Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Side 4
4 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FRÉTTIR Ráðist var á færeyskan leikmann Keflavíkur í meistaraflokki karla í knattspyrnu, Simun Eiler Samuelsen, í síðustu viku og hann nefbrotinn. At- burðurinn átti sér stað í kveðjuhófi fyrir leikmanninn á skemmtistaðnum Glóðinni í Reykjanesbæ. Simun ákvað að leika ekki lengur með Keflavíkurliðinu og gerði samn- ing við lið í heimalandinu. Félagar hans í Keflavíkurliðinu hittust marg- ir kvöldið áður en leikmaðurinn hélt heim til Færeyja. Í kveðjuhófinu var ráðist á Færeyinginn og hann skallað- ur í andlitið með þeim afleiðingum að nef hans brotnaði. Þorsteinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeild- ar Keflavíkur, harmar árásina á leik- manninn sem hann segir prýðispilt. „Þetta gerðist daginn áður en hann fór úr landi og mér skilst að þessi árás hafi verið tilefnislaus. Auðvit- að harma ég svona árás og fordæmi hana því Simun er algjör eðalpiltur í alla staði,“ segir Þorsteinn. Willum Þór Þórsson, þjálf- ari meistaraflokks karla í Keflavík, tekur í sama streng og skilur ekk- ert í árásinni. „Ég varð ekki vitni að þessu sjálfur en leikmennirn- ir hafa sagt mér frá þessu. Þeir eru allir í sjokki og aðstandendur liðsins einnig. Þetta er algjör fyrirmyndar- náungi og því skil ég bara ekki svona árás. Það eru allir í sjokki yfir þessu,“ segir Willum Þór. trausti@dv.is Ráðist var á Simun Samuelsen, knattspyrnumann í Keflavík: Nefbrotinn í kveðjuhófinu Fór nefbrotinn heim Simun ákvað að leika ekki áfram með Keflvíkingum og í kveðjuhófi fyrir leikmanninn var hann nefbrotinn. Einkafyrirtæki segja flestum upp Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, sagði í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag að níu af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna frá hruni hafi unnið á almenna markaðinum. Sam- drátturinn hjá ríkisvaldinu hafi verið miklu minni en hjá einkafyrirtækjum. Frosti gagnrýndi einnig hversu mikið hlutur hins opinbera í þjóðar- kökunni hefði aukist á síðustu árum. Hann sagði í viðtalinu að fyrir 30 árum hefði Ísland verið meðal þeirra OECD-ríkja þar sem ríkið ætti hvað minnsta hlutdeild í þjóðarkökunni en væri nú komið í þá stöðu að vera með mestu hlutdeild ríkisins. Forskot Jóhannesar gagnrýnt Sú ákvörðun Arion banka að gefa Jó- hannesi Jónssyni í Bónus og nokkr- um öðrum starfsmönnum Haga forskot á að kaupa hluti í félaginu mætir harðri gagn- rýni. VIlhjálmur Bjarnason, við- skiptafræðing- ur og fjárfestir, gagnrýndi þessa ákvörðun í Silfri Egils í Ríkissjón- varpinu á sunnudag. Hann sagði íslensku samfélagi misboðið með þessum hætti og að svo virtist sem þeir sem réðu ferðinni í aðdraganda hrunsins séu nú aftur að ná vopnum sínum. Árni er saklaus Vegna fréttar um ásakanir á hend- ur þingmanninum Árna Johnsen um að dæla á bíl sinn litaðri olíu skal áréttað að DV barst eingöngu ábending um að litaða olíu væri að finna í bensíntanki bíls Árna sem er vistuð hjá Bílastöðinni Króki. DV þekkir ekki til þess að þar hafi ver- ið tekin prufa úr tanki bílsins. Árni hefur ítrekað verið klagaður til Vega- gerðarinnar fyrir sömu sakir og setið hefur verið fyrir honum af fulltrúum stofnunarinnar. Niðurstaða