Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 42
Miðvikudagur 18. nóvember 200942 suðurland
Grét þegar
selfoss
fór upp
um deild
Síðasta orðið á knattspyrnumaðurinn Sævar Þór Gísla-
son sem leikur með Selfossi. Sævar yfirgaf úrvals-
deildina fyrir þremur árum eftir farsælan feril með
Fylki og gekk í raðir síns uppeldisklúbbs, Selfoss.
Nú er Sævar kominn upp í úrvalsdeildina með
Selfossi eftir að hafa verið langbesti leikmaður
neðri deildanna síðustu árin.
1. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?
„Fer á fætur, tek góðan sopa af lýsi og bursta tennurnar.“
2. Hver er sérgrein þín í eldhúsinu?
„Gríðarlega öflugur við eldavélina.“
3. Hvaða kvikmyndahetju lítur þú upp til?
„Engrar sérstakrar.“
4. Hvar ólst þú upp?
„Á þeim yndislega stað Selfossi.“
5. Ef ekki knattspyrnumaður, hvað þá?
„Sáttur við sjálfan mig eins og ég er.“
6. Hvað drífur þig áfram?
„Ákveðnin og þrjóskan.“
7. Hvaða lag kemur þér alltaf í gott skap?
„Flest lög með Sálinni.“
8. Hver er uppáhaldsborgin þín?
„Minneapolis.“
9. Hvað hefur Suðurland fram yfir aðra landshluta?
„Ótrúlega náttúrufegurð og veiðiperlur.“
10. Hver er þín helsta fyrirmynd?
„Það er pabbi minn.“
11. Hverju sérðu mest eftir?
„Að hafa ekki farið í nám í Bandaríkjunum á sínum tíma þegar mér stóð það til boða á fullum skólastyrk.“
12. Ef þú mættir gefa íslensku þjóðinni gjöf, hvað myndirðu gefa henni?
„Draga til baka umsóknina að ESB.“
13. Hvar líður þér best?
„Heima í faðmi konunnar.“
14. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?
„Þeir eru svo margir. Ómögulegt að telja þá alla upp. En Selfoss er ofarlega á lista.“
15. Hver er fremsti knattspyrnumaður heims fyrr og síðar?
„Það er klárlega Diego Armando Maradona, Lionel Messi er ekki langt þar á eftir.“
16. Hvenær felldir þú síðast tár?
„Þegar Selfoss tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar í fyrsta skipti í sögu félagsins.“
17. Hvernig er heimilisverkunum skipt?
„Þeim er gríðarlega vel skipt á milli á heimilinu, mynda ég segja. Svona sirka 60/40 og ég á lægri töluna.“
18. Stundar þú líkamsrækt?
„Já, með fótboltanum.“
19. Hvert er takmark þitt í lífinu?
„Að lifa fyrir hvern dag í einu og njóta þess.“
20. Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur?
„Ég er ekki mikill bókaormur, en er þessa stundina að lesa ævisögu Roys Keane, sem er skemmtileg
lesning.“
21. Hver voru áhugamál þín sem unglingur?
„Það voru klárlega íþróttir númer 1, 2, og 3.“
22. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
„Flugmaður blundaði alltaf í mér en sá áhugi dó út með aldrinum.“
23. Hvernig er fullkomið laugardagskvöld?
„Heima í faðmi fjölskyldunnar eða í góðra vina hópi.“
24. Hver er þinn helsti kostur?
„Ákveðinn, jákvæður, metnaðarfullur og alltaf tilbúinn til að læra eitthvað nýtt og takast á við ný
verkefni.“
25. Hvern hefur þig alltaf dreymt um að hitta?
„Jennifer Aniston.“
26. Áttu gæludýr?
„Ég átti yndislega chihuahua-tík en við urðum að láta hana frá okkur.“
27. Finnst þér gaman í vinnunni?
„Já, ég get ekki neitað því, einn besti og skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“
28. Hvaða skref væri mest til heilla íslenskri þjóð?
„Að skipta um ríkisstjórn og það ekki seinna en strax.“
29. Hvernig veður hentar best til göngutúra?
„Öll veður á vorin og sumrin geta hentað til göngutúra, fer eftir því hversu vel stemmdur maður er til að
fara í göngutúr.“
30. Síðasta orðið?
„Skora á bæjarstjórn Árborgar að drífa framkvæmdir við stúkubyggingu á íþróttavellinum í gang svo
Selfoss fái nú keppnisleyfi í efstu deild á næsta ári.“
SÍÐASTA ORÐIÐ