Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 15
NEYTENDUR 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 15 HÁRBLÁSARI TIL AÐ AFÞÍÐA Gott er að nota matarsóda og volgt vatn til að þrífa innan úr ísskápnum og frystihólfinu. Takið úr sambandi og stingið hár- blásara í samband í staðinn. Notið hann til að flýta fyrir en gætið þess að blása ekki lengi á plast. Ef ekki stendur til að nota ísskápinn um hríð er gott að geyma skál með kattasandi eða viðarkolum inni í ísskápnum. Það eyðir ólykt. ÞREYTANDI DROPAHLJÓÐ Ef dropahljóð er að ergja heimilisfólkið má grípa til þeirrar skammtíma- lausnar að binda snærisspotta um túðuna (fremst á krananum). Þá lekur vatnið hljóðlaust eftir snærinu og ofan í vaskinn í stað þess að detta í dropum en dropa- hljóð getur verið afar þreytandi til lengdar. Lausnin er þó aðeins hugsuð sem skammtímalausn. BORÐIÐ YKKUR HAMINGJUSÖM Appelsínur Tvö glös af nýkreistum appel sínusafa nægja til að draga úr taugaveiklun, vondu skapi og depurð. Skortur á C-vítamínum er talinn geta ýtt undir skapstyggð og þunglyndi. Bananar Sterk tengsl eru talin vera á milli streitu og skorts á magnesíum. Þess vegna er þeim sem glíma við þreytu ráðlagt að borða banana, sem eru ríkir af þessu næringarefni. Aukin inntaka magnesíums dregur úr kvíða þannig að fólk sefur betur. Önnur matvæli sem innihalda magnesíum eru valhnetur, grænmeti og hveitiklíð. Vatn Skortur á vatni í líkamanum getur valdið þreytu og slappleika. Þegar líkamann vantar vökva minnkar blóð- flæðið um líffærin og virknin verður minni. Ekki drekka vatn bara þegar þú ert þyrstur, fáðu þér vatn til að hressa þig við. Sumir halda því fram að kaffi, te og aðrir drykkir komi ekki í staðinn fyrir vatn þar sem þeir geti líka virkað þvagaukandi og beinlínis aukið á vatnsþörfina. Valhnetur Tré sem bera valhnetur vaxa í jarðvegi sem er ríkur af snefilefni sem heitir seleníum. Þess vegna eru hneturnar sjálfar auðugar af efninu en sumar rannsóknir benda til þess að efnið tengist góðu geði. Ein til tvær hnetur nægja. Fiskur, sjávarfang, nautakjöt og heilhveitibrauð eru dæmi um önnur matvæli sem eru auðug af seleníum. Heilhveitibrauð Flest fæða inniheldur einhverjar af þeim tuttugu amínósýrum (sem eru grunneiningar próteina). Ein þeirra er tryptófan, amínósýra sem notuð er í framleiðslu á taugaboðefninu serótónín, en í háum styrk getur það kallað fram gleðitilfinningu og jafnvel ofsagleði. Fáeinar sneiðar af heilhveitibrauði geta einnig hjálpað til að létta lundina, sérstaklega ef þær eru borðaðar fyrir mat, áður en aðrar amínósýrur ná til heilans. Sardínur og túnfiskur Fiskur sem er geymdur í olíu er hlaðinn ómega-3 fitusýrum, sem rannsóknir sýna að geti haft mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu. Finnskar rannsóknir benda meðal annars til þess að fólk sem borðar reglulega fisk er síður þunglynt. Dæmi eru um að læknar noti ómega-3 fitusýrur í formi fæðubótar til að létta lund fólks. Fiskur er einnig ríkur af B6- og B12-vítamínum, sem geta aukið framleiðslu serótóníns. ÓSKILJANLEGAR MERKINGAR Mikið hefur verið talað um syk- urneyslu okkar Íslendinga og síð- ast þegar ég vissi áttum við Norð- urlandamet í sykuráti og gott ef ekki heimsmet í gosdrykkjaþambi. Flestir eru sammála um að of mikil sykurneysla er slæm fyrir heilsuna því hún eykur líkur á offitu og veld- ur tannskemmdum svo eitthvað sé nefnt. Lítið gengur þó í barátt- unni fyrir bættri lýðheilsu og einu aðgerðirnar sem ég hef heyrt fólk stinga upp á er svokallaður sykur- skattur. Við hljótum þó að geta bar- ist við sykurátið án þess að hækka skatta. Herferð gegn sykuráti Mér finnst reynandi að fara í her- ferð gegn sykuráti líkt og Danir hafa gert. Danski neytendamála- ráðherrann hleypti herferðinni úr hlaði með því að gefa foreldrum skýr fyrirmæli um það hversu mik- ið gos börn ættu að drekka. Hún mælti með hámarki hálfum lítra af gosi á viku skv. ráðleggingum sér- fræðinga. Hvort danskir foreldrar fóru eftir þessum fyrirmælum veit ég ekki en þeir fengu í það minnsta skýr skilaboð. Mikið og gott aðgengi að sæt- indum hlýtur líka að hafa sitt að segja. Hvað er t.d.