Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 53
á x x x x x d e g i
Þýðingahlaðborð Bandalag þýðenda
og túlka heldur sitt árlega Þýðingahlaðborð á morgun, fimmtudag.
Tilgangurinn með því er að vekja athygli á áhugaverðum þýðingum í
jólabókaflóðinu og kynna störf þýðenda. Á meðal þeirra þýðinga sem
verða í sviðsljósinu eru Ummyndanir Óvíds sem Kristján Árnason þýddi,
Leikur engilsins eftir Carlos Ruiz Zafón sem Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi
og Chicago eftir Alaa al Aswany sem Jón Hallur Stefánsson þýddi.
Hlaðborðið verður haldið á Háskólatorgi og hefst klukkan 16.
Útgáfu-
tónleikar
feldbergs
Feldberg fagnar útgáfu fyrstu breið-
skífu sinnar, Don’t Be a Stranger,
með útgáfutónleikum í Þjóðleik-
húskjallaranum í kvöld, miðviku-
dag. Feldberg er samstarfsverk-
efni söngkonunnar Rósu Birgittu
Ísfeld, sem einnig er í hljómsveitinni
Sometime, og Einars Tönsberg sem
hefur gefið út plötur undir nafninu
Eberg. Fyrsta lagið sem Feldberg gaf
út var titillag plötunnar. Lagið kom
út á safnplötunni Pottþétt 49, varð
gríðarvinsælt og var notað í auglýs-
ingaherferð Nova. Annað lag með
dúettinum, Dreamin‘, er nú farið að
hljóma títt á útvarpsstöðvum lands-
ins.
Þættirnir um Atvinnumennina
okkar sem Filmus framleiddi fyr-
ir Stöð 2 Sport slógu heldur betur í
gegn síðasta vetur. Biðin eftir DVD-
diskinum hefur verið löng en nú er
kominn út mynddiskur með öllum
þáttunum sex og gífurlegu magni af
aukaefni. Í þáttunum er fylgst með
og skyggnst inn í líf sex af fremstu
atvinnumanna Íslands, Loga Geirs-
sonar, Hermanns Hreiðarssonar,
Grétars Rafns Steinssonar, Guðjóns
Vals Sigurðssonar, Ólafs Stefánsson-
ar og Eiðs Smára Guðjohnsen.
Þættirnir eru ómetanleg heimild
um hvernig atvinnumenn á hæsta
stigi æfa, borða, hvíla, lifa og hrær-
ast í hörðum heimi atvinnumennsk-
unnar. Hvergi annars staðar hefur
maður fengið túr um glæsivillu Her-
manns, komist inn í hús Eiðs Smára
í Barcelona og hvað þá fengið loks
að sjá kjallarann umtalaða sem Ól-
afur Stefánsson hafði fyrir sig hjá
Ciudad Real.
En á diskinum eru ekki bara
þættirnir sex ásamt grínþættinum
með Pétri Jóhanni Sigfússyni. Mik-
ið af afar skemmtilegu efni hafði
verið klippt úr þættinum ef marka
má það magn aukaefnis sem er á
diskinum. Þar kemst maður enn
nær atvinnumönnunum en fylgst
er til dæmis með Loga Geirssyni á
djamminu niðri í bæ og þá er allt at-
riðið sýnt þegar Logi og félagar hans
í handboltalandslið-
inu, Ásgeir Örn Hall-
grímsson og Vignir
Svavarsson, ræða op-
inskátt um landslið-
ið á kaffihúsi í mið-
bænum. Þá er einnig
allt atriðið sýnt þeg-
ar Eiður Smári er að
keyra á leik Barce-
lona og Real Madr-
id sem er nú bara
sérkapítuli út af fyrir
sig. Þessi upptalning
er þó ekki einu sinni
dropi í hafið af því magni sem má
finna á diskinum.
Eftir að hafa horft á alla þættina
aftur og rúlla í gegnum aukaefnið
tvisvar fékk ég sömu tilfinningu og
þegar ég sá þættina í fyrsta skipt-
ið. Ég vildi meira.
Fyrir utan sjálf
efnistökin er öll
vinnsla við þætt-
ina frábær og sýnir
leikstjórinn Hann-
es Þór Halldórs-
son svo sannarlega
að hann er fram-
tíðin. Það er ekki
að ástæðulausu að
Ragnar Bragason,
leikstjóri vakta-
seríunnar svo eitt-
hvað sé nefnt, kalli
þetta bestu heimildaþætti sem
gerðir hafa verið. Þetta er jólapakki
sem getur ekki klikkað fyrir hvaða
íþróttahaus sem er.
