Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Qupperneq 3
hefði mátt spara og hvort í ein-
hverjum tilvikum hefði verið hægt
að senda færri fulltrúa. Fyrir það
verða stjórnarmennirnir sjálfir að
svara en í flestum tilfellum hefur
þetta eflt víðsýni þeirra. Hjá okkur
er núna allt á bremsunni og við eyð-
um ekki neinu í ferðir nema þær séu
bráðnauðsynlegar. Hvað þessi tvö ár
varðar hefði hugsanlega í einhverj-
um tilvikum verið hægt að spara
peninga.“
Sigrún Elsa gefur lítið fyrir topp-
sæti sitt og ítrekar að hún sé síður en
svo ferðafrek í starfi sínu sem borgar-
fulltrúi og stjórnarmaður. Hún segir
þessi ferðalög erfið og telur nauð-
synlegt að spara ferðalög á þess-
um erfiðu tímum. „Þetta er hrika-
leg keyrsla og mikil vinna sem fylgir
þessum ferðum. Á meðan gengið er
eins og það er þurfa menn klárlega
að spara í ferðakostnaði. Í sjálfu sér
hef ég sem fæst orð um toppsæti
mitt en sé horft til starfa minna þá
er ég alls ekki ferðafrek hjá borg-
inni. Á öllu kjörtímabilinu hef ég far-
ið í þrjár ferðir á vegum borgarinnar,
og fyrirtækjum hennar, að þessum
ferðum meðtöldum. Ferðirnar hafa
verið gagnlegar og peningunum vel
varið,“ segir Sigrún Elsa.
FRÉTTIR 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 3
„Fyrir mína parta hefur
það gagnast mér mjög
vel að ferðast út og
kynnast verkefnunum,
það er bæði mjög lær-
dómsríkt og gagnlegt
fyrir fyrirtækin.“
FERÐAST VÍÐA
FYRIR MILLJÓNIR
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy keypti 2,5 milljarða króna á aflandsmarkaði í
gegnum íslenskt fyrirtæki í Lúxemborg. Krónurnar voru líklega notaðar til að greiða
fyrir hlutabréf í HS Orku. Slík viðskipti eru ekki ólögleg en leiða ekki til styrkingar
krónunnar á innanlandsmarkaði og fara þvert gegn markmiðum Seðlabanka Íslands.
Kanadíska fyrirtækið Magma
Energy keypti íslenskar krónur á
aflandsmarkaði í Lúxemborg fyrir
um 20 milljónir dollara árið 2009,
samkvæmt heimildum DV. Upp-
hæðin nemur tæplega 2,5 millj-
örðum króna á núverandi gengi
og er afar líklegt að krónurnar hafi
verið notaðar til að greiða fyrir
hluta af rúmlega 40 prósenta hlut
í HS Orku sem fyrirtækið keypti á
síðasta ári.
Líklegt er að krónurnar hafi ver-
ið notaðar til að greiða Geysi Green
Energy fyrir 8 prósenta hlut félags-
ins í HS Orku en Magma keypti
hann á um 2,5 milljarða króna síð-
astliðið sumar. Magma bætti svo
við sig rúmlega 32 prósenta hlut í
HS Orku í desember fyrir rúma 12
milljarða króna.
Með þessu móti hefur Magma
náð að verða sér úti um krónur á
lægra verði en ef fyrirtækið hefði
keypt þær hér á landi.
Tekið skal fram að ekki er ólög-
legt að kaupa krónur með þessum
hætti en ef krónurnar hefðu ver-
ið keyptar hér á landi hefðu við-
skiptin getað styrkt opinbert gengi
krónunnar. En vegna þess að að
viðskiptin áttu sér stað á aflands-
markaði urðu kaupin ekki til þess
að styrkja opinbert gengi gjald-
miðilsins. Ekki er hins vegar vitað
á hvaða gengi Magma keypti krón-
urnar né af hverjum var keypt.
Magma er í eigu kanadíska
auðmannsins Ross Beaty sem
jafnframt er stofnandi, stjórnar-
formaður og forstjóri fyrirtækis-
ins. Hann kom meðal annars til Ís-
lands síðastliðið sumar og fundaði
með Steingrími J. Sigfússyni fjár-
málaráðherra út af kaupum Mag-
ma á hlutabréfunum í HS Orku.
Arena milliliður
Samkvæmt heimildum DV var ís-
lenska eignastýringarfyrirtækið,
Arena Wealth Management, milli-
liður í þessum krónuviðskiptum
Magma Energy.
Viðskiptablaðið greindi frá því
í apríl á síðasta ári að fyrirtækið
hefði verið stofnað í Lúxemborg af
nokkrum fyrrverandi starfsmönn-
um Landsbankans og Kaupþings
þar í landi. Í Viðskiptablaðinu var
sagt frá því að þeir Þorsteinn Ól-
afsson, Arnar Guðmundsson,
Guðjón Sigurðsson og Einar Bjarni
Sigurðsson væru meðal þeirra sem
stæðu að Arena. Fyrirtækið er eitt
af fjölmörgum eignastýringar- og
ráðgjafafyrirtækjunum sem stofn-
að hefur verið af íslenskum banka-
mönnum eftir bankahrunið 2008.
