Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Side 32
Miðvikudagur 18. nóvember 200932 suðurland „Það eru tækifæri í kreppunni. Ekki spurning. Fólk hættir ekki að kaupa barnaföt eða gjafavöru í kreppunni. Við finnum fyrir aukn- ingu og það er mikill uppgang- ur hér á Selfossi,“ segir Lovísa V. Guðmundsdóttir, eigandi og fram- kvæmdastýra Snúða & Snældna á Selfossi. Lovísa er uppalin á Selfossi en maður hennar, Kári Jónsson, er frá Akureyri og er búðin skemmti- lega einnig komin þangað. Þau eru því með búðir í sínum heimabæj- um og stefna á að opna fleiri búðir innan skamms. Míní Kaupfélag Snúðar & Snældur byrjaði fyrir tveimur og hálfu ári. Búðin opn- aði í litlu og krúttlegu iðnaðarhús- næði. „Nú erum við flutt á aðalgöt- una hér á Selfossi og erum kominn í 200 fermetra húsnæði,“ segir Lovísa afar stolt. „Þetta er svona míní Kaupfélag. Hér eru pottar og pönnur, te og kaffi, barnaföt og gjafavörur,“ segir Lovísa. Inni í búð þeirra hjóna geta konur jafnt sem karlar algjörlega misst sig og keypt fallegar og persónulegar gjafir og slakað á í þægilegu umhverfi. Vörur seM fást hVergi annars staðar Þau hjónin eru með kaffibar frá Te og Kaffi í búðinni og þar er hægt að fá gríðarlega gott kaffi, súkku- laði eða latte. „Okkur hefur ver- ið tekið mjög vel. Ekki bara hér á Selfossi heldur um allt land. Við fáum rosalega mikið af fólki frá höfuðborgarsvæðinu sem keyrir sérstaklega til okkar því við erum að selja vörur sem fást hvergi ann- ars staðar. Við erum alveg ein- stök,“ segir Lovísa og hlær sínum smitandi hlátri. Í búðinni er hægt að kaupa dúkkulísur sem hafa ver- ið ófáanlegar í langan tíma hér á landi. „Við flytjum inn okkar vörur að mestum hluta, ætli 90% af vör- um sem við erum að selja séu vör- ur sem við flytjum inn sjálf.“ gaMan að sKapa eitthVað nýtt Lovísa hætti sem geislafræðingur á Domus Medica til að sinna búð- inni og draumi þeirra hjóna. Kári er að vinna á Skjá einum en hann er einnig þekktur sem bassafantur í 200.000 Naglbítum, einni fremstu rokkhljómsveit landsins. Lovísa tekur sér langan tíma að hugsa um svar hvort starfið sé skemmtilegra. „Við skulum segja að þetta sé meira skapandi. Sköpuninn rekur mig áfram að gera eitthvað nýtt. Við erum ekki með mikið fötum fyrir fullorðna. Þetta er aðallega gjafavara og barnaföt sem hafa ver- ið að seljast hjá okkur,“ segir Lov- ísa. Hún vill ekkert gefa upp hvort Snúðar og Snældur komi í fleiri byggðarlög á næstunni. Þangað til þarf að gera sér ferð annaðhvort á Selfoss eða á Akureyri. Lovísa V. Guðmundsdóttir er lærður geislafræðingur og vann í Domus Medica þegar henni datt í hug að stofna búð ásamt manni sínum, rokkaranum úr Naglbítunum Kára Jónssyni á Selfossi. Búðin fékk nafnið Snúðar og snældur og hefur slegið í gegn. geislafræðingur í búðarrekstri „Við fáum rosalega mik- ið af fólki frá höfuðborg- arsvæðinu sem keyrir sérstaklega til okkar.“ Sæt í búðinni Lovísa stolt í búðinni sinni Snúðar og Snældur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.