Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 6
Helmingur ónæmur Ríflega helmingur þjóðarinnar er ónæmur fyrir svínaflensunni, en búið er að bólu- setja 130 þúsund manns. Talið er að á milli 50 og 60 þúsund manns hafi feng- ið veikina í far- aldrinum á síðari hluta ársins 2009, að því er fram kemur í tilkynningu frá landlæknis- embættinu. Talið er að aðgerðir sem gripið var til, meðal annars bólusetning gegn veikinni, hafi komið í veg fyr- ir að 30 þúsund manns til viðbót- ar hefðu veikst og komið í veg fyrir dauðsfall. Vill kaupa Rás 2 Einar Bárðarson, athafnamaður og útvarpsstjóri Kanans, hyggst á mánudag senda Páli Magnússyni, útvarpsstjóra RÚV, bréf þar sem hann óskar eftir að fá að kaupa Rás 2. Einar segir í samtali við DV að hann sjái fyrir sér að slá megi tvær flugur í einu höggi með þessu. Kan- inn fengi með þessu alvörudreifi- kerfi og létt yrði á rekstri RÚV með að annaðhvort pakka saman Rás 2 eða sameina stöðina Rás 1. „Ég ætlaði að senda þetta bréf í síðustu viku en komst ekki í það,“ segir Einar spurður um áform sín. Hann segir að tilboð hans hljóði upp á að hann kaupi Rás 2 eða að RÚV myndi leigja Kananum græjurnar og aðgang að dreifikerfinu. 6 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FRÉTTIR Fjárfestar hér á landi sem lögðu inn fé í félagið Finanzas Forex bíða þess nú að málaferl- um ljúki en sjóðir félagsins voru frystir vegna gruns um að það væri notað til að þvætta peninga. Hundruð milljóna voru lögð inn í slík félög hér á landi og tóku forsvarsmenn þeirra hér á landi allt að 5 prósent beint í vasann. Sparifé íslenskra fjárfesta sem lögðu peninga inn í píramídafélagið Fin- anzas Forex, FFX, sem skráð er í Panama, var fryst af bandarískum yfirvöldum, meðal annars af fíkni- efnaeftirlitinu, DEA, vegna gruns um að fyrirtækið væri notað til að þvætta risafíkniefnagróða. Félagið er í mála- ferlum í Bandaríkjunum vegna máls- ins. Sjóðir Finanzas Forex eru nú frystir eftir aðgerðir bandarískra yf- irvalda. Sigurður Örn Leósson, sem er einn þeirra sem kynnti fyrirtækið hér á landi, náði að sannfæra hund ruð manna um að leggja sparifé sitt inn í félagið í von um skjótan ofsagróða á gjaldeyrisbraski. Fullyrt er við DV að þeir sem sem stunduðu umfangs- mikla kynningarstarfsemi á félaginu hér á landi, hafi tekið allt að fimm prósent í þóknun af öllum peningum sem komu inn í félagið hér á landi. Þeir sem lögðu fé fyrstir inn í FFX græddu vel á meðan þeir sem komu síðar töpuðu. Fyrrverandi gjaldeyris- miðlari segir við DV að nærri öruggt sé að Íslendingarnir hafi tapað öllu sínu sparifé. Tugir milljóna inn Finanzas Forex er svokallað FX gjald- eyrismiðlunarfyrirtæki sem þýðir að það þarf ekki að lúta reglum fjár- málaeftirlits. Sambærileg félög hafa oft verið tengd mafíum og glæpa- samtökum til þess að þvætta eitur- lyfjagróða. Þannig leggja glæpasam- tökin ágóða af starfsemi sinni í slík batterí og taka út sem hagnað. Sam- kvæmt heimildum DV liggur Fin- anza Forex undir grun um að hafa verið notað í þessum tilgangi og þess vegna kemur fíkniefnaeftirlitið að málinu. Talið er að að hund ruð milljóna króna hafi verið lögð inn í félagið hér á landi og önnur sambærileg félög. Miðað við það gætu þeir sem kynntu félögin hér á landi hafa hagnast um tugi milljóna. Heimildir eru fyrir því er að ein- stakir fjárfestar hafi lagt tugi milljóna króna inn í félagið. Einn þeirra situr eftir með sárt ennið. Sigurður Örn sagði í helgarblaði DV að sér hefðu borist hótanir frá reiðum fjárfestum sem hefðu komið á heimili hans. Á sama stað og fleiri Ponzi- fyrirtæki FFX var skráð til heimilis í sömu byggingu og fjölmörg sambærileg fyrirtæki sem eru ýmist starfandi eða hafa lognast út af. Slík píramída- fyrirtæki starfa að meðaltali í 1–3 ár áður en fjarar undan þeim og fjár- festar oft fullkomlega varnarlausir, enda eru fyrirtækin skráð í Panama og þess vegna ekki í umdæmi þeirra sem hafa tapað peningunum. Slík fyrirtæki nota að jafnaði ekki stærstu greiðslukerfi heims á borð við Pay- pal, heldur nota þau kerfi þar sem erfitt er að rekja slóð peninganna. Um leið og dregur úr slagkrafti í fé- laginu er það á leið í þrot. