Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 FORSETINN VELDUR UPPNÁMI Afar skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Íslands, í gær að synja Ic- esave-lögunum frá 30. desember staðfestingar. Vandséð er einnig að hún leiði á næstunni til sátta og samvinnu um endurreisnarstarf- ið eftir bankahrunið eins og hann vonaðist eftir í yfirlýsingu sem hann gaf á Bessastöðum. „Það er einlæg von mín að þessi niðurstaða leiði til varanlegra sátta og farsæld- ar fyrir Íslendinga um leið og hún leggi grunn að góðri sambúð við allar þjóðir.“ Viðbrögð annarra þjóða við ákvörðun forsetans eru meira og minna öll á einn veg og mun harð- ari en búist var við eins og ráða má af orðum Össurar Skarphéðinsson- ar utanríkisráðherra á öðrum stað í blaðinu. Lá í loftinu Ákvörðun Ólafs Ragnars hefur leg- ið í loftinu í þröngum hópi manna í nokkra daga samkvæmt heimild- um DV. Forsetinn sjálfur hafi þó verið þögull sem gröfin í samræð- um við trúnaðarmenn sína. Hann ræddi við Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráðherra, Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Gylfa Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra áður en hann kynnti niðurstöðu sína. DV hefur heimildir fyrir því að oddvitar rík- isstjórnarinnar hafi ekki teflt fram þeim möguleika við forsetann að ríkisstjórnin segði af sér eða óskaði eftir þingrofi synjaði hann lögun- um staðfestingar. Umdeildur grundvöllur ákvörðunar Stjórnarliðum kom mörgum í opna skjöldu að Ólafur Ragnar skyldi vísa til þess að yfirlýsingar og áskoran- ir, sem forsetanum hefðu borist frá einstökum þingmönnum, sýndu að vilji meirihluta alþingismanna væri fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Þeir benda með- al annars á að tillaga þess efnis hafi verið felld á Alþingi 30. desember síðastliðinn. Þótt fáeinir stjórn- arþingmenn hefðu stutt áskorun Indefence mætti á móti benda á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði lýst því opinberlega í fyrradag að hann væri mótfallinn því að forsetinn gripi fram fyrir hendurnar á Alþingi. Þá þykir mörgum stjórnarlið- um það orka tvímælis að forset- inn skuli bera fyrir sig þá sem tekið hafa afstöðu á netinu eða í skoð- anakönnunum og gert slík gögn að undirstöðu ákvörðunar sinnar. For- setanum beri með öðrum orðum að taka afstöðu til efnisins, Icesa- ve-laganna sjálfra, en ekki skoðana annarra á þeim. Til samanburð- ar má benda á efnislega afstöðu til fóstureyðinga eða dauðarefsinga annars vegar og hins vegar skoðana manna til fóstureyðinga og dauða- refsinga eins og þær birtast í skoð- anakönnunum. „Geðþóttaákvörðun“ Stjórnarflokkarnir héldu þing- flokksfundi í gær til þess að ræða þá stöðu sem komin er upp í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars. „Geð- þóttaákvörðun“, „hégómagirnd“ og „tilraun til að hefja sig upp úr feni útrásardæmisins“ voru orð sem gramir stjórnarliðar létu falla um forsetann í samtölum við blaða- mann DV í gær. Forsetinn hefði með ákvörðun sinni leitast við að festa í sessi málskotsréttinn sem hann beitti fyrst í fjölmiðlamálinu árið 2004 í krafti 26. greinar stjórn- arskrárinnar. Aðrir fagna ákvörðun forsetans, meðal annars framsóknarmenn, þingmenn Hreyfingarinnar, tals- menn Indefence og fleiri. Nokkur vilji er til þess innan beggja stjórnarflokkanna, eink- um meðal samfylkingarmanna, að fylgja stjórnarskránni og hefja und- irbúning þjóðaratkvæðagreiðslu svo fljótt sem auðið er. Frum- vörp um tilhögun þjóðaratkvæða- greiðslu liggja fyrir þinginu en slík atkvæðagreiðsla hefur ekki fengið lögformlegan farveg enn. Um hvað á að greiða atkvæði? Viðmælendur DV meðal stjórnar- liða eru ekki á eitt sáttir um hvað slík þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fjalla, jafnvel þótt gefið sé að Íslendingar vilji standa við skuldbindingar sín- ar. Spurt er til dæmis hvort bera eigi lánaskilmálana í lögunum frá 30. desember undir atkvæði þjóðarinnar. „Verði lögin samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu, gilda þau að sjálf- sögðu áfram. Verði úrslitin á annan veg eru engu að síður áfram í gildi lög nr. 96/2009 sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009 á grundvelli sam- Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að vísa Iceave-lögun- um til þjóðarinnar vekur deilur og hörð viðbrögð þvert á fróm- ar óskir hans sjálfs um að ákvörðunin leiði til varanlegra sátta og leggi grunn að góðri sambúð við aðrar þjóðir. Stjórnarliðar leyna ekki gremju sinni frekar en talsmenn vinnumarkaðarins, Breta og Hollendinga. Kastljósið á forsetanum „Það er einlæg von mín að þessi niðurstaða leiði til varanlegra sátta og farsældar fyrir Íslendinga um leið og hún leggi grunn að góðri sambúð við allar þjóðir.“ MYND RÓBERT REYNISSON JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.