Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Page 45
fréttir 18. nóvember 2009 miðvikudagur 45 Að sögn bandarískra rannsóknar- manna valda efni sem finnast í plasti breytingum á heila drengja á ung- barnaaldri og geta gætt þá kveneðli. Samkvæmt niðurstöðum rannsókn- armannanna verða strákar sem orð- ið hafa fyrir miklum áhrifum af þess- um efnum í móðurkviði ólíklegri til að leika sér með strákaleikföng á borð við bíla eða taka þátt í ærslafullum leikj- um. Niðurstöður rannsóknarteymis Rochester-háskólans í Bandaríkjun- um hafa aukið enn frekar áhyggjur af notkun þalata (e. phthalates) í, til dæmis, vínilgólfefnum og PVC-plasti í sturtuhengjum. Bönnuð að hluta til Þrátt fyrir að notkun þalata í leik- föngum hafi verið bönnuð innan Evr- ópusambandsins síðan 1999 er enn töluvert um að þau séu notuð í ýmis- legt sem snýr að heimilishaldi, til að mynda húsgögn og umbúðir. Þalöt geta haft truflandi áhrif á hormóna, og um er að ræða margar ólíkar gerðir sem sumar hverjar líkja eftir kvenhormóninu estrógen og að sögn Elizabeth Salter-Green, forstjóra CHEM Trust-stofnunarinnar, geta slík þalöt svo sannarlega breytt kynhegð- un drengja og verið það sem kallað er „gender bender“ á ensku. Markmið CHEM Trust er að takmarka notk- un efna sem valdið geta langtíma- skaða hjá mönnum og í náttúrunni al- mennt. Óhætt er að segja að áhyggjur Salt- er-Green eru ekki ástæðulausar því fyrir hefur teymið frá Rochester-há- skólanum sýnt fram á að áhrif þalata á sveinfóstur geta lýst sér á þann veg að drengirnir fæðist með óeðlileg kyn- færi. Karlhormón lúta í lægra haldi Nú taka vísindamennirnir dýpra í ár- inni því að þeirra sögn hafa ákveðin þalöt áhrif á heilann með því að lama virkni karlhormónsins testósteróns. Í grein á vefsíðu BBC kemur fram að doktor Shanna Shaw og teymi henn- ar rannsökuðu þvagsýni úr mæðrum sem rúmlega hálfnaðar voru í með- göngu, með það fyrir augum að finna þalöt. Fylgst var með umræddum mæðr- um, sem eignuðust 74 drengi og 71 stúlku, þar til börn þeirra náðu fjög- urra til sjö ára aldri. Mæðurnar voru þá spurðar um þau leikföng sem börn- in léku sér með og höfðu gaman af. Niðurstöðurnar voru þær að tvær tegundir þalata, DEHP og DBP, geta haft áhrif á leikhegðun barna. Dreng- ir sem urðu fyrir miklum áhrifum af þessum þalötum í móðurkviði voru ólíklegri til að leika sér með bíla, lestir, byssur eða taka þátt í „grófari“ leikjum þar sem ryskingar koma við sögu. Snemma beygist krókurinn Sem fyrr segir eru niðurstöður rann- sóknarinnar Elizabeth Salter-Green áhyggjuefni. „Við vitum nú að þalöt, sem við öll erum sífellt í snertingu við, eru mikið áhyggjuefni frá heilbrigðis- sjónarmiði, leiða til truflunar á frjó- semi karla og, að því er virðist, einn- ig hegðun karla,“ sagði Salter-Green í viðtali við vefsíðu BBC. Hún viðurkenndi þó að þeir dreng- ir sem koma við sögu í rannsókninni væru enn ungir að aldri, en sagði að minnkun á strákslegum leik á þeirra aldri kynni að leiða til kvenlægrar þró- unar seinna á lífsleiðinni. Frekari rannsókna þörf Á vefsíðu BBC er haft eftir Tim Edgar hjá Evrópunefnd um plastefni að frek- ari rannsókna sé þörf, og að ekki sé hægt að fella dóm fyrr en vísindaleg- ir sérfræðingar hafi litið nánar á rann- sóknina. Að sögn Edgars eru margar tegundir þalata í notkun og rannsókn- in lýtur einungis að tveimur af þeim tegundum sem minnst eru notaðar, og lenda hugsanlega á lista Evrópusam- bandsins yfir mögulega skaðleg þalöt sem jafnvel lytu notkunarheimild. Notkun áðurnefnds DBP hefur ver- ið bönnuð, innan Evrópusambands- ins, í snyrtivörum, síðan 2005. Fjöldi ólíkra þalata fyrirfinnst og þau sem al- gengust eru hafa verið úrskurðuð með öllu skaðlaus. DEHP er notað til að gera PVC mýkra og meðfærilegra og gjarna not- að í gólfdúka, DBP er meðal annars notað í lím, liti og í textíliðnaði. Ákveðin efni sem notuð eru í plastiðnaði geta, í stórum skömmtum, verið skaðleg sveinfóstrum, samkvæmt bandarískri rannsókn. Áhrifin, sem kunna að vera bæði líkamleg og andleg, geta valdið því að hegðun drengja líkist hegðun stúlkna meira en eðlilegt getur talist. Plastefni gæða drengi kveneðli Drengir sem urðu fyrir miklum áhrifum þessara þalata í móðurkviði voru