Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Qupperneq 24
24 mánudagur 9. nóvember 2009 brown fékk sér guinness Phil Brown, stjóri Hull City, mætti ekki í viðtöl við fjölmiðlamenn eftir sigur liðsins gegn Stoke. Í hans stað fengu fjölmiðlar að ræða við aðstoðarstjórann Brian Hort- on. Horton var spurður um fjarveru stjórans og svaraði af hreinskilni. „Hann er að fá sér Guinness, hann verðskuldar einn.“ Brown hefur verið undir mikilli pressu að undanförnu og orðrómur var um að hann yrði rekinn ef liðið næði ekki sigri gegn Stoke. Aðspurður hvort þessi úrslit hefðu bjargað starfinu hjá Brown sagði Horton: „Ég neita að svara þessu. Ég held að það ætti ekki að spyrja að þessu, við vonumst til að geta komist á skrið, enginn talar um svona heimsku- lega hluti.“ Hull er þrátt fyrir sigurinn ennþá í fallsæti en liðið hefur einungis unnið fjóra af síðustu 34 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. 2 sport UmSjón: Benedikt BóAS HinrikSSon, benni@dv.is enska úrvalsdeildin aston villa - bolton 5–1 1-0 Ashley Young (‘5), 2-0 Gabriel Agbonlahor (‘43), 2-1 Johan Elmander (‘45), 3-1 John Carew (‘53), 4-1 James Milner (‘72), 5-1 Carlos Cuellar (‘76). blackburn - portsmouth 3-1 0-1 Jamie O’Hara (‘15), 1-1 Jason Roberts (‘53), 2-1 R. Nelsen (‘73), 3-1 Jason Roberts (‘86). manchester city - burnley 3-3 0-1 Graham Alexander (‘19, víti), 0-2 Steven Fletcher (‘32), 1-2 Shaun Wright Phillips (‘43), 2-2 Kolo Toure (‘55), 3-2 Craig Bellamy (‘58), 3-3 Kevin McDonalds (‘87). tottenham - sunderland 2–0 1-0 Robbie Keane (‘12), 2-0 Tom Huddlestone (‘68) wolves - arsenal 1-4 0-1 Ronald Zubar (‘28, sjálfsmark), 0-2 Jody Craddock (‘35, sjálfsmark), 0-3 Cesc Fabregas (‘45), 0-4 Andrey Arshavin (‘66), 1-4 Jody Craddock (‘89). west ham - everton 1–2 0-1 Louis Saha (‘27), 0-2 Dan Gosling (‘64), 1-2 Tony Hibbert (‘65, sjálfsmark). wigan - fulham 1–1 1-0 Emerson Boyce (‘14), 1-1 Clint Dempsey (‘39, víti). hull - stoke 2–1 0-1 Matthew Etherington (‘29), 1-1 Seyi Olofinjana (‘62), 2-1 Jan Vennegoor of Hesselink (‘90+1). n Abdoulaye Faye (‘87) chelsea - manchester united 1–0 1-0 John Terry (́ 76). staðan Lið L U J T M St 1. Chelsea 12 10 0 2 29:8 30 2. Arsenal 11 8 1 2 36:14 25 3. man.Utd. 12 8 1 3 23:12 25 4. tottenham 12 7 1 4 23:17 22 5. Aston Villa 12 6 3 3 20:12 21 6. man.City 11 5 5 1 21:14 20 7. Liverpool 11 6 0 5 25:16 18 8. Sunderland 12 5 2 5 20:19 17 9. Stoke 12 4 4 4 12:15 16 10. Burnley 12 5 1 6 15:25 16 11. Fulham 11 4 3 4 14:14 15 12. everton 11 4 3 4 15:17 15 13. Wigan 12 4 2 6 13:22 14 14. Blackburn 11 4 1 6 14:25 13 15. Birmingham 11 3 2 6 8:12 11 16. Bolton 11 3 2 6 15:24 11 17. Hull 12 3 2 7 10:25 11 18. West Ham 12 2 4 6 16:20 10 19. Wolves 12 2 4 6 12:22 10 20. Portsmouth 12 2 1 9 10:18 7 championship bristol - sheff. wed. 1–1 newcastle-peterbro 3-1 nott.forest-bristol city 1-1 plymouth-doncaster 2-1 reading-ipswich 1-1 sheff.wed.