Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 19
Hver er maðurinn? „Örlygur Smári lagahöfundur.“ Hvað drífur þig áfram? „Vá, ég er bara alveg tómur.“ Hvar ólstu upp? „Ég er alinn upp í Stokkhólmi í Svíþjóð og svo Vesturbænum í Reykjavík.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Ætli það sé ekki bara Stokkhólmur eða þá einhvers staðar sem er hlýtt.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er pestó-pasta konunnar.“ Hvert fórstu síðast í frí? „Ég fór norður til Akureyrar síðasta sumar og einnig til Vestmannaeyja. Ferðaðist innanlands.“ Hver voru þín fyrstu viðbrögð við sigri lagsins? „Gleði. Þetta var mjög gleðilegt fannst mér og sérstaklega þá fyrir hönd Heru. Hún á svo skilið að fara út finnst mér og vera fulltrúi okkar í þessari keppni. Hún er ótrúlega góð söngkona sem hefur sterka útgeislun og er mikill gleðigjafi hvar sem hún kemur.“ Bjóstu við sigri? „Ekkert frekar. Ég hef tekið þátt í þessu áður og hef lært að það er ekki hægt að búast við neinu. Það kemur alltaf manni eitthvað á óvart.“ Hvenær samdirðu lagið? „Við Hera sömdum þetta lag síðla sumars í fyrra. Við tvö höfum verið að vesenast saman í músík undanfarið og leikið okkur að búa til lög.“ Vildirðu alltaf fá Heru til að syngja lagið? „Já, það kom náttúrlega ekkert annað til greina þar sem við vorum að vinna þetta saman.“ Til hvers hlakkarðu mest varðandi Eurovision-fárið? „Það er kannski ekkert eitthvað eitt. Þetta er allt bara svo rosalega skemmtilegt og spennandi. Fjölbreytn- in af fólki er svo mikil þar sem þarna eru þátttakendur frá svo mörgum löndum. Það vita það allir sem hafa farið í Eurovision að þetta er mikið ævintýri.“ HEFUR ÞÚ BREYTT NEYSLUVENJUM ÞÍNUM EFTIR BANKAHRUNIÐ? „Ég skoða verðið meira en áður og reyni að spara.“ FITORE VESELAJ 18 ÁRA NEMI „Ég breytti engu við bankahrun, ég spara alltaf.“ ERLA KRISTINSDÓTTIR 30 ÁRA VERKEFNISSTJÓRI „Nei, eiginlega ekki, ég skoða verðið kannski meira.“ GUÐMUNDUR GUÐFINNSSON 51 ÁRS BAKARI „Já, ég hugsa mig tvisvar um og velti fyrir mér verðinu.“ ARMI LINDEN 33 ÁRA VEITINGASTJÓRI DÓMSTÓLL GÖTUNNAR ÖRLYGUR SMÁRI er höfundur lagsins Je ne sais quoi sem vann Söngvakeppni Sjónvarpsins og verður framlag Íslands í Eurovision. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Örlygur vinnur keppnina en This is My Life, framlag Íslendinga 2008, samdi hann líka. EUROVISION ER ÆVINTÝRI „Ég fylgist betur með verði, velti krónunum meira fyrir mér og reyni að nýta allt betur.“ GUÐRÚN FRÍÐUR HEIÐARSDÓTTIR 46 ÁRA FJÁRMÁLASTJÓRI MAÐUR DAGSINS Það var alltaf eitthvað dulrænt við búsáhaldabyltinguna. Það var dans- að í kringum elda eins og frum- byggjar í Ameríku, það voru nornir viðstaddar og undarlegir sjúkdómar ráðamanna. Þegar táragasi var varpað breyttist vind- áttin og feykti því aftur í átt að lög- reglu. Því er kannski ekki að undra að á ársafmæli þessara tímamótaviðburða hafi verið ókyrrt í lofti. Eldingar sáust í fyrsta sinn í manna minnum yfir Reykjavík og veturkyrrðin var rofin af þrumum eins og hún eitt sinn var af einkaþotum auðmanna. Bús- áhaldabyltingin hefði líklega ekki verið jafnfjölmenn ef ekki hefði ver- ið hlýtt í lofti þann 20. janúar 2009. Ári síðar var gott að vera staddur innandyra. Eitthvað varð þó að gera til að fagna, og fátt meira viðeigandi en að horfa á Kastljósumfjöllun Ríkissjón- varpsins