ólíklegri til að leika sér með bíla, lestir, byssur eða taka þátt í „grófari“ leikjum þar sem ryskingar koma við sögu. KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is leikið með plast Efni sem not- að er í plast getur verið skaðlegt sveinfóstrum. Mynd PhotoS.coM Leiðtogi Líbíu, Muammar Gaddafi sem sótti ráðstefnu Matvælastofn- unar Sameinuðu þjóðanna í Róm, eyddi nokkrum klukkustundum í félagsskap um tvö hundruð ítalskra kvenna. Konurnar voru ráðnar af Hostessweb-stofnuninni að ósk Líbíuleiðtogans. Í ítalska dagblað- inu Corriere dell Sera segir að aug- lýsingin hafi verið svohljóðandi: „Leitum að 500 aðlaðandi konum á aldrinum 18 til 35, minnsta kosti 1,70 metrar á hæð, vel klæddum en ekki í pínupilsum eða flegnum kjól- um.“ Fimm hundruð kvenna takmark- ið náiðst ekki, eða í það minnsta birtust aðeins um tvö hundruð kon- ur við villu í Róm eftir að hafa verið sagt að þær fengju 60 evrur, um ell- efu þúsund krónur, og „einhverjar líbískar gjafir“. Á meðal þeirra sem mættu var fréttakona ítölsku frétta- stofunnar ANSA sem tók myndir og lýsti atburðarás kvöldsins. Samkvæmt umfjöllum ANSA héldu flestar kvennanna að þær væru að fara í teiti , en þess í stað var þeim gert að bíða í stórum sal eftir Líbíuleiðtoganum Muamm- ar Gaddafi sem uppfræddi þær um Líbíu og hlutverk kvenna sam- kvæmt íslömskum kenningum. Eftir tvær klukkustundir endaði uppfræðslan, sem innihélt spurn- ingar og svör með aðstoð túlks, með því að Gaddafi hvatti við- staddar konur til að „snúast til ís- lamstrúar“ og gjafirnar voru eintak af Kóraninum og kveri sem Gaddafi skrifaði. Eins og við var að búast þótti sumum konum sem þær hefðu verið blekktar og sagði ein þeirra í viðtali við ANSA að þetta hefði ekki verið það „forréttindapartí“ sem þær áttu von á: „Þeir gáfu okkur ekki einu sinni vatnsglas“. Aðrar konur höfðu á orði að þeim hefði misboðið það and- kristna viðhorf sem kom fram í kennslu Gaddafis, sem meðal annars kom fram í þeirri fullyrð- ingu hans að Jesús hefði ekki ver- ið krossfestur, heldur var „einhver sem líktist honum“ líflátinn í hans stað. Ljóst er að líbískir embættis- menn deila ekki skoðunum með þeim konum sem finnst þær hafa verið blekktar því að sögn líb- íska sendiherrans á Ítalíu hyggur Gaddafi á fleiri slíkar uppákomur. Ítalskar konur bjuggust við partíi í félagsskap Gaddafis: Útdeildi Kóraninum og eigin kveri líbíuleiðtoginn með forsætisráð- herranum. Áhugi þeirra á konum á sér hugsanlega ólíkar rætur. Mynd AFP alþýðuhetja gefur sig fram Toni Musulin, sem hvarf fyrr í mánuðinum með meira en ellefu milljónir evra í fartesk- inu, gaf sig fram við lögregluna í Mónakó á mánudaginn. Musulin hlaut skyndilega og óvænta frægð þegar hann hvarf ásamt öryggisbifreið sinni þegar hann var á sinni hefðbundnu ferð í Lyon í Frakklandi 5. nóv- ember þar sem hann starfaði sem öryggisvörður við peninga- flutninga fyrir Frakklandsbanka. Toni Musulin varð eins konar alþýðuhetja á augabragði, tal- inn hafa framið hinn fullkomna glæp og varð þess heiðurs að- njótandi að skyrtubolir voru framleiddir honum til heiðurs. krishna og trishna Ástralskir læknar aðskildu sam- vaxna tvíbura, sem voru tengdir ofarlega á höfði og deildu æða- kerfi og heilavefjum. Aðgerðin tók tuttugu og sjö klukkustund- ir og lauk rétt fyrir miðnætti á mánudaginn. Að sögn Loe Donna, yfir- manns skurðdeildar Konunglega barnaspítalans í Melbourne, var um stórkostlegt andartak að ræða þegar tvíburarnir, Krishna og Trishna, urðu endanlega tvær manneskjur. Tvíburarnir, sem eru munaðarlausir, verða þriggja mánaða í næsta mánuði. atvinnuleysi ýtir undir vopnakaup Eftirspurn eftir skotvopnum hef- ur stóraukist í Bandaríkjunum vegna ótta um að aukið atvinnu- leysi í landinu leiði til fjölgunar glæpa, en atvinnuleysi fór yfir tíu prósent í þessum mánuði. Einnig hefur ótti við möguleg hryðjuverk haft sitt að segja, sem og áhyggjur á meðal skotvopna- eigenda af því að ríkisstjórn Baracks Obama hyggist setja takmarkanir á byssueign lands- manna. Byssuframleiðandinn Smith & Wesson reiknar með að tvö- falda sölu sína á næstu þrem til fimm árum og mikil sölu- aukning hefur orðið hjá öðrum vopnaframleiðendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.