Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 23 ER BARNIÐ ÞITT OF FEITT? Hrund Scheving Hrund er sjálf foreldri og henni blöskraði fjöldi of þungra barna og fór að skoða málið betur. Hún hefur nú opnað síðuna www.léttariæska.is sem er ætluð foreldrum barna og unglinga. MYND/HEIÐA HELGADÓTTIR n Þegar hin bandaríska Jessica Gaude var 7 ára vó hún 222 kíló. Jessica borðaði yfir 10 þúsund kalóríur á dag af óhollum, feitum og sykruðum matvælum. Hún drakk margar flöskur af kóki, borðaði yfir 15 hamborgara daglega með frönskum kartöflum og nokkur kíló af súkkulaði. Samkvæmt fréttum var dagleg neysla henni álíka mikil og margra vikna neysla annarra barna. n Morgumatur Gaude samanstóð af hvítu brauði, kartöfluflögum og tveimur lítrum af kóki. Stúlkan gat ekki lengur hlaupið um og fór um herbergið með því að rúlla sér um gólfið. Vegna þungans eru bein hennar afar veikburða og hjarta hennar einnig undir miklu álagi. Móðir Jessicu hefur verið harkalega gagnrýnd fyrir slæma meðferð á barninu en hún segist hingað til hafa gefið dóttur sinni það sem hún vilji þegar hún vilji það. „Hún grenjaði svo ég rétti henni kókflösku og þá vildi hún bara meira og eira. Hún fær aldrei nóg og virðist vera sísvöng,“ segir móðir Jessicu. n Í dag virðist sem Jessica hafi fengið þá hjálp sem hún þarfnaðist en hún hefur, með hjálp lækna, lést um 150 kg. Hún þjáist þó enn af fylgikvillum offitunnar en læknar telja, að ef allt gangi eftir, muni hún eiga góða möguleika á eðlilegu lífi í framtíðinni. Feitasta barn í heimi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.