eða þá að fara í Háskólabíó og sjá Maybe I Should Have. Í kjölfar hruns nasismans varð í Þýskalandi til bók- menntagrein sem kennd er við „Ver- gangenheitsbewältigung“ eða að sættast við/gera upp fortíðina. Hrun frjálshyggjunnar á Íslandi mun skila sér út í íslenskar bókmenntir á næstu árum og áratugum, en fyrstu hrunaskáldsögurnar komu út fyrir síðustu jól. Fyrsta heimildarmyndin, Guð blessi Ís- land, kom einnig út síðustu jól en sú önnur birtist nú á árs afmæli bylt- ingarinnar. Tortola og peningahimnaríkið Rétt eins og Michael Moore í Capi- talism: A Love Story, heldur kvik- myndargerðarmaður af stað, með sjálfan sig í forgrunni, að leita að peningunum sem hurfu. Það er í raun stórmerkilegt að fylgja Gunnari leikstjóra til Tortola, eyjar sem fæstir geta staðsett á kortinu en er skyndilega orðin afar stórt fyrir- bæri í vitund Íslendinga. Helst býst maður við að sjá útrásarvíkinga þar dansa stríðsdans og gleðjast yfir óförum þjóðarinnar, inn á milli þess sem þeir fórna börnum og baða sig í blóði hreinna meyja. Staðreyndin hins vegar virðist vera að líklega hafa fæstir þeirra komið þangað. Einu ummerkin um þá er pósthólf í byggingu sem hýsir hundruð fyrirtækja að nafninu til. Það er eitt af undrum alheim- skapítalismans að íslenska þjóðin er ábyrg fyrir skuldum manna sem skráðu lögheimili sitt á landi sem þeir hafa ef til vill aldrei komið til. Þeir borguðu ekki einu sinni skatta til íslenska ríkisins, en nú þarf að hækka skattana hér til að borga fyrir athafnasemina. En hvað varð þá um peninginn? Björgólfur Thor seg- ir þá hafa farið til peningahimnarík- is, þangað sem allir góðir peningar fara þegar þeir eru afskrifaðir. Hverju breytti byltingin? Gunnar leikstjóri finnur engar rúst- ir eftir íslenska efnahagsundrið á Tortola. Hinsvegar finnur hann þær í Lúxemborg. Þar standa tómar bankahallir sem voru færðar út úr móðurfélögunum með hraði á fyrstu dögum hruns- ins. Ef við eigum að endurheimta horfið fé væri líklega réttast að byrja að leita þar. Það er hinsvegar meira heldur en einn kvikmyndargerðar- maður getur gert. En ef til vill hefur hann komið okkur á sporið. Í Kastljósinu var rætt við þau Guðna Th., sem er nokkurs konar opinber sagnfræðingur hrunsins, og Ásdísi Thoroddsen leikstjóra sem barði á pott í byltingunni og ánafnaði síð- ar þjóðminjasafninu. Vafalaust er það rétt hjá henni að íslenska bylt- ingin var afar friðsöm miðað við fjöldamótmæli í nágrannalöndun- um, þó Guðni hafi sagt á móti að það sé ekki oft sem menn leggja eld að Alþingishúsi lands síns. Þau voru hins vegar bæði á því að afar fátt hefði breyst í kjölfarið. Það þarf þó ekki nema að horfa á upphafsatriði Maybe I Should Have til þess að sjá að eitthvað hefur breyst samt. Það umhverfi sem þar er lýst, árin 2002- 2008 þegar bæði almenningur og stjórnmálamenn löptu upp allt sem kom frá útrásarvíkingunum með óttablandinni aðdáun, er ekki leng- ur til. Kannski þurfti byltingu til. Hvað varð af peningunum okkar? KJALLARI MYNDIN UMRÆÐA 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 19 STÓR STUND Heru Björk Þórhallsdóttur hefur lengi dreymt um að vinna Eurovision-keppnina og því var það stór stund á laugardag þegar hún sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins með naumindum. MYND BJÖRN BLÖNDAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.