Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FRÉTTIR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, vísaði Iceave-lögunum til þjóð- arinnar í ársbyrjun og nýtti sér þá túlkun margra á 26. grein stjórnar- skrárinnar að slíkt sé honum heim- ilt. Sjálfur hafði hann undirritað lög- in í frumvarpsformi síðastliðið haust og var það því lagt fyrir þingið í hans nafni. Sem fullbúin og samþykkt lög frá Alþingi bar fjármálaráðherra þau upp á ríkisráðsfundi á gamlársdag og vænti undirskriftar forsetans á þeim fundi. Af því varð ekki, svo sem kunn- ugt er, heldur tók Ólafur Ragnar sér frest til undirritunar. Þess ber að geta að ríkisráðsfundir eru fátíðir og engin regla fyrir því að nýsamþykkt lög þurfi að undirrita á slíkum fundum. Lýðræði og almannahagsmunir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráð- herra, þingmaður, sendiherra og for- maður Icesave-samninganefndar- innar, sagði í ítarlegu viðtali við DV fyrir helgina knýjandi nauðsyn að endurskoða stjórnkerfið í ljósi þess að forseti lýðveldisins hefði tekið sér stöðu inni á vettvangi framkvæmda- valdsins. Hluti viðtalsins féll niður, þar sem Svavar fjallaði um þátt forsetans og nauðsyn þess að endurskoða stjórn- kerfið. Í þeim hluta, sem hér er nú birtur, getur Svavar þess að hann hafi unnið lengi með Steingrími Her- mannssyni, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem lést 1. febrúar síðastliðinn. „Ég var með honum í fjórum ríkis- stjórnum og hann var í raun og veru einn áhrifamesti maður Íslands í 20 ár, frá 1971 til 1991. Meirihluta þess tíma var Alþýðubandalagið með honum í stjórn. Hann hafði alltaf mjög mikil áhrif. Það erfiðasta á þessum árum var verðbólga. Við lukum þessum tíma með þjóðarsáttinni svokölluðu. Hún byggðist á því að allir gáfu eftir af sín- um ýtrustu kröfum, atvinnurekendur og launamenn. Eftir stóð sá veruleiki að nýlega hafði verið gerður samn- ingur við Bandalag háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna um miklu meiri kauphækkanir en þjóðarsáttarsamn- ingurinn gerði ráð fyrir. Ríkisstjórnin ákvað á þeim tíma að taka þær kaup- hækkanir til baka, sem hún hafði sjálf skrifað undir, með bráðabirgðalögum til þess að bjarga þjóðarsáttinni. Ljóst var að þessi lög nutu ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar eða voru í það minnsta mikið vafamál. Það var meira að segja ekki algerlega ljóst þegar bráðabirgðalögin voru sett hvort þau nytu meirihlutastuðnings á Alþingi. Þetta var rætt veturinn 1989 til 1990 á þingi og lauk með því að lög- in voru samþykkt. Ég spyr: Hvað hefði gerst ef þessi lög hefðu verið sett í þjóðaratkvæða- greiðslu? Vegna þess að ef Facebook hefði verið til á þeim tíma hefði ég veðjað við þig hverju sem er að tugir þúsunda hefðu mótmælt þessu og þar með hefði málið verið sett í þjóðarat- kvæði ef núverandi forseti hefði þá setið á forsetastóli. Hann var reyndar á þeim tíma fjármálaráðherra. Segjum sem svo að svokallaðar lýðræðisumbætur hefðu náð þarna fram að ganga og lögin verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefði verið stórkostlegt lýðræði – eða hvað – en við hefðum haft verðbólguna áfram. Þjóðarsáttin hefði farið í vask- inn.“ Stjórnkerfishringekja Svavar segir að þegar örlagarík ákvörðun sé tekin eins og sú sem Ól- afur Ragnar forseti tók í byrjun ársins verði menn að vega og meta allar hlið- ar málsins. „Það hefur hann sjálfsagt reynt að gera. Ef lýðræðið er málið þarf í fyrsta lagi að gera lýðræðisum- bæturnar í sátt milli stofnana samfé- lagsins, milli forsetans og Alþingis, ríkisstjórnar og stjórnmálaflokkanna. Setja þarf um það lög og breyta stjórn- arskrá til þess að þróa beina lýðræð- ið með þeim hætti. Það var til dæmis alltaf krafan þegar ég sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið að auka ætti hlut kjósenda með beinu lýðræði og að til- tekinn hluti þingmanna eða kjósenda gæti farið fram á þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta er eðlileg krafa og ég hef rekið margvíslegar lýðræðishug- myndir meðal annars í bók sem ég skrifaði fyrir mörgum árum. En með ákvörðun sinni var for- setinn að seinka efnahagslegri lausn málsins um marga mánuði. Hugsum okkur að Icesave-lögin verði felld í þjóðaatkvæðagreiðslu. Fara þá í gang nýir samningar? Fara þá í gang ný mótmæli? Verður málinu á ný vísað til þjóðarinnar? Verður þá gerður nýr samningur? Verður hann aftur felld- ur? Hvar er þá þjóðin stödd? Það er einnig misskilningur hjá mörgum að halda að með því að fella samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu hverfi vand- inn. Því miður er þetta ekki svo. Ég held að forsetinn hefði þurft að skoða allar hliðar málsins, ekki aðeins þær efnahagslegu sem hægt er að reikna út eins og vexti, hagvöxt og at- vinnuleysi. Hann hefði þurft að skoða afleiðingar ákvörðunar sinnar og vega hagsmunina.