Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 9 Borgarspítalinn boðinn upp í kostnað á þrjá milljarða króna: Mælt fyrir hátæknisjúkrahúsi Mælingamenn á vegum Landspítal- ans voru að störfum í síðustu viku við að mæla út fyrir nýju hátækniháskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut. Mæling- arnar eru undirbúningur fyrir hönn- unarsamkeppni sem er í fullum gangi og miðast við að valið verði úr hug- myndum í sumarbyrjun. Með nýju háskólasjúkrahúsi verður öll starfsemin færð undir einn hatt og því losnar um húseignina í Fossvogi, þar sem áður var Borgarspítalinn. Spítalamenn vonast til þess að þrír milljarðar fáist fyrir eignina og hafa boðið íslenska ríkinu hana upp í heild- arkostnaðinn. Þá eru eftir 30 milljarð- ar en fjöldi lífeyrissjóða hefur boðist til að kosta verkið og fá til baka greiðslur í formi húsaleigu. Ef allt gengur eftir verður spítalinn vígður árið 2016. Deiliskipulag svæðisins vegna nýja sjúkrahússins liggur ekki fyrir en yfir- menn Landspítalans treysta á að ráðist verði í skipulagsvinnu eftir hönnunar- samkeppnina. Aðspurður segir Ingólf- ur Þórisson, forstöðumaður fasteigna- sviðs Landspítalans, að verkið sé í raun hafið þó svo að fyrsta skóflu stungan verði ekki tekin fyrr en á næsta ári. „Það er mikil hagræðing og þægindi að geta sameinað starfsemina undir sama þak og við það losnar um verð- mæta eign í Fossvoginum því við höf- um þá ekki þörf fyrir hana. Við höf- um nefnt við ríkið að hún losni þá og í henni liggja verðmæti sem við höfum bent á,“ segir Ingólfur. Landspítalinn í Fossvogi er 30 þús- und fermetrar að stærð og hjá ríkinu er byrjað að spá í hvað verði gert við húseignina. „Ég hef heyrt hugmyndir um að þar gæti orðið hjúkrunarheim- ili, öldrunardeildir eða að eignin verði hreinlega seld. Það hefur ýmislegt ver- ið nefnt í sambandi við hvaða starf- semi gæti komið þarna.“ Forval er hafið að hugmyndum að hönnun háskólasjúkrahússins nýja og verður tekið við hugmyndum næstu vikuna en fresturinn rennur úr næsta mánudag. Út frá hug- myndunum verða valin fimm fyr- irtæki sem fá að keppa um hnoss- ið. Í byrjun júní er ætlast til að þess- ar fimm tillögur liggi fyrir og eftir að besta hönnun- in verður valin verður ráðist á fullu í að útfæra þá hönnun. „Við höfum í raun þegar hafist handa en framkvæmdirn- ar hefjast á næsta ári. Við höfum vilja- yfirlýsingu í höndunum um fjármögn- un og skipulagsmálin klárast vonandi þegar hönnunin liggur fyrir,“ segir Ingólfur. trausti@dv.is Boðið upp í kostnað Landspítalabyggingin í Fossvogi er boðin upp í heildarkostnaðinn við nýja sjúkrahúsið og þannig er vonast til að fá þrjá milljarða. Þrítugur þriggja barna faðir sér fram á að missa allt á næstum mánuðum. Hann tók 3,1 milljónar króna lán árið 2007 til þess að kaupa bíl fyrir fjölskylduna. Fyrir hálfum mánuði hirti fjármögnunarfyrirtækið Avant bílinn af fjölskyldunni, en lánið var þá komið upp í rúmar 8 milljónir króna. Maðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi keypt bílin á nærri 100 prósent lán- um. „Afborganirnar á mánuði voru 38 þúsund krónur þegar ég keypti bílinn, en þegar hann var tekinn af mér voru þær orðnar um 160 þús- und krónur á mánuði.