Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FRÉTTIR ER BARNIÐ ÞITT OF FEITT? Rannsóknir sýna að 70% barna sem eiga of þunga foreldra verða sjálf of þung á meðan aðeins 10% barna sem eiga granna foreldra verða of þung. Hrund Scheving lýðheilsufræðingur hefur opnað nýja heimasíðu fyrir foreldra sem vilja aðstoð vegna of þungra barna sinna. Hrund segir offitu barna hafa aukist gífurlega síðustu áratugina en að ákveðin vakning hafi þó orðið síðustu misserin. n 2 hrökkbrauð með 11% feitum osti, gúrku og tómat og vatnsglas = 376 kkal n Samloka (gróf ) með skinku og osti og eplasafi = 396 kkal n Tvær flatkökur með létt-hangiáleggi og appelsínusafi = 415 kkal n Tortilla með skinku og grænmeti og vatnsglas = 562 kkal n Píta m/ kjúklingi, grænmeti og létt-pítusósu = 344 kkal n Grænmetissúpa  með rúnstykki = 549 kkal Heimild: www.léttariæska.is Kalóríufjöldi í ýmsum matvörum n Börn þurfa að borða reglulega, eða fimm til sex sinnum á dag. n Börn þurfa að borða morgunmat. n Börn þurfa að kynnast fjölbreyttu mataræði frá unga aldri. n Börn þurfa hollt og næringarríkt mataræði sem hæfir aldri þeirra og þroska. n Börn þurfa að borða ávexti og grænmeti, minnst fimm á dag. n Börn þurfa að hafa reglulega matmálstíma. n Börn þurfa að borða fisk a.m.k. tvisvar í viku. n Börn þurfa að borða fituminni mjólkurvörur í stað fituríkra. n Börn þurfa að borða trefjaríkan mat. n Börn þurfa að borða sem minnst af sælgæti. n Börn þurfa að drekka mikið vatn. n Börn þurfa að drekka sem minnst af gosdrykkjum. Heimild: www.léttariæska.is Mataræði „Rannsóknir hafa sýnt að allt að 70% þeirra barna sem eiga of þunga foreldra verða sjálf of þung og 50% þeirra barna sem eiga annað foreldri sem er of þungt. Hins vegar verða að- eins 10% barna of þung ef hvorugt foreldri er of þungt,“ segir Hrund Scheving lýðheilsufræð- ingur en verkefni Hrundar, Léttari æska fyrir barnið þitt, er hluti af mastersverkefni hennar í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík.  Ábyrgðin hjá foreldrum Á heimasíðu Hrundar, www.léttariæska.is, sem var opnuð í síðustu viku, kemur fram að ofþyngd og offita barna og unglinga hefur auk- ist á síðustu áratugum. Hrund segir tölurnar ógnvænlegar en sem betur fer hafi orðið tölu- verð vakning í þessum efnum síðustu misser- in. „Síðustu áratugina hefur offita barna aukist mikið en aukningin hefur þó minnkað síðustu árin. Lýðheilsustöð hefur meðal annars kom- ið fram með úrræði sem stuðla eiga að því  að grunnskóla- og leikskólamötuneyti bjóði börn- um upp á hollan og góðan mat auk þess sem framboð af hollustuvörum hefur aukist,“ segir Hrund sem er sannfærð um að ofþyngd þessa hóps sé áhyggjuefni. „Ábyrgðin liggur hjá okkur foreldrum og með verkefninu vonast ég til þess að ná at- hygli þeirra og sýna þeim fram á hvað hægt sé að gera til að snúa þessari þróun við með því að stunda reglulega hreyfingu og tileinka sér hollt og gott mataræði. Við höfum mikil áhrif á líf barna okkar en rannsóknir hafa sýnt að börn foreldra sem stunda reglubundna líkamsrækt eru mun ólíklegri til að verða of þung,“ seg- ir Hrund og bætir við að ef barn sé of þungt í æsku séu yfir 90% líkur á að það verði of þungt þegar það kemst á fullorðinsaldur.  Ofþyngd kostnaðarsöm Á heimasíðu Hrundar er hægt að reikna út lík- amsþyngarstuðul barna og unglinga eftir aldri og kyni og meta líkamsástand þeirra. „Þeg- ar greina á þyngd og offitu barna og unglinga er mikilvægt að hafa í huga að engir tveir ein- staklingar eru eins og þessi reikningsaðferð er aðeins viðmið. Hafa ber einnig í huga að lík- amsþyngdarstuðull gefur ekki alltaf rétta nið- urstöðu á æskilegri líkamsþyngd þar sem lík- amsbygging hvers og eins er mismunandi. Hins vegar er vitað mál að ofþyngd er gríðar- lega kostnaðarsöm fyrir samfélagið en með of- þyngd aukast líkur á alls kyns sjúkdómum, eins og æða- og hjartasjúkdómum, auk neikvæðra afleiðinga á félagslega og andlega þætti.“ indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.