Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Side 11
neytendur 18. nóvember 2009 miðvikudagur 11 greiðsluverkfall hafið Annað greiðslu- verkfall Hagsmunasamtaka heimilanna hófst á mánudaginn og stendur til 10. desember. Samtökin hvetja fólk til að greiða ekki af íbúðar- og bílalánum sínum á meðan á verkfallinu stendur. Kröfur samtakanna eru: Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, að veð takmarkist við veðandlag og að skuldir fyrnist á 5 árum. frádráttur vegna sumar- dvalar barna fyrir: Dagmömmur ofl. unglingur í 3 mánuði: 54.000 kr. Greiðslur vegna dagvistunar barna og sumardvalar, á að gera upp sem rekstrartekjur. Þetta gildir um þá sem hafa tekjur af vistun barna. Til frádráttar má færa rekstrarkostnað eftir almennum reglum þar um. Þó má í stað frádráttar sem byggist á sannanlegum kostnaði færa til frádráttar 135 kr. fyrir hvern veittan morg- unverð eða síðdegishressingu og 270 kr. fyrir hvern veittan hádegis- eða kvöldverð. Vegna 12 ára barna og eldri er þó heimilt að færa til frádráttar 200 kr. fyrir hvern veittan morgunverð eða síðdegishressingu og 400 kr. fyrir hvern hádegisverð eða kvöldverð. Slíkur frádráttur má þó aldrei vera hærri en innheimt var fyrir fæði samkvæmt gjaldskrá. Sá sem vistar 12 ára barn í þrjá mánuði getur fengið 54 þúsund krónur í frádrátt. vaxtatekjur og vaxtagjöld fyrir: Kröfuhafa Vaxtagjöld er heimilt að færa til lækkunar á vaxtatekjum sem maður hefur haft af sömu kröfunni. Ekki er nóg að um sams konar bréf eða kröfu sé að ræða, heldur á þetta aðeins við um sömu eign. Til dæmis ef krafa gefur af sér vaxtatekjur á árinu en er síðan seld með afföllum má færa afföllin sem frádrátt á móti fengnum vaxtatekjum. öku- tækja- styrkur fyrir: Þá sem ferðast á eigin bíl í vinnunni frádráttur mv. 2.500 km: 230.000 kr. Semdu við þann sem greiðir þér laun um ökutækjastyrk, ef vinnan krefst ferðalaga. Frá ökutækjastyrk, sem þú skalt færa til tekna í skattframtali, heimilast frádáttur vegna kostnaðar við rekstur bílsins sem þú hefur nýtt í þágu vinnuveitendans og þú hefur borið kostnað af. Árleg afskrift af bílnum, vegna notkunar, getur einnig orðið til frádráttar. Skilyrði fyrir ökutækjastyrk er að færð hafi verið akstursdagbók þar sem hver einasta ferð er skráð; dagsetning, vegalengd, erindi, kílómetragjald, nafn og kennitala launamanns. Ef þú ekur minna en 2.500 kílómetra er ekki krafist sundurliðunar á rekstrarkostnaði. Kílómetragjaldið er 92 krónur á þessu ári. eingreiðsla örorkubóta fyrir: Öryrkja Hafi einstaklingur fengið greiddar bætur fyrir varanlega örorku á árunum 1993-1996 og þær verið ákveðnar í einu lagi til greiðslu er honum heimilt að færa frádrátt á móti fjármagnstekjum sínum fjárhæð sem svarar til lækkunar útborgaðra bóta vegna eingreiðsluhagræðis. Frádrátturinn getur numið 5 prósent af fjárhæð bótanna á hverju ári þó ekki lengur en í fimm ár frá því að bæturnar voru greiddar. sjómannaafsláttur fyrir: Sjómenn afsláttur: 237.000 kr. Þeir sem fá greidd laun fyrir sjómannsstörf á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi, eiga rétt á sjómannaafslætti. Sjómannaafsláttur á þessu ári er 987 krónur á dag. Sá sem er úti á sjó að jafnaði alla virka daga ársins getur því fengið 237.000 krónur í skattaafslátt á ári. frádráttur vegna vistunar aldr- aðra og öryrkja fyrir: Þá sem fá greitt fyrir vistun aldraðra og öryrkja upphæð: 3.700.000 kr. Greiðslur vegna