirra vera með smáræði af fíkniefnum á sér . Í kjölfarið hélt lögregla til leitar í húsi í bæn- um, þaðan sem drengirnir voru að koma þegar lögreglan stöðv- aði þá. Þar innandyra var mað- ur um þrítugt handtekinn og við leit á heimilinu fundust um 40 grömm af fíkniefnum, bæði örvandi efnum og kannabis- efnum. Aðfaranótt laugardags- ins voru höfð afskipti af tveimur aðilum í miðbæ Akureyrar sem reyndust hafa smáræði af fíkni- efnum á sér, en lögregla var með óeinkennt eftirlit í og við skemmtistaði bæjarins. Færri greiðslu- þrot en spáð var Færri fyrirtæki hafa orðið greiðsluþrota á árinu en búist var við í upphafi árs. Þetta kem- ur fram í skráningu upplýsinga- fyrirtækisins Creditinfo. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði á málþingi Félags kvenna í atvinnurekstri á föstudag að mörg jákvæð teikn væru á lofti um bata í efnahags- lífinu, enn geti þó brugðið til beggja vona. RÚV hafði eftir Rakel að aðgerðir bankanna hafi skipt höfuðmáli um að ekki fleiri fyrirtæki væru þegar farin í greiðsluþrot. Í ársbyrjun hafi verið áætlað að 3.500 fyrirtæki færu í greiðsluþrot á árinu. Fyrstu tíu mánuði ársins hafi hins vegar tvö þúsund fyrirtæki farið í þrot sem er mun minna en áætlað var. Álverð fer hækkandi Verð á ál- og sjávarafurðum hefur verið mun lægra í ár en undan- farin ár. Seðlabanki Íslands gerir þó ráð fyrir að afurðaverðið muni hækka næstu árin en útflutningur á afurðum þessara tveggja iðn- greina nemur áttatíu prósentum vöruútflutnings á Íslandi á fyrstu átta mánuðum ársins. Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir að álverð muni hækka um fimmtung á næsta ári og um rúm tíu prósent til viðbótar til ársins 2012. Álverð var undir miklum þrýstingi þegar bankakreppan stóð sem hæst á seinasta ári og féll um ríflega helming á seinni hluta ársins. Verðið tók að hækka á ný í apríl og um miðjan október var það 30% hærra en í ársbyrjun. Meðal- verð ársins verður þó 36% lægra í ár en í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.