fréttar DV er sú að Árni hefur reynst sak- laus af ásökunum þegar prufur hafa verið teknar. Eiður Smári Guðjohnsen, lands- liðsmaður í knattspyrnu, tjáir sig ekki um ásakanir enskra fjölmiðla um meint framhjáhald við franska undirfatafyrirsætu. Síðasta útspil slúðurblaðsins News Of the World er að saka knattspyrnumanninn um að hafa greitt fyrirsætunni fyr- ir þagmælsku þegar ástarsambandi þeirra lauk. Blöðin The Sun og News Of the World hafa bæði haldið því fram að Eiður Smári hafi átt í sambandi við frönsku fyrirsætuna Vanessu Perroncell er hann lék með Lund- únaliðinu Chelsea. Þau hafa bæði neitað ásökununum en nú er því haldið fram að Eiður Smári, og aðr- ir leikmenn liðsins sem fullyrt er að hafi átt í ástarsambandi við fyrir- sætuna, hafi greitt henni til að segja ekki frá meintu ástarsambandi. Á hann að hafa borgað henni andvirði ríflega tveggja milljóna króna fyrir þagmælskuna. Hélt við fyrirliðann Fullyrt er að Eiður Smári og Vanessa hafi kynnst árið 2003 á skemmti- stað í Lundúnum og að þau hafi átt í ástarsambandi í kjölfarið. Á þess- um tíma lék hann með Chelsea en fyrirliði liðsins, Englendingurinn John Terry, er einnig sagður hafa átt í sambandi við frönsku fyrirsætuna og einnig fullyrt að hann hafi greitt henni fyrir þagmælsku er því lauk. Eftir að málið rataði í enska fjöl- miðla hefur Terry misst fyrirliða- band sitt hjá enska knattspyrnu- landsliðinu en Vanessa hefur verið bendluð við ástarsambönd við fleiri leikmenn enska liðsins. Bæði Eiður Smári og talsmaður Vanessu hafa neitað því að þau hafi átt í ástarsambandi. Eiður Smári, sem er þriggja barna faðir og hef- ur verið í sambúð með íslenskri barnsmóður sinni frá unglings- aldri, er aftur kominn í ensku úr- valsdeildina eftir að hafa samið við Lundúnaliðið Tottenham og fær nú að kenna á harðsvíruðum enskum fjölmiðlum. Algjört kjaftæði Talsmaður Perroncel, upplýsinga- fulltrúinn Max Clifford, segir frétt- ir af framhjáhaldi frönsku fyrir- sætunnar og Eiðs Smára algjört kjaftæði. Það kom fram á frétta- vefnum Pressunni. „Vanessa hef- ur sagt mér að þessi frétt sé algjör- lega ósönn. Þetta er algjört kjaftæði. Hún þekkti marga leikmenn Chels- ea þegar hún starfaði sem gengil- beina á Elysium-næturklúbbnum í London, en eingöngu sem vini. Hún hefur aldrei átt í ástarsamböndum við Eið Smára og Mutu. Síðan kem- ur fólk og reynir að vinna sér inn pening með því að selja lygar um hana, það virðist ekki láta sannleik- ann koma í veg fyrir góða frétt,“ seg- ir Clifford. Í samtali við DV vildi Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára hérlendis, ekki ræða fréttaflutning erlendra fjölmiðla og ásakanir um framhjáhald knattspyrnumannsins. TJÁIR SIG EKKI UM ÁSAKANIR Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen hér á landi, hafnar því að ræða umfjallanir enskra fjölmiðla um meint framhjáhald íslenska landsliðsmannsins. Hann er sakaður um að hafa haldið við franska undirfatafyrirsætu og undir lok sambands- ins greitt henni fyrir þagmælsku. Vanessa hefur sagt mér að þessi frétt sé algjörlega ósönn. Þetta er algjört kjaftæði. Ekki satt Eiður Smári hefur neitað ásökunum um framhjáhald en talsmaður hans vill ekki ræða málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.