Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 25
SPORT 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 25
STEVEN
PIENAAR
EVERTON
n Heimskulegt brot í uppbót-
artíma kostaði hann annað
gult og þar með rautt gegn
Liverpool. Fer nú í bann sem
er slæmt fyrir Everton sem
missti tvo menn í meiðsli eftir
leikinn.
MARKVÖRÐUR
n Brad Fridel - Aston Villa
Hélt greinu á White Hart Lane gegn sterku Tottenham-liði sem
ógnaði mikið. Átti nokkrar frábærar vörslur.
VARNARMENN
n Matthew Fox - Burnley
Átti stórleik gegn West Ham. Skoraði mark og var manna
bestur á vellinum.
n Jamie Carragher - Liverpool
Var magnaður gegn Everton eins og félagi sinn Agger. Stóðu
vaktina gegn ellefu mönnum Everton með sóma.
n Daniel Agger - Liverpool
Daninn tattúveraði var hreint frábær ásamt Carragher
gegn Everton. Loksins er hann farinn að spila reglulega.
MIÐJUMENN
n Matthew Etherington - Stoke
Átti líklega frammistöðu helgarinnar. Lagði upp mark
og var stórkostlegur í upprúllun Stoke á Blackburn.
n Steven Gerrard - Liverpool
Fyrirliðinn með alvöru frammistöðu gegn Everton.
n George Boateng - Hull
Klassa frammistaða hjá Boateng í sigri á City.
Skoraði líka frábært mark. Hans fyrsta fyrir Hull.
n David Bentley - Tottenham
Svo sem ekki farinn að borga sig upp ennþá en
átti fína spretti gegn Aston Villa.
SÓKNARMENN
n Kevin Phillips - Birmingham
Sá gamli kom af bekknum og setti tvö.
n Didier Drogba - Chelsea
Óstöðvandi! Skorar að vild gegn Arsenal.
n Dirk Kuyt - Liverpool
Skoraði sigurmarkið í nágrannaslagnum af
miklu harðfylgi og gafst aldrei upp.
LIÐ HELGARINNAR
MARKIÐ
KEVIN
PHILLIPS
BIRMINGHAM
n Hinn 36 ára gamli Kevin
Phillips kom inn á sem vara-
maður gegn Úlfunum og
tryggði sínum mönnum sigur
í nágrannaslag með tveimur
mörkum.
HETJAN
SKÚRK
URINN
MOHAMED DIAME
WIGAN - SUNDERLAND
n Steve Bruce skaut á sitt gamla lið fyrir
leikinn, kallaði það bragðlaust. Það var
aftur á móti ekkert bragðlaust við frábært
mark Diames. Hann negldi boltanum við-
stöðulaust upp í þaknetið úr erfiðu færi.
PORTSMOUTH
n Hvers á eitt lið að gjalda? Búið að
loka heimasíðunni, taka kaffivél-
ina og skipta um eigendur fjórum
sinnum. Það sem meira er er liðið
svo rótfast við botn deildarinnar og
ofan á allt skoraði það þrjú sjálfs-
mörk gegn Manchester United um
helgina. Þrjú!
GUMMINN
Fox
Drogba
Phillips
Kuyt
Carragher Agger
GerrardEtherington BentleyBoateng
Friedel
VONBRIGÐIN
LEIK
URINN
DIMITAR
BERBATOV
MANCHESTER UNITED
n Það er varla hægt að
fá betra færi en Berbat-
ov fékk gegn Ports-
mouth. Gary Neville
hafði meira að segja
þotið upp völlinn og
lagt upp mark fyrir
Búlgarann sem skaut
framhjá metra frá
marki. Skömm að láta
gamlan mann eins og
Neville hlaupa svona
langt og nýta svo ekki
færið.
KLÚÐRIÐ
LÁNLEYSIÐ
LIVERPOOL - EVERTON
n Bauð upp á allt sem nágrannaslag-
ir eiga að snúast um. Dramatík og
hörku. Harkan var kannski á köflum
fullmikil fyrir dómarann Martin At-
kinson sem vissi ekkert hvenær hann
átti að gefa rautt og hvenær ekki. Það
fóru tvö rauð á loft en þau hefðu þess
vegna getað verið fimm til sex.
EIÐUR KOM EKKI INN Á
TOTTENHAM - ASTON VILLA
n Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á vara-
mannabekk Tottenham gegn Aston Villa í sínum fyrsta
leik eftir endurkomuna í enska boltann. Því miður spil-
aðist leikurinn þannig að Harry Redknapp gat ekki sett
okkar mann inn á en það er nóg af leikjum eftir.
n Gummi Ben vildi meina að Kevin
Davies hefði ekki brotið af sér þegar
hann skoraði fyrir Bolton gegn Ful-
ham.
„Það hlýtur að
mega ýta aðeins við
Brede Hangeland,
hann er þrír og
tuttugu!“