Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 17
Síðasti meðlimur forns ættbálks sem
búið hefur á Andaman-eyjum í um
65.000 ár er látinn, að sögn samtaka
sem barist hafa fyrir vernd frum-
byggja eyjanna.
Í tilkynningu frá samtökunum
Survival International lést Boa, sem
var hálfníræð, í síðustu viku á Anda-
man-eyjum en hún var síðasti eftir-
lifandi Bo-ættbálksins, eins af tíu að-
skildum ættbálkum sem byggt hafa
eyjarnar.
„Talið er að Bo-ættbálkurinn
hafi lifað á Andaman-eyjum í allt að
65.000 ár sem gerir hann að afkom-
endum eins elsta menningarsamfé-
lags jarðar,“ sagði í tilkynningunni frá
Survival International.
Endalok fornrar tungu
Tungumálasérfræðingar segja að
með fráfalli Boa hafi Indland aukin-
heldur glatað því tungumáli sem var
í mestri hættu. Tungumálið heitir Bo
og Boa var sú síðasta sem tjáði sig á
því, en undir það síðasta hafði hún
engan til að tala við á því tungumáli
þar sem eiginmaður hennar og börn
voru þegar látin.
Anvita Abbi, prófessor og verk-
efnastjóri við Jawaharlal Nehru-há-
skólann í Nýju Delí, hitti Boa á síð-
asta ári og sagði að hún hefði verið
eina manneskjan sem mundi gömlu
söngva ættbálksins. Abbi sagði einn-
ig að Boa hafi auk Bo-tungumálsins
kunnað aðrar Andaman-mállýskur.
Fimmtíu og tveir eftir
Talið er að Boa hafi verið elsti með-
limur Andaman-ættbálkanna tíu og
að mati Survival International eru nú
einungis fimmtíu og tveir meðlimir
enn á lífi. Talið er að frumbyggjar eyj-
anna hafi verið um 5.000 þegar Bret-
ar gerðu eyjaklasann að nýlendu árið
1858.
Flest frumbyggjasamfélög eyjanna
urðu sjúkdómum að bráð eða með-
limir þeirra drepnir samkvæmt upp-
lýsingum frá Survival International.
Samkvæmt samtökunum héldu
Bretar frumbyggjunum í prísund
sem kölluð var Andaman-heim-
ili, en ekkert þeirra 150 barna sem
fæddust þar náði tveggja ára aldri.
Fleiri ættbálkar í hættu
Forstjóri Survival International,
Stephen Corry, sagði að fráfall Boa
sorglega áminningu um að forðast
beri að aðrir ættbálkar Andaman-
eyja bíði sömu örlög, en yfirvöld á
Andaman- og Nicobar-eyjum hafa
skráð að minnsta kosti fimm ætt-
bálka á lista yfir ættbálka í hættu.
Aðrir Andaman-ættbálkar reiða
sig að mestu leyti á ríkisstjórn Ind-
lands með tilliti til afkomu og hús-
næðis en áfengisneysla ku vera mik-
il á meðal frumbyggjanna.
Sentinelesar eru einn af um-
ræddum ættbálkum og heldur til
á sextíu ferkílómetra stórri eyju.
Sentinelesar hafa ekkert samneyti
við umheiminn utan eyjunnar, yf-
irgefa aldrei eyjuna og eru sagðir
fjandsamlegir, en lítið er annars um
þá vitað.
FRÉTTIR 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 17
Helen Zille, leiðtogi Lýðræðisbanda-
lagsins, Democratic Alliance, Zuma
um að grafa undan baráttu stjórn-
valda gegn fjöllyndi í kynlífsmálum.
„Suður-Afríka hefur nú forseta
sem bæði með orðum og aðgerðum
veldur svipuðum skaða í þeirri bar-
áttu [gegn HIV/eyðni],“ sagði He-
len Zille. Hún sagði að baráttan fyr-
ir öruggu kynlífi, notkun smokka og
breyttum viðhorfum til fjöllyndis í
kynlífsmálum væri í „hrópandi mót-
sögn“ við hegðun forsetans og jafn-
vel viðhorfum hans.
Fjölkvæni er leyfilegt í Suður-Afr-
íku og er þáttur í menningu Zúlú-
ættbálksins, en hefur verið gagnrýnt
af baráttusamtökum gegn HIV og
eyðni. Tæplega sex milljónir Suður-
afríkumanna eru HIV-sýktir og talið
að um 1.000 látist vegna sjúkdóms-
ins daglega.
ÚTDAUÐUR
ÆTTBÁLKUR
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Síðasti meðlimur
Bo-ættbálksins Fráfall
Boa markar endalok
Bo-ættbálksins.
MYND AFP
FJÖLLYNDUR FORSETI
Kvenna- og ástamál Jacobs Zuma, forseta Suður-Afríku, eru orðin vandræðaleg fyrir Afríska þjóðarráðið, ríkj-
andi stjórnarflokk landsins. Zuma kvæntist í fimmta sinn í síðasta mánuði og nýlega var upplýst að hann hefði
eignast barn utan hjónabands.
