Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 DROGBA SKAUT CHELSEA Á TOPPINN Chelsea er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Arsenal, 2-0, í stórleik helgarinnar á sunnudagskvöld- ið. Didier Drogba skoraði bæði mörk leiksins, á 8. og 23. mínútu. Það fyrra lagði fyrirliðinn umdeildi, John Terry, upp með skalla og skoraði Drogba það af metra færi. Seinna markið var einstaklega laglegt en þá fór Drogba afar illa með vörn Arsenal og skoraði glæsilegt mark. Fyrir seinna mark Chelsea hafði Arsenal sótt stíft að marki Chelsea og það gerði liðið einnig í seinni hálfleik. Ekki náði liðið þó að skora og hljóta Arsenal-menn því að vera enn svekktari yfir því að Arsene Wenger, stjóri liðsins, hafi ekki keypt framherja í janúarglugganum. Með tapinu er Arsenal komið sjö stigum frá öðru sætinu og möguleiki úr leik í titilbaráttunni. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is ENSKA ÚRVALSDEILDIN LIVERPOOL - EVERTON 1-0 1-0 Dirk Kuyt (55.). n Sotirios Kyrgiakos, Liverpool (35.) n Steven Pienaar, Everton (90.). MAN. UNITED - PORTSMOUTH 5-0 1-0 Wayne Rooney (40.), 2-0 Anthony Vanden Borre (45.sm), 3-0 Richard Hughes (59. sm), 4-0 Dimitar Berbatov (62.), 5-0 Mark Wilson (69. sm). HULL - MAN. CITY 2-1 1-0 Jozy Altidore (31.), 2-0 George Boateng (54.), 2-1 Emmanuel Adebayor (59.). BURNLEY - WEST HAM 2-1 1-0 David Nugent (14.), 2-0 Daniel Fox (55.), 2-1 Araujo Ilan (81.). BOLTON - FULHAM 0-0 STOKE CITY - BLACKBURN 3-0 1-0 Danny Higginbottam (8.), 2-0 Mamady Sidibe (45.), 3-0 Matthew Etherington (67.). n Christopher Samba, Blackburn (53.) SUNDERLAND - WIGAN 1-1 0-1 Mohamed Diame (20.), 1-1 Kenwyne Jones (64.). ASTON VILLA - TOTTENHAM 0-0 BIRMINGHAM - ÚLFARNIR 1-2 0-1 Kevin Doyle (42.), 1-1 Kevin Phillips (80.), 2-1 Kevin Phillips (85.) CHELSEA - ARSENAL 2-0 1-0 Didier Drogba (8.), 2-0 Didier Drogba (23.) STAÐAN Lið L U J T M Stig 1. Chelsea 25 18 4 3 60:20 61 2. Man. Utd 25 18 2 5 61:21 56 3. Arsenal 25 15 4 6 60:30 49 4. Liverpool 25 13 5 7 43:26 44 5. Tottenham 25 12 7 6 45:25 43 6. Man. City 23 11 8 4 45:32 41 7. Aston Villa 24 11 8 5 31:18 41 8. Birmingham 24 10 7 7 24:24 37 9. Everton 24 8 8 8 33:35 32 10. Fulham 25 8 7 10 27:28 31 11. Stoke City 23 7 8 8 22:26 29 12. Blackburn 25 7 7 11 25:43 28 13. Sunderland 24 6 7 11 31:41 25 14. Hull 25 5 9 11 25:50 24 15. Burnley 24 6 5 13 25:47 23 16. Wigan 23 6 5 12 25:48 23 17. Bolton 23 5 7 11 29:44 22 18. West Ham 24 4 9 11 30:40 21 19. Wolves 24 5 6 13 21:42 21 20. Portsmouth 24 4 3 17 19:41 15 CHAMPIONSHIP BRISTOL - SHEFF. UNITED 2-3 C. PALACE - WATFORD 3-0 BARNSLEY - WATFORD 1-0 Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Barnsley og skoraði sigurmarkið. Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir Watford. BLACKPOOL - LEICESTER 1-2 BRISTOL - COVENTRY 1-1 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry. IPSWICH - MIDDLESBROUGH 1-1 NOTT. FOREST - SHEFF. WED. 2-1 PETERBOROUGH - QPR 1-0 PLYMOUTH - WBA 0-1 Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Plymouth. SCUNTHORPE - C. PALACE 1-2 SHEFF. UTD - DERBY 1-1 SWANSEA - PRESTON 2-0 DONCASTER - READING 1-2 Ívar Ingimarsson og Bynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn fyrir Reading og Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á á 90. mínútu. Gylfi Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Reading. STAÐAN Lið L U J T M St 1. Newcastle 28 17 8 3 48:17 59 2. WBA 29 16 8 5 59:31 56 3. Nott. Forest 29 15 10 4 46:22 55 4. Cardiff 28 13 6 9 53:35 45 5. Swansea 28 11 12 5 25:20 45 6. Leicester 27 11 9 7 31:28 42 7. Sheff. Utd 29 11 9 9 41:40 42 8. Blackpool 29 10 10 9 46:38 40 9. Barnsley 28 11 6 11 37:41 39 10. Middlesbro 29 10 8 11 40:33 38 11. Bristol City 28 8 13 7 34:38 37 12. Watford 28 9 8 11 39:43 35 13. Preston 28 9 8 11 32:39 35 14. QPR 28 8 10 10 40:45 34 15. Coventry 29 8 10 11 33:41 34 16. C. Palace 28 11 10 7 33:30 33 17. Doncaster 27 8 9 10 34:36 33 18. Derby 29 9 6 14 30:41 33 19. Scunthorpe 28 9 6 13 34:48 33 20. Sheff. Wed. 29 8 7 14 34:47 31 21. Ipswich 28 5 15 8 32:40 30 22. Reading 28 7 8 13 30:45 29 23. Plymouth 27 7 3 17 23:38 24 24. Peterborough 29 4 9 16 33:51 21 LEIKMAÐURINN ENSKI BOLTINN Helgin var svo sannarlega góð fyr- ir Liverpool í baráttunni um