Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 9
fréttir 18. nóvember 2009 miðvikudagur 9 Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Óritskoðuð bankahruns- skýrsla Alþingi mun á næstunni skipa þingmannanefnd sem hefur það hlutverk að taka fyrir og vinna úr niðurstöðum rannsóknarnefnd- ar Alþingis um bankahrunið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, forseti Alþingis og fulltrúi í forsætisnefnd, segir skýrsluna verða birta í heild sinni og að hún sé að minnsta kosti fimmt- án hundruð síður. Ekki eru allir sáttir við skipun nefndarinnar. Þannig lýsti Hreyfingin í gær- morgun furðu sinni og mikl- um vonbrigðum með að skipuð verði pólitísk nefnd þar sem ákveðið verður einróma hvernig unnið verður úr niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis eft- ir bankahrunið. Skattapakki kynntur í dag Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði að lokn- um ríkisstjórnarfundi í gær að skattapakkinn yrði kynntur í dag. Skattatillögur ríkisstjórn- arinnar eru tilbúnar og hefur samkomulag um útfærslu þeirra náðst milli stjórnarflokkanna. Í hádegisfréttum RÚV í gær sagðist Steingrímur búast við að fyrstu frumvörp um skattabreyt- ingar færu fljótlega fyrir þingið, hugsanlega í þessari viku. Bensínlausir til trafala Einhverjir kannast eflaust við það að hafa orðið bensínlausir á miðri leið á milli staða. Þrjú slík dæmi komu inn á borð lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Eitt á Vesturlands- vegi, annað á Bústaðavegi og það þriðja á Sæbraut, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þar kemur fram að þeir sem lendi í þessu þurfi að koma ökutæki sínu út fyrir akbraut en á því virðist vera mikill mis- brestur. Stundum er það svo að ökutæki eru skilin eftir ljóslaus á stofnbrautum og jafnvel ekki hirt um að kveikja á neyðarljósum. Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi yf- irmaður hagfræðisviðs Landsbanka Íslands, segist gera kröfu í þrotabú Landsbankans samkvæmt ráðning- arsamningi sínum og eiga þar með rétt á að gera kröfu í þrotabú bankans upp á tæplega 230 milljónir króna. „Ég er að gera kröfu samkvæmt mín- um ráðningarsamningi og ég held að flestir myndu gera það,“ segir Yngvi Örn, aðspurður hvort hann telji það siðferðilega réttlætanlegt að hann geri svo háa kröfu í þrotabú bankans sem var yfirtekinn af Fjármálaeft- irlitinu í október. „Ég held að flestir myndu gera þá kröfu í þessari stöðu að fá ráðningarkjör sín uppfyllt,“ seg- ir Yngvi Örn. Einum stjórnanda gleymt Kröfuskrá Landsbankans hefur ver- ið gerð aðgengileg fyrir þá sem lýstu kröfum í þrotabú bankans og er nafn Yngva þar á meðal níu annarra fyrr- verandi starfsmanna bankans. Ingvi var nýlega ráðinn tímabundið til ráð- gjafarstarfa í félagsmálaráðuneytinu. Hann segir því aðspurður að hann sé ekki „ríkisstarfsmaður“. Fréttavefurinn Vísir greindi fyrst- ur í gær frá kröfulýsingum þess- ara starfsmanna Landsbankans. Í heildina nema kröfulýsingar starfs- mannanna um tveimur milljörðum króna. Þar gleymdist þó að nefna tæplega 200 milljóna króna kröfu Gunnars Thorarensen, fyrrverandi yfirmanns Landsbankans í Lúxem- borg. Tveggja og hálfs árs ráðningarsamningur Yngvi Örn segir að ráðningarsamn- ingur hans í Landsbankanum hafi verið með tveggja og hálfs árs upp- sagnarfresti. Hann vill fá greidd laun út uppsagnarfrest sinn. Auk þess segir Yngvi að kaupréttarkrafa upp á 90 til 100 milljónir sé inni í kröfunni. „Krafa mín er laun út uppsagnarfrest- inn og kaupréttur í bankanum sem var í vanskilum í desember 2007 og bankinn hafði ekki efnt,“ segir Yngvi Örn en slík kaupréttarákvæði voru í sumum tilfellum hluti af launakjör- um stjórnenda í íslenska bankakerf- inu fyrir hrunið. Hann segir að ráðningarsamn- ingurinn sem hann gerði við bank- ann hafi verið með svo löngum upp- sagnarfresti þar sem hann hafi áður verið ríkisstarfsmaður, hann hafi gert kröfu um þetta langan uppsagnar- frest þegar hann hóf þar störf og að hún hafi verið samþykkt. Kristinn Bjarnason, formaður slitastjórnar Landsbankans, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til krafna þessara fyrrverandi starfsmanna bankans. Slitastjórnin mun kveða upp úr um hvort einstakar kröfur verða samþykktar eða ekki. Hvað myndu aðrir gera? Aðspurður hvort honum finnist það einkennilegt að einhverjum gæti blöskrað að hann sem fyrrverandi starfsmaður Landsbankans geri svo háa kröfu þegar málið er sett í sam- hengi við efnahagshrunið, óháð því hvort hann kunni að hafa lagalegan rétt á að gera það, segir Yngvi Örn: „Þetta eru tvö aðskilin mál. Ef menn finna eitthvað að mínum störfum í bankanum, það er í ferli hjá sérstök- um saksóknara og hjá rannsóknar- nefnd Alþingis, þá kemur það bara í ljós. En hingað til hafa engin mál beinst að mér. Menn þekkja heldur ekki afstöðu mína til rekstrar Lands- bankans á síðustu árum. Ég hef ekk- ert verið að tjá mig um hana,“ segir Yngvi Örn. Aðspurður hvort þessir þættir skipti einhverju máli varðandi sið- legt réttmæti þess að hann geri kröfu í ljósi hrunsins segir Yngvi Örn: „Ég vil bara spyrja þá sem gagnrýna þessa kröfu hvort þeir myndu ekki ganga eftir sínum ráðningarsamn- ingi ef fyrirtækið sem þeir vinna hjá færi í þrot? Ég vil að það sé staðið við ráðningarsamninginn minn eins og hann var. Þessi ákvæði voru ekki í honum af tilviljun og bankinn sam- þykkti þau,“ segir Yngvi Örn og telur það ekki skipta máli hvort hann eigi það skilið siðferðilega séð að fá þessa peninga greidda eða ekki. „Annað- hvort á ég þennan rétt samkvæmt lögum eða ekki.“ Nú er boltinn í höndum slita- stjórnar Landsbankans sem mun þurfa að ákveða hvort orðið verður við kröfu Ingva og fyrrverandi sam- starfsmanna hans eða ekki. Í lang- flestum tilfellum eru slíkar launakröf- ur starfsmanna gjaldþrota fyrirtækja samþykktar, enda eru þær forgangs- kröfur. Í einhverjum tilfellum er það þó ekki gert á þeim forsendum að ábyrgð starfsmannanna á þroti fé- lagsins hafi verið of mikil til að þeir eigi rétt á launum út uppsagnarfrest- inn. Þetta var til dæmis raunin þeg- ar meira en 600 milljóna launakröfu Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums, var hafnað af slitastjórn bankans fyrir nokkru. Krefjast milljarða Tíu af fyrrverandi yfirmönnum Landsbankans krefjast um tveggja milljarða króna frá bankanum vegna launa sem þeir telja sig eiga inni hjá bankanum. Slitastjórnin á eftir að ákveða hvernig hún bregst við kröfunum. Yngvi Örn Kristinsson gerir launakröfu í bú gamla Landsbankans upp á 230 milljónir króna. Að minnsta kosti tíu aðrir fyrrverandi starfsmenn gera kröfur upp á samtals 2 milljarða. Krafa Yngva Arnar er reist á tveggja og hálfs árs uppsagnarfresti og kaup- réttarkröfu. Ingvi Örn telur sig eiga rétt á laununum. „ÉG VIL AÐ ÞAÐ SÉ STAÐIÐ VIÐ RÁÐNINGARSAMNINGINN” „Krafa mín er laun út uppsagnarfrestinn og kaupréttur í bankanum sem var í vanskilum í desember 2007.“ IngI F. VIlHjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is siðferðilega réttlætanlegt Yngvi Örn telur kröfu sína vera réttlætanlega þar sem hún sé byggð á ráðningarsamningi hans við Landsbankann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.