Boa, síðasti meðlimur Bo-ættbálksins á Andaman-eyjum, lést í
síðustu viku og með fráfalli hennar líður einnig undir lok Bo-
tungumálið. Óttast er að annarra ættbálka eyjanna bíði svipuð
örlög og eru að minnsta kosti fimm þeirra á válista yfirvalda.
Allt bendir til þess að saksóknarar í
Los Angeles leggi í dag fram kærur á
hendur Conrad Murray, einkalækni
poppstjörnunnar sálugu Michaels
Jackson. Sennilega mun ákæra um
manndráp af gáleysi verða á meðal
ákæruatriðanna.
Conrad Murray hefur sætt rann-
sókn vegna dauða Jacksons í marga
mánuði og á fréttavef Reuters er
haft eftir ónafngreindum heimild-
armönnum að Murray verði ákærð-
ur fyrir manndráp af gáleysi, en ef
hann verður sakfelldur fyrir þær sak-
ir á hann yfir höfði sér allt að fjögurra
ára fangelsisvist.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
ákæran á hendur Murray yrði lögð
fram í síðustu viku en málið dróst á
langinn vegna þrætu á milli lögreglu
og saksóknara um hvernig ætti að
standa að handtöku Murrays, segir
á vef Reuters. Sandi Gibbons, tals-
maður saksóknaraembættisins í
Los Angeles, vísaði til föðurhúsanna
sögusögnum um deilur á milli lög-
reglunnar og saksóknaraembætt-
isins og deilum um hvernig standa
ætti að handtöku Conrads Murray.
Að hennar sögn dróst málið á lang-
inn eingöngu vegna þess að það
þurfti að ljúka pappírsvinnu vegna
þess.
Samkvæmt öðrum fregnum brást
Ed Chernoff, lögfræðingur Murr-
ays, ókvæða við þegar saksóknari fór
fram á að Murray yrði handjárnað-
ur og leiddur inn í dómsalinn fyrir
framan sjónvarpstökuvélar.
Réttarmeinafræðingur Los Ang-
eles úrskurðaði að um manndráp
hefði verið að ræða þegar Michael
Jackson skildi við og að dauða hans
mætti einkum og sér í lagi rekja til
Propofol-gjafar.
Conrad Murray hefur ítrekað full-
yrt að hann hafi ekki gert neitt rangt
og sagði rannsóknarlögreglunni að
hann væri fráleitt fyrsti læknirinn
sem gaf Michael Jackson Propofol.
Conrad Murray var hjá Michael Jack-
son þegar hann lést.
Læknir Michaels Jackson sennilega ákærður í dag:
Manndráp af gáleysi
Læknir Michaels Jackson Á yfir höfði
sér fjögurra ára fangelsi ef hann verður
sakfelldur. MYND AFP
Lést eftir
knattspyrnuleik
Þrítugur stuðningsmaður knatt-
spyrnuliðs Blackburn Rovers lést á
spítala vegna áverka sem hann hlaut
á leik knattspyrnuliðanna Stoke
City og Blackburn Rovers í ensku
úrvalsdeildinni um helgina. Talið er
að hann hafi verið laminn í höfuðið
með ruslastampi, en hann var með-
vitundarlaus þegar hann fannst.
Tuttugu og fimm ára karlmaður
er í haldi lögreglunnar vegna máls-
ins og er að „aðstoða lögregluna
við rannsóknina“ eins og lögreglan
orðar það.
Að sögn lögreglunnar áttu að-
dáendur Stoke-liðsins enga aðild
að líkamsárásinni sem átti sér stað
á svæði aðdáenda Blackburn Rovers.
Sex naut á einu
síðdegi
Sextán ára nautabani, Jairo Miguel
Sanchez Alonso, afrekaði að drepa
sex naut á á laugardaginn, en það
hefur ekki verið talið á færi nema
allra reyndustu nautabana. Sigur-
launin voru afskorin eyru dýranna
sem hann drap.
Jairo Miguel Sanchez Alonso er
enginn nýgræðingur þrátt fyrir ung-
an aldur því hann gerðist atvinnu-
maður í nautaati þegar hann var tólf
ára. Hann komst í hann krappan
árið 2007 þegar hann var við dauð-
ans dyr eftir að hafa verið stunginn á
hol af nauti.
55 milljónir
smokka
Starfsmenn heilbrigðisyfirvalda í
Brasilíu hafa ýtt úr vör herferð til
áminningar um AIDS og munu
dreifa fimmtíu og fimm milljónum
smokka á árlegri kjötkveðjuhátíð
sem hefst í vikunni. Í sjónvarpsaug-
lýsingu er ungt fólk minnt á að hafa
smokkinn með í för ef fara á í partí.
Slagorð herferðarinnar er „Smokk-
urinn. Fyrir ást, ástríður eða bara
kynlíf. Notið hann alltaf“.
Á síðasta ári dreifðu brasilísk yf-
irvöld hátt í 500 milljónum smokka
ókeypis um allt land, sem samsvara
2,6 smokkum á hvern borgara.