Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 36
Miðvikudagur 18. nóvember 200936 suðurland Menningarlíf í sveitarfélaginu Árborg hefur löngum verið í miklum blóma og er skemmst að minnast þátttöku sveitarfélagsins á Menningarnótt 2009 í Reykjavík þar sem kynntir voru allir stærstu byggðakjarnar Árborgar, safnastarfsemi, starfsemi listamanna og annað sem þeir standa fyrir. Fjölbreytt dagskrá var á nýlið- inni Safnahelgi Suðurlands, s.s. kvik- myndahátíð í Pakkhúsi ungmenna, Menningarkvöld á Hótel Selfossi, sýningar í Húsinu Eyrarbakka og fleira og fleira. Að sögn Andrésar Sigurvinssonar, verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála í Árborg, er af nógu að taka næstu dagana hjá þeim. Sem dæmi má nefna að Bókasafn Árborgar og fleiri stofnanir taka þátt í Alþjóðlegu athafnavikunni sem hófst 16. nóvember og stendur til 22. nóv- ember. Fimmtudaginn 19. nóvem- ber verður boðið upp á bókakynn- ingu í Bókasafni Árborgar, Selfossi og þar mun rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir kynna og lesa upp úr nýrri bók sinni, Góða elskhugan- um. Ýmislegt annað er á döfinni, til dæmis bókakynningar í Sunnlenska bókakaffinu hjá Bjarna Harðar og co, Gömludansaball á Selfossi, tónleika- hald á vegum Tónlistarskólans. Senn líður að jólum og það mun ekki fara framhjá Selfyssingum og nærsveitarmönnum. Ljóst er af orð- um Andrésar að Bókasafnið á stóran sess í mannlífi sveitarfélagsins, því þrátt fyrir að enn sé einhver bið þang- að til jólasveinar einn og átta laumast til byggða verða jólaljósin tendruð við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn fyrir framan bókasafnið á Selfossi, og mun Júlía Sól Sigurfinnsdóttir, yngsti borgari sveitarfélagsins, sem fæddur er á þeim degi, sjá um það. Við það tækifæri mun Skátafélagið Fossbúar gefa gestum og gangandi forsmekk að jólakakóinu, sem eflaust mun ylja mörgum og ekki spillir að njóta þess undir söng barnakóra Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár. Tónlist verður síðan leikin af ungmennum frá Zelsiuz. Verslanir verða opnar fram eftir kvöldi og er þetta hluti af samstarfsverkefni SVOÞÁ (Samtaka verslunar og þjónustu í Árborg og sveitarfélagsins). Mörgum þykir skorta á jákvæðar fréttir hin síðari misseri og má það ef- laust til sanns vegar færa. Til að bæta úr því býður Bókasafn Árborgar gest- um að rita jákvæðar fréttir á frétta- spjald og ef að líkum lætur verða þeir ófáir sem nýta sér það góða boð. Á Eyrarbakka stendur yfir mikil byggingarvinna því á Gallerí Gónhól er í smíðum stærsta piparkökuhús landsins. Margar hendur vinna létt verk og eins eðlilegt verður að teljast kemur smiður af Eyrarbakka, Gísli Kristjánsson, að verkinu ásamt fleir- um, en aðstandendur vona að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í æv- intýrinu. Einnig er vert að geta þess að piparkökukeppni stendur yfir og er keppt í bæði barna- og fullorð- insflokki. Þetta er samstarfsverkefni Gónhóls og leik- og grunnskólanna. Sömuleiðis er ýmislegt í undirbún- ingi og bígerð á Stokkseyri. „Við bjóðum alla velkomna hing- að til okkar á þessa viðburði og þá sem verða í gangi á aðventunni og þeir verða ófáir. Jólasveinarnir koma til byggða úr Ingólfsfjalli 11. desem- ber, hangandi utan á grænu rútunni ásamt Grýlu og Leppalúða og þeirra hyski og er ungviðið farið að telja dagana,“ sagði Andrés að lokum. Senn líður að því að jólaljósin verði tendruð á Selfossi. Leikstjórinn Andrés Sigurvinsson, menningarmálafull- trúi Árborgar með meiru, segir af nógu að taka af áhugaverðum viðburðum í sveitarfélaginu og að sjálfsögðu séu allir velkomnir. Árborg í aðdraganda aðventu Andrés Sigurvinsson Segir börnin telja dagana þar til jólasveinarnir koma til byggða. Magnús Hlynur Hreiðarsson, ritstjóri Fréttablaðs Suður- lands Í faðmi fjölskyldunnar á aðventu í Árborg 2008. Kakóið getur ekki brugðist Skátafélagið Fossbúar býður upp á heitt kakó þegar jólaljósin verða tendruð í Árborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.