-Q.p.r. 1-2 blackpool-scunthorpe 4-1 c. palace - middlesbro 1-0 leicester - wba 1-2 watford - preston 2-0 swansea -cardiff 3-2 derby -coventry 2-1 staðan Lið L U J T M St 1. newcastle 16 10 3 3 25:10 33 2. WBA 16 9 4 3 31:14 31 3. Cardiff 16 8 3 5 33:19 27 4. QPr 16 7 6 3 29:17 27 5. Blackpool 16 7 6 3 26:17 27 6. Leicester 16 7 6 3 19:14 27 7. Bristol City 16 6 8 2 19:15 26 8. nott. Forest 16 6 7 3 18:15 25 9. Swansea 16 6 7 3 14:12 25 10. middlesbro 16 7 3 6 22:17 24 11. Preston 16 6 6 4 23:22 24 12. Watford 16 6 6 4 24:26 24 13. C. Palace 16 5 7 4 16:17 22 14. Sheff. Wed. 16 4 5 7 23:25 17 15. Sheff. Utd 15 4 5 6 23:26 17 16. Coventry 16 4 5 7 18:25 17 17. derby 16 5 2 9 19:27 17 18. Barnsley 15 5 2 8 18:26 17 19. Scunthorpe 16 5 2 9 20:32 17 20. doncaster 16 2 9 5 19:22 15 21. Plymouth 16 4 3 9 16:27 15 22. reading 16 3 5 8 15:25 14 23. ipswich 16 1 9 6 17:28 12 24. Peterborough 16 2 5 9 19:28 11 HERRA CHELSEA Herra Chelsea, John Terry, skoraði eina mark Chelsea í risaleik enska boltans gegn Manchester United. Terry skoraði markið með skalla á 76. mínútu eftir sendingu góðvinar síns Franks Lampard. Chelsea er þar með komið með fimm stiga forskot í topp- sætinu og hefur unnið tíu heimaleiki í röð. Manchester United réð ferðinni framan af og slapp Wayne Rooney einn í gegn en var ranglega dæmdur rangstæður af aðstoðardómaranum. Fyrri hálfleikur var markalaus og mik- il stöðubarátta í gangi. Didier Drogba hefur verið sjóð- heitur að undanförnu en hann fékk karatespark í sig frá Johnny Evans sem var heppinn að sleppa við að fá spjald. Miðað við viðbrögð Drogbas benti margt til þess að hann væri rif- beinsbrotinn en framherjinn öflugi var ekki lengi að jafna sig á þessum hræðilegu meiðslum frekar en vana- lega og var hann kominn aftur inn á skömmu síðar. Skömmu síðar kom markið. Þá átti Darren Fletcher að hafa brotið á As- hley Cole og var Skotinn allt annað en sáttur með að dómarinn skyldi dæma aukaspyrnu. Leikmenn Manchest- er United mótmæltu harðlega en Lampard hitti beint á kollinn á Terry sem skoraði. Chelsea tók stigin þrjú og hefur sigrað alla heimaleiki sína í deildinni í ár og 11 leiki í röð í öllum keppnum. Jafna þeir þar með met sitt frá árinu 2006. Sjö titlar sem fyrirliði Terry er fæddur sjöunda desember 1980 og hefur alltaf spilað með Chel- sea. Kom til félagsins þegar hann var 14 ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta leik með Chelsea 28. október 1998 þegar hann kom inn á gegn Aston Villa. Fyrsti leikurinn hans í byrjunar- liðinu var gegn Oldham í FA-bikarn- um, sem Chelsea vann 2-0. Árið 2000 fór hann á lán til Notthingham Forest en var kallaður til baka skömmu síð- ar. Tímabilið 2000-2001 var hann síð- an búinn að brjóta sér leið í byrjunar- liðið og var kosinn leikmaður ársins af liðsfélögum sínum. Fimmta desem- ber 2001 varð hann fyrirliði Chelsea í fyrsta sinn gegn Charlton. 