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is ÍSLENSKT SPARIFÉ FRYST AF YFIRVÖLDUM Félagið er í mála-ferlum í Banda- ríkjunum. Sigurður Örn Leósson Þeir sem kynntu píramídafélög á Íslandi tóku þóknanir frá öðrum fjárfestum. Hann segist hafa fengið hótanir frá reiðum fjárfestum. Allt í Panama Finanzas Forex er skráð í Panama og er í sömu byggingu og fjölmörg önnur píramídafélög. 30 en ekki 1 myndavél í frétt um tölvustuld á Þjóðarbók- hlöðunni í síðasta helgarblaði DV var ranglega farið með að einungis ein eftirlitsmyndavél væri í húsinu. Hið rétta er að á þriðja tug eftirlits- myndavéla eru í Þjóðarbókhlöð- unni. Ólafur Guðnason, hússtjóri Landsbókasafns Íslands - háskóla- bókasafns, segir að erfitt sé að koma í veg fyrir þjófnað í húsinu en bend- ir gestum safnsins á að skilja ekki eftir verðmæti á borðunum ef þeir bregða sér frá. „Frá upphafi hefur biskup reynt að vera mjög liðlegur við okkur út af þessum málum. Hann er að reyna að gera sitt allra besta til að við sóknarbörnin fáum það sem við viljum,“ segir Eysteinn Ó. Jónas- son, sóknarnefndarformaður Sel- fosskirkju, um nýlega beiðni Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, um að sóknarprestur Selfosskirkju afsali sér völdum í kirkjunni. Að- spurður segist hann þakklátur biskupi fyrir stuðninginn. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur nýs sameinaðs prestakalls á Selfossi, hefur verið beðinn um að gefa frá sér völdin í Selfosskirkju og halda sig áfram við sveitakirkjurnar þrjár í sókninni. Það var biskupinn sem bað prest- inn um það. Sóknarnefnd Selfoss- kirkju sættir sig ekki við að fá Krist- in sem sóknarprest. Eysteinn telur að gagnrýni á beiðni biskups sé til þess fallin að klekkja á Karli og reyna að gera hann vanhæfan. Aðspurður segir hann deiluna einfaldlega snúast um að sóknarbörn Selfosskirkju velji sinn eigin sóknarprest. Eysteinn bendir á að Karl bisk- up hafi lagt til að sameiningin yrði ekki til afgreiðslu á síðasta kirkju- þingi þannig að söfnuðurinn gæti í rólegheitunum valið sinn sókn- arprest. Aðspurður vill hann ekki gefa upp hvaða umsækjandi hon- um hugnist helst í prestsvalinu sem fram undan er. „Það er frábært fólk búið að sækja um og það verð- ur erfitt að velja. Biskupinn er að reyna að ná sáttum og með þess- ari beiðni hans var hann að reyna það. Ég er honum þakklátur fyr- ir að reyna allt sem hann getur til að ná endanlegri sátt í söfnuðinum þannig að við fáum okkar prest yfir okkar kirkju. Séra Kristinn má al- veg messa hér en við viljum einn mann hér til að stýra kirkjunni. Biskup segir að það sé eina leið- in að sóknarprestur og prestur geri með sér samning á þann hátt að presturinn verði með afger- andi stöðu við okkar kirkju. Sókn- arpresturinn vill einhvern veginn vera aðallega í Selfosskirkju og okkur þykir það mjög undarlegt,“ segir Eysteinn. trausti@dv.is Biskup Íslands Eysteinn sóknarnefndarformaður telur biskup hafa sýnt sókn- arnefndinni mikinn stuðning í erfiðum málum. Eysteinn Ó. Jónasson í sóknarnefnd Selfosskirkju segir biskup mjög liðlegan: Þakka biskupi stuðninginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.