Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 11
fréttir 9. nóvember 2009 mánudagur 11
Unnar Sigurður Hansen er kom-
inn á bak við lás og slá meðan hann
bíður dóms fyrir fjölda brota gegn
hegningar- og umferðarlögum.
Hann hefur játað brotin.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Unnar dvelur í fangelsi. Hann hef-
ur frá árinu 1985 hlotið 33 dóma og
alls setið inni í sextán ár, tvo mán-
uði og tíu dögum betur á þessu 24
ára tímabili. Þetta þýðir að hann
hefur setið inni tvo þriðju hluta
tímans frá því hann var fyrst dæmd-
ur til fangelsisvistar fyrir lögbrot og
hlotið 1,4 dóma á ári að meðaltali á
þeim tíma.
Frjáls í fjóra daga
Unnar var úrskurðaður í gæsluvarð-
hald þriðjudaginn 27. október síð-
astliðinn. Daginn áður, á mánudeg-
inum, hafði hann verið handtekinn
fyrir tvö afbrot. Annars vegar fyrir
að brjótast inn á D&C bílaverkstæði
í Reykjavík þá um nóttina, stela þar
farsíma, myndavél og peningum og
keyra síðan burt á bíl sem hann tók
í heimildarleysi. Hins vegar hafði
hann brotið af sér með því að brjót-
ast inn í verslun Olís á Kjalarnesi
og stela þar 70 þúsund krónum í
reiðufé. Þegar hann framdi þessi
brot voru aðeins fjórir dagar frá því
hann gekk út um dyr fangelsis eftir
að hafa lokið afplánun fimm mán-
aða fangelsisdóms.
Unnar kærði gæsluvarðhalds-
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til
Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð-
inn síðasta þriðjudag. Í greinargerð
Jóns H. B. Snorrasonar, sem rekur
málið fyrir hönd lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu, kemur fram
að Unnar hafi nýlega verið dæmd-
ur til tíu mánaða fangelsisvistar en
áfrýjað dómnum til Hæstaréttar,
endanlegur dómur er ekki fallinn í
því máli. Jafnframt kemur fram að
annað mál vegna „margra brota“
Unnars sé nú rekið fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur og hafi ákær-
urnar vegna brotanna í lok síðasta
mánaðar verið sameinaðar þeim
málum.
Gæsluvarðhalds var krafist yfir
Unnari með þeim rökum, með-
al annars, að hann væri fíkniefna-
neytandi án atvinnu og ætla mætti
að hann framfleytti sér með af-
brotum. Hann var fyrst dæmdur til
fangelsisvistar átján ára gamall og á
þeim tæpa aldarfjórðungi sem síð-
an er liðinn hefur hann verið um
það bil tvo þriðju hluta tímans á
bak við lás og slá. Síðustu tæpu sex
árin fer nærri að hann hafi aðeins
verið frjáls maður í tæplega fjórð-
ung tímans, öðrum stundum hefur
hann afplánað fangelsisdóma.
Neysla og afbrot
Talið er að allt að tíundi hver fangi
sé síbrotamaður, einstaklingur
sem dæmdur er trekk í trekk fyrir
lögbrot. Oft er um að ræða menn
sem hafa flækst út í afbrot ungir
að árum og ekki komist út úr þeim
vítahring.
„Algengast er að um sé að ræða
hefðbundin auðgunarbrot, fíkni-
efnabrot, ölvunarakstur og önn-
ur umferðarlagabrot. Mikið til eru
þetta það sem á afbrotafræðimáli
kallast strætisbrot,“ sagði Helgi
Gunnlaugsson, afbrotafræðing-
ur við Háskóla Íslands, í viðtali í
Mannlífi þegar fjallað var um stöðu
og mál síbrotamanna, fyrr á þessu
ári. Hann svaraði þá spurningu um
þær gerðir afbrota sem helst ein-
kenna sakaferil síbrotamanna.
Helgi gerði, ásamt öðrum, yfir-
gripsmikla rannsókn á ítrekunar-
tíðni hjá íslenskum brotamönnum
þar sem hann skoðaði hvaða afbrot
þeir fangar höfðu framið sem helst
komu aftur eftir að hafa lokið af-
plánun. Þar kom í ljós að þeir sem
framið höfðu auðgunarbrot voru
líklegastir til að hljóta aftur dóm.
Til auðgunarbrota teljast meðal
annars innbrot og þjófnaðir. Ítrek-
unartíðni hjá mönnum með fíkni-
efnabrot á bakinu var í meðallagi
en minnst var hún hjá kynferðis-
brotamönnum.
BryNjólFur Þór GuðmuNdssoN
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí
Júní
Júlí Ágúst September Október Nóvembe
r Desember
2004
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí
Júní
Júlí Ágúst September Október Nóvembe
r Desember
2006
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní
Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
2007
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní
Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
2008
Janúar Febrúar Mar
s Apríl Maí
Júní
Júlí Ágúst Septemb
er Október Nóvember
Desember
2009Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní
Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
2005
SEXTÁN ÁR
Á BAK VIÐ LÁS OG SLÁ
Síbrotamaður á fimmtugs-
aldri er í gæsluvarðhaldi
meðan hann bíður dóms
vegna fjölda lögbrota. Síð-
ustu 24 árin hefur hann
aðeins gengið laus um þriðj-
ung tímans. Lengst af hefur
hann verið í fangelsi að
afplána dóma fyrir marg-
vísleg afbrot, helst þjófnaði
og umferðarlagabrot.
Síðustu tæpu sex árin
fer nærri að hann hafi
aðeins verið frjáls mað-
ur í tæplega fjórðung
tímans, öðrum stund-
um hefur hann afplán-
að fangelsisdóma.
Ítrekað í fangelsi Síðustu 24 ár hefur maðurinn verið
dæmdur 33 sinnum fyrir lögbrot. myNd GuðmuNdur ViGFússoN
Blásið til Keflavíkurgöngu til stuðnings atvinnulífinu:
Neita að gefast upp