Meist- aradeildarsæti. Tottenham og Aston Villa skildu jöfn á meðan Manchester City tapaði. Og Liver- pool sá um sig, hafði sigur á Evert- on í 213. slagnum um Bítlaborgina, 1-0. Því er Liverpool komið í fjórða sætið, það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni, og hefur eins stigs forystu á Tottenham. Liverpool þurfti heldur betur að hafa fyrir sigrinum þar sem það lék manni færra í 55 mínútur eða allt frá því Grikkjanum, Sotiros Kyrgia- kos, var vikið af velli. Hinn grjóth- arði og óþreytandi Dirk Kuyt var hetja Liverpool en hann skoraði eina mark leiksins af miklu harð- fylgi með skalla í seinni hálfleik. Kuyt gekk af velli eins og sönn hetja, með mark á bakinu og blóð í and- litinu. Það síðara var eftir fast spark Belgans Marouane Fellaini beint í andlitið á Kuyt sem honum var ekki refsað fyrir. TRAUSTUR SEM KLETTUR Það verður seint sagt að Dirk Kuyt sé sá fallegasti á velli en hann er svo sannarlega áreiðanlegur. Á með- an stjörnurnar, Gerrard og Tor- res, spila nánast annan hvern leik vegna meiðsla er Kuyt alltaf klár. Kuyt ásamt markverðinum Pepe Reina er eini leikmaðurinn sem hefur byrjað inn á í hverjum einasta leik í deildinni fyrir Liverpool. Mark hans gegn Everton var hans fimm- tugasta fyrir félagið og hans níunda á tímabilinu í úrvalsdeildinni. Kuyt er maðurinn sem leggur sig alltaf fram og hann þurfti svo sannarlega að hafa fyrir markinu. Steven Gerrard átti þá spyrnu inn á teiginn og var Kuyt í mikilli baráttu við markvörð Everton, Tim How- ard, og Phil Neville, fyrirliða gest- anna, en með mikilli hörku náði hann að losa sig frá öllum og skalla knöttinn í netið. Kuyt hefur verið lengi að koma sér inn í hjörtu Liver- pool-stuðningsmanna en þeir sem voru ekki enn búnir að taka hann í sátt voru farnir að tilbiðja Hollend- inginn á laugardaginn enda hann líklega aldrei skorað mikilvægara mark fyrir Liverpool. LOFAÐUR Í HÁSTERT Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var hæstánægður með framlag Hollendingsins eftir leik- inn. „Kuyt er alveg frábær leik- maður,“ sagði hann í viðtali við Sky Sports. „Hann er leikmaður sem leggur sig fram í hverjum einasta leik og leggur mikið á sig heilt yfir gegnum alla leiktíðina. Hann getur líka skorað mörk og þá virðist hann vera sérfræðingur í að skora gegn Everton,“ sagði Benitez kíminn en Kuyt skoraði einnig í fyrri leik lið- anna sem Liverpool vann, 2-0. Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, var einnig ánægður með hetjuna. „Við vissum alltaf að leik- urinn yrði erfiður og hann varð ekkert auðveldari þegar við vorum orðnir einum færri. Það var samt alltaf möguleiki á að skora úr föst- um leikatriðum og í þeim erum við alltaf hættulegir þegar leikmaður eins og Dirk Kuyt er inni á vellin- um,“ sagði fyrirliðinn, Steven Gerr- ard. RAUÐIR HALDA TAKINU Með sigrinum á erkifjendunum heldur Liverpool takinu á bláu ná- grönnum sínum. Liverpool hefur nú unnið tvo síðustu leiki og sam- tals fimm af síðustu sjö en Everton hefur aðeins náð tveimur jafntefl- um á þeim tíma. Síðasti sigur Ev- erton kom á heimavelli í september 2006 þegar bláliðarnir í Bítlaborg- inni unnu Liverpool, 3-0. Tapið kom líka á vondum tíma fyrir Everton sem hefur verið að klifra upp töfluna jafnt og þétt. Everton hafði ekki tapað leik í deildinni síðan það tapaði gegn Liverpool í september en þetta tap gerir Evrópuvonir þeirra bláu minni. GRJÓTHARÐURog gulls ígildiFimmtugasta mark Hollendingsins Dirk Kuyt tryggði Liverpool sigur, 1-0, í 213. nágrannaslag Liverpool og Everton. Liverpool-menn léku einum færri í 55 mínútur en höfðu samt mikilvægan sigur. Kuyt fékk spark í andlitið í leiknum en lét það ekki aftra sér. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is SIGURMARKIÐ Kuyt skoraði eina markið í nágrannaslagnum. MYND AFP 50 MARKA MAÐUR Dirk Kuyt er gulls ígildi hjá Liverpool á þessari leiktíð. MYND AFP 2009-10 n Liverpool 1 - 0 Everton n Everton 0 - 2 Liverpool 2008-09 n Liverpool 1 - 1 Everton n Everton 0 - 2 Liverpool 2007-08 n Liverpool 1 - 0 Everton n Everton 1 - 2 Liverpool 2006-07 n Liverpool 0 - 0 Everton n Everton 3 - 0 Liverpool 2005-06 n Liverpool 3 - 1 Everton n Everton 1 - 3 Liverpool Baráttan um Bítlaborgina SPORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.