“ Maðurinn rekur lítið fyrirtæki sem hann segir að stefni í gjald- þrot. Vegna erfiðrar skuldastöðu stefnir í að fjölskyldan missi íbúð- ina sína líka á næstunni. „Það sem ég veit er að við missum húsnæðið á næstu mánuðum og þá fara fjór- ar kennitölur á hausinn, kennitalan hjá fyrirtækinu, kennitalan hjá kon- unni minni og kennitalan mín. Við erum bæði að verða gjaldþrota. Síð- an fer einn fjölskyldumeðlimur sem á þetta með okkur í gjaldþrot. Það er því miður ekki hægt að komast hjá því,“ segir maðurinn. „Svo komu þeir og hirtu hann“ „Við eru með þrjú börn þannig að við keyptum okkur stærri bíl. Svo náttúr- lega hækkaði lánið meira og meira og var komið upp úr öllu. Við gátum ekki borgað af þessu. Lánið sem var upp- haflega þrjár milljónir var komið upp í átta og hálfa milljón. Þeir hjá Avant vildu ekki frysta lánið ef það var einn mánuður í vanskilum. Það var kom- inn slatti í vanskil svo þeir sögðu að ef ég borgaði hálfa milljón myndu þeir frysta lánið,“ segir maðurinn. Aðspurður hvernig viðmótið hafi verið hjá fjármögnunarfyrir- tækinu, segir hann að þar á bæ hafi menn viljað gera lítið. „Ég var búinn að fá mörg bréf frá þeim þar sem þeir sögðu að þeir tækju bílinn. Svo komu þeir og hirtu hann. Ég afhenti hann með góðu, en mér finnst það grátlegt að borga átta milljónir af þriggja milljóna bíl.“ Kaupir frekar spaghettí en að borga af lánum Maðurinn segir að hann hafi um það bil 30 þúsund krónur í ráðstöfunarfé á mánuði, þegar hann hefur greitt af þeim skuldum sem hann ræður við að greiða. Samkvæmt bréfi sem hann fékk nýlega frá Avant er síðasti dag- urinn í dag til þess að borga rúmlega 7 miljóna króna skuld við félagið, þrátt fyrir að bílinn hafi verið tekinn af honum. Hann reiknar með því að þurfa að mæta fyrir dóm á næstunni. Hann segir að bíllinn sem Avant tók af honum, sé nú til sölu á tilboðs- verði, rúmar tvær milljónir króna. „Þannig að þeir eru að fá rúmar 9 milljónir þegar upp er staðið. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Ég ætla frekar að nota peningana til að kaupa hakk og spaghettí handa börnunum mínum en að borga lánin til Avant. Þetta er mjög leiðinlegt en sem betur fer erum við konan bara svo ofboðs- lega sterk. Við eigum eftir að komast í gegnum þetta og við tökum þessu ekki illa. Nú er bara að fara að leigja, en auðvitað líður mér eins og ég sé í fangelsi.“ „EINS OG ÉG SÉ Í FANGELSI“ Þriggja barna faðir sér fram á að bæði hann og konan hans verði gjaldþrota á næstu mánuðum. Hann tók 3,1 milljón- ar bílalán hjá Avant 2007. Lánið fór í vanskil og stóð í rúmum 8 milljónum þegar bíllinn var tekinn af honum. Hann segir afborganir af bílnum hafa verið 38 þúsund í upphafi en komnar upp í 160 þúsund undir lokin. „Auðvitað líður mér eins og ég sé í fangelsi.“ Stefnir í gjaldþrot Þriggja barna faðir er að missa allt sitt. Eiginkona hans, fjölskyldumeðlimur og fyrirtæki hans eru öll að verða gjaldþrota vegna stökk- breyttra skulda. Myndin er sviðsett. MYND BRAGI JÓSEFSSON Ég ætla frekar að nota pening- ana til að kaupa hakk og spaghettí handa börn- unum mínum, en að borga lánin til Avant. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.