Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 41
suðurland Miðvikudagur 18. nóvember 2009 41 Heitar laugar á suðurlandi er þó örugglega mismunandi á hverj- um tíma allt eftir því hvernig stendur á veðri og árstíðum. Bakkarnir umhverf- is lækinn eru víða blautir og þar með viðkvæmir og eru þeir sumstaðar mik- ið skemmdir vegna ágangs manna og dýra. Vatnið er nánast laust við grugg því fínasta efnið berst strax burt með straumnum. Nokkur þörungavöxtur á botni og við bakka. Reynt hefur verið að útbúa baðhyli í mölinni neðan við lækjarmótin en sjáanlega hefur lækur- inn að mestu fyllt slíkar lautir up. Vatn- ið er því víða fullgrunnt til geta setið að mestu í kafi. Til að tryggja góða að- stöðu er nauðsynlegt að halda slíkum lautum reglulega við. Aðstaða til fata- skipta er engin og verður að leggja föt frá sér á bakkana. Heitur lækur við rjúpnabrekkur Heitur lækur er við Rjúpnabrekkur inn af Hveragerði. Ekið er upp í gegn- um bæinn framhjá hesthúsahverfinu eins langt og vegurinn nær. Lækurinn kemur fram með hlíðinni og rennur í Hengladalsá sem neðar verður að Varmá. Óvíst er hve mikið hann er notaður til baða en neðarlega í hon- um hafði verið gerður lítill baðhylur. Hylur þessi er rétt neðan við borholu sem þarna er á teigi í hlíðinni. Vatnið var 34°C í hylnum en 39°C ofar í lækn- um. Vafalaust má gera þarna betri að- stöðu. Leggja verður fötin á grasið á bakkanum. Botnin er úr blönduðum jarðvegi. Ekki er mikið af þörungum. varmá – Hveragerði Varmá rennur í gegnum Hveragerði. Hún er að eðli dragá en í hana rennur víða heitt vatn frá hverum sem sumir eru á bökkum og botni árinnar. Hita- stigið er að jafnaði talsvert hærra en vanalegt er í íslenskum ám, sérstak- lega þegar rennsli er lítið. Meðalhita- stig að degi til á sumrin er um 17°C en getur hæglega komist í 20–25°C á góðviðrisdögum. Á góðviðrisdögum á sumrin er Varmá talsvert notuð til baða. Sá kafli árinnar sem til þess er notaður er efsti hluti hennar í gegn- um bæinn, frá Reykjafossi og upp úr. Reykjafoss er á móts við sundlaugina í Laugaskarði. Seljavallalaug Einhver frægasta sundlaug landsins. Laugin er 25 metra löng, byggð árið 1923 utan í berginu í árgilinu spöl- korn innan við sundlaugina á Selja- völlum. Áður mun hafa verið þarna minni laug. Heitt vatn seytlar í laugina úr uppsprettum í klettunum. Í sund- laugina á Seljavöllum rennur vatn úr sömu uppsprettunum. Frá tjaldstæð- inu er um hálftíma ganga inn að laug- inni. Heimild: nat.is Lipurð-StöðugleikiGæði-Þjónusta Pizzur-smáréttir-Bar NÝJUNG Í HÁDEGI HLAÐBORÐ Í HÁDEGI Súpa, heitur réttur, kaffi Veislur og Veisluþjónusta Er mannfagnaður framundan? Hafið samband og við aðstoðum! Linda, Tryggvi og Gullý Hofland BREIÐUMÖRK 2B - HVERAGERÐI S: 483 4467 HO FLAND - SETRIÐ PIZZA SMÁRÉTTIR BAR Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.