“ Þjóðhöfðingi gerir uppreisn gegn þinginu Svavar telur að Ólafur Ragnar for- seti hefði einnig þurft að leggja mat á það hvaða áhrif athafnir hans hefðu á ímynd þjóðarinnar. „Ég veit hvað þetta þýðir vegna þess að ég hef verið sendiherra í 10 ár. Ímynd þjóðarinnar út á við er í sjálfu sér efnahagsleg verðmæti. Þeg- ar þjóðin kemur þannig fyrir erlend- is að forsetinn hafi gert uppreisn gegn þinginu er það í fyrsta lagi ekk- ert merkilegt að það fari í allar fréttir og forsetinn fái viðtöl í BBC og ég veit ekki hvað. Vegna þess að svona ger- ist aldrei, að þjóðhöfðingi geri upp- reisn gegn þinginu. Ímynd landsins skaðast eða í það minnsta veikist og breytist frá því að vera traust yfir í eitt- hvað annað þar sem erlendar þjóðir hafa ástæðu til að tala um pólitískan óstöðugleika. Þessi vandi bætist ofan á þann ímyndarvanda sem efnahags- hrunið hefur framkallað. Enn eitt þykir mér mikilvægt að forsetinn hafi í huga við svona að- stæður og það er forsetaembættið sjálft. Það er að verða 66 ára. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, mótaði reglur til dæmis um ríkisráðs- fundi og meðferð mála, til dæmis um undirskriftir forseta. Í tíð Sveins, en þó sérstaklega í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar, voru ýmsir með hugmyndir um að embættið væri of pólitískt. Og það var ekki full sátt um embættið á þeim árum. 1968 hefst nýtt tímabil sem stóð til ársins 1996. Kristján Eldjárn og Vig- dís Finnbogadóttir þróuðu embættið sem sáttaembætti þannig að þjóðin öll gæti fundið sig í forsetaembætt- inu. Í tíð Ólafs Ragnars er þessi sátt á undanhaldi og það þýðir það að flokkarnir og almenningur hljóta að velta fyrir sér breytingum á embætt- inu. Breytingin gæti falist í því að gera embættið valdameira en það er, en þá þarf að skrifa það í lög og stjórnarskrá. Vandinn er sá að þegar stjórnarskrá- in var samin luku menn ekki verkinu. Það eru engin sérstök lög til um for- setaembættið, til dæmis um inntak og táknbundna stöðu embættisins.“ Betra að 63 ráði en ekki einn „Hinn möguleikinn er vitanlega sá að leggja embættið niður. Það má ræða þetta allt en það verður að ger- ast í lýðræðislegu ferli. Það má ekki halda þannig á málinu að úrslit máls- ins ráðist af því sem gerist í höfðinu á einum manni, með fullri virðingu fyrir Ólafi Ragnari. Mér finnst að nú eigi menn að ræða stöðu forsetaemb- ættisins og þingræðisins. Það verð- ur að skoða stjórnkerfið upp á nýtt. Sjálfur er ég eindreginn þingræðis- sinni og vil ganga langt í að segja að þingið eigi að ráða. Mín rök eru þau að til þingsins er valið með mjög lýð- ræðislegum hætti. Mér finnst betra að 63 þingmenn, fleiri eða færri, taki mikilsverðar ákvarðanir – jafnvel þótt þær séu vitlausar – heldur en að einn maður geri það. Í tilefni af ákvörðun forsetans þarf að styrkja þingræðið og fara í leiðangur í því skyni. Með ákvörðun sinni upp úr áramótunum tók forsetinn framkvæmdavald í sín- ar hendur með ákveðnum hætti. Það verður að taka upp alvarlegar um- ræður um valdastofnanir í samfé- laginu, um þingræðið, forsetann og framkvæmdavaldið. Það slæma við Icesave er að önnur mál hafa horfið af sjónarsviðinu. Um eðlilega umræðu um annað er varla að ræða. Við sitj- um uppi með stjórnkerfiskreppu sem lagst hefur ofan á bankakreppuna.“ Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og sendiherra var formaður Ice- save-samninganefndarinnar. Hann stígur nú fram í fyrsta skipti í 11 ár og segir skoðun sína á athöfnum forseta Íslands sem hann telur hafa framkallað stjórnkerfiskreppu. Svavar er þingræðissinni og telur brýnt að allir leggist á eitt um að greiða úr þeirri stjórnkerfiskreppu sem lagst hafi ofan á bankakreppuna. Slíkt sé í þágu lýðræðisins. FACEBOOK-LÝÐRÆÐI FORSETANS JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Hluti af framkvæmdavaldinu? Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur að margra mati seilst inn á vettvang framkvæmdavaldsins án heimilda eða nokkurra forskrifta. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR Ef lýðræðið er málið þarf í fyrsta lagi að gera lýðræðis- umbæturnar í sátt milli stofnana samfélagsins, milli forsetans og Alþing- is, ríkisstjórnar og stjórn- málaflokkanna. Þingræðissinninn. „Það hefði verið stórkostlegt lýðræði - eða hvað - en við hefðum haft verðbólguna áfram. Þjóðarsáttin hefði farið í vaskinn,“ segir Svavar. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.