Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FRÉTTIR Áður voru það einstæðar mæður en nú eru það hjón og barnafjöl- skyldur sem mest leita til Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna. Starfsfólk stofunnar horfir upp á mikla örvæntingu meðal skjól- stæðinganna þar sem fórnarlömb bankahrunsins streyma inn þessa dagana. Árið 2009 var algjört metár í að- sókn í fjórtán ára sögu Ráðgjafar- stofu heimilanna þegar yfir 2000 heimili og einstaklingar leituðu aðstoðar hjá stofunni. Það er þre- falt fleiri mál en áður var eða jafn- mörg mál og stofan sinnti á þrem- ur árum samanlagt fyrir kreppu. Fram að bankahruninu voru sex fastir starfsmenn þar en nú eru þeir ríflega þrjátíu talsins. Starfs- mönnum hefur því fjölgað umtals- vert. Ásta S. Helgadóttir forstöðu- maður vonast eftir því að ná að fjölga enn meir þar sem hún býr sig undir frekari holskeflu í febrú- ar. Býst við holskeflu Íslensk stjórnvöld höfðu frestað nauðungarsölu húsnæðis fram til 1. mars næstkomandi en þá fara fleiri hundruð íbúðir á nauðung- aruppboð hjá sýslumannsemb- ættum víða um land. Flestar eign- anna eru á höfuðborgarsvæðinu og búast má við holskeflu upp- boða á næstu vikum. Ásta bendir á að saga Ráðgjaf- arstofunnar sýni að febrúar hafi ávallt verið erfiður mánuður en hún á von á sprengingu þennan febrúarmánuð sem fram undan er. Hún segir nauðungaruppboðin og kreditkortareikninginn eftir jólin spila þar stærstu rulluna. „Febrúar hefur alltaf verið erfiður mánuður en nú er ég hrædd um að erfiðasti mánuður frá upphafi blasi við hjá okkur. Nú koma jólaskuldirnar og nauðungarsölurnar líka þannig að næsti mánuður verður mjög erfið- ur. Við erum að búa okkur undir það og mér sýnist ég þurfa að bæta við starfsfólki hjá mér,“ segir Ásta. Málin að þyngjast Aðspurð segir Ásta gífurlega aukn- ingu hafa orðið hjá stofunni eft- ir bankahrunið og að árið í fyrra hafi orðið algjör sprenging. Henni finnst erfitt að horfa upp á það að barnafjölskyldur séu orðnar stærsti hópurinn hjá sér. „Það er búin að vera rosalega aukning og álag hjá okkur frá hruninu. Málin eru sífellt að þyngjast hjá okkur. Vandamál skjólstæðinganna eru miklu þyngri núna en áður og nú eru fórnarlömb hrunsins að koma til okkar í hrönnum. Mér finnst mjög áberandi hversu málin eru þung þessar vikur og örvæntingin er meiri. Fólk er mjög reitt og við erum boxpúðinn,“ segir Ásta. „Ég hef mikl- ar áhyggjur af því núna að barnafólk sé komið í vandræði og við sjáum að það hefur þurft að taka börnin úr íþróttum og félagsmálum vegna fjárhagsvandræða. Auð- vitað vona ég að þessari kreppu fari að linna því þetta er orðið mjög erfitt fyrir heim- ilin og oft lít- ið um lausn- ir, því miður. Ég finn mjög fyrir van- trausti fólks á kerfinu og ég er hrædd um að þetta ár verði mjög erfitt hjá okkar skjólstæðingum. Satt að segja býst ég við hinu versta.“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Fólk er mjög reitt og við erum boxpúðinn. BARNAFÓLK Í NAUÐUM Flestir skjólstæðingar Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna eru nú barnafjöl- skyldur í stað einstæðra mæðra áður. Starfsfólki stofunnar hefur fjölgað gífur- lega og forstöðumaður hennar, Ásta S. Helgadóttir, segir málin sífellt verða erfiðari og örvæntinguna meiri hjá skjólstæðingunum. Barnafólk í vanda Hjón og barnafjölskyldur hafa tekið við af einstæðum mæðrum sem algengustu skjólstæðingar Ráðgjafarstofu heimilanna. Myndin er sviðsett. Þannig getur þú leitað til Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna: n Viðtalstímar 9–16, Hverfisgata 6 n Símatímar 9–16, s. 512 6600 n Netspjall www.rad.is Ráðgjafarstofa Áhyggjufull Ásta hefur áhyggjur af því að næstu mánuðir verði afar erfiðir því nú streyma fórnarlömb kreppunnar inn til hennar. Þingmenn sagðir bera persónulega ábyrgð á fjöldauppsögnum Ríkisútvarpsins: Reiðir starfsmenn