vistunar aldraðra eða öryrkja í heima- húsum teljast að fullu til skattskyldra tekna en á móti má færa beinan kostnað sem af vistuninni leiðir. Í stað sannanlegs kostnaðar er heimilt að færa til frádráttar fjárhæð sem svarar til tvöfalds ellilífeyris (grunnlífeyris), en þó aldrei hærri fjárhæð en nemur greiðslunum. Ellilífeyrir er á mánuði 155 þúsund krónur, eftir skatt. Tvöfaldur ellilífeyrir nemur því 310 þúsund á mánuði eða 3,7 milljónir á ári. framfærsla foreldra fyrir: Fátæka foreldra hámarksívilnun: 260.000 kr Skilyrði fyrir lækkun tekjuskattsstofns eru sannan- leg útgjöld vegna framfærslu foreldra eða annarra vandamanna. Gera þarf grein fyrir í hverju útgjöldin eru fólgin og jafnframt að sýna fram á að framfærslu- fé foreldris eða vandamanns, það er tekjur, bætur og styrkir standi ekki undir nauðsynlegum útgjöldum. Skilyrði fyrir lækkun vegna barna eldri en 16 ára sem maður hefur á framfæri sínu eru að barnið sé það tekjulágt vegna atvinnuleysis eða af öðrum ástæðum að því sé ókleift að standa undir eigin framfærslu. Miðað er við fjárhæð barnalífeyris sem hámarksívilnun og hafi barnið tekjur skerðist ívilnunin sem nemur þriðjungi af tekjum þess. dæmd laun fyrir: Þann sem sækir laun fyrir dómstólum Þurfi launamaður að höfða mál vegna ógreiddra launa sem hann gerir kröfu um og fái hann dæmd laun, er heimilt að draga útlagðan málskostnað frá þannig fengnum launum. menntunarkostnaður barna fyrir: Foreldra unglinga hámarks- ívilnun: 188.000 kr. Skilyrði fyrir lækkun tekju- skatt- stofns er að barnið sé orðið 16 ára og stundi nám að minnsta kosti þrjá mánuði á árinu. Hér er fyrst og fremst átt við börn á aldrinum 16 til 21 árs sem stunda nám að loknu grunnskólanámi. Veiti námið rétt til námslána kemur ívilnun ekki til álita. Hámarksíviln- un er 188.000 krónur vegna náms sem stundað er hér á landi. Ef sótt er um hærri ívilnun vegna náms sem stundað er erlendis þarf að sýna fram á verulegan kostnað vegna námsins sem telja verður umfram venjulegan námskostnað, svo sem há skólagjöld og fargjöld. Ívilnun getur þó aldrei orðið hærri en tvöföld sú ívilnun sem veitt er vegna náms hér á landi. Hafi námsmaðurinn tekjur skerðist ívilnunin sem nemur þriðjungi af tekjum hans. verulegt eignatjón fyrir: Tjónþola Einstaklingur getur sótt um lækkun tekjuskatt- stofns ef um er að ræða verulegt eignatjón sem ekki hafi fengist bætt úr hendi annars aðila. Með verulegu eignatjóni er hér átt við að fjárhagslegar afleiðingar tjóns sem verður á eignum manns skerði gjaldþol hans. Ívilnun kemur ekki til álita ef mögulegt er að fá tjónið bætt úr hendi annars aðila. við- hald og endurbætur fyrir: Húsnæðiseigendur endurgreiðsla: 75.000 kr. Þeir sem leggja í endurbætur á húsnæði sínu skulu fá allan virðisaukaskatt af vinnu manna við tiltekið húsnæði endurgreiddan. Þetta tók gildi 1. mars 2009 og nær til 1. janúar 2011. Samkvæmt lög- unum nær þessi heimild jafnframt til vinnu við frístundahúsnæði og húsnæði í eigu sveitarfélaga. Sá sem kaupir 100 klukkustunda vinnu iðnarðarmanns, sem tekur 3.000 krónur á tímann, að viðbætt- um 24,5 prósent virðisaukaskatti, greiðir 375.000 krónur. Af þeirri vinnu getur hann því fengið 75.000 krónur endurgreiddar. Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi 17-26 okt. Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32 Opið til 22:00 alla daga Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.