Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 14
FÖT Í KÍLÓAVÍS „Búðin er troðfull af fötum og allt á markaðnum selt á kíló- verði,“ segir Krista Hall, starfs- maður Spútnik á Laugavegi, en í vikunni hófst hinn eftirsótti kílómarkaður verslunarinnar. „Þú bara velur það sem þér lýst vel á og svo er það bara vigtað,“ heldur Krista áfram en kíló- verðið á fötum á markaðnum er 4.900 krónur en eitt kíló af fötum getur verið ansi mikið. Það eru þó nokkrar flíkur ef vel er valið en Spútnik hefur verið leiðandi í sölu á notuðum föt- um um árabil. Krista segir að ásóknin sé mikil á markaðinn en bætir við að daglega sé fyllt á búðina með fötum. n Lastið að þessu sinni fær Saffran. Þrátt fyrir góðan mat var viðskiptavinur ekki ánægður með verðlagningu á ferskum chilli-pipar. „Ferskur chilli kostar 350 krónur ef þú vilt bæta honum við matinn. Það er bara rugl,“ sagði hann ósáttur. n Viðskiptavinur Vegamóta hafði samband við DV og vildi sérstaklega lofa lax sem er á matseðlinum. Hann sagði afgreiðsluna fljóta og að máltíðin væri bæði létt og bragðgóð. „Engin rjómasósa, bara ferskleiki,“ sagði hann hæstánægður. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 195,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 193,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,8 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 197,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti 14 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 NEYTENDUR LEIGAN HEFUR LÆKKAÐ Húsaleiga hefur lækkað talsvert frá vordögum 2008, eða um allt að 32 prósent, að því er könnun Neytendasamtakanna leiðir í ljós. Þó kemur fram að leiga á stúdíóíbúðum og fjögurra her- bergja íbúðum hefur hækkað nokkuð. „Aðrar tegundir íbúða hafa lækkað í verði en þá ber einnig að hafa hliðsjón af því að íbúðirnar sem voru kannaðar nú eru að jafnaði nokkuð minni en þær sem komu til skoðunar í síðustu könnun,“ en samtökin könnuðu leiguverð á svipuðum tíma í fyrra. Einungis var kannað verð á leiguíbúðum á höfuðborgar- svæðinu en gera má ráð fyrir að leiguíbúðir annars staðar séu heldur ódýrari. BORÐIÐ YKKUR HAMINGJUSÖM Súkkulagði, pipar, lýsi, mjólk og baunir eru á meðal þeirra matvæla sem rannsóknir benda til að geti létt lundina eða jafnvel komið í veg fyrir þunglyndi. DV tók saman yfirlit yfir á annan tug matvæla sem innihalda næringarefni sem talin eru geta bætt andlega líðan. Þeir sem finna fyrir þunglyndi eru þó hvattir til að leita læknis eða annarra sérfræðinga til að fá bót meina sinna. Baunir Baunir eru stútfullar af trefjum, fólínsýru og ómega-3 fitusýrum en þessi efni geta haft jákvæð áhrif á skapið. Baunir eru líka ríkar af járni og kalki sem getur meðal annars aukið framleiðslu rauðra blóðkorna. Brokkólí Spínat, rétt eins og brokkólí er sneisa- fullt af B-vítamínum sem geta unnið á stressi. Rannsóknir benda til að fólínsýra í brokkólí geti haft jákvæð áhrif á skapið. Fyrir utan það getur brokkólí haft hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfruma. Mjólk Mjólk er dæmi um matvæli sem eru rík af D-vítamínum og B12-vítamíni. Þau vítamín eru talin getað unnið gegn stressi og seinkað öldrun. Mjólk er líka rík af aminósýrunni trýpophan sem heilinn þarf til að framleiða serótónín. Svo er kalkið gott fyrir