Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FRÉTTIR Hjúskaparmál Jacobs Zuma, forseta Suður-Afríku, hafa verið í umræð- unni undanfarið enda kvæntist hann í fimmta sinn í síðasta mánuði og á nú þrjár eiginkonur og eina unnustu að auki. Zuma á tuttugu börn en um helgina þurfti hann að biðjast afsök- unar því sitt síðasta barn eignaðist hann utan hjónabands. Málið er hið vandræðalegsta og hugsa flokksfélagar hans í Afríska þjóðarráðinu, ANC, honum þegjandi þörfina og telja málið allt hið vand- ræðalegasta fyrir flokkinn og að Zuma hafi brotið loforð sem hann gaf eftir að hann var kjörinn leiðtogi flokks- ins árið 2007. Þá hét Zuma að verða flokknum ekki til minnkunar með málum tengdum kynlífi. Iðrast sárlega Jacob Zuma, sem er 67 ára, hefur ver- ið sakaður um að grafa undan bar- áttunni gegn HIV með því að stunda óvarið kynlíf með Sonono Khoza, 39 ára dóttur eins skipuleggjanda heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu . Það var suðurafríska dag- blaðið Sunday Times sem ljóstraði því upp að Zuma hefði eignast barn með henni í október. Í yfirlýsingu sem Zuma sendi frá sér sagðist hann hafa íhugað vel og vandlega þau mál sem snertu fram- hjáhald hans. „Þau hafa sett gífur- legan þrýsting á fjölskyldu mína og stofnun mína, ANC. Ég iðrast sárlega að hafa valdið fjölskyldu minni sárs- auka, ANC... og Suðurafríkumönn- um almennt,“ sagði Zuma. Nauðgunarákæra og HIV Kynlíf Jacobs Zuma hefur áður kom- ist í kastljósið en hann var sýknað- ur af nauðgunarákæru árið 2006.en viðurkenndi að hafa gert þau mistök að hafa kynmök við konu sem hann vissi að var HIV-sýkt, án þess að nota verju. Við réttarhöldin varð Zuma sér til háðungar þegar hann sagðist hafa yf- irgefið svefnherbergið eftir kynmök- in og farið í sturtu því það myndi „minnka hættuna á að fá sjúkdóm- inn“. Á síðasta ári var Jacob Zuma hyllt- ur og sagður ferskur andvari í kjölfar Thabo Mbeki, forvera hans í starfi. Thabo Mbeki var gagnrýndur fyr- ir umdeildar skoðanir sínar á HIV sem hann sagði ekki vera einu orsök eyðnisjúkdómsins. Vatn á myllu andstæðinga Síðasta uppákoman hjá Zuma hefur orðið vatn á milly andstæðinga hans og Afríska þjóðarráðsins og sakaði FJÖLLYNDUR FORSETI Kvenna- og ástamál Jacobs Zuma, forseta Suður-Afríku, eru orðin vandræðaleg fyrir Afríska þjóðarráðið, ríkj- andi stjórnarflokk landsins. Zuma kvæntist í fimmta sinn í síðasta mánuði og nýlega var upplýst að hann hefði eignast barn utan hjónabands. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Við réttarhöldin varð Zuma sér til háðung-ar þegar hann sagðist hafa yfirgefið svefn- herbergið eftir kynmökin og farið í sturtu því það myndi „minnka hættuna á að fá sjúkdóminn“. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, var ómyrkur í máli fyr- ir helgi þegar hann las flokksbræðr- um sínum pistilinn. Pútín brýndi fyrir þeim að þeir yrðu að veita hin- um venjulega kjósanda meiri gaum, en aðeins örfáir dagar voru þá liðn- ir frá viðamestu mótmælum stjórn- arandstæðinga í áratug. Þá komu saman um 10.000 manns í Kalíngrad og kröfðust þess að sveitarstjórinn þar yrði settur af. Mótmælin urðu til þess að Pútín sendi embættismenn á staðinn til að komast að ástæðum óvinsælda svæðisstjórans. Á fundinum sagði Pútín háttsett- um flokksmeðlimum að þær ættu að forðast að auka væntingar fólks með loforðum um tafarlausar betrum- bætur, og hundsa svo kjósendur að afstöðnum kosningum. „Þið megið ekki breytast í „lofara“, sem lofa eingöngu til... að komast til valda og eyða síðan tíma sínum í að leysa eigin vandamál,“ sagði Pútín. Sveitarstjórnakosningar fara fram í Rússlandi 14. mars og sagði Vladi- mír Pútín flokksbræðrum sínum að vara kjósendur við afleiðingum þess að greiða óreyndum flokkum at- kvæði. Pútín sagði að flokkurinn yrði ávallt að útskýra ítarlega að „áreiðan- legir og vel skipulagðir leiðtogar eru ávallt færir um að leysa öll vanda- mál og í fjarveru slíkra leiðtoga lifir stjórnleysi“. Atvinnuleysi, sem hefur aukist um þriðjung síðan 2007, og hækk- andi verðlag hefur aukið verulega á óánægju víða í Rússlandi. Um sex milljónir eru nú án atvinnu. Vladimír Pútín lagði flokksbræðrum sínum reglurnar: Ekki breytast í „lofara“ Vladimír Pútín Vill að kjósendur verði varaðir við. MYND AFP Kona borgarstjóri Ramallah Leila Ghannam, fyrrverandi yfir- maður í palestínsku leyniþjónust- unni, er fyrsta konan sem skipuð hefur verið borgarstjóri Ramallah, óopinberrar höfuðborgar Vestur- bakkans. Ghannam, 35 ára, er dokt- or í sálfræði en reis til metorða inn- an palestínsku leyniþjónustunnar. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, skipaði Ghannam í embættið og hefur fyrirskipað henni að tryggja að Hamas-samtökin nái ekki að hrifsa til sín völdin af Fatah-flokknum á Vesturbakkanum líkt og þau gerðu á Gaza árið 2007. Stefnir í kalt stríð Meira en helmingur Kínverja sem þátt tóku í könnun á vegum kín- verska ríkisdagblaðsins Global Tim- es eru þeirrar skoðunar að það stefni í kalt stríð á milli Kína og Bandaríkj- anna. Önnur sjálfstæð könnun sem gerð var fyrir breska blaðið Sun- day Times leiddi í ljós að embættis- menn í sjó- og landher Kína spá því að til hernaðaraðgerða komi, og að stjórnmálaleiðtogar hvetja til þess að Kínverjar selji meira af vopnum til fjandmanna Bandaríkjanna. Í augum Kínverja er afstaða Bandaríkjamanna og loforð Baracks Obama um aukna hörku í viðskipta- sambandi ríkjanna viðbrögð gegn auknu valdi Kína. Hvítur borgar- stjóri kjörinn Í fyrsta skipti í yfir þrjátíu ár er borgarstjóri New Orleans úr röðum hvítra manna. Mitch Landrieu var kjörinn borgarstjóri á laugardag með yfir fimmtíu prósentum at- kvæða og sagði hann í sigurræðunni að sigur hans sýndi þann vilja borg- arbúa að borgin yrði „sameinuð en ekki sundruð“. Um tveir þriðju borgarbúa New Orleans eru þeldökkir og talið er að Landrieu hafi notið góðs af föður sínum, Moon Landrieu, sem var síð- asti hvíti borgarstjóri borgarinnar og vann það sér til frægðar að afnema aðskilnaðarstefnu í henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.