í gangi með all- ar þessar verslanir sem eru ekki einu sinni á matvælamarkaði en eru farnar að selja gos og sælgæti við kassana? Ég á bágt með að trúa því að þarna sé verið að svara ein- hverjum kröfum neytenda. Þá tek ég heilshugar undir athugasemd- ir Lýðheilsustöðvar sem gagnrýnir mikinn afslátt af sælgæti á laugar- dögum. Nær væri að veita afslátt af hollari vörum. Verslanir fylgja ekki reglum Talsmaður neytenda og umboðs- maður barna gerðu umfangsmik- inn samning við markaðinn fyrir nokkrum árum þar sem m.a. var tekið á markaðssetningu á óholl- ustu. Auðvitað á að dusta rykið af þessum leiðbeinandi reglum og ganga eftir því að þeim sé fylgt. Ef markaðurinn þráast við verð- ur einfaldlega að ganga lengra og festa þessar reglur í lög. Mikilvægustu aðgerðirnar eru þó þær að skylda framleiðendur til að taka upp skiljanlegar merking- ar. Eins og staðan er í dag er erfitt ef ekki vonlaust að reikna út hlut- fall viðbætts sykurs í matvælum. Ég horfi sérstaklega til umferðarljós- anna sem breska matvælastofnun- in setti á fót. Umferðarljósin segja til um magn sykurs, salts og fitu með litunum grænum, gulum og rauðum. Vara sem inniheldur hátt hlutfall sykurs og salts en litla fitu fengi þá rauðan hring fyrir sykur og salt en grænan fyrir fitu. Þessar merkingar eru mjög skýrar og ein- faldar og veita neytendum heilm- iklar upplýsingar. Upplýsingar sem framleiðendur eru ekki alltaf fúsir til að veita Hvað er ég að borða? En það er ekki bara sykur sem er vandamálið. Samkvæmt ráðlegg- ingum sérfræðinga eiga konur ekki að borða meira en 6 grömm af salti á dag og karlmenn ekki meira en 7 grömm. Við Íslendingar borðum að meðaltali of mikið salt og það er ekki talið gott fyrir heilsuna. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir syk- urmagni í matvælum er málið enn flóknara þegar kemur að saltinu. Fyrir það fyrsta snúast merkingar á umbúðum um natríum en ekki salt og þarf því að margfalda magn natríums með 2,5 til að finna út hversu mikið saltmagnið er. Til að flækja málið enn frekar er ekki skylt að merkja saltinnihald á matvæli (nema kjötvörur) og því er neytend- um gert mjög erfitt um vik að fylgja opinberum ráðleggingum. Í Finn- landi er framleiðendum hins vegar skylt að merkja ákveðna vöruflokka sem innihalda mikið salt (s.s. osta, brauð, súpur og sósur) og upplýsa hvort varan innihaldi mikið eða lít- ið salt. Þessar aðgerðir hafa orðið til þess að saltneyslan hefur minnkað. Slíkar skyldumerkingar eru einnig hvati fyrir framleiðendur að breyta framleiðsluháttum. Ég heyri oft þau rök að fólk beri sjálft ábyrgð á eigin heilsu. Ég hef aldrei heyrt neinn mótmæla því en til þess að geta borið ábyrgð á eig- in heilsu, að ekki sé minnst á heilsu barnanna okkar, verða neytendur að hafa aðgang að þeim upplýsing- um sem máli skipta. Það er hlut- verk yfirvalda að tryggja neytend- um þessar upplýsingar. Ef menn hafa raunverulegar áhyggjur af lýðheilsu landans verða þeir að bregðast við og þora að taka slag- inn við framleiðendur með hags- muni almennings að leiðarljósi. „Eins og stað-an er í dag er erfitt ef ekki vonlaust að reikna út hlutfall viðbætts sykurs í mat- vælum. Herferð gegn sykurskatti Brynhildur segir að við hljótum að geta barist gegn sykuráti án þess að hækka skatta. Flaska á viku Í Danmörku er mælt með því að börn drekki að hámarki hálfan lítra af gosi á viku. BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR, ritstjóri Neytendablaðsins skrifar. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.