Heimildir DV herma jafnframt
að ráðgjafafyrirtækið Capacent
Glacier, sem Magnús Bjarnason
stýrir, hafi haft milligöngu um að
leitað var til Arena vegna viðskipt-
anna með krónurnar.
Capacent Glacier hefur unnið
náið með Magma hér á landi og
til að mynda sagði Magnús, þegar
gengið var frá kaupum félagsins
á 32 prósenta hlutnum í HS Orku
í desember síðastliðinn: „Sam-
starf Glacier og Magma er ekki til-
viljunum háð. Sýn Ross J. Beaty á
uppbyggingu jarðhitavirkjana fell-
ur vel að stefnu Íslendinga í þess-
um efnum en starfsmenn Glaci-
er, sem hafa margra ára reynslu á
sviði jarðhitaviðskipta, störfuðu
margir áður fyrir Íslandsbanka,
og höfðu því góða þekkingu til að
velja réttan aðila fyrir þetta verk-
efni,“ sagði Magnús en hann var
framkvæmdastjóri hjá Glitni fyr-
ir bankahrunið og átti að leiða
orkuútrás bankans í gegnum útibú
hans í New York.
Segist ekki svara fyrir Magma
Magnús Bjarnason segir að-
spurður að Magma Energy hafi
fjármagnað kaupin á hlutnum í
HS Orku sem keyptur var af Geysi
Green með eigin fé. „Ég ætti ekki
að vera að svara þessu en ég ætla
að gera það vegna þess að ég
veit það: Það var með eigin fé ...
Þeir fóru í nokkur hlutafjárút-
boð á síðasta ári og meðal annars
voru þeir fjármunir notaðir til að
kaupa þessi bréf,“ segir Magnús.
Aðspurður hvort krónurn-
ar sem notaðar voru til kaup-
anna hafi verið keyptar hér á Ís-
landi eða erlendis segir Magnús:
„Magma er almenningshlutafé-
lag skráð í Kanada og ég get ekki
svarað fyrir þá. Talaðu við þá,“
segir Magnús.
Aðspurður hvort Magma
hafi keypt krónurnar í gegnum
Arena Wealth Management seg-
ir Magnús: „Nú get ég ekki tal-
að fyrir þeirra hönd. Ég get ekki
verið að segja þér nákvæmlega
hvað þeir gerðu,“ segir Magnús
sem aðspurður segist kannast við
umrætt eignastýringarfyrirtæki,
Arena. „Já, ég hef heyrt þeirra
getið.“
Aðspurður um hvort hann
hafi haft milligöngu um að koma
Magma í samband við Arena seg-
ir Magnús: „Ég er ekki on-record
með þetta ... Þetta er valid spurn-
ing hjá þér en þú ert ekki að spyrja
réttan aðila,“ segir Magnús.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
KEYPTU MILLJARÐA
Á SLIKK Í ÚTLÖNDUM
Krónuviðskipti á aflandsmarkaði
Sérfræðingur í gjaldeyrismálum sem DV ræddi við segir að viðskipti
með krónur á aflandsmarkaði (off-shore) hafi verið mjög algeng áður en
Seðlabanki Íslands herti reglur um gjaldeyrisviðskipti í kjölfar bankahrunsins
árið 2008. Hann segir að tvö gengi séu á krónunni: opinbert gengi (on-shore)
og svo gengið á aflandsmarkaði. Hann segir að viðskipti með krónur á
aflandsmarkaði styrki gengið á þeim markaði en leiði hins vegar til þess að
fyrir vikið styrkist opinbert gengi krónunnar ekki.
Hann segir að viðskipti með krónuna á aflandsmarkaði hafi verið miklu
meiri en viðskiptin á on-shore markaðnum en að þetta hafi breyst eftir að
Seðlabankinn þrengdi reglur um gjaldeyrisviðskipti.
Sérfræðingurinn segir að markmið Seðlabanka Íslands með gjaldeyris-
haftalögunum hafi verið að reyna að styrkja gengi krónunnar á on-shore
markaðnum og slík viðskipti með krónuna á aflandsmarkaði grafi vissulega
undir þessari viðleitni. Því má segja að krónuviðskipti á aflandsmarkaði fari
gegn anda gjaldeyrishaftalaganna. Seðlabankinn vilji helst að öll viðskipti
með krónuna fari fram á on-shore markaðnum. Hins vegar sé erfitt að eiga
við slíka viðskiptahætti þar sem ekki sé ólöglegt að kaupa krónur á þennan
hátt.
Hann segir að fyrirtæki geti sparað sér allt frá 10 til 40 prósent á kaupverði
gjaldeyris með því að kaupa hann á aflandsmarkaði. Fyrirtæki sem þurfa að
kaupa sér krónur geta því sparað sér umtalsverðar upphæðir með því að
gera það á aflandsmarkaði.
„Nú get ég ekki talað fyrir þeirra
hönd. Ég get ekki verið að segja þér
nákvæmlega hvað þeir gerðu.“
Keyptu krónur á aflandsmarkaði Ross Beaty, fyrir
miðju, og Magnús Bjarnason hjá Capacent Glacier sjást
hér ásamt Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra sem
þeir funduðu með í ágúst vegna kaupa Magma Energy
á hlutabréfum í HS Orku.
Japan
Filippseyjar
Indónesía