beinin. Lýsi Fjölmargar rannsóknir benda til þess að lýsi, sem er ríkt af ómega-3 og ómega-6 fitusýrum geti haft mikil áhrif á tíðni þunglyndis. Joseph Hibbeln starfar við NIH, National Institute of Health í Bandaríkjunum. Hann bendir á að á Nýja-Sjálandi neyti fólk að jafnaði um 18 kílóa af fiski á ári en í Japan sé neyslan 64 kíló á mann á ári. Þunglyndi á Nýja-Sjálandi mælist um 6 prósent en aðeins 1 prósent í Japan. Þetta eigi við um fleiri lönd. Neysla á ómega-3 fitusýrum er talin hafa áhrif þar á enda hefur verið sýnt fram á að fitusýrurnar hafi mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu. Súkkulaði Margir eru sérstaklega veikir fyrir súkkulaði, sérstak- lega þegar þeir eru stressaðir eða ef þeim leiðist. Fenýletýlamín er efni í súkkulaði sem getur örvað gleðistöðvar í heilanum og aukið tilfinningar á borð við aðlöðun og kynferðislega spennu. Það ber þó að hafa í huga að mörg önnur matvæli innihalda þessi efni og þau eru aðeins í litlu magni í súkkulaði. Meðal annarra athyglisverðra efna í súkkulaði, samkvæmt Vísindavefnum, er anandamíð, en það er taugaboðefni sem hefur áhrif á sömu heilastöðvar og virka efnið í kannabisplöntunni. Þetta efni er einnig í litlum styrk í súkkulaði og neysla þess þyrfti að vera nokkur kílógrömm á dag til að hafa áhrif á eðlilegan styrk anandamíðs í heila. Hrísgrjón og pasta Kolvetnaríkur matur á borð við pasta hjálpar okkur andlega. Kolvetnasnauðir megrunarkúrar eru taldir geta stuðlað að leiða og depurð. Neysla kolvetna eykur framleiðslu serótóníns, sem hefur róandi áhrif og skapar vellíðan. Gættu þess þó að borða ekki of mikið í einu; það getur hækkað blóðsykurinn hratt. Heilsusamlegri kolvetni eins og fást úr brúnum hrísgrjónum, heilhveitibrauði og grænmeti meltast hægar og þér finnst þú verða saddur lengur. Kalkúnn Kalkúnakjöt er góð uppspretta próteina og með lágt fituinnihald. Kjötið er ríkt af týrósín amínó- sýru sem eykur styrk dópamíns og noradrenalíns. Það eru hormón sem auka virkni heilans; bæta viðbragð og skerpa einbeitingu. Þau geta einnig aukið viðnám gegn streitu. Túnfiskur og kjúklingur geta gert sama gagn. Rautt kjöt Litlir skammtar af rauðu kjöti geta verið góð uppspretta orku. Áttatíu og fimm grömm á dag er nóg til að auka upptöku járns í blóðinu. Algjör skortur á rauðu kjöti getur verið skaðlegur. Fólk sem sneiðir alveg hjá rauðu kjöti til að halda aftur af kólesteróli í blóðinu er líklegt til að upplifa járnskort. Járn er næringarefni sem hjálpar til við að binda súrefni í vöðvum líkamans og þar með gefa honum orku. Skortur á járni getur leitt til þreytu og þar með depurðar. Kaffi Einn bolli af kaffi er fyrir mögum ómissandi byrjun á vinnudeginum. Koffín í tveimur bollum af kaffi kemur sér vel til að hreinsa hugann og örvar líkam- ann í tvær eða þrjár stundir eftir drykkju. Ekki skal þó drekka meira en tvo eða þrjá bolla á dag þar sem sumar rannsóknir hafa bent til þess að koffín auki blóðþrýsting lítillega og dragi úr virkni hormóna sem vinna gegn skapstyggð og taugaveiklun. Pipar Sterkur matur er ekki bara góður á bragðið. Capsaicin, sem er það efni sem gefur rauða piparnum styrkleikann og hitann, leysir úr læðingi endorfín; annað af tveimur vellíðunarhormónum líkamans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.