Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FRÉTTIR Iceave-málið er á afar viðkvæmu stigi þessa dagana og leitað er nýrrar nálgunar sem allir stjórnmálaflokk- ar geta sameinast um. Enn er stefnt að þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember síðastliðinn og forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar í byrjun ársins. Eftir fund Steingríms. J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, með fjármálaráðherr- um Breta og Hollendinga í Haag 29. janúar síðastliðinn er ljóst að engum meginatriðum Icesave-samningsins verður breytt. Stjórnvöld eru þögul sem gröfin um framvindu mála, en þessa stundina er allt kapp lagt á að ná umræddri samstöðu stjórnmála- flokkanna. Eftir því sem DV kemst næst hef- ur för formanna stjórnarandstöðu- flokkanna leitt til aukins raunsæis um þá möguleika sem við blasa. Í síðustu viku var svo að auki fenginn sérfræðingur frá Kanada sem mögu- lega gæti haft meðalgöngu í málinu. Eftir að hafa kynnt sér málið í hörg- ul mun hann einnig hafa komist að sömu niðurstöðu um skilyrði og for- sendur þess að gera breytingar á Ice- save-samningnum. Þung vaxtabyrði vegna Seðlabankans Svavar Gestsson, formaður samn- inganefndarinnar, lýsti samningn- um fyrst og fremst sem pólitískum samningi í viðtali við DV fyrir helg- ina. „Síðasta pólitíska atriðið í þess- um samningi eru vextirnir á lánun- um sem Bretar og Hollendingar veita á móti uppgjöri sínu við eigend- ur innstæðna hjá Landsbankanum. Ef Ísland væri að fá lán á núverandi markaðsvöxtum væru vextirnir milli 10 og 11 prósent. Staða þjóðarbús- ins er svo veik. Um samdist að við greiddum 1,25 prósent ofan á svo- kallaða CIRR-vexti, þannig að heild- arvextirnir eru 5,55 prósent,“ segir Svavar. Þar sem engar líkur eru til þess að nokkru verði hnikað um grund- vallarskuldbindingar, eins og skyld- una til að ábyrgjast innstæður upp að 20.887 evrum, er nú horft til þess hvort unnt sé með aðstoð nágranna- þjóða að breyta lánskjörum með ein- hverjum hætti. Það er að sínu leyti algerlega háð því að stjórnmála- flokkarnir nái samstöðu og gangi í sæmilegum takti til að ljúka málinu. Heimildir eru fyrir því að breski og hollenski ráðherrann hafi á Haag- fundinum ljáð máls á því að hnika til vöxtum eða lánskjörum að öðru leyti gegn slíkum skilyrðum. Þess má geta að vextir og verð- bætur sem ríkissjóður greiddi í fyrra vegna gjaldþrots Seðlabankans námu 32 milljörðum króna. þar af voru vext- ir um 7,4 milljarðar og verðbætur um 24,6 milljarðar króna. Þetta jafngildir yfir 10 prósenta nafnvöxtum. Sneitt hjá þjóðar- atkvæðagreiðslu? Þeir sem DV ræddi við í gær úr röð- um stjórnarliða telja að málið kunni að taka nýja stefnu á næstu dögum ef samstaða flokkanna næst. Ekki er talið ólíklegt að náist samstaðan hér innanlands geti komið til þess að eitt eða fleiri Norðurlandanna láni Íslendingum allt að 100 millj- arða króna til þess að greiða strax upp í Icesave-skuldina við Hollend- inga og Breta á lægri vöxtum en þeim sem um samdist. Gegn því að lækka höfuðstól skuldarinnar strax er talið líklegt að Hollendingar og Bretar séu reiðubúnir að lækka vexti af afgang- inum. Annar möguleiki virðist vera sá að fara líkt að og gert var við fjöl- miðlalögin sumarið 2004. Þau voru afnumin með lögum og ætlaðist Davíð Oddsson þáverandi forsæt- isráðherra, til þess að þingið sam- þykkti ný lög en keimlík. Framsókn- armenn treystu sér ekki í þann slag og töldu meðal annars hugsanlegt að forseti Íslands kynni að vísa einnig nýjum lögum til þjóðarinnar. Náist samstaða stjórnmálaflokk- anna og gera þarf nýjan Icesave- samning í kjölfarið, þótt keimlíkur verði, er hugsanlegt að lögin frá 30. desember verði afnumin með lögum og að ekkert verði þar af leiðandi af þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars næst- komandi. Þetta þykir ekki fýsilegt þar sem slík aðferð orkar tví- mælis og gæti í raun verið brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar. Engu að síður er ekki hægt að útiloka þennan möguleika, enda hafa forystu- menn stjórnar- andstöðuflokk- anna talað í þá veru að best væri að ná sam- komulagi um breyt- ingar og sneiða hjá þjóðar- atkvæða- greiðsl- unni. Verði þessi SAMSTAÐA FLOKKANNA ER ÞVINGUÐ LAUSN Icesave-deilan er á afar viðkvæmu stigi þessa dagana og framhaldið algerlega í hönd- um forystumanna stjórnmálaflokkanna. Stjórnvöldum býðst hugsanlega að taka lán á Norðurlöndum og innan ESB á góðum vöxtum og greiða inn á höfuðstól Icesave-skuld- arinnar við Hollendinga og Breta. Á móti kynnu þeir að vera til viðræðu um að bæta vaxtakjörin. Skilyrði er þó að það sé liður í endanlegri lausn sem sýnist nær ofviða íslenska flokkakerfinu. leið fyrir valinu yrði hún grundvölluð á því að flokkarnir samþykktu fyrirfram stuðning við nýjan samning þegar málið færi til afgreiðslu á Alþingi. Sjálfhelda stjórnar- andstöðunnar Þeir sem gerst þekkja eru þess full- vissir að sú töf sem orðin er á því að ganga frá Icesave-málinu hafi bak- að þjóðinni stórfellt tjón. Þetta tjón hefur ekki enn verið áætlað en inn- an ríkisstjórnarinnar er það metið svo að trauðla verði vextir og önnur lánskjör lækkuð svo mjög að þau vegi nokkurn tíma upp á móti því tjóni. Málið er því í eins konar pólitískri sjálfheldu. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, sem svo mjög hefur beitt sér gegn Icesave-samningnum, getur tæplega fallist á óbreyttan samning með öllu enda hefur hann lagt allt undir gegn honum. Svipað er uppi á teningnum varðandi Bjarna Bene- diktsson, formann Sjálfstæðisflokks- ins. Sáttin við stjórnarflokkana þarf því að vera þannig vaxin að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi haft eitthvert erindi sem erfiði síðan snemmsumars í fyrra. Af þeim sök- um verði þeir nú að leita að átyllu til þess að skipta um skoðun ellegar að fyrir þeirra tilverknað hafi á endan- um náðst samningar um betri láns- kjör hjá Bretum og Hollendingum. Samið um Icesave-lán þegar árið 2008 Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður og ráðgjafi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrver- andi utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, ritar langa grein í Fréttablaðið um helgina. Hún segir það meðal annars óskiljanlegt að ís- lensk stjórnvöld hafi gengið að því að Ísland hafi þeg- ar tekið lán vegna Seigdrepandi deilur Oddvitar ríkisstjórnarinnar þurfa að sýna mikla stjórnkænsku til þess að ná nauðsynlegri samstöðu allra flokka. Hvert er bakland hans? Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að sýna kænsku til þess að komast óskaddaður frá Icesave-málinu. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.