2003- 2004 tímabilið lét Claudio Ranieri, sem þá var stjóri Chelsea, hann verða fyrirliða í stað Marcels Des- illy og hélt Jose Mourinho sig við val Ranieris. Sem fyrirliði hefur Terry unnið sjö titla sem er einum meira en Dennis Wise. Hann er gríðarlega vinsæll meðal stuðn- ingsmanna Chelsea og eru margir söngvar sungnir honum til heiðurs. Terry er oft kallaður Herra Chelsea. Manchester City reyndi að fá hann til liðsins í sumar með risalaunatékka en Terry ákvað að vera áfram hjá Chelsea. Hann þarf reyndar ekkert að kvarta und- an laununum hjá Chelsea því hann er með 130 þúsund pund í vikulaun, rúmar 28 milljón- ir króna. Fréttir utan fótboltans Terry hefur oft komist í fréttirnar fyrir eitthvað allt annað en fótbolta. Hann var ákærður ásamt liðsfélaga sínum Jody Morris og vini Des Byrne fyrir líkamsárás í næturklúbbi árið 2000 en var síðar hreinsaður af öllum ákær- um. Terry komst síðan aftur í fréttirn- ar skömmu eftir 11. september 2001 þegar hann ásamt nokkrum Chelsea- mönnum gerðu grín að bandarísk- um túristum. Grínið féll í afar grýttan jarðveg. Þá varð nánast allt vitlaust í Bret- landi þegar The Sun birti myndir af Bentley-glæsibifreið Terrys í stæði fatlaðra. Terry var orðinn of seinn að hitta konuna sína á pitsustað og nennti ekki að leita að stæði. Borgaði frekar bara sektina. Þetta voru Bretar ekki sáttir við. Terry býr í Oxshott sem er í Surrey ásamt kon- unni sinni Toni Poole Terry og tvíburun- um þeirra Georgie John og Sum- mer Rose sem komu í heiminn 18. maí 2006. Terry fagnaði fæðingu þeirra með marki gegn Ungverjalandi með klassísku fagni. Parið giftist í júní 2007 og naut sín í brúðkaupsferð á risasnekkju rúss- neska eiganda Chelsea, Rom- an Abramovich, Pelorus í Miðjarðarhafi. Terry hefur gríðarleg- an áhuga á golfi, sundi, skvassi og pílukasti. Þá á Terry eldri bróð- ur sem er einn- ig atvinnumað- ur í fótbolta með Rushden & Dia- monds. Fjölskylduve- sen Þrátt fyrir að sjá vel fyrir fjölskyldu sinni hafa foreldr- ar Terrys kom- ist í fréttirnar fyrir miður góðar sak- ir. Ted Terry, pabbi hans, var staðinn að því að selja kókaín á klósetti veitingastaðar í Essex í Englandi. Náði blaðamaður að fanga viðskiptin á falda mynd- bandsvél. Er Ted Terry afhenti honum kókaínið sagði hann blaðamanninum að segja eng- um að hann væri faðir Johns Terry en Ted hafði ekki grun um að kaupand- inn væri blaðamaður.Kemur þetta hneyksli sjö mánuðum eftir að móðir Johns Terry var staðin að búðarhnupli. BenedikT BóaS hinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is John Terry tryggði Chelsea sigur á Manchester United í risaleik enska boltans. Terry hefur átt viðburðaríka viku. Pabbi hans komst líka á forsíður ensku blaðanna fyrir kókaínsölu á skemmtistöðum. Fyrir sjö mánuðum var móðir Terrys staðin að búðar- hnupli. Terry er Chelsea-maður í gegn og neitaði í sumar risatilboði Manchester City. Tveir nánir john terry ásamt góðvini sínum Frank Lampard. Flottur fyrirliði terry skoraði sigurmarkið gegn manchester United.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.