Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 41
suðurland Miðvikudagur 18. nóvember 2009 41
Heitar laugar
á suðurlandi
er þó örugglega mismunandi á hverj-
um tíma allt eftir því hvernig stendur á
veðri og árstíðum. Bakkarnir umhverf-
is lækinn eru víða blautir og þar með
viðkvæmir og eru þeir sumstaðar mik-
ið skemmdir vegna ágangs manna og
dýra. Vatnið er nánast laust við grugg
því fínasta efnið berst strax burt með
straumnum. Nokkur þörungavöxtur á
botni og við bakka. Reynt hefur verið
að útbúa baðhyli í mölinni neðan við
lækjarmótin en sjáanlega hefur lækur-
inn að mestu fyllt slíkar lautir up. Vatn-
ið er því víða fullgrunnt til geta setið
að mestu í kafi. Til að tryggja góða að-
stöðu er nauðsynlegt að halda slíkum
lautum reglulega við. Aðstaða til fata-
skipta er engin og verður að leggja föt
frá sér á bakkana.
Heitur lækur við
rjúpnabrekkur
Heitur lækur er við Rjúpnabrekkur
inn af Hveragerði. Ekið er upp í gegn-
um bæinn framhjá hesthúsahverfinu
eins langt og vegurinn nær. Lækurinn
kemur fram með hlíðinni og rennur
í Hengladalsá sem neðar verður að
Varmá. Óvíst er hve mikið hann er
notaður til baða en neðarlega í hon-
um hafði verið gerður lítill baðhylur.
Hylur þessi er rétt neðan við borholu
sem þarna er á teigi í hlíðinni. Vatnið
var 34°C í hylnum en 39°C ofar í lækn-
um. Vafalaust má gera þarna betri að-
stöðu. Leggja verður fötin á grasið á
bakkanum. Botnin er úr blönduðum
jarðvegi. Ekki er mikið af þörungum.
varmá – Hveragerði
Varmá rennur í gegnum Hveragerði.
Hún er að eðli dragá en í hana rennur
víða heitt vatn frá hverum sem sumir
eru á bökkum og botni árinnar. Hita-
stigið er að jafnaði talsvert hærra en
vanalegt er í íslenskum ám, sérstak-
lega þegar rennsli er lítið. Meðalhita-
stig að degi til á sumrin er um 17°C
en getur hæglega komist í 20–25°C á
góðviðrisdögum. Á góðviðrisdögum
á sumrin er Varmá talsvert notuð til
baða. Sá kafli árinnar sem til þess er
notaður er efsti hluti hennar í gegn-
um bæinn, frá Reykjafossi og upp úr.
Reykjafoss er á móts við sundlaugina
í Laugaskarði.
Seljavallalaug
Einhver frægasta sundlaug landsins.
Laugin er 25 metra löng, byggð árið
1923 utan í berginu í árgilinu spöl-
korn innan við sundlaugina á Selja-
völlum. Áður mun hafa verið þarna
minni laug. Heitt vatn seytlar í laugina
úr uppsprettum í klettunum. Í sund-
laugina á Seljavöllum rennur vatn úr
sömu uppsprettunum. Frá tjaldstæð-
inu er um hálftíma ganga inn að laug-
inni.
Heimild: nat.is
Lipurð-StöðugleikiGæði-Þjónusta
Pizzur-smáréttir-Bar
NÝJUNG Í HÁDEGI
HLAÐBORÐ Í HÁDEGI
Súpa, heitur réttur, kaffi
Veislur og Veisluþjónusta
Er mannfagnaður framundan?
Hafið samband og við aðstoðum!
Linda, Tryggvi og Gullý Hofland
BREIÐUMÖRK 2B - HVERAGERÐI
S: 483 4467
HO
FLAND
- SETRIÐ
PIZZA SMÁRÉTTIR BAR
Hafðu samband
í síma 515-5555
eða sendu tölvupóst
á askrift@dv.is
- inn í hlýjuna
Fáðu DV heim
í áskrift