Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Qupperneq 47
Hver er maðurinn? „Alan Jones, söngvari, dansari og lagahöfundur.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífið, börnin mín og allt fólkið sem hjálpar mér og skilur mig.“ Hvar ólstu upp? „Í New Orleans í Bandaríkjunum.“ Hver eru áhugamál þín? „Körfu- bolti og söngur.“ Hvenær byrjaðir þú að syngja? „Þegar ég var fimm ára. Amma mín gaf mér mína fyrstu plötu með Michael Jackson og ég hef ekki stoppað síðan.“ Hvað kemur til að þú heldur þessa tónleika fyrir Ellu Dís? „Ég sá þessa veiku stelpu í fréttunum með snúrur og alls kyns hluti fasta við sig. Það snerti mig virkilega þannig að ég ákvað að reyna að gera eitthvað fyrir hana.“ Hefurðu haldið styrktartónleika áður? „Nei, en ég er alltaf að gefa tíma minn í verkefni eins og ABC barnahjálp og styðja fólk með krabbamein.“ Hvaða tónlistarmenn munu koma þarna fram? „Bermuda, Slim Jim and the Castaways, Ína, Edgar Smári, Kristín Ósk, vinkona mín, 3 raddir. Ingó veðurguð og fleiri.“ Hefurðu hitt Ellu Dís? „Nei, ekki enn. Ég vonast þó til að gera það sem allra fyrst.“ Hver er draumurinn? „Að vera hamingjusamur og halda áfram að gefa af sér. Ég vil hjálpa sem flestum á meðan ég lifi. Söngurinn er besta gjöf sem við getum fengið. Hann læknar, ég trúi því algjörlega.“ Ertu byrjuð að skrEyta fyrir jólin? „Nei. Það má ekki strax. Ég byrja fyrsta desember.“ HallDóra SæmunDSDóttir 33 árA vErSLuNArStJÓrI „Nei, ég byrja á aðventunni.“ HafDíS ErnuDóttir 18 árA StArfSMAður „Nei, ég er ekki byrjuð. Býst við að byrja um næstu helgi.“ EygErður Eyja HElgaDóttir 31 árS LEIKSKÓLAKENNArI „við erum ekki byrjuð að skreyta heima hjá mér. Ætli við byrjum ekki í byrjun desember.“ ragna HElgaDóttir 16 árA NEMI Í Mr Dómstóll götunnar alan jonES, söngvari og dansari, ætlar að halda tónleika til styrktar hinni langveiku Ellu Dís. tónleikarnir verða á Spot þar sem margir frábærir listamenn koma fram. Söngurinn læknar „Nei, en ég er byrjuð að kaupa jólagjafir. Ég byrja líklega á aðvent- unni.“ jEnný jónSDóttir 34 árA maður Dagsins „Hann sest í samninganefnd utan- ríkisráðherra um aðild að Evrópu- sambandinu og uppsker reiði fyrr- verandi samherja sinna.“ Stundum er sagt að íslenska þjóðin sé um flest tveimur áratug- um á eftir nágrannaþjóðum. Tilgátan hér er sú að þetta eigi sérstaklega við um hugmynda- strauma og sveigjanleika og getu þjóðarinnar til að melta þá og vinna úr þeim. Í ákveðnum skilningi er eyþjóð- in íslenska sjálfhverf. Smæð henn- ar setur mark sitt á tengsl manna og gegnumsýrir loks hagsmuna- vörslu á skilmálum klíkunnar, ætt- arinnar eða flokksins. Hagsmun- ir þeirra sem ráða ferðinni gerir þá íhaldssama. Þess vegna er það sem þjóðin öll virðist íhaldssöm gagn- vart hugmyndastraumum og jafnvel tortryggin í garð útlendinga af sömu sökum. Í mannvísindum eru til kenning- ar sem telja það styrkleikamerki ef menning getur tekið viðstöðulaust við nýjungum án þess að glata sér- kennum sínum. Að sama skapi ætti það að vera veikleikamerki menn- ingar að bogna undan utanaðkom- andi straumum, tapa sérkennum sínum með alvarlegum afleiðingum og rótleysi. Íslensk menning hefur breyst en ekki tapað sérkennum sínum í öldu- róti alþjóðahyggjunnar. Einsýni og fordómar Íhaldsmaðurinn Sir Geoffrey Howe, fyrrverandi fjármála- og utanrík- isráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher, sneri baki við forsætisráð- herra sínum og sagði af sér í frægri ræðu í breska þinginu 13. nóvember árið 1990. Afsögn Howes markaði vatnaskil á ferli Thatchers og leiddi til falls járnfrúarinnar skömmu síð- ar eftir 11 ára valdaferil. Thatcher leið illa undir afsagnar- ræðunni og vissi sem var að nú væri fokið í flest skjól. Hvað sagði Geoffrey Howe í ræðu sinni? Á sinn fágaða hátt gagnrýndi hann ekki aðeins inntakið í stefnu Thatchers gagnvart Evrópubanda- laginu, sem svo hét þá, heldur einn- ig stíl hennar. Bretar gengu í Efnahagsbanda- lagið árið 1973, 16 árum eftir að Belgar, Frakkar, Þjóðverjar, Hollend- ingar, Ítalir og Lúxemborgarar und- irrituðu Rómarsáttmálann. Howe hafði sannfærst um að tortryggni Thatchers í garð Evrópusamstarfs- ins, tregða hennar gagnvart nánara