Tómas Þór Þórðarson
Gott verður betra
„Það er mjög gaman að fá þetta og
rosa heiður. Það sem þessi kona gerði
er líka ótrúlegt. Þriggja barna móð-
ir sem rífur sig upp til að fara að læra
leiklist í Kaupmannahöfn. Meira að
segja í dag væri það ekkert sjálfsagt
mál,“ segir Jón Atli Jónasson leikskáld
sem í fyrrakvöld fékk afhenta viður-
kenningu úr Minningarsjóði frú Stef-
aníu Guðmundsdóttur. Auk Jóns Atla
fengu Þröstur Leó Gunnarsson leikari
og Ágústa Skúladóttir leikstjóri sams
konar viðurkenningu við athöfn sem
haldin var í Iðnó.
Viðurkenningarnar eru annars
vegar peningaupphæð, sem gert er
ráð fyrir að nýtt sé sem ferða- eða
menntunarstyrkur erlendis, og hins
vegar Stefaníustjakinn svonefndi sem
er sérsmíðaður kertastjaki. Þetta er
í sautjánda sinn sem úthlutað er úr
sjóðnum. Hann var formlega stofnað-
ur árið 1965 og veitt úr honum í fyrsta
skipti fimm árum síðar. Þrjátíu og fjór-
ir einstaklingar hafa nú fengið viður-
kenningar úr sjóðnum.
Jón Atli er fyrsta leikskáldið sem
fær þessa viðurkenningu en fyrri
styrkþegar hafa langflestir verið leikar-
ar. „Það er mjög gaman,“ segir Jón, að-
spurður hvort sú staðreynd geri viður-
kenninguna ekki enn meiri. „En þegar
maður bara skoðar hverjir hafa feng-
ið þetta sér maður að maður er í afar
góðum hópi. Þetta er því bara einn af
þessum hlutum sem eru skemmtileg-
ir. Það var líka gaman að fá verðlaunin
með þessu fólki í gær [fyrradag], Þresti
og Ágústu. Mér finnst líka við útdeil-
ingu á þessum verðlaunum að fólk sé
ágætlega með puttann á púlsinum á
því sem er að gerast,“ segir Jón Atli.
Aðspurður hvort hann hafi hugs-
að hvernig hann ætli að nota pening-
inn segist Jón Atli ekki hafa gert það.
„Í raun og veru ekki. Er ekki gáfuleg-
ast að byrja á því að borga reikninga?“
spyr hann í léttum dúr.
Stjórn sjóðsins er skipuð Kjartani
Borg, sem er formaður, Hirti Torfa-
syni, Þorsteini Gunnarssyni, Jóni Við-
ari Jónssyni og Sunnu Borg. Stefanía
Borg er framkvæmdastjóri sjóðsins.
kristjanh@dv.is
fókus 18. nóvember 2009 miðvikudagur 53
Atvinnumennirnir
okkar Komnir á DVD.
Atvinnumennirnir okkAr
Útgefandi: Filmus
DVD
fyrsta leikskáldið
sem fær styrkinn
Veittar voru viðurkenningar úr Minning-
arsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur í
Iðnó í fyrrakvöld.
Skál! Hluti þeirra
sem fylgdust með
afhendingunni í Iðnó.
Koss Jón Atli fær koss til viðbótar
við féð, kertastjakann og heiðurinn
sem viðurkenningunni fylgir.
Glaðbeitt Styrkþegarnir þrír
í Iðnó í fyrrakvöld. Frá vinstri:
Þröstur Leó Gunnarsson leikari,
Jón Atli Jónasson leikskáld og
Ágústa Skúladóttir leikstjóri.
MYNDIR RóbeRt ReYNISSoN
1. brauð- og kökubók
Hagkaupa
2. Svörtuloft
Arnaldur Indriðason
Landsliðsréttir
Hagkaupa
Prjónadagar 2010
Kristín Harðardóttir
5.
Söknuður - Ævisaga
Vilhjálms Vilhjálmssonar
Jón Ólafsson
6. Kökubók Hagkaupa
7. Sex grunaðir
Vikas Swarup
8. Hyldýpi
Stefán Máni
9. Karlsvagninn
Kristín Marja Baldursdóttir
10. bóbó bangsi og jólin Susan Niessen
1.
2.
3.
4.
.
Metsölulisti
Byggt á sölu í verslunum
Hagkaupa vikuna 9.-16.. nóv.