RÚV Starfsfólk Ríkisútvarpsins, RÚV, segir þingmenn landsins bera persónulega ábyrgð á fjöldauppsögnum félaga sinna. Þannig hafi nýverið fimm- tíu starfsmenn stofnunarinnar misst vinnuna vegna skertra fjárframlaga ríkisstjórnarinnar. Það eru ekki aðeins þingmenn sem starfsmenn RÚV senda tóninn heldur líka formaður Hollvinasam- taka RÚV, Þorgrímur Gestsson, sem fullyrti í síðustu viku að stofnunin væri í rjúkandi rúst. Orð formannsins særa starfsfólk RÚV sem segja hann ekki vin í raun þar sem starfsfólkið sé að reyna að gera sitt besta til að þjóna almenningi við afar erfiðar aðstæður. Þeir fimmtíu sem misstu vinnuna nýverið eru þó aðeins brot af öllum þeim sem frá hafa þurft að hverfa á RÚV því í þremur uppsagnahrinum hafa nærri tvö hundruð starfsmenn misst vinnuna. Þar að auki bendir formaður Starfsmannasamtaka RÚV, Björn Malmquist, á að starfsmenn hafi þurft að sæta launaskerðingu á síðasta ári, skerðingu á annars lág- um launum starfsmanna stofnunar- innar. Björn lýsir áhyggjum af framtíð RÚV í yfirlýsingu og skorar á mennta- málaráðherra að vakna af dvalan- um. „Geta Ríkisútvarpsins til að upp- fylla lýðræðis- og menningarhlutverk sitt er í hættu. Álagið á starfsfólk hef- ur aukist meira en góðu hófi gegnir, sem hlýtur að koma niður á gæðum dagskrárinnar. Ábyrgðin hvílir þó al- gerlega á herðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis, sem nú hafa opinberað virðingarleysi sitt fyrir Ríkisútvarpinu, hlutverki þess, starfsfólki og eigend- um,“ segir í yfirlýsingunni. trausti@dv.is Erfiðir tímar Páll og félagar hjá RÚV hafa þurft að sæta miklum niðurskurði í rekstrinum og starfsmenn kenna þingmönnum um. Óánægðar konur Óánægja er meðal kvenna í Sjálf- stæðisflokknum með slæmt gengi þeirra í prófkjörum flkoksins sem fram fóru um helgina. Sjálfstæðis- flokkurinn var með prófkjör á Álfta- nesi, Mosfellsbæ og í Grindavík. Ragný Þóra Guðjohnsen, sem sóttist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri flokksins í Garðabæ var óhress í samtali við Vísi aðspurð hvort hún ætli að taka sjötta sætinu: „Ég segi nei takk og gangi þeim vel.“ Milljóna laun Samkvæmt uppgjöri fyrstu ellefu mánaða ársins 2009 sem birt hefur verið kröfuhöfum og greint er frá á vef Viðskiptablaðsins á sunnu- dag fékk starfsfólk Glitnis tæpar 700 milljónir króna greiddar í laun og tengd gjöld á tímabilinu. Flestir starfsmenn Glitnis voru á Íslandi en einnig í Lúxemborg, Bret- landi, Noregi og Kanada. Miðað við það, að greiðslum til skilanefndar- manna og slitastjórnar undanskild- um, séu meðallaunagreiðslur til hvers starfsmanns Glitnis um 14,6 milljónir króna, eða 1,3 milljónir á mánuði þessa ellefu mánuði ársins 2009. Nefbrotinn á Laugavegi Tilkynnt var um líkamsárás til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu laust eftir klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags, en karlmaður hafði ver- ið sleginn í andlitið við skemmtistað á Laugavegi með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Viðkomandi leitaði aðstoðar á slysadeild og þurfti að fá aðstoð hjá lögreglu við að kom- ast þangað. Talsverður erill var hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Piltur á 19. ári var handtekinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkni- efna og var farþegi hans handtekinn sömuleiðis. Reyndist hann vera með fíkniefni í fórum sínum. Sóley leiðir lista VG Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi mun leiða lista Vinstri hreyfing- arinnar græns framboðs fyrir borgarstjórnar- kosningarnar sem fram fara í vor. Sóley sigraði í forvali VG sem fram fór á laugar- daginn. Þorleifur Gunnlaugsson, sem sóttist eftir fyrsta sætinu endaði í öðru sæti. Alls greiddu 1062 í forvali flokksins. Í þriðja sæti varð Líf Magneudóttir og í fjórða sæti varð Elín Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.