myntsamstarfi og myntbandalagi sem síðar varð og einstrengingsleg afstaða í mörgum öðrum sameigin- legum hagsmunamálum álfunnar, mundi leiða bresku þjóðina á villi- götur. Þetta væri byggt á rangtúlkun járnfrúarinnar á margbrotnu hug- taki um framsal fullveldis. Howe taldi meira að segja að skilningur Winstons Churchill á fullveldi löngu áður væri mun gæfu- legri en skilningur Tahtchers. Þjóð- ir gætu einnig framselt fullveldi í því augnamiði að skapa betri varnir fyr- ir þjóðirnar, margbreytileika þeirra og siðvenjur en þjóðarfullveldi gæti gert. „Ég verð að segja, að mér þyk- ir sýn Winstons Churchill meira sannfærandi og hvetjandi og í betra samræmi við hagsmuni þjóðar okk- ar en sú martraðarsýn sem stund- um er vakin upp af forsætisráðherra sem virðist stundum líta svo á að meginlandið sé þéttsetið illviljuðu fólki sem vilji - með hennar orðum - „tortíma lýðræðinu“ á lævísleg- an hátt, „leysa upp þjóðarvitund- ina“ og beina okkur „bakdyrameg- in inn í sameinaða Evrópu“. Hvers konar sýn er þetta fyrir fólkið okkar sem stundar viðskipti þar alla daga, fyrir fjármálamenn sem leitast við að gera London að miðstöð fjár- málastarfseminnar í Evrópu eða fyrir allt unga fólkið okk- ar í dag?“ Dragbítar íslensku þjóðarinnar Sir Geoffrey Howe lýsti því hvernig Thatcher kæmi því til skila við þjóð- ir Evrópubandalagsins á þessum tíma, að þær gætu farið sína leið, til dæmis varðandi myntsamstarfið. Þeim tækist aldrei að leggja slíkar kvaðir á Breta gegn vilja þeirra. En hættan fólst aldrei í álögum og kvöðum að mati Geoffreys Howe, heldur einangrun. Árum saman hafði Thatcher rétt nágrannaþjóðum fingurinn og sagt „nei, nei, nei“. Nærri 20 árum síðar er Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra, í svipuðum sporum og Sir Geoffrey Howe var í fyrir nærri tveimur ára- tugum í Bretlandi. Hann sest í samninganefnd ut- anríkisráðherra um aðild að Evr- ópusambandinu og uppsker reiði fyrrverandi samherja sinna. Hann reynir með skrifum sínum að koma vitinu fyrir ofstækisfull hægri- öflin í landinu sem með fjandskap sínum við ESB og evru hafa bund- ið þjóðinni þyngri byrðar en Thatcher tókst nokkru sinni að velta yfir á herðar sinnar þjóðar. Valt efna- hagslíf Breta nú á sér sögu- legar skýring- ar rétt eins og bankahrunið á Íslandi. Varast skalt þú reiði þolinmóðra manna kjallari mynDin 1 Erfitt að reykja með svona mikið silíkon - myndir fyrrverandi Dead or Alive-söngvarinn Pete Burns, sem er fimmtugur, hefur farið í svo margar lýtaaðgerðir að hann á í hreinustu vandræðum með að fá sér smók. 2 aðstoðardómari missir stjórn á sér – myndband Annar aðstoðardómarinn í leik í Brasilíu missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu þegar leikmaður hellti yfir hann vatni. 3 Kári: Hluthafar búnir að tapa öllu „Þeir eru búnir að tapa því miður, þeim eignarhlut sem þeir áttu í þessu fyrirtæki,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri deCODE. 4 fundu látinn mann á google maps Í fyrsta sinn hefur kortaþjónusta Google- leitarvélarinnar, Google Maps, birt mynd af látnum manni. Líkið lá á götu í Mexíkó og fór mynd af því sjálfkrafa inn á Google Maps. 5 Hringnum lokað Lögreglunni á Suðurnesjum er að takast að púsla saman myndinni í mansalsmálinu mikla sem verið hefur til rannsóknar síðustu vikur. 6 féll fram af svölum í grafarholti Karlmaður féll fram af svölum íbúðar í Grafarholti aðfaranótt þriðjudags. 7 Kýldi ólétta kærustu vinar síns í magann 25 ára karlmaður frá Minnesota í Bandaríkjunum, Dameon Gatson, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynsluslausn, fyrir að ráða vin sinn til að kýla ólétta kærustu sína í magann. mest lesið á Dv.is jóHann HauKSSon útvarpsmaður skrifar „Valt efnahagslíf Breta nú á sér sögu- legar skýringar rétt eins og bankahrunið á Íslandi.” umræða 18. nóvember 2009 miðvikudagur 47 margt um manninn Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sína í verslunina Kost frá því hún var opnuð um helgina. rakel Ósk Sig- urðardóttir ljósmyndari fór ekki varhluta af mannmergðinni enda Íslendingar bæði nýjungagjarnir og kaupglaðir